Þjóðviljinn - 17.12.1982, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 17.12.1982, Blaðsíða 20
MÐVHHNN Föstudagur 17. desember 1982 Aðalsími Þjóðviijans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527. umbrot 81285. Ijósmvndir81257. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgrciðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Lánasjóður námsmanna: Vantar 140 mfljónir á næsta ári fullyrtu námsmenn á fundi í gær „Fyrirsjáanlegt er að fjárþörf sjóðsins eykst að miklum mun á næsta ári. Ástæður þess eru meiri verðbólga og hraðara gengissig en ráð var fyrir gert. Auk þess hefur lánsumsóknum fjölgað um 26% nú í haust í stað 6% fjölgunar eins og áætlað var. Síðast en ekki síst hafa sumartekjur námsmanna greinilega rýrnað.“ Þannig er m.a. komist að orði í dreifiriti sem Stúdentaráð Háskóla Islands, Fulltrúar þingflokka og ráðuneytis kváðust allir af vilja gerðir til að leysa fjárhagsvandræði Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Ljósm. eik. SÍNE og Bandalag íslenskra sérskólanema sendu frá sér á fundi sem haldinn var í gær um lánamál námsmanna. Fyrsta f járhagsáætlun Daviðs Oddssonar: Gervigras brýnna en dagheimfli! ,,Tímaskekkja” var dómur minnihlutans Mörg er matarholan: 50 mfljónir í aukagjöldum 20 miljón króna afsláttur á fast- eignagjiildum, sem kemur þeim sem eiga dýrar og miklar fasteignir helst til góða er cinber sýndarmennska, sagði Sigurjón Pctursson í borgarstjorn í gær. Sú upphæð er tekin til baka rúmlega tvöföld af borgarbúum í þjónustugjöld- um, sem hækka á langt umfram verðlag á næsta ári. Tæplega 50 milónir króna eru þannig kroppaöar saman af þcim hópi fólks sem nýtir og þarf aö nýta sér samfélags- lega þjónustu, sagöi Sigurjón. Sem dæmi um þessar hækkanir nefndi hann 30 miljónir króna í umframhækkun á fargjöldum SVR, sem hækka eiga um 45% 1. janúar n.k., - 4,3 miljónir frá Hitavcitu og Rafveitu í „arðgreiöslur" til borgarsjóðs, 8 miljónir vegna 500% hækkunar á stöðumælagjöldum og 2 miljónir vcgna þreföldunar í stööumæl- asektum, 1,3 vegna hækkunar á sund- laugamiðum, 0,5 vegna hækkunar á bókasafnskortum og 2,5 miljónir frá nýju gjaldi scm lagt veröur á börn á gæsluvöllum borgarinnar. Hér er aðeins um aö ræða hækkun umfram verölagshækkanir. Er þetta skattalækk- un? spurði Sigurjón. Já, fyrir þá sem efnameiri eru, en ekki fyrir hina. - ÁI Á fundinum komu fulltrúai þingflokkanna og fjármálaráðu- neytisins og svöruðu spurningum sem fyrir þá höfðu verið lagðar. Einnig héldu talsmenn náms- manna, þau Björg Ólínudóttir for- maður BISN og Mörður Arnason formaður SÍNE, stuttar tölur þar sem þau áréttuðu það sjónarmið námsmanna að Lánasjóður ís- lenskra námsmanna væri í fjár- svelti og að forsjármenn ríkisvalds og aðrir stjórnmálamenn yrðu að bæta úr bráðri fjárþörf sjóðsins. Telja námsmenn að raunveruleg fjárþörf Lánasjóðsins væri liðlega 140 milljónum hærri en áætlað væri að veita til hans samkvæmt fjár- lögum. Ef Alþingi tæki ekki á þeim vanda væri fyrirsjáanleg kaup- máttarrýrnun námslána fram- undan. Fram kom í máli fulltrúa fjár- málaráðuneytisins, Þrastar Ólafs- sonar aðstoðarmanns fjármálaráð- herra, að framlög úr ríkissjóði til námslána hefðu hækkað stórlega undanfarin ár og að sjóðnum hefði á þeim tíma verið tryggðar þær tekjur sem hann þyrfti til að standa við skuldbindingar sínar við náms- menn. Ekki væri ástæða til að halda að annað yrði uppi á ten- ingnum nú. Allir fulltrúar þingflokkanna kváðust hafa fullan skilning á fjár- þörf Lánasjóðs námsmanna og að reynt yrði til hins ýrtrasta að tryggja sjóðnum tekjur. _ v. Borgarfulltrúar voru í gærkvöldi sammála um eitt, - að fyrsta fjárhagsá- ætlun Davíðs Oddssonar markaði tíma- mót fyrir Reykvíkinga. Höfundurinn taldi tímamótin tilmikillar farsældar fyrir borgarbúa alla, en fulltrúar Al- þýðubandalags og Kvennaframboðs sýndu fram á að einungis hinir efna- meiri hagnast þar á. Töldu þeir áætlun- ina tímaskckkju; á mcðan kaupmáttur minnkar og blikur eru á lofti í atvinn- umálum, er fclagsleg þjónusta dregin saman, dagheimili og hyggingar fyrir aldraða skornar við trog og lciguíbúðir þurrkaðar út, svo dæmi séu nefnd. Á sama tíma fá eignamenn 20 miljónir á silfurfati í lækkuðum fasteignasköttum. Umræöur snerust einkum um eftir- talda þætti: - Samdrátt í félagslegri þjónustu og þær áherslur Sjálfstæöis- flokksins sem t.d. má marka af .því að 10 miljónum skal veitt í gervigrasavöll í Laugardal á meðan 9 miljónir fara í dagvistarheimili! - 20 miljón króna afs- látt á fasteignagjöldum, sem skiptist þannig, að sá sem á gott einbýlishús fær 2500 króna afslátt en sá sem á blokkar- íbúð fær 500 kall. - Ósamræmi í aögerðum Sjálfstæðismanna nú og orðum þeirra meðan þeir voru í minnih- luta. í>rátt fyrir fjögurra ára skattpín- ingarsöng fullnýta þeir nú sömu tekj- ustofna og vinstri meirihlutinn geröi fyrir utan fasteignaskattana og einnig loka þeir áætluninni sem stórfelldum lántökum, ekki aðeins í bönkum sem þeir fordæmdu á árum áður, heldur taka þeir einnig fé að láni frá væntan- legum lóðarhöfum í Grafarvogi. Mjög var rætt um það met, sem Da- víð Oddsson ætlar að setja með úthlut- un 1617 lóða á næsta ári og afleiðingar þess fyrir lóðarhafa, þensluna í landinu, vinnumarkaðinn, lánamarkaðinn og borgarsjóð. Gatnagerðargjöld eiga t.d. að standa undir 15% af tekjum borgar- sjóðs á næsta ári en einungis hluti þeirra á að fara í það sem greitt er fyrir, - gatnagerð í Grafarvogslandi. Fram- sóknarflokkurinn yfirbauð Davíð og vildi lækka fasteignaskattinn meira og raunar lækka alla skatta, en aðrir minnihlutaflokkar vildu láta veita um 8 miljóna afslátt á á fasteignasköttum í stað 20 miljóna, þannig að skatturinn hækkaði um 65% á milli ára. Afgreiðslu tillagna um tekjuliði ar ekki lokið þegar Pjóðviljinn fór í prentun. - Á1 Happdrætti Þjóðviljans 1982: Vinnings- númer birt á Þorláks- messu Eins og venja er til verða vinn- ingsnúmcr í Happdrætti Þjóðvilj- ans birt í blaðinu á Þorláksmessu. ■ Þegar hafa nokkur hverfi í Reykja- vík gert fullnaðarskil, og utan af landi hafa komið skil frá mörgum stöðum. Nú er lokaátakið að hefj- ast og eru umboðsmcnn happ- drættisins og aðrir sem hafa miða undir höndum hvattir til þess að gera skil um helgina. Skrifstofan að Grettisgötu 3 í Reykjavík er opin ' alla daga til kl. 18. Síminn er 17500. Iðnaðarráðherra kynnti ríkisstjórninni: Lögfræðilegan grundvöll fyrir einhliða aðgerðum Þjóðviljinn sneri sér til Hjörleifs Guttorinssonar iðnaðarráðherra eftir ríkis- stjórnarfundinn í gær og innti hann eftir undirbúningi að til- lögum um einhliða aðgerðir gegn Aiusuisse, sem hann boðaði í urnræíjum í síðustu viku hlytu að verða á dagskrá innan skamms. . i Á ríkisstjórnarfundi í morgun lagöi ég fram greinargerö/ og ábendingar um leiöir, sem til at- , hugunar verði vegna breytinga á samningum við Alusuisse um ál- bræðsluna í Straumsvík, Tagði Hjörleifur. Ríkisstjórnin áskildi sér rétt til einhliða aðgerða í febrúar s.l.' Ráðherrann sagði að hér væri um viðamikil gtjgn aö ræða, er snerta undirbúning að einhliða aðgerðum af Islands hálfu, ef ekki næst saman um viðunandi samningsgrundvöll og brýnar leiðréttingar milli aðila. Þá sagði Hjörleifur að í febrúar s.l. hefði ríkisstjórnin áskilið sér allan rétt að fara eigin leiðir til að ná fram nauösynlegum breyting- um á gildandi samningum ef þörf krefði og gerði Alusuisse grein fyrir þeirri afstöðu íslenskra stjórnvalda, á fundi skömmu sfðar. Á vegum iðnaðarráðuneytisins hefur síðan verið unnið mikið starf til að renna stoðum undir slíkt skref af okkar hálfu, og það eru gögn sem að því lúta, aðal- lfga lögfræðilegar greinargerðir af innlendum og erlendum toga, sem ég nú hef lagt fram f ríkis- stjórninni til kynningar, sagði HjÖrleifur. Ég tel eðlilegt að aðilum að ríkisstjórn gefist kostur á að kynna sér þessi gögn og annað er málið varðar, áður en ég flyt til- lögu um hvaða leið skuli valin, ef eitihliða aðgerðir reynast óhjá- kvæmilegar af íslands hálfu. Slíkt er að sjálfsögðu þrautalending, og ég minni á að ég hef tvisvar á þessu ári, síðast á fundi 7. desem- ber s.i., borið fram sanngjarnar málamiðlunartillögur í viðræðum við Alusuisse, en talsmenn fyrir- tækisins hafa hafnað. Því er fylli- lega tímabært að menn beri sig nú sarnan á vettvangi ríkisstjórnar- innar um þau ráð scm helst eru tiltæk í þessum efnum og þar kemur fleira en eitt yg fleira en tvennt til greina, sagði Hjörleifur að lokum. - S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.