Þjóðviljinn - 21.12.1982, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.12.1982, Blaðsíða 1
DÍOÐVIUINN Mcð þessu er Alusuisse að reyna að hafa áhrif á almenningsálit og hagnýta sér þá sundr- ungu sem varð með brotthlaupi Guðmund- ar G. segir iðnaðar- ráðhcrra. Sjá 20 desember 1982 þriðjudagur 47. árgangur 285. tölublað allt á hreinu** fœr góðar viðtukur, og leikstjóra mvndarinnar, Ágústi Guð- inundssvni, hef- ur verið veitt við- urkenning Félags leikstjóra á Is- landi. „Að biðja um hönd konu og fá höndina...** Dagný Krist- jánsdóttir skrifar um nýútkomið smásagna- safn Svövu Jakobsdótt- ur. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur: Ekkert nýtt dagheimíli á næsta ári Aðeins byrjað á tveimur nýjum Á næsta ári verður ekki opnað neitt nýtt daghcimili á vegum Reykjavíkurborgar, en byrjað verður á tveimur, við Hraunberg og í Seljahverfi. Framkvæmdum við þau verður ekki lokið fyrr en á árinu 1984. 1 fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar er aðeins áætlað að verja 9 miljónum króna til byggingar dag- vistarheimila á næsta ári, en áætl- un ársins 1982 nam 8,3 miljónum króna. Hins vegar var ekki eytt nema 6,2 miljónum af því fé, þar sem Hraunbergsheimilið var ekki boðið út, þrátt fyrir ítrekaðar sam- þykktir í félagsmálaráði þar um. Var borið við fjárskorti, og skýtur þar skökku við, þegar aðrar fram- kvæmdir fóru margfalt fram úr áætlun án þess að nokkuð væri að gert. Inni í þessari tölu, 9 miljónum króna, eru 2,5 miljónir króna i skóladagheimili í Efra-Breiðholti. í ræðu borgarstjóra við framlagn- ingu fjárhagsáætlunar kom fram aö endanleg ákvörðun hefur ekki ver- ið tekin í þessu efni og að félags- málaráð hafi um skeið haft staðsetningu heimilisins til athug- unar. Öll hækkun umfratn 2,5 niilj- ónir, sagði Davíð Oddsson, dregur úr því fé sem ráðstafað er í önnur barnaheimili. Nú í kringum áramótin verða opnuð tvö ný heimili sem fram- kvæmdum er að Ijúka við. Þau eru við Bóistaðarhlíð og Bústaðaveg og er í hvoru þeirra rými fyrir 34 börn samtímis í tveimur deildum. Þá verður Grænaborg, sem Sumar- gjöf er að reisa við Eiríksgötu væntanlega tekin í notkun bráðlega og mun borgin taka við því heimili til rekstrar. - ÁI ✓ Ovænt aukafjárveiting til Náttúruverndarráðs: Verkefnin vantar ekki segir Jón Gauti Jónsson, framkvæmda- stjóri ráðsins Ég fékk nú ekki þessar gleðifrétt- ir fyrr en klukkan 9 á laugardags- kvöldið, þannig að í smáatriðum gct ég ekki sagt til um hvernig þess- ari aukafjárveitingu verður ná- kvæmlega varið. En eitt er víst, það vantar ekki verkefnin sem þarf að leysa á vegum Náttúruverndar- ráðs, sagði Jón Gauti Jónsson fram- kvæmdastjóri ráðsins er Þjóðvilj- inn innti hann eftir í hvað 1,5 milj. kr. aukafjárveiting á fjárlögum sem ráðið fékk, færi. Jón sagði að fjárveitingin væri afar kærkomin, því að Náttúru- vemdarráð hefði orðið að leita eftir aukafjárveitingu á þessu ári til að halda sér gangandi. Nú ætti þess ekki að þurfa á næsta ári. En varð- andi þessa fjárveitingu sagði Jón að það hefði lengi verið draumur Náttúruverndarráðs að laga til í þjóðgarðinum í Skaftafelli. Þar væri ýmislegt, þó ekki stórvægi- legt, sem gera þyrfti. Þá væri það einnig á óskalista að færa tjaldstæði í Ásbyrgi og í þriðja lagi hefði ráð- inu verið legið á hálsi fyrir aðgerð- arleysi í Landmannlaugum. Það hefði fyrst og fremst stafað af pen- ingaskorti, en nú ætti að vera hægt að sinna því verkefni að einhverju leyti. Við reynum að þakka fyrir þessa aukafjárveitingu með því að ráð- stafa henni með þeim hætti að hún komi sem allra best að gagni, sagði Jón Gauti. - S.dór. Alþingismenn héldu í jólaleyfi á laugardagskvöld og koma aftur til þingstarfa eigi síðar en 17. janúar nk. Á myndinni sést Jakob Jónsson þingvörður óska Guðrúnu llclgadóttur alþingismanni innilega gleðilegra jóla. Ljósm. eik. Ragnar Arnalds um fjárlagafrumvarpið: Reynslan er ólygnust Ríkissjóður hallalaus undanfarin ár „Ég er mjög ánægður með að það skyldi takast að afgreiða fjárlög fyrir jól, enda eru þau kjölfestan í stjórnarskútunni og sú stjórn illa sett sem ekki hefur fjárlög til að sigla eftir“, sagði Ragnar Arnalds fjár- málaráðherra í samtali við Þjóðviljann. „Það voru ýmsar spár uppi fyrr í þessum mánuði, jafnvel í leið- urum Tímans, að ekki tækist að afgreiða fjárlögin fyrir jól, en slíkt tal reyndist hrakspár". - Nú er þetta frumvarp af stjórnarandstæðingúm sagt göt- ótt og lélegt pappírsgagn? „Slíkar fullyrðingar hef ég fengið að heyra um öll þau fjár- lagafrumvörp sem ég hef komið nærri. En reynslan er ólygnust. Það liggur fyrir að útkoma ríkis- reikninga 1980 var jákvæð um 3,7%. 1981 var rekstrarafgangur ríkisreikninga 3.8% og 11 fyrstu mánuði þessa árs er samkvæmt bráðabirgðauppgjöri rekstraraf- gangur upp á 2%. Ég viðurkenni að nú er meiri óvissa í efnahagsmálum en oftast áður og erfitt að spá um samdrátt í veltu, en við höfum í fjárlaga- frumvarpinu gert ráð fyrir veru- legum samdrætti. Reiknitala frumvarpsins er 42% og hefur veriö gagnrýnd, en það er alls ekkert nýtt að reikni- talan sé höfð lægri en væntanleg verðbólga. Munurinn þarna á milli hefur verið 10-20% á síðasta áratug. Ef verðbólgan verður meiri en reiknitalan veldur það sjaldan miklum vanda en ef verð- bólgan verður minni en reiknital- an þá eru útgjaldatölur fastar en tekjur skila sér ekki inn. Þess vegna er nauðsynlegt að áætla reiknitöluna nokkru lægri en bú- ast má við að verðbólgan verði hverju sinni”, sagði Ragnar Arn- alds. - lg- Þingfréttir eru á bls. 14.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.