Þjóðviljinn - 21.12.1982, Síða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 21. desember 1982
Dýrara að
hringja
en fara á
staðinn
Símkostnaður til útlanda er
orðinn svo óheyrilega dýr fyrir ís-
lensk fyrirtæki, segja þeir hjá
Verslunarráði, að svo langt er
gengið að hjá stóru útflutnings-
fyrirtæki borgar sig jafnvel á á-
kveðnum álagstímum að senda
sölumann til Bandaríkjanna í 2-4
daga og hringja þaðan, hcldur en
að láta hann sitja hér heima við
tólið.
Sem dæmi nefna verslunar-
ráðsmenn að ferðakostnaður til
New York með uppihaldi í 2-4
daga kosti nú um 16.000 krónur.
Fyrir sömu upphæð má nota síma
hér heima í 8 klukkustunda spjall
til útlanda, ntiðað við umfram-
skref.
Til að snúast gegn þessum
kostnaði hafa sum fyrirtæki
brugðið á það ráð að fá erlenda
viðskiptavini sína til að hringja
hingað heim „collect" og spara
með því stórar fjárhæðir, því að í
sumurn löndum kostar mun
minna að hringja til Islands en
héðan til viðkomandi landa.
Skák
Karpov aö tafli -
Á uppgangstímum Karpovs
áttí hann einn keppinaut sem
margir töldu jafnvel enn efnilegri
skákmann en Karpov. Sá heitir
Rafael Vaganian. í innbyrðis
viðureignum þeirra félaga mátti
ekki á milli sjá hvor hefði yfir-
höndina, en eflir því sem árin liðu
reyndist árangur Karpovs sífellt
jafnári og betri, hann tók framför-
um með hverju móti á meðan
Vaganian varð æ brokkgengari. í
Búdapest 1973 kom eftirfarandi
staða upp i skák þeirra. Karpov
er með peð yfir, en andstæðing-
urinn virðist þó eiga allgóða jafn-
teflismöguleika.
49. Db4 Df6
50. f3! Dh4+
51. Kg1 Dh5?
52. De7 Kh7
53. g4! Dh3
55. De8+ Kh7
56. De4+ Kg8
57. f5! Dg3+
58. Kf1 Dh3+
59. Ke2 Dg2+
- og svartur gafst upp um leið.
Geller er sigraði á mótinu i Bu-
dapest, hlaut 10'/z v. af 16 mögu-
legum en Karpov varð í 2. sæti
með 972 vinning. 13.-6. sæti voru
svo Adorhan, Hort, Szabo og
Vaganian með 8V2 vinninga. Mót
þetta var eingöngu skipað A-
Evrópu skákmönnum.
Pjetur Hafstein með snælduna góðu. Mynd - Atli
Snælda með ljóðum
smásögu og tónlist
Fyrsta snældan sem inniheldur
frumsamin Ijóð, prósa og smá-
sögu, auk gítar- og orgelleiks hef-
ur litið dagsins Ijós hérlendis. Það
er Pjetur Hafstein Lárusson skáld
sem gefur út og flytur nýtt og áður
útgeflð efni eftir sjálfan sig. Þeir
Geir Karlsson og Ragnar Karl
Ingason, báðir frá Hvamms-
tanga, sjá um gítarleik og flytja
lög eftir sjálfa sig, og Ragnar
Björnsson organisti leikur cigin
verk á orgel Þjóðkirkjunnar í
Hafnarfirði.
„Seyðrof" nefnist þessi snælda
listamannanna og er hún gefin út
í 100 eintökum.
„Nafnið er hrein tilviljun",
sagði Pjetur Hafstein í stuttu
samtali. „Til forna settu menn
gjarnan steinhellu yfir pott sem
soðið var í. Það var síðan talað
um að rjúfa seyðinn þegar heilan
var tekin burt."
Við spyrjum því hvað sé að
finna í potti Pjeturs.
„Þetta er að '/> ljóð sem hafa
birst eftir mig áður, flest í bókinni
„Mannlíf milli húsa“ sem kom út
árið 1980. Það eruljóð sem lýsa
Peru-
þjófar á
Akur-
eyri
Akureyringar eiga við mikið
vandamál að glíma fyrir þessi jól
þar sem er faraldur peruþjófa,
sem hafa í stórum stíl skrúfað.
Ijósaperur úr jólaskreytingum
víðs vegar um bæinn.
Frá þessum óskunda var skýrt í
Degi á dögunum, og þar kemur
m.a. fram, að í síðustu viku var
búið að steia yfir 100 ljósaperum
úr skreytingunni á tröppunum
upp á Akureyrarkirkju, og helg-
ina þar á undan var 58 perum
stolið af jólatrénu við Akureyrar-
höfn. Þá hafði áður verið búið að
stela nærri 40 perum af sama jóla-
tré. Víðar hafa perur horfið
bæðiáalmannafæri og við heima-
hús.
Ekki virðist vera um skemmd-
arverk að ræða, því lítið ber á því
að perur séru brotnar, heldur
beinlínis skrúfaðar úr perustæð-
unum og þá sjálfsagt skrúfaðar
í önnur perustæði einhvers staðar
annars staðar í bænum. Það er
aumt, ef kreppan er orðin það
mikil á Akureyri, að menn geta
ekki lifað af jóíin án þess að stela
ljósaperum hver frá öðrum, eða
öfugt. eða þannig sko...
lífi verkamanna. Nýja efnið er
hins vegar af ólíkum toga. Tónn-
inn er ekki lengur
sósíalrealismi, ég er búinn að
gefast upp á honum, heldur
byggja þessi nýju ljóð og prósar á
afstæðum sannleik sem við
mætum dags daglega í lífinu. Ég
held ég sé að fara í átt til róman-
tísks súrrealisma, ef hægt er að
tala um slíka blöndun.“
- Og þú ert líka með smásögu á
snældunni?
„Já, þetta er nýleg smásaga
sem tekur um 10 mínútur í lestri,
en snældan er um 30 mínútna
löng. „Kvöldkaffi" nefni ég þessa
smásögu. Hún sýnir tómlæti hins
venjulega manns gagnvart ör-
lögunt meðbræðra sinna."
- Þú lest sjálfur þín verk á
snælduna?
„Já, ég geri það. Upplesturinn
var að mestu tekinn upp að
Laugabakka í V-Húnavatnssýslu
þar sem ég fékkst við kennslu.
Síðan var tónlistin tekin upp fyrir
sunnan og blandað í Stúdíói
Stemmu hjá Didda fiðlu.“
- Hvernig líst þér svo á barnið?
„Ég er sérstaklega ánægður
með hlut tónlistarmannanna á
þessari snældu. Um eigið framlag
er ég sístur til að dæma um."
- Hvernig datt þér í hug að
koma efninu frá þér á snældu? Af
hverju ekki á bók eða plötu?
„Þetta var hálfgerð tilraun hjá
mér. Ég þekki ekki inn á hljóm-
plötugerðina og því datt ntér í
hug að nota snældu til að blanda
saman ólíkunt listgreinum, ljóð-
list, frásögn og tónlist. Reyndar
blandast myndlist inn í þetta
sköpunarverk einnig, því að eitt
kvæðið er samið uppúr listaverki
sem einn samkennari minn fyrir
norðan gerði á sínum tíma í
Myndlistarskólanum."
- Var þetta dýrt fyrirtæki?
“Nei, alls ekki. Sennilega er
þetta ódýrara en að gefa út bók.
Svo komu Iíka til ágætis aðstoðar-
rtienn sem ber að þakka, eins og
Helga Ólafssyni upptökumanni,
Gunnari Smára sem sá um stúdí-
óvinnu og Ásgeiri Lárusi
hönnuði."
- Þú hvetur aðra listamenn til
að nota sér snælduna?
„Já, alveg tvímælalaust. Þetta
átti í raun að fylgjast að, útgáfa á
prenti og á snældu. Ég hef trú á
því, að snældan komi efninu bet-
ur til skila, nær áheyranda, en
bókin lesanda.
Þessi merka bókmenntaþjóð
okkar er að stórum hluta ólæs, en
hlustar þeim mun meira á músík.
Þessu má vel blanda saman,
þannig áð hvort fylli annað upp.“
- Ig-
Aðvörun
á
frímerki
Italska póststjórnin hefur ný-
lega gefið út frímerkið sem
myndin er af. Er það helgað bar-
áttunni gegn reykingum („lotta
contro il fumo"). Beinagrind
Verðlaunasamkeppni
trésmiðjunnar Víðis
Veist þú
um gott
nafn?
Þessa dagana stendur yfir all-
nýstárleg samkeppni.Trésmiðjan
Víðir býður þeim sem sting-
ur upp á besta nafninu á nýjum
húsgögnum sem fyrirtækið hefur
hafið framleiðslu á, eitt stykki
sófasett.
Umrædd húsgögn lét Víðir
hanna fyrir sig vegna tilrauna á
sviði útflutningstilnágrannaland-
anna. Til hönnunarstarfa var
fenginn þekktur finnskur arki-
tekt, Ahti Taskinen frá Helsinki.
Þessi húsgögn hafa verið sýnd á
Norðurlöndum og víðar og vakið
mikla athygli.
M.a. voru þau sýnd á stórsýn-
ingu í Bella Center í sumar sem
leið, og margir muna eftir þeim
frá listiðnaðarsýningunni á
Kjarvalsstöðum í haust.
Áklæðið á húsgögnin er sér-
framleitt af Álafossi, en Guðrún
Gunnarsdóttir textílhönnuður sá
um þá hlið mála.
Húsgögnin frá Víði eru til sýnis
í húsgagnaverslununt víða um
land, og gefst þá landsmönnum
tækifæri til að koma með hug-
myndir að nafni á þau.
Tillögunum þurfti að skila til
Trésmiðjunnar Víðis fyrir 20.
desember sl. en úrslit verða
kynnt á Þorláksmessu
Þeir vísu
sögðu
„Fyrra helmingi lífs okkar er
stjórnað af foreldrum okkar, en
síðari helmingnum af börn-
unum."
kveikir í sígarettu sem jafnframt
er kveikjuþráður að sprengju í
lungum reykingamannsins.
Hvenær skyldum við fá íslenskt
frímerki í svipuðum dúr?
Saga málara-
handverksins komin út
Út er komin bókin „íslenskir
málarar." { ritinu er rakin í stór-
um dráttum saga málarahand-
verksins hér á landi frá upphafi
ásamt æviskrám þeirra manna
sem frá öndverðu hafa lagt stund
á málaraiðn, þeirra sem máluðu
hús og búnað þeirra, kirkjur og
klaustur.
Getið er trésmiðanna, frum-
herja íslenskra iðnmálara á öld-
inni sem leið, mannanna sem
lögðu grunn að nýrri iðngrein í
landinu, allra þeirra, sem hófu
störf við málaraiðn og gerðu hana
að ævistarfi, öðluðust iðnréttindi,
fengu iðnbréf og borgarabréf, og
að lokum þeirra, sem lærðu
iðnina hjá meisturum og í
skólum, luku sveinsprófum,
fengu sveinsbréf og meistarabréf.
Bókin er fáanleg á skrifstofu
Málarameistarafélagsins, en
dreifingu annast Prenthúsið sf.
I