Þjóðviljinn - 21.12.1982, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 21.12.1982, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN. Þriðjudagur 21. descmber 1982 UOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis Utgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir Afgreiðslustjóri: Baidur Jónasson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gisli Sigurðsson, Guðmundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Simavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Kristín Pétursdóítir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaðaprent h.f. Ábyrg fjármálastjórn • Á laugardag var gert hlé á störfum Alþingis og kemui þingiö saman til funda á ný eigi síðar en 17. janúar n.k. • Á síöustu dögum þingsins tókst að afgreiða ýms meiri- háttar mál, þrátt fyrir þá pólitísku sjálfheldu sem sett hefur svip á störf þingsins á þessum vetri. • Þar er fyrst að nefna fjárlög fyrir árið 1983, sem samþykkt voru á laugardag. Þetta eru fjórðu fjárlögin, sem samþykkt eru síðan Kagnar Arnalds tók sæti fjármálaráðherra, en á þcim tíma hefur ríkissjóður verið rekin hallalaust, og jafn- vægi ríkt í ríkisbúskapnum þrátt fyrir margvíslegar svipting- ar í efnahagsmálum okkar og þjóðarbúskap. Á sama tíma og hallinn í ríkisbúskap helstu iðnríkja Vesturlanda nemur nú 4% af þjóðarframleiðslu viðkomandi ríkja að jafnaði, sem hjá okkur myndi samsvara 14-15% af ríkisútgjöldum, þá helur Island skorið sig úr með hallalausum ríkisbúskap á undanförnum árum. Hallalaus ríkisbúskapur og full atvinna fyrir alla verkfæra menn eru björtu hliðarnar í okkar efna- hagslífi, sviö þar sem við á krepputímum höfum náð yfir- burða árangri miðað við flestar aðrar þjóðir. • Þcgar Ragnar Arnalds settist í stól fjármálaráðherra fyrir nær þremur árum voru ríkisfjármálin enn mjög bágborin eftir óráðssíutímabil Matthíasar Á Mathiesen, fjármálaráð- herra Sjálfstæðisflokksins 1974 til 1978. í ráðherratíð Matt- híasar, þegar Geir Hallgrímsson var forsætisráðherra, fór skuld ríkissjóðs við Seðlabankann stöðugt vaxandi og komst í 5,2% af þjóðartekjum, en það samsvarar nær 1600 miljörð- um á meðalverðlagi ársins 1982 og um 2000 milljómim á verðlagi nú í lok ársins. Nú hefur nær öll þessi skuld verið greidd upp og fyrir liggur að á árunum 1979 til 1981 að báðum meðtöldum greiddi ríkissjóður í vexti og afborganir af óráðssíuskuld Matthíasar og Geirs um 1400 miljónir króna. Þessi upphæð samsvarar fjárveitingum, eins og þær verða á næsta ári samkvæmt fjárlögum, til allra grunnskóla, dagvistarstofnana, íþróttamannvirkja, sjúkrahúsa, heilsugæslustööva, hafnarframkvæmda og flugmála saman- lagt, - ekki bara í eitt ár, heldur í þrjú og hálft ár. • Meö þetta í huga er máske ekki von, að mikið fjármagn hal'i verið l'yrir hendi til verklegra framkvæmda á vegum ríkisins á síðustu árum, og hefur þó margt verið vel gert á því sviöi í tíð núverandi ríkisstjórnar. • Á næsta ári er búist við verulegum samdrætti í tekjum ríkissjóðs af völdum kreppunnar og sjást þess greinileg merki við fjárveitingar til verklegra framkvæmda á árinu 1983. Hins vegar gera fjárlögin ráð fyrir, að hér verði haldið uppi óskertri félagslegri þjónustu á næsta ári, og er það vissulega meira en hægt er að segja hvað slík mál varðar hjá flestum okkar nágrannaþjóða. Líka á þessu sviði sker ísland sig úr. • Þegar Ragnar Arnalds tók við störfum fjármaálaráðherra var aðkoman bágborin eins og áður var lýst. Alþýðubanda- lagið eð;i forverar þess í íslenskum stjórnmálum höfðu aldrei fyrr átt fjármálaráðherra úr sínum röðum. Margir pólitískir andstæðingar Alþýðubandalagsins spáðu því í febrúar 1980 að nú myndi þó fyrst keyra um þverbak í fjármálum íslenska ríkisins, þegar stjórn þeirra væri komin í hendur svo „ábyrgöarlausra" stjórnmálaafla. Nú tæpum þremur árum síðar liggur það fyrir sem söguleg staðreynd, að allir slíkir spádómar hafa orðið viðkomandi spámönnum mjög ræki- lega til skammar. • Þótt deilt sé um margt varðandi störf og stefnu ríkis- stjórnarinnar, þá mun það samdóma álit, að fjármálum ríkisins hafi verið vel stjórnað síðan Ragnar Arnalds varð fjármálaráðherra. • Auk afgreiðslu fjárlaganna voru ýms önnur mikilvæg stjórnarfrumvörp afgreidd sem lög frá alþingi nú síðustu daga þingsins fyrir jól. • Þar má m.a. nefna lög um lengingu orlofs og um málefni aldraóra, en þau mál bæði heyra undir ráðuneyti Svavars Gestssonar og hefur hann haft forgöngu um flutning þeirra. k. klippt Kjaftháttur og brennivín Iðuiega fara kapítalistarnir í hár saman þegar samkeppnin harðnar. 1 síðdegisblaðinu um helgina segir Tommi sem rekur skemmtistaðinn Villta tryllta Villa, að hann neyðist brátt til að Hláturkrókar eftir prófkjör Eftir prófkjörið hjá Sjálfstæð- isflokknum hefur íhaldið í borg- inni átt erfitt með að brosa, elotta _________x loka staðnum af því svo fáir sæki hann. Ástæðan er sú að aðrir skemmtistaðir sem selja brenni- vín höfði fremur til unglingana heldur en Villti tryllti Villi þar- sem sér ekki vín á nokkrum manni. Segir Tómas Tómasson að velflestir krakkanna í Sigtúni séu undir tvítugu. Hann lái þeim ekki að fara þangað þarsem þau þurfi ekki að borga nema 30 krónur í inngangseyri og á boð- stólum sé brennivín einsog hver vill. Sigmar í Sigtúni segir hins veg- ar að þetta sé „haugalýgi" hjá Tomma. „Ef Tommi ætlar að vera með svona rógburð og full- yrðingar væri kannski rétt að gera könnun hjá honum“. Og síðar: „Þegar krakkar 13, 14 og 15 ára fara þangað inn með vín ætti drengurinn bara að passa sig að vera ekki með kjaft“. Svona, svona, engan asa góðir drengir. Það koma unglingar á eftir þessum unglingum og lengi má græða á unglingi þó hann eldist. Eða út á hvað gengur þetta stríð? og hlæja. Hugmyndaríkur iðnrekandi í Gunnarsarmi Sjálf- stæðisflokksins hefur hafið framleiðslu á S-Iaga hláturkrók- um fyrir Geirsarm flokksins. Notkun þeirra er ráðlögð sérstak- lega við lestur Reykjavíkurbréfs, leiðara og Staksteinars í Morgun- blaðinu. Krækt er í munnvikin og upp í eyru. Ef menn vilja af lítil- læti sínu framkalla svokallað Helguvíkurglott (þarsem íhalds- stjórn og framsóknar- er gefin til kynna), þá þurfi þeir einungis að nota annan krókinn. Með- fylgjandi er skýringarmynd. Kitlfjöður fyrir kerfiskalla Þá hefur klippara borist til eyrna að virðuleg herrafataversl- un í miðbænum hafi nú á boðstól- um sérhannaða skyrtu fyrir alvör- urnenn í kerfinu. Skyrtan er með áfestri kitlfjöður sem fer af stað og kitlar við handapat viðkom- andi. Bent er á að forystunienn Sjálfstæðisflokksins hafi lært í sjónvarpsframkomuskóla flokks- ins að leggja áherslu á orð sín með því að hreyfa hendurnar ótt og títt framan í áhorfendur. Þá vill gjarnan gleymast að brosa alþýðlega við áhorfendum vegna þess að handapatið krefst ein- beitni af hálfu þessara manna. Nú hefur samsagt verið fundið upp ráð til að framkalla þetta bros með handapatinu. Fyrsta sending mun vera upp- pöntuð af stjórnmálaskóla Sjálf- stæðisflokksins og einhverjum köllum í ráðuneytunum. _óg Morgunblaðið vill meira Bolli Héðinsson hagfræðingur ritar grein íTímann um hræringar í íslenskum blaðaheimi. Þar kem- ur fram að Morgunblaðið mun hyggjast stækka og auka við út- gáfuna enn frá því sem nú er, og finnst þó flestum nóg um: „í deiglunni mun vera að gefa þar út daglega ógnarfjölda ofan á það sem fyrir er, aukablöð og lit- myndir, auk útgáfu á mánudög- um. Við slíka þenslu er ekki heiglum hent að keppa og síst á færa þriggja lítilla blaða er berj- ast nú þegar í bökkurn við að halda úti því, sem út er gefið. Hver verður framtíð þeirra við slíkar aðstæður?" Hvað er til ráða? „Á meðan Morgunblaðið get- ur í einu og öllu yfirboðið „litlu" blöðin nieð slíkum hætti í krafti fjármagnsins, þá gera smærri blöðin aldrei annað en klóra í bakkann. komast aldrei með tærnar þarsem Morgunblaðið hefur hælana hvað útbreiðslu snertir". Kemst Bolli að þeirri niður- stöðu að svarið við þessu ofur- veldi Morgunblaðsins gæti hugs- anlega verið sanrvinna blaðanna þriggja Alþýðublaðs/Þjóðvilja/ Tímans unt útgáfu blaðs í sam- keppni við Morgunblaðið. „Ef samvinna blaðanna yrði svo náin að um algjöra sameiningu yrði að ræða mætti hugsa sér afsprengið sem afar óhefðbundið dagblað". Yrði annars vegar búið svo um hnútana að blöðin þrjú hefðu eigin síður til umráða og hins veg- ar að þar starfaði ritstjórn óháð þeim þremur öflum sem standa að blaðinu. Hverjar yrðu viðtökurnar? Um viðtökurnar segir greinar- höfundur „Spurning er, hvernig auglýs- endur munu bregðast við blaði sem þessu og hvort fjármagnið, sem frá þeim streymir, gæti ráð- ið útslitum um, hvort það yrði Mbl. eða hið þríeina blað, er yrði ofan á. Þar réði samúð lesanda og þjóðarinnar og engin vafi væri á. að hið þríeina blað nyti slíks um- fram Mbl. Frá byrjun mætti búast við all- stórum áskrifendahópi, sem jafn- vel væri reiðubúinn að kaupa blaðið, a.m.k. fyrst um sinn, ein- ungis til að styðja það í viðleitni þess gegn Mbl. En einnig er.ekki fráleitt að ætla að rúm sé fyrir tvö stór morgunblöð á íslenskum blaðamarkaði". Mótvœgi við hœgri pressuna Hvað sem mönnum finnst um þann kost sem Bolli Héðinsson er hér að reifa, sem mótvægi við hægri pressuna, Morgunblaðið og DV, þá er það Ijóst að sífellt fleiri gera sér grein fyrir því hvers konar ógnun hægri pressan er gagnvart frjálsri skoðanamyndun í landinu. Og séð í því ljósi eru allar hug- myndir sem skert gætu ofurveldi Morgunblaðsins og síðdegis- blaðsins þess virði að verða rædd- ar og reifaðar. Hitt er svo grunvallaratriði að aldrei má það henda að sósíalist- ar á íslandi hafi ekkert málgagn. -óg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.