Þjóðviljinn - 21.12.1982, Page 5
I ■ 1
...... ..........................................................Þriðjudagur 21. desember 1982 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 5
Afghanistan
Þrjú ár frá innrásinni
Hinn 19. nóvember sl. greiddu
114 ríki atkvæði á Allshcrjarþingi
Sameinuðu þjóðanna mcð tillögu
þess efnis að allar „erlendar her-
sveitir" skyldu burt frá Afghanist-
an. 21 ríki greiddu atkvæði gegn
tillögunni og 13 sátu hjá.
Þjrú ár eru nú liðin frá því Sóvét-
ríkin réðust inn í Afghanistan og
komu stjórn Babrak Karmals til
valda eftir að forvera hans í forseta-
stóli, Amin, hafði vcrið komið fyrir
kattarnef. Síðan þá hefur sigið á
ógæfuhliðina, bæði fyrir afghön-
sku þjóðina, Karmal og Sovétríkin.
Nú munu Sovétmenn hafa um
100 þúsund hermenn í Afghanistan
og sér engan veginn fyrir endann á
átökum þar. Atkvæðagreiðslan hjá
Sameinuðu þjóðunum er til vitnis
um þann álitshnekki sem innrásin
hefur kostað Sovétríkin meðal
óháðra ríkja og þá sérstaklega
meðal þjóða af íslam-trú.
Fréttir af grimmúðlegum fjölda-
morðum, eins og þeim sem nýlega
bárust um að yfir 100 afghanskir
þorpsbúar hefðu verið brenndir
inni í helli, bera vitni um það
hvernig þessi styrjöld hefur þróast
út í villimannlegt ofstæki sem nálg-
ast það að vera kynþáttafjand-
skapur. Enda mun það mála sann-
ast að íslam-sinnar líta fyrst og
fremst á andspyrnuna gegn sov-
ésku hersetunni sem „heilagt stríð“
til verndar trúarbrögðum sínum og
menningu.
Andropov
samningsfúsari?
Þeim orðrómi hefur verið kom-
ið á kreik, að Júrí Andropov, hinn
nýkjörni forseti Sovétríkjanna,
muni samningsfúsari en Bresjnef
um lausn á Afghanistanmálinu,
þannig að Sovétríkin gætu losað sig
úr því feni sem þau hafa fest sig í.
Meðal annars var það haft eftir
yfirmanni þeirrar stofnunar, sem
sér um „rannsókn á bandarískum
og kanadískum málefnum" í Mosk-
vu, að Andropov færi fús til samn-
inga um Afghanistan. En þá vakn-
ar sú spurning, við hvern sé að
semja og um hvað.
Andspyrnu-
hreyfingin
Hin afghanska andspyrna gegn
hersetu sovétmanna er margklofin
og á sér ekki viðurkennda mál-
svara. Auk þess að skiptast eftir
ættum og héruöum innan Afghan-
istan, þá skiptist hún í hægfara
þjóðernissinna, sem eru hlynntir
Vesturlöndum, og í hreintrúar-
menn sem eru mun róttækari á ís-
lamska vísu.
Franskur sérfræðingur um mál-
efni Afghanistan ritar nýlega grein
í Le Monde, þar sem hann segir að
afghanska þjóðin sé nú orðin
þreytt á þessu stríði og það hvíli nú
mikil pressa á leiðtogum
andspyrnuhreyfingarinnar, sem
hafa aðsetur í héraðshöfðuðborg-
inni Peshawar í Pakistan að leita
lausnar á deilunni. Ekki síst eigi
þetta við úm hina hægfara
þjóðernissinna er hugsi á „vest-
ræna vísu", því að þeir óttist nú
mjög að missa völd sín í hendur
hinna róttækari rétttrúarmanna er
berjast innan Afghanistan
Greinarhöfundur segir að
Mvndarlegar gjafir
t fyrra barst Endurhæfingardeild
Borgarspítalans að gjöf tækjasam-
stæða, sem býður uppá tjáningu
og umhverfisstjórnun fyrir mjög
hreyfihamlaða einstaklinga. Um
var að ræða grunneiningu tækja-
samstæðu. Og nú hafa velunnarar
stofnunarinnar ákveðið að gefa
viðbótarbúnað, sem eykur nota-
gildi tækjasamstæðunnar verulega.
Sovétríkin hafa
komið sér í
sjálfheldu sem
leysa þarf með
alþjóða-
samkomulagi
stjórnin í Pakistan hafi lítið gert til
að sameina andspyrnuhópana
nema síður væri, þar sem hún ótt-
ast þá tilhugsun að 2,7 miljónir afg-
hanskra flóttamanna innan landa-
mæra Pakistans geti orðið hættu-
legt afl nái þeir að skipuleggja sig í
samtökum hliðstæðum PLO.
Afghanska andspyrnuhreyfingin
hefur notið hernaðarlegs stuðnings
frá Bandaríkjunum og Saudi-
Arabíu. Hergögn sem hún fær send
fara í gegnum hendur pakistanskra
yfirvalda, og eru þau sögð hirða
sjálf fullkomnustu og bestu vopnin
til eigin nota, en skipta afgangnum
eftir eigin geðþótta á milli hinna
einstöku tlokksbrota andspyrnu-
hreyfingarinnar, þar sem
hreintrúarmönnunum er gert hæst
undir höfði, sérstaklega samtökun-
um Jamiat-e-lslami, sem eru undir
leiðsögn Rabbani.
Pakistanstjórn
Zia ul-Haq forseti Pakistan
virðist leika tveim skjöldum í þess-
ari deilu, enda situr deilan Pakistan
í mikinn vanda. Innrásin í Afghan-
istan varð að einhverju leyti til þess
að menn gleymdu því að hann lét á
sínum tíma hengja fyrirrennara
sinn, Ali Butto, og var hann aftur
tekinn í siðaðra niannatöiu á Vest-
urlöndum eftir innrásina. Undan-
farið hefur hann gert víðreist og
gist bæði Moskvu, Peking og Was-
hington. Athyglisvert er að þrátt
fyrir andkommúniska grundvallar-
afstöðu hefur Zia ul-Haq ekki slitið
samskiptum við Moskvu. Þvert á
móti virðist hann leggja áherslu á
að viðhalda eðiilegum samskiptum
eftir mætti, og sem dæmu um það
má nefna að Sovétmenn halda enn
áfram að byggja stáliðjuver í Pak-
istan og hafa þar nokkur hundruð
manna í vinnu, eins og ekkert hefði
í skorist á milli landanna.
Ljóst er að það er Pakistanstjórn
kappsmál að leita pólitískrar
lausnar á Afghanistandeilunni. En
hún mun hins vegar ófús að ganga
til samninga um annað en brott-
flutning sovéskra hersveita og að
stjórn Karmals fari frá. Vandinn
virðist hins vegar vera í því fólginn
að finna trúverðugan eftirmann
Karmals.
Undarlegt
lýðrœði
í viðtali, sem þýskur blaðamað-
ur átti við Sultan Ali Kestmand,
forseta ráðherraráðs Afghanistan,
og fréttastofan APN sendi nýverið
hingað á blaðið, er ráðherrann
m.a. spurður hvort ekki væri hægt
að styrkja hið „þjóðlega og
lýðræðislega eðli afghönsku
byltingarinnar" með því að
stjórnarflokkurinn, sem kallast
Lýðræðisfylkingin, gengi til sam-
starfs við önnur pólitísk öfl. Svar
ráðherrans var á þessa leið:
„Þessi spurning er eðlileg. En allt
pólitískt vuld er í okkar höndúm.
Pað er dœmigért I Evrópu, að ein-
Faizobod
r* 1 Kaschtnir
P f
Islamobod, OSrinajor
Rowalpindi
Kandahar
PAKISTAN
iHOIIM
stakir flokkar eru fulltrúar fyrir
hagsmuni einstakra stétta. En ef
litið er á sögu okkar má sunnfærust
um að þannig hefttrþað aldrei verið
hjá okkur. Fyrir apríl-hyltinguna
voru tveir pólar i stjórnmálalífi
lands okkar: hœgri og vinstri.
Pað er vinstriöflunum uð þakka
að hyltingin var gerð. Htvgri öflin
stjórna (gagn-)byltingaruðgerdum
frá Pukistan. Öfl á milli þessara
póla geta aldrei verið fulltrúar fyrir
hugsmuni allra. “
Sú stjónviska sem þessi dæma-
lausa yfirlýsing ber vitni um er ekki
til þess fullin að vekja bjartar vonir
innan afghönsku stjórnarher-
búðanna. Þaö virðist ekki ríkja
djúpstæður skilningur á lýðræðis-
hugtakinu innan afghönsku
„Lýðræðisfylkingarinnar".
Gerard Viratelle blaðamaður Le
Mondetelur að Sovétnrenn verði að
fórna Karmal-stjórninni, vilji þeir
finna lausn. Þá verði að finna dipl-
ómatfska lausn á stjórn landsins
með aðstöð Samtaka íslmaskra
ríkja og meö aðstoð Sameinuðu
þjóðanna, en á þeim vettvangi sé
mikið starf enn óunnið.
Ábyrgð Sovét
En hver svo sem hin endanlega
lausn verður, þá er ábyrgð Sovét-
manna mikil: Þeir hafa með af-
skiptum sínum af innanríkismálum
Afghanistan komið fjórðungi
þjóðarinnar á vergang, orsakað
ómældar þjáningar og brotið niður
það félagslega kerfi sem þjóðin
hefur búið við með þeim hætti að
þar virðist nú ekki vera fyrir hendi
neitt það telagslegt afl er axlað geti
þá byrði að reisa landið úr rústum
stríðsins
- ólg. tók saman.
ÞJÓÐSÖGUR
SIGFUSAR
SIGFÚSSONAR
Út eru komin 4 bindi nýrrar útgáfu af hinu mikla og merka
safni Sigfúsar Sigfússonar: íslenskar þjóðsögur og sagnir. Flestar
sögurnar skráði Sigfús eftir fólki á Austurlandi kringum síðustu
aldamót. Ýmsar þeirra hafa ekki birst áður, en flestar hinna eru
hér í eldri gerð og upphaflegri en í fyrri útgáfu.
Óskar Halldórsson dósent býr þjóðsögurnar til prentunar og
skrifar formála.
Hér er komið stærsta safn íslenskra þjóðsagna sem skráð hefur
verið. Þessi fjögur bindi eru kringum 1600 blaðsíður.
Fyrri útgáfa þessara þjóðsagna er löngu uppseld.
ÞJÓÐSAGA
ÞINGHOLTSSTRÆTI 27 - SÍMI 13510