Þjóðviljinn - 21.12.1982, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 21.12.1982, Qupperneq 10
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN I>riðJudaRur 21. desember 1982 Tillaga um lækkun fasteigna- skatta Til nokkurra tíðinda dró undir lok síðasta f'undar neðri dcildar alþingis á laugardag er verið var að at'greiða frumvarp um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfé- laga. Olafur Kagnar Grímsson flutti breytingatillögu um nýtt ákvæði í frumvarpið, þarsem sagði að hækkun fasteignaskatta mætti ekki fara yflr 65% á milli ára. Þor- valdur Garðar Kristjánsson mót- mælti þessari tillögu og kvað af- greiðslu málsins vera samkomu- lagsatriði á milli stjórnar og stjórn- arandstöðu. Ákvæði unn þetta atriði, sem Ólafur Ragnar gerði tillögu um, var í upphaflegri mynd frumvarps- ins þegar það var lagt fram af ríkis- stjórn. Hins vegar hafði félags- málanefnd neðri deildar lagt til að þetta ákvæði yrði fellt niður úr frumvarpinu. I meðferð neðri deildar hafði komið fram breyting- artillaga frá Guömundi J. Guðmundssyni samhljóða tillögu Ólafs Ragnars. í neðri deildinni var sú breytingartillaga felld. Eftir að Helgi Seljan forseti efri deildar, hafði gert fundarhlé fyrir félagsmálanefnd efri deildar, var gengið til atkvæða um frumvarpið og sérstaklega um breytingartil- lögu Ólafs Ragnars. I ljós kom að einungis Alþýðu- bandalagsmenn, Alþýðuflokks- menn og Gunnar Thoroddsen í efri deild neyttu færis til að reyna að lækka skatta. Sjálfstæðisflokkur- inn og Framsókn notuðu ekki þetta tækifæri. - óg. Hækkanir til kv ikmyndas j óðs og Náttúru- verndarráðs Kvikmyndasjóöur fær til viðbót- ar á fjárlögum 3 miljónir en Náttúr- uverndarráð fékk 1.5 miljón króna. Þessar hækkanir voru flutt- ar af fjárveitinganefnd og Geir Gunnarsson gerði grein fyrir þeim við þriðju umræðu fjárlaga. - óg. Lánasjóður og Háskólinn fá viðbót Lánasjóöur íslenskra náms- manna fékk 12 miljónir til viöbótar og 48 miljónir króna lánsheimild í meðförum fjárveitinganefndar fyrir lokaumræðu fjárlaga. Þá er framlag ríkisins alls orðið 226.943 miljónirog með lánum 364 miljónir 943 þúsund. Til Háskóla íslands eru til við- bótar 5 miljónir. - óg. 12 miljónir í sjónvarp í júlí Aukasjónvarpsscndingar í júlí- mánuði næstkomandi koma til með að kosta rúmar tólf' miljónir, sagði Geir Gunnarsson er hann gerði grein fyrir breytingatillögum fjár- veitinganefndar við þriðju um- ræðu fjárlaga sl. laugardag. Þessum aukna kostnaði á m.a. aö mæta meö hækkun afnotagjalds á næsta ári, sjónvarps um 60%, hljóðvarps um 55% og hækkun auglýsingagjalds. - óg. Gunnar Thoroddsen um bráðabirgðalög um áramót: afgreidd á laugardag Alþingi lauk störfum fyrir jóla- leyfi sl. laugardagskvöld. Á laugar- daginn voru fjárlög til þriðju um- ræðu, lokaumræðu. Eins og fram kemur annars staðar voru niður- s.töðutölur fjárlaga 12 miljarðar 975 miljónir að þessu sinni. Geir Gunnarsson formaður fjárveiting- anefndar mælti fyrir breytingatil- lögum nefndarinnar sem allar voru samþykktar (sjá annars staðar á síðunni). Á laugardaginn var einn- ig samþykkt þingsályktunartillaga um frestun þinghalds til 17. janúar. Geir Gunnarsson formaður fjár- veitinganefndar hefur staðið í ströngu undanfarna daga. Fullorðins- Bráðabirgðalög um fiskverð helgisgæslan ef brýna nauðsyn ber til Lögð fyrir þingið strax eftir áramót 200 þúsund kró'nur voru sam- þykktar til fulloröinsfræðslu til að greiða kostnað viö nám fyrir ófag- lært starfsfólk á dagheimilum. Geir Gunnarsson geröi grein fyrir þess- ari viðbót viö þriöju umræðu fjár- laga á tilþingi á hiugardaginn. Þá var samþykkt viöbót til Landhelg- isgæslunnar um 3.6 miljónir. - óg. Á laugardagskvöldiö mælti Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra fyrir þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um frestun þing- halds til 17. janúar. I ræðu sinni gat forsætisráðherra þess að ekki yrðu gefin út bráðabirgðalög nema um brýnustu mál, svosem hækkun tisk- verðs. Það yrði heldur ekki gert nema í samráði við alla flokka. Sjávarútvegsráðherra hefur boðað skipun nefndar með fulltrúum allra Ilokka til að fjalla um lisk- verðsmálin. Gunnar Thoroddsen sagöi að ekki yrði gripið til bráðabirgðalaga nema brýnasta nauðsyn bæri til. Og ef slík bráðabirgðalög yrðu gefin út myndu þau þegar vera lögð fyrir alþingi þegar það kemur saman eftir áramót. Talsmenn stjórnarandstöðunnar Olal'ur G. Einarsson þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokksins og Sighvatur Björgvinsson þingfl. formaður Alþýðuflokksins sögðu að flokkar þeirra treystu ekki ríkis- stjórninni til að hafa löggjafarvald- iö. Þess vegna myndu þeir greiða atkvæði á móti þingsályktunartil- lögunni. Eftir nokkrar umræður var þingsályktunartillagan samþykkt. -óg. Hækkun til Þróunarstofnunar í máli Geirs Gunnarssonar kom fram, að fjárveitinganefnd hefði ákveðið að íeggja til hækkun á fram- lagi til Þróunarstofnunar íslands úr 12.391 í 13 miljónir 641 þúsund. Þessi viðbót var samþykkt af alþingi á laugardaginn með fjár- lögum. - óg. Réttur íslands tryggður: Eignarréttur að auð lindum hafbotnsins Fruinvarp til laga Eignarréttur íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins verður tryggður ef frumvarp þar um sem lagt var fyrir alþingi sl. fimmtudag Frá Guðrúnu Helgadóttur um slysatryggingasjóð: Fá loksins greiddan lífeyri með börnum Á föstudag varð að lögum á alþingi frumvarp um alm.trygg- ingar, þar sem kveðið er á um að barnalífeyrir skuli greiddur með börnum þeirra lífeyrisþega, sem lífeyris njóta úr slysatrygginga- sjóði. Þeir sem slasast hafa við vinnu undir stýri, við íþróttaiðkun eða björgunarstörf, hafa hingað til ein- ungis fertgið lífeyri greiddan með börnum sem fædd voru áður en slysið varð. Flutningsmaður þessa frumvarps er Guðrún Helgadottir. Er hér að sjálfsögðu um hið mesta réttlætismál að ræða. Þetta er fyrsta þingmannafrum- varpið sem afgreitt verður sem lög á yfirstandandi þingi. _ verður að' lögum. Þar er sagt að ísland sé eigandi allra auðlinda á og í hafsbotninum utan setlaga og svo langt til hafs sem fullveldisréttur ís- lands nær samkvæmt lögum. Auð- lindir samkvæmt löguin þessum taka til allra ólífrænna og lífrænna auðlinda á og í hafsbotninum. Þar segir og að enginn megi leita að efnum til hagnýtingar nema að fengnu skriflegu leyfi iðnaðarráð- herra. Slík leyfi verði bundin við ákveðin svæði og gilda til ákveðins tíma, sem ekki má vera lengri en 30 ár. Samkvæmt upplýsingum frá Hjörleifi Guttormssyni iðnaðar- ráðherra er frumvarpið afrakstur nefndar sem starfað hefur á vegum ráðuneytisins um hagnýtar hafs- botnsrannsóknir. Nefndin gaf út vandaðan bækling utn setlagarann- sóknir í fyrra og nú er þetta grund- vallarmál Islands komið í frum- varpsformi frá nefndinni. Formaður nefndarinnar var Árni Þ. Árnason skrifstofustjóri, en Bcncdikt Sigurjónsson fyrrum hæstaréttardómari og Guðmundur Eiríksson þjóðréttarfræðingur höfðu hönd í bagga með frumvarps- gerðinni. -óg.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.