Þjóðviljinn - 21.12.1982, Síða 15
Þriðjudagur 21. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
RUV <9
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Séra Sig-
urður Sigurðarson á Selfossi flytur
(a.v.d.v.) Gull í mund-Stefán Jón Haf-
stein - Sigrfður Árnadóttir - Hildur
Eiríksdóttir 7.25 Leikfimi. Umsjón:
Jónína Benediktsdóttir.
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í
mund. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál.
Endurtekinn þáttur Árna Böðvarssonar
frá kvöldinu áður.
8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: Bjarni
Karlsson talar.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.)
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Kom-
móðan hennar langömmu“ eftir Birgit
Bergkvist Helga Harðardóttir les þýð-
ingu sína (21)
10.10 Veðurfregnir.
10.30 „Man ég það sem löngu leið“ Ragn-
heiður Viggósdóttir sér um þáttinn.
Flutt verður frumsamið og þýtt efni eftir
Sigríði Thorlacíus. Lesari: Birna Sigur-
björnsdóttir.
11.00 Islenskir einsöngvarar og kórar
syngja.
11.30 Þjónustuhlutverk Hjálparstofnunar
kirkjunnar Þáttur Önundar Björns-
sonar. Þriðjudagssyrpa-Páll Þorsteins-
son og Þorgeir Ástvaldsson.
14.30 Á bókamarkaðinum Andrés Björns-
son sér um lestur úr nýjum bókum.
Kynnir: Dóra Ingvadóttir.
15.00 Síðdegistónleikar
15.20 Tilkynningar. Tónleikar.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Lagið þitt Helga Þ. Stephensen
kynnir óskalög barna.
17.00 „SPÚTNIK“ Sitthvað úr heimi vís-
indanna Dr. Þór Jakobsson sér um
þáttinn.
17.20 Sjóndeildarhringurinn Umsjónar-
maður: Ólafur Torfason (RÚVAK)
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.45 Tilkynningar. Tónleikar.
20.00 Gömul tónlist í nýjum búningi
Hljómsveitin „Sinfonietta" leikur tón-
list eftir Johann Sebastian Bach, Gustav
Mahler, Claude Debussy og Johann
Strauss í útsetningum Antons Weberns,
Arnolds Schönbergs, Bennos Sachs og
Albans Bergs. - Kynnir: Hjálmar R.
Ragnarsson. (Hljóðritun frá austurríska
útvarpinu)
21.45 Útvarpssagan: „Söngurinn um sorg-
arkrána“ eftir Carson McCullers
Eyvindur Erlendsson byrjar lestur þýð-
ingar sinnar.
22.35 Oeining eða eining Þáttur í umsjá
Hreins S. Hákonarsonar.
23.15 Oní kjölinn Umsjónarmenn: Krist-
ján Jóh. Jónsson og Þorvaldur Krist-
insson.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
RUV -
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Jólatréssögur. Barnamynd frá Tékk-
óslóvakíu. Þýðandi Jón Gunnarsson.
Sögumaður Sigrún Edda Björnsdóttir.
20.50 Andlegt líf í Austurheimi. (Spirit of
Asia) Nýr flokkur. 1. Indónesíía.
Skuggaveröld. Breskur heimildarþáttur
í átta þáttum um lönd og þjóðir í Suður-
og Suðaustur-Asíu, en einkum þó trúar-
brögð þeirra og helgisiði að fornu og
nýju og hvernig þau rnóta líf fólksins á
þeim, stöðum sem vitjað verður.
22.00 Því spurði engin Evans? (Why
Didn’t They Ask Evans?) Nýr flokkur.
Bresk sakamálamynd í fjórum þáttum
gerð eftir sögu Agatha Christie. Leik-
stjórar: Tony Wharmby og John Davis.
Með helstu hlutverk fara: Francesca
Annis, sir John Gielgud, Eric Porter,
JameS Warwick, Madeline Smith og
Leigh Lawson. Spurning af vörum
deyjandi manns beinir aðalsöguhetjun-
unt, Bobby og Frances, á slóð slungins
og kaidrifjaðs morðingja. Þýðandi Dóra
Hafsteinsdóttir.
22.55 Þingsjá Umsjónarmaður Ingvi
Hrafn Jónsson.
23.50 Dagskrárlok
Útvarpið kl. 21.45. Ný útvarpssaga:
Söngurinn um sorgarkrána
Eyvindur Erlendsson les þýðingu sína
Eyvindur Erlendsson mun í
útvarpinu í kvöld, nánar til-
tekið kl. 21.45, hefja lestur
sinn á sögu bandarísku skáld-
konunnar Carson McCullers,
Söngurinn um sorgarkrána.
Eyvindur hefur sjálfur þýtt
söguna, sem tekur við iestri
Baldvins Halldórssonar
leikara á Skáldinu á Þröm
eftir Gunnar M. Magnúss.
„Þessi saga fjallar um
óvenjulegan ástarþríhyrning
þar sem söguhetjurnar eru
hver annarri óálitlegri. Fyrsta
lykilpersóna er alræmdur
vandræðagemlingur, þá kem-
ur tröllvaxin kona til sögunn-
ar og heldur ófrýnileg, og loks
vanskapaður dvergur.
McCullers sækir sögusviðið til
Suðurrfkja Bandaríkjanna
þar sem í þorpi einu hefur ver-
ið reist krá og færir hún birtu
og yl í líf þorpsbúa. í þorpinu
búa erfiðismenn margir og
kráin er í raun hið eina sem
veitir þeim einhverja gleði t
döpru lífinu. Einn góðan
veðurdag fer hún á hausinn og
með því hrynur veröld fólks-
ins sem hana sækir". Svo
mæltist Eyvindi þegar Þjóð-
viljinn hafði samband við
hann í gær. Eyvindur sagði að
Carson McCullers hefði skrif-
að mikið um einntanaleik
fólks, erfiðleika þess til að ná
hvað :il annars og oft á tíðum
óskýranlega hvöt þess til að
hrinda hvert öðru frá sér. Með
þekktari bókum höfundarins
er The heart is a lonely
hunter.
Ósmekkleg skrif
í Skráargatinu
Þjóðviljinn túlkar í síðasta
Sunnudagsblaði úrsögn
Þórðar Ingva Guðmunds-
sonar úr Alþýðubandalaginu.
Er þar látið að því liggja að
starf hans í stjórnmálallokkn-
um ráðist af því hvar helst sé
von „frama“ eða „gullinna
tækifæra“.
Þórður Ingvi var um iangt
árabil virtur félagi í Alþýðu-
bandalaginu. Við undirrituð
höfum á þeim tíma starfað all-
nokkuð með honum og viljum
láta koma fram, að hann
reyndist hinn nýtasti telagi í
þeim störfum sem hann tók að
sér. Það er hinsvegar meíra en
segja má um ýmsa sem skolað
hefur inn í okkar hreyfingu og
þótt hefur nauðsynlegt að
mylja meir undir en Þórð
Ingva Guðmundsson.
Þegar hann nú kýs að velja
sér annan starfsvettvang í
stjórnmálum er bæði ómak-
legt og ósmekklegt af Þjóð-
viljanum að túlka það með
þessum hætti.
Þess utan er verið að ítreka
þann fordóm, sem því miður
er almennur, að eigin frarni og
metorð séu meginhvatar
stjórnmálaþátttöku fólks. Sú
hugsun er bæði lágkúruleg og
andsósíalísk og því ekki Þjóð-
viljanum samboðin.
Þegar félagar yfirgefa
flokkinn, kjósendum fækkar
og Þjóðviljinn missir áskrif-
endur, ætti það að verða
blaðinu og okkur öllum til
annars en barnalegra níð-
skrifa af þessu tagi.
Virðingarfyllst.
Guðmundur Olafsson,
Margrét Björnsdóttir.
Þórður Ingvi Guðmundsson
David Attenborough er
leiðsögumaður í nýjum bresk-
um framhaldsmyndaflokki
sem hefur göngu sína í kvöld.
Þættirnir fjalla um lönd og
þjóðir í Suður- og Suð-austur-
Ásíu, einkum þó trúarbrögð
og helgisiði. Líf fólks og lífs-
viðhorf verða ofarlega á
baugi.
í fyrsta þættinum verður
staðnæmst í Indónesíu og
gengið þar á land á nokkrum
þeim eyjum af þeim 13000
sem þar eru.
Innbyggjarar hafa huldið í
forna helgisiði, og lifnaðar-
hættir eru eins fjarri því að
vera vestrænir og hugsast get-
ur. Trúarbrögðin iðka þeir af
miklum krafti með fórnum og
gauragangi. Vegna legu
eyjanna og fjarlægðar við
„hinn siðmenntaða heim“
komast eyjaskeggjar ekki í
neina snertingu við hina ind-
versku menningu sem hefur
haft svo geypileg áhrif á svo
margar þjóðir á þessum
slóðum. Lifnaðarhættir hafa í
raun haldist lítt breyttir í um
2000 ár.
Leiðsögumaðurinn, David
Attenborugh, fer í þessum
þætti í 4 eyjar, en þær eru allar
langt frá hver annarri, en eiga
þó margt sameiginlegt þegar
grannt er skoðað.
Skuggaveröld, heitir fyrsti þátturinn í framhaldsmyndaflokkn-
um um Austurlönd. Þar verður fjallað um ýmislegt það sem
fyrir augu ber í Indónesíu, helgisiði og annað
Sjónvarp kl. 22:
Því spurði
enginn Evans?
í kvöld hefst í sjónvarpinu
nýr breskur framhaldsmynda-
flokkur í fjórum þáttum. Ber
hann heitið Því spurði enginn
Evans?, og ereftirsamnefndri
sögu Agötu Christie. Á sínum
tíma stóð mikill styrr um rétt-
inn til að gera sjónvarpsmynd
eftir þessari sögu, en sjón-
varpsstöðin í London, Ric-
hard Price Television, hreppti
hnossið. Með aðalhlutverk
fara Francesca Annis, Sir
John Gieguld, Eric Foster,
James Warvick, Madeline
Smith og Leigh Lawson.
I grófum dráttum snýst sög-
uþráðurinn um það þegar
aðalsöguhetjurnar Frances og
Bobby koma á vettvang
deyjandi manns. Hann varpar
fram spurningu sem kemur
þeim á slóð forherts morð-
ingja.
Leikstjórar eru Tony
Wharmby og John Davis.
Þessi myndaflokkur er sá
fyrsti sem Agatlia Christie
gerði fyrir sjónvarp. Sagan
gerist á árunum í kringum
1930.
Aðalsöguhetjurnar í breska sjónvarpsmyndaflokknum, Því
spurði enginn Evans? Bobby og Frances
Eyvindur Erlendsson