Þjóðviljinn - 21.12.1982, Qupperneq 16
MOÐVIUINN
Þriðjudagur 21. desember 1982
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382, 81482og81527. umbrot 8)285. Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslú blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663
Menningarsjóður
Félags leikstjóra
á Islandi:
Færð á vegum:
Allt ófært á
Norður- og
Austurlandi
Kvikmyndin Með allt á hreinu var frumsýnd um helgina:
Umtalið besta auglýsingin
í Mosfellssveit urðu nokkrar skemmdir í veðrinu, bæði á nýbyggingum, svo og á þökum húsa þegar plötur
losnuðu og fuku á sunnudaginn. Ljósmyndari Þjóðviljans tók þessa mynd af nýbyggingu í Mosfellssveit sem
skemmdist nokkuð eins og sjá má. (Ljósm. Atli).
dals og i gær átti aö ryöja frá Pat-
reksfirði aö Brjánslæk.
Ekki þýddi aö reyna aö ryöja
vegi í gær á Norðurlandi og
Austfjörðum vegna veðurs, en þeir
hjá Vegagerðinni sögðu að stefnt
væri að því að halda vegum opnum
fram á föstudag ef þess yrði nokkur
kostur og bíða snjóruðningstæki
þess nú að veður gangi niður svo
hægt sé að hefja vegaruðning.
- S.dór.
Sæmileg færð er
sunnanlands
Segja má að allir vegir séu ófærir
frá Holtavörðuheiði, norður og
austur um land, allt að Kirkjubæj-
arklaustri. Aftur á móti er fært frá
Reykjavík um Suðurnes og eins
austur úr í Árnes og Rangárvalla-
sýslu og allt að Klaustri, en lengra
verður ekki farið sem stendur.
Þessar upplýsingar fékk Þjóðvilj-
inn hjá Vegageröinni í gær. Þá var
veöur farið að ganga niður í Mýrdal
og töldu menn vegi þar færa að
Klaustri.
Eins var fært um HvalfjÖrð og
Borgarfjörð en um sunnanvert
Snæfellsnes var þungfærí, en sæmi-
lega fært á norðanveröu nesinu.
Eins var fært í-Búðardal en þar fyrir
vestan flestir vegir illfærir. Þá var
fært milli Patreksfjarðar. og Bíldu-
Sigurjón
Ólafsson
látinn
Sigurjón Ólafsson myndhöggv-
ari lést í Reyk javík í gærmorgun,
74 ára aö aldri. Sigurjém fæddist á
Eyrarbakka 21. október 1908.
Hann lærði málaraiön í Reykjavík
og höggmyndalist í Kaupmanna-
höfn og Róm. Sigurjón var búsett-
ur í Kaupmannahöfn fram yfir
stríð, en síöan í Reykjavík. Sigur-
jón var í fremstu röð listamanna
um áratugaskeið og eftir hann
liggur fjöldi höggrhynda og lista-
verka.
„Sjálfur er ég ákaflcga ánægður
með þessa mynd og ég hef ekki orð-
ið var við annað hjá þeim áhorf-
endum myndarinnar sem ég hef
hitt. Það virðist vera skemmtilegur
tónn í fólki“, sagði Ágúst Guð-
mundsson leikstjóri myndarinnar
„Með allt á hreinu“, sem frumsýnd
var í Háskólabíói sl. laugardag.
„Þessi ntynd hefur verið ótrúlega
stuttan tíma í sköpun og við hófum
til dæmis ekki myndatökur fyrr en
16. júní í sumar. Síðan þá hef ég
svo verið fjarverandi í tvo rnánuði
þegar ég ferðaðist um Bandaríkin
með myndina Land og synir, sem
varð til hér unt árið. Meginástæðan
fyrir því hversu skamman tíma
þessi mynd hefur tekið í vinnsiu er
allt það hæfileikafólk sem með mér
starfaði. Krakkarnir urðu mér oft
undrunarefni með uppátækjum
sínum og hversu fljótir þeir voru að
tileinka sér hlutina", sagði Ágúst
leikstjóri ennfremur.
- Nú virðist manni eftir að hafa
séð myndina að hún hafi mikið orð-
ið til frá stund til stundar. Að þið
hafið ekki verið rígbundin af hand-
ritinu.
„Jú, það er alveg rétt. Þegar við
hittumst fyrir um það bil ári til að
undirbúa þetta verk, var á borðinu
ákveðin hugmynd um Tívolí og
segir Ágúst Guð-
mundsson leikstjóri
Einstaklega skemmtilegt að vinna
að þessari mynd og mér finnst mjög
skemintilegur tónn í því fólki sem
hefur séð myndina, sagði Ágúst
Guðmundsson lcikstjóri í spjalli við
Þjóðviljann. Hér sést hann á milli
Stuðmannanna Tómasar og Val-
geirs. Ljósm. Atli.
Stuðmenn. Hún breyttist ntjög í
meðförum en þegar tökur hófust lá
ákveðinn söguþráður fyrir með
skrifuðu atriðahandriti. Smám
saman sannfærðist ég um að betra
væri að binda textann ekki allt of
mikið niður heldur hafa handritið
meira til hliðsjónar. Því er það svo
að sum atriði myndarinnar urðu
endanlega til fyrir framan mynda-
vélarnar".
- Og hvað með framhaldið. Ert
þú með einhverjar hugmyndir í
pokahorninu?
„Ég er að hugsa mitt ráð þessa
dagana og þótt margar hugmyndir
séu á reiki hefur ekkert verið á-
kveðið um framhaldið. Það væri t.d.
vissulega gaman að vinna meira
með Stuðmönnum og þeim sem
komu við sögu í Með allt á hreinu,
en af því verður allavega ekki
strax".
- Þetta er dýrt fyrirtæki, eða
hvað? Hvað þurfið þið að fá marga
áhorfendur?
„Við höfunt nú ekki reiknað það
nákvæmlega út en við vonumst
bara til að sem flestir láti sjá sig.
Við höfum ekki staðið fyrir miklu
auglýsingabrambolti því við erum
þeirrar skoðunar að myndin sjálf
og það umtal sem hún fær verði
besta auglýsingin".
- v.
Ágústi Guð-
mundssyni
veitt viður-
kenning
Ágústi Guðmundssyni leik-
stjóra og kvikmyndagerðarmanni
hefur verið veitt viðurkenning
Menningarsjóðs félags leikstjóra á
íslandi fyrir störf að kvikmynda-
stjórn. Viðurkenningin nemur
13.500 kr. og er þetta í þriðja sinn
sem hún er veitt og í fyrsta sinn sem
kvikmyndaleikstjóri fær hana.
Ágúst Guðmundsson hefur á
undanförnum árum verið í fremstu
röð íslenskra kvikmyndaleikstjóra
og hafa myndir hans vakið mikla
athygli og hlotið góða dóma bæði
hér heima og erlendis. Á síðast-
liðnu rúmu ári hefur Ágúst unnið
að þremur kvikmyndum og var ein
þeirra „Með allt á hreinu" frum-
sýnd um síðustu helgi.
í stjórn Menningarsjóðs Félags
leikstjóra á íslandi eiga sæti Gunn-
iaugur Ástgeirsson formaður,
Ásdís Skúladóttir og Þórhildur
Þorleifsdóttir.
- lg-
Minnisvarði
um Jón
Baldvinsson
í gær voru liðin 100 ár frá
fæðingu Jóns Baldvinssonar, sem á
þriðja áratug var formaður Al-
þýðuflokksins og forseti Alþýðu-
sambands íslands. I tilefni af því
hafa Alþýðuflokkurinn og Ál-
þýðusambandið ákveðið að reisa
Jóni Baldvinssyni ntinnisvarða í
þakklætisskyni fyrir brautryðjend-
astörf hans í þágu íslenskrar
alþýðu.
Kjartan Jóhannsson formaður
Alþýðuflokksins og Ásmundur
Stefánsson forseti ASÍ sendu frá
sér frétt um þessa ákvörðun í gær.
- ekh.
Alusuisse í fjölmiðlaleik:
Reynlr að spíla á sundurþykkju hér
segir Hjörleifur
Guttormsson,
iðnaðarráðherra
Um helgina birtist í Morgunblað-
inu skeyti sem Alusuisse sendi
iðnaðarráðherra og er það birt sem
aðal frétt blaðsins þann dag. Þjóð-
viljinn innti Hjörleif Guttormsson
iðnaðarráðherra eftir þessu skeyti,
sem honum og Morgunblaðinu var
sent.
Já, það er rétt að ég fékk skeyti
frá Alusuisse sl. föstudag og svo
virðist sent það hafi veriö sent.sam-
tímis til Morgunblaðsins, blaðinu
til birtingar eins og raunar gerðist
líka í vikunni áður. Þetta skeyti á
að heita svar við orðsendingu okk-
ar 10. des. sl. þar sem ég leiðrétti
rangtúlkun Alusuisse á afstöðu
okkar og tók fram að sáttatillaga
frá fundi 7. des. sl. væri enn í gildi.
Efnislega er fátt nýtt í þessu svari
Alusuisse. Þeir ítreka fyrri skilyrði
sín og gagnkröfur og herða frekar á
í þeim efnum frá því sem áður hafði
komið frant.
Varðandi sáttatillögu nn'na, telja
þeir skorta á nánari útfærslu, en við
höfðum farið yfir þau efni lið fyrir
lið á fundum 22. nóv. og 6. og 7.
des. sl. þannig að Alusuisse á að
vera full ljóst hvað í henni felst.
Þaö hefur tekið fyrirtækið viku að
svara skeyti okkar og ég vek athygli
á að Alusuisse telur sér henta að
þessar skeytasendingar og áþreif-
ingar endurómi í fjölmiðlum jafn-
óðum. Með þessu er Alusuisse
greinilega að reyna að hafa áhrif á
almenningsálitið innanlands og
hagnýta sér þá sundrungu seni varð
nteð úrsögn Guðmundar G. Þórar-
inssonar úr álviðræðunefndinni.
Þótt viðbrögð Alusuise að
undanförnu bendi ekki til þess að
neinn raunhæfur vilji sé hjá þeim til
að bregðast við sanngirniskröfum
Islendinga, mun ég enn láta reyna á
það alveg á næstunni. Á fundi 7.
des. sl. var um það rætt að aðilar
könnuðu viðhorfin frekar nteð
orðsendingum og að efnt yrði til
nýs fundar með skömmum fyrir-
vara fyrir lok þessa mánaðar, ef
einhver von væri til þess að það
skilaði árangri, sagði Hjörleifur
Guttormsson iðnaðarráðherra.
-S.dór
Sáttatillaga iðnaðarráðherra 7. des. sl.
• •
I.
2.
Að ísland fallist á tillögu Alu-
suisse um að ágreiningur
varðandi skattamáieffti veröi
lagður í úrskurð þriggja
manfia.
Alusuisse samþykki réttmæti
þess að rafmagnsverð til ái-
versins sé leiðrétt og fallist á
verulega byrjunarhækkun
orkuverðsins.
3. Báðir aðilar lýsi sig reiðubúna
til að ræða og leita samkomu-
lags um ö.ll málefni er varða
framtíðarsamskipti þeirra.