Þjóðviljinn - 24.12.1982, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 24.12.1982, Qupperneq 3
Föstudagur 24. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Hjörleifur Guttormsson: Alusuisse sendir allt í f jölmiðla Svo þykjast menn verða hissa þótt ég haldi blaðamannafund Ég vil biðja þá, sem sjá ástæðu til að gagnrýna þá tillögu, sem ég sendi Alusuisse þann 21. desember að gera það þá efnislega og greina frá því skýrt og skorin- ort hverju þeir eru andsnúnir af því sem þar er sett fram. Slíkt er mennilegra en fara með hálfkveðnar vísur. Þannig svaraði Hjörleifur Gutt- ormsson, er Þjóðviljinn hafði samband við hann um miðjan dag í gær vegna ýmissa umsagna í dag- blöðuni um orðsendingu hans til Alusuisse fyrr í vikunni. Frá Alusuisse hafa mér enn eng- in viðbrögð borist við þessari til- lögu minni um samningsgrundvöll og fund milli jóla og nýárs, sagði Hjörleifur. - og bætti síðan við: Útibússtjórinn umboðslaus - Ég geri ekki mikið með það, sem útibússt jóri Alusuisse í Straumsvík, Ragnar Halldórsson, lætur hafa eftir sér í fjölmiðlum, þar eð ekki hefur komið fram af hálfu Alusuisse, aö fyrirtækið hafi veitt honum neitt umboð til þess að taka afstöðu til mála fyrir hönd samsteypunnar. í samtali mínu við Miiller í lok t'undar þann 7. des. var eins og fram hefur komið rætt um að efna til íundar síðar í þessum mánuði, ef vænta mætti árangurs, og ekki var þá minnst orði á þaö að þeir héldu heilagt í Zurich milli jóla og nýárs, eins og Ragnar Halldórsson stað- hæfir nú í blöðum. Ég sé heldur engin rök fyrir að það ætti að liind- ra þá í að koma hingað til fundar, jafnvel þótt skrifstofur í aöal- stöðvum Alusuisse séu lokaðar þessa daga, nerna síður væri. Reyndar er ég ekkert hissa á andófi Ragnars Halldórssonar varðandi þessi atriöi, né heldur á staðhæfingum hans um orku- verðiö. Leikið tveim skjöldum I litt er alvarlega nú, þegar látið er reyna á um samningsgrundvöll gagnvart Alusuisse, að formaður Framsóknarflokksins skuli sjá á- stæðu til að gagnrýna málsmeðferð Ragnar álforstjóri í Tímanum í gær: ,Aðilar ekki jafn réttháir Gerðardómur skipaður Islendingum ekki boðlegur að mati formanns Verslunarráðs íslands „Ragnar var að því spurður hvort hann teldi að Alusuisse inyndi sætta sig við það að gerðardómurinn til þess að út- kljá gömul ágreiningsefni yrði skipaður þremur Islending- um, en Hjörleifur gerir ráð fyrir því í sínum tillögum: „Mér tinnst það frekar ólík- legt: „Mér fmnst slíkt ekki bera vott um að aðilar séu réttháir. Þetta er nú einu sinni svo, að þetta er samningur á milli tveggja aðila, sem eiga að vera jafnréttháir, en ráðherr- ann hefur ekki viljað fallast á það, heldur talað mikið um sjálfstæð ríki, sem hafa miklu meiri rétt en aðrir. Það má kannski orða þetta þannig að allir eiga að vera jafnir, „en sumir eiga að vera jafnari en aðrir“.“ (Tíminn í gær í viötali við Kagnar Halldórson, starfsniann Alusuissc, scm tclur íslcnska ríkið jafn rctthátt auðhringum, scm sannarlcga hafa bcitt hrógðum gagnvart viðsemjcnd- um síinirn). Guðmundur G. Þórarinsson: Alusuisse ekki fengið tækifæri! „Mér finnst nú einkennilega þess að svara þessu tilboði". að samningum staðið, að gera Svb mælir Guðmundur G. Þór- Alusuisse tilhoð og halda um arinsson í viötali við Tímann í það blaðamannafund, áður gær, en hann er fyrrverandi en rætt hefur verið við Alu- nefndarmaður í viðræðunefnd ís- suisse um þetta tilboð, eða 'anc*s vn"* Alusuisse. Alusuisse fengið tækifæri til ~ og< af Islands hálfu, eins og fram kem- ur f Tímanum í gær, og einnig lætur Guðmundur G. Þórarinsson þar í sér heyra með svipuðum hætti. Ég hlýt vegna orða Steingríms að í- treka það sem fram kom í frétta- tilkynningu að frög mín að skeyti til Alusuisse voru lögð fyrir rtkis- stjórnina til kynningar og umræðu. Ég gerði þar allítarlega grein fyrir málinu og rakti hið helsta úr orðsendingum. sem gengiö höfðu á rnilli aöila eftir fundinn 6.-7. des- ember. - Ég vakti á ríkisstjórnar- fundinum ma. athygli á þeirri hátt- senii Alusuisse aö senda orðsend- ingar sínar til ráöunevtisins jafn- óðum til fjölmiðla, eins og Morg- unblaðsins, og raunar einnig til fréttastofu sjónvarps þann 10. des- ember. Ég greindi líka frá því sent fyrir lá í texta. að ég myndi óska eftirfundi meðfulltrúum Alusuisse þann 28. og 29. des. og ástæðum fyrir nauðsyn þess að koma slíkum fundi á sent fyrst. Engin ósk kom fram um að fresta setidingu þessa skeytis til Alusuisse. - Það kom því á óvart að sjá ummæli Steingríms Hermanns- sonar um málið í flokksmálgagni hans í gær, og viröist sem hann og fleiri forystumenn Framsóknar- flokksins vilji leika tveim skjöldum í máiinu. Hver má tala við fjölmiðla? Ég tel hins vegar nauðsyn á því, að sem víðtækust samstaöa þróist hér innantands varöandi þetta stór- mál. og þá ekki síst innan ríkis- stjórnarinnar. Við höfum sem smáþjóð engin efni á því, aö tala í austur og vestur i hagsnumamáli sem þessu. og skiptir þá engu þótt alþingiskosningar séu framundan á næsta ári. Ég taldi eðlilegt með tilliti til fordæmis frá Alusuisse aö undan- f'örnu, að birta opinberlega tillögu Hjörleifur Guttormsson mína aö samningsgrundvelli eftir að liata kynnt hana í ríkisstjórninni og sent hana til Alusuisse. Og það má turðulegt heita, aö talsmenn Framsóknarflokksins, eins og Guönumdur G. Þórarinsson, sem enga athugasemd hafa gert við fjölmiölabirtingar Alusuisse, sknli - nú látast vera hneykslaðir, þótt ég haldi blaðamannafund og birti mínar tillögur. - k. á skattsvik, hefur gerst Fengu hálaunamenn láglaunabætur í stórum stíl? Avísun ef það „Það er einfall mál að stóreigna- menn eiga alls ekki að geta fengið láglaunabæturnar og ekki heldur þeirsem liafa haft háartckjur. Ilall það gerst er cinvörðungu um að ræða ávístm á skattsvik viðkom- andi og skattayfirvöld Idjóta að hafa vakandi auga með slíkum mönmim". sagði Ragnar Arnalds fjármálaráðherra í samtali við Þjóðviljann. Talsvert hefur borið á óánægju með úthlutun launabótanna nú fyrir jólin enda þótt lítiö hafið bor- ist af kvörtunum til fjármálaráðu- neytisins eða skrifstofu verka- lýðsfélaganna. Asnumdur Stefáns- son forseti ASÍ sagöi í Þjóðviljan- um í gær að alvarlegasta veila í bótakerfinu væri sú aö sjálfstæöir atvinnurekendur virtust hafa jafn- an rétt til bóta og aðrir. llvers vegná? Ragnar Arnalds: „Þegar bótareglur voru samdar var haft náið samband viö verka- lýðshreyfinguna og þeir gerðu ein- göngu athugasemdir við þaö aö Úthlutunarreglurnar endurskoðaðar, ef ástæða þykir til, segir Ragnar Arnalds fjármálaráðherra sjálfstæðir atvinnurekendur fengju bætur. Það var tekið fulll tillit til þess með því að sjálfstæöum atvinnurekendum var gert að sækja um bæturnar sérstaklega og þeirra umsóknir verða ekki af- greiddar fyrr en í febrúar. Því hefur engin atvinnurekandi fengiö bætur ennþá". - Kn mun fjármálaráðuneytið endurskoða úthlutunarreglur bót- anna ef óverðugir hafa fengið þær? ..Komi fram dæmi um slíkt mun- um við aö sjálfsögðu endurskoöa reglurnar. Þetta var aöeins fyrsta útborgunin af þremurog þvítimi til stefnu". Kn hvað með hlutavinnufólkiö eða þá sem voru með mimia en 25.001) kr. í laun 1981? Hefði ekki verið ástæða til að tryggja hag þess hetur nú? ..I þessu sambandi vil ég vekja athygli á því að fólk sem hefur haft tekjur á bilinu 25-75 þúsund krón- ur á síöasta ári á aö ná hæstu bótum í hlutfalli við laun sín. Það var at- hugað með að finna út ákveðnar bætur á tiltekin Inun og hafa svo sömu krónutölu niður á við. Menn komust hins vegar aö þeirri niöur- stöðu aö þá rýrnuðu verulega bæt- ur fjölskyIdufólks og annarra al- mennra launamanna sem voru að sjálfsögðu talsvert fyrir ofan þau mörk í tekjum 1981. Varðandi þá allra lægst htunuðu. t.d. þá sem hafa tekjutryggingu vttr búið að tryggja óskertar vísitölubætur til þeirra eftir öðrum leiöuni". - v. Agnar Kofoed Hansen látinn Agnar Kofoed Hanscn, flugmála- stjóri lést á sjúkraluisi í Reykjavík í fyrrinótt. Ilann var 67 ára gamall, fæddur 3. ágúst 1915 í Reykjavík. Agnar var einn mesti brautryðj- andi á sviöi flúgmála hér á laiuii. Ilann útskrifaðist liðsforingi úr ins var hann á árunum 1947-51, en var síöan ráðinn flugmálastjóri frá 1951 til dttuðadags. Agnar lét þróun flugmála hér á landi mjög til sín t;ik;t og kom nærri stofnun og stjórnun fjölmargrá tlugsamtaka svo sem Flugmálafé- lags íslands, Svifflugfélags íslands og Svifflugfélags Akureyrar. Agnartók fyrir Islands hönd þátt í flestum þeim ráöstefnum sem ís- lendingar sóttu á alþjóðlegum vett- vangi. Hann var gerður heiðursfé- htgi Flugv ísindafélags Indlands, Flugmálafélags Íslands, Svifflugfé- lags íslands og Akureyrar, Eftirlifandi kona Agnars er Björg Axelsdóttir. konunglega danska sjóflugskólan- um 1935, fékk alþjóðlegt flugstjór- askírteini í desember 1937, varð flugmálaráðunautur íslands á ár- ttnum 1935-45 og flugmaöur og síðan forstjóri Flugfélags íslands 1937-39. Hann gegndi embætti lögreglustjóra í Revkjavík á árun- um 1940-47. Flugvallarstjóri ríkis- Leyft verður að veiða 370 þúsund lestir af þorski á næsta ári Aveðið hefur verið að levfa að veiða 370 þúsund lestir af þorski 1983. Sem kunnugt er lagði Haf- rannsóknarstofmmin til að ekki vrði leyft að veiða meira en 350 þúsund lestir, miðað við óbreytt ástand þorsksstofnsins, þ.e. með- an 1976 árangurinn kemur ckki fram í veiði. Þessi afli, 370 þúsund lestir er um 100 þúsund lestum minna magn en leyft var að veiða í ár, þótt það hafi ekki tekist. því aö þorskaflinn í ár er áætlaður um 385 þúsund lestir. vegna liins mikla aflabrests meginhluta ársins. Komi hin margumtalaði 1976 árangur þorskins fram í aflanum á næsta ári í þeim mæli sem búist var við að hann myndi gera í ár og næsta ár. veröur talanum heildar- aflann sjálfsagt endurskoðuð. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.