Þjóðviljinn - 24.12.1982, Síða 4

Þjóðviljinn - 24.12.1982, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. desember 1982 DIOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis. Útgetandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Svanhildur Bjarnadóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, LúövíkGeirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlööversson. iþróttafréttaritari: Víöir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurðsson, Guömundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síöumúla 6 Reykjavík.'sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent Prentun: Blaöaprent h.f. r itst jor nargrci n úr aimanakínu Við lágan sess á Ijós- týrunni haltu • Hnn einu sinni ganga jól í garð. Mcnn hverfaskamma hríð frá amstri daganna á vit kyrrðar og þcss hljóðláta fagnaðar, sem fylgir þcssari gömlu hátíð. • Merkiieg er sú gleöi sem jólum fylgir, hvort sem mcnn tengja þau við fæðing barns í jötu, eöa þau tímaskipti sem vcrða ár hvert, er sól hækkará lofti á ný. Það er fögnuður yfir undri lífsins, þess lífs sem rís úr lágri jötu, þess lífs sem rís úr vetrardvaja mcö hækkandi sól. • Trúarbrögð manna og stjórnmálaskoðanir eru af ýmsum toga, cn undrið stóra, lífið í náttúrunni, líf mannsins á jörðinni, það er eitt og heilt frá öld til aldar. An lotningar fyrir lífinu er maðurinn glataður. • Barniö sem fæöist í nótt á Suðurnesjum eða í Súöavík, í Afganistan eða í El Salvador - við þekkjum ekki vcg þess framundan. Viö vitum ekki hvort hann verður langur eða skammur, en við fögnum í von hverju nýju lífi í heimi sem rambar á heljarbrún. Sú miskunn er manninum léð að eiga á dimmum vetri von um nýtt sumar. • Enginn veit hver lifir önnur jól. Svo hefur lögmálið veriö um aldir - „Innsigli engir fengu upp á lífsstunda bið“. Því lögmáli hafa afar okkar og ömmur unað í gleði og sorgum. Gegn því lögmáli rísum við ekki. • En það hefur einnig verið lífsins lögmál, að líf kvikni af lífi, að lambagrasið rísi úr mold við birtu sólar á vori, að barnið sem getið var í haust fæðist í vor og fylli skarð þess sem kveður, að kynslóö taki við af kynslóð. • Nú er því lífsins lögmáli ógnað af vígbúnaðaræði lánlítilla valdhtifa. Gjörvöll mannkind lifir á okkar dögum undir skugganum þeim, svo enginn veit lengur hvort nokkurt mannsbarn lifir önnur jól. Gott er hverjum að lifa og deyja undir lögmáli lífsins, sem kallar einn fram þá annar kveður. En gegn slitum á því lögmáli, gegn helstefnu í vígbúnaðar- málum sem boðar ragnarök mannkyns, hljótum við að rísti einn fyrir alla og allir fyrir einn. • Dugar lotning okkar fyrir lífinu til þess? Dugar lotning okkar l'yrir lífinu til þess, að fólk um allan hcim með ólíkar stjórnmálaskoðanir og ólík trúarbrögð nái að mynda svo öflug og áhrifarík samtök að helganga vígbúnaðaræðisins verði stöðvuö áður en líkaböng glyntur? • Þaö er sú örlagaspurning, scm viö hvert og eitt svörum að okkar hluta með verkum okkar, með lífi okkar. Ábyrgðin er mín og þín. • Á jólum er gleðin rík yfir lífinu. Gleymum hvorki þá né endranær þeirri miklu ábyrgð sem við berum þar sem mann- legl líf versl í vök. Munum vel allt sem við höfum að þakka fyrir eigiö líf og þá skyldu sem við berum gagnvart fortíð, nútíð og framtíð. • Þótt skugginn sé dimmur, höldum gleöi okkar samt. Og víst er mannlegt líf dýrara en nokkru sinni fyrr, einmitt nú í skugga helsprcngjunnar og allra þeirra teikna sem henni fylgja. • Enn er dagur, enn er ratl jóst, enn er þess kostur að leggja lífinu lið þar sem það berst við dauðann, ungt og nýtt með mörg þúsund ár á herðum. • Hagsmunir, trúarbrögð og stjórnmálaskoðanir hafa löngum skipt mönnum í stríðandi fylkingar. Svo mun enn veröa. Víglínunum verðurekki eytt. en menn þurfa að talast við yfir víglínurnar. Friður verður ekki trýggður með hundr- að ntiljón sprengjum, hcldur meö skoðanaskiptum undir þeim inerkjum lotningar fyrir mannlegu lífi sem kristin jól og heiðin minna okkur á. Maríusonur mér er kalt, mjöllina af skjánum taktu. Yfir mér einnig vaktu. Líj'ið bœði og lánið er valt, Ijós og skuggi vega salt, - við lágan sess á Ijóstýrunni haltu. • Svo kenndi heiðin kona og er gott veganesti öllum þeim sem nokkru ráöa um örlög manns og heims. • Þjóðviljinn óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla. -k. „Bandaríkin eiga þegar ístríði við Sovétríkin" Ronald Reagan forseli Bandaríkjanna. „Við verðum að geta staðið af okkur2 eða 3 gagnkvœmar kjarn- orkuúrásir". Caspar Weinberger, vurnurmáturádherru Bundaríkjannu. „Hœfileiki NATO til að heyja stríð og leiða það til endanlegs sig- urs". Bernard W. Rogers, yfirmaðUr heraflu NATO í Evrópu. „Kjarnorkuvopn eru í senn ódýr- ari kostur en venjuleg vopn og þau krefjast ekki jafn margra manna undir vopnum. “ Björn Bjurnason blaðaniaður á Morgunbtaðinu. Nú, þegar friðarjólin fara í hönd, erekki úr vegi að hyggja að þeim stríðs-páskum sem valds- menn heimsins undirbúa hvar- vetna í kringum okkur af mikilli kostgæfni. Vígbúnaðarkapphlaupið hefur nú gengið svo langt, að önnur mál eins og efnahagskreppan hverfa í skuggann. Engin ríkisstjórn, ekkert það stjórnmálaafl, sem Friðar- páskar Þeir hafa hins vegar í áróðri sínum beitt öilum tiltækum ráðum og orðið býsna ágengt, meðal annars á útbreiddasta dag- blaði okkar íslendinga, eins og sést af ofanritaöri tilvitnun í Björn Bjarnason, úr Morgun- blaðinufrá7. desembersl. Enda telst Björn vera sérfræðingur Sjálfstæðisflokksins í vígbún- aðarmálum. telur sig vera ábyrgt, getur lengur komist hjá því að taka afstöðu í þessu máli. Nú eru til í heiminum um 50.000 kjarnorkusprengjur er hafa sprengjumátt er samsvarar um þaö bil einni miljón Hiroshima-sprengja. Árlega er varið unj 600 miljörðum dollara' til hernaðarútgjalda í heiminum og nú á að auka þá upphæð all- verulega. Aðeins Bandaríkin áforma nú að koma upp 37 þús- und kjarnorkusprengjum til við- bótar og Caspar Weinbérger varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna hefur lagt fram áætlun er gerir ráð fyrir að hernaðarútgjöld Bandaríkjanna á næstu 5-7 árunt verði samanlagt 250.000.000.000 dollarar eða 2,5 biljónir. Dagsút- gjöld til hermála í heiminum í dag mundu að sögn kunnugra nægja til þess aö bjarga I7 miljónum barna frá hungurdauða á ári. Það þarf enga sérfræöínga til að segja okkur óbreyttum íbúum jarðarinnar að vopnabirgðirnar í heintinum ídag séu meira en næg- ar. En það virðist hins vegar þurfa alhnikla sérfræðiþekkingu til þess að geta af þessari einföldu staðreynd dregið þá ályktun að þar sem of mikið sé af vopnum, þá þurfi meira, og það í þeint til- gangi að hafa minna f fram- tíðinni, en þetta er í rauninni kjarni þeirrar röksemdafærslu sem talsmenn hins herta vígbún- aðarkapphlaups hafa beitt. Spurningin um afstöðuna til vígbúnaðarkapphlaupsins er fyrst og fremst siðferðilegs eðlis. Það er kannske einmitt þess vegna sem svo margir stjórn- málamenn okkar verða kindar- legir í framan þegar talið berst að þessum málum. Þeir eru ekki vanir aö velta fyrir sér siðfræði- legum vandamálum, þeir þekkja bara hagsmunapólitík. Hún er þeirra fag. Olafur Gíslason skrifar Eins og fram kemur í Öðrum greinum í blaðinu í dag, þá ríkir nú gróft jafnvægi á milli stórveld- an.na í vtgbúnaði. Sovétríkin hafa fleiri meðaldrægar eldflaugar í Evrópu. en Bandaríkjamenn eiga fleiri og tæknilega fuilkomn- ari langdrægar eldflaugar. Það er í senn hættulegt heimsfriðnum og hættulegt ör- yggi Evrópu að draga hana sér- staklega út úr þessu dæmi. Slíkt þjónarengum hernaðarlegum til- gangi. þar sem yfirlýst stefna NATO er að árás á eitt ríkið jafn- gildi árás á þau öll. Bandaríkin hafa alltaf haft forskot í vígbúnaðarkapphlaup- inu og hafa það enn. Það segir sig sjálft að SS-20 eldflaugar Sovétmanna auka ekki öryggi þeirra frekar en kjarnorkuvopn almennt auka öryggi. Sama gildir um fyrirhugaðar Evrópueld- flaugar NATO. Þær auka á hætt- una á að kjarnorkustríð brjótist út. En það sem sjaldnast kemur fram í þessum deiium er sú stað- reynd, að röksemdafærsla þeirra er vilja hert vígbúnaðarkapp- hlaup í vestri kallar fram sömu röksemdafærslu í austri. Hér er því um sjálfvirka skrúfu vitfirr- ingarinnar að ræða, sem ekki 1 verður stöðvuð nema með friðar- i vilja og ótvíræðum siðferðilegunt rétti fólksins sem byggir þessa jörð, setn nú er ógnað með tor- 1 tímingu. íslenska ríkisstjórnin hefur nteð eftirminnilegum hætti Iýst afstöðu sinni til þessara mála á alþjóðavettvangi nýverið. ísland var eitt af sex ríkjum veraldar, sem voru hlutlaus gagnvart því hvort framleiðsla kjarnorku- vopna yrði aukin eða stöðvuð. Þetta eru yfirlýst rökþrot gagn- vart mesta siðferðilega vanda- máli okkar tíma. Hvernig getur slík ríkisstjórn áskilið sér virð- ingu eða traust þegnanna? Ríkis- stjórnin var lfka hlutlaus gagn- vart því hvort nifteindasprengjan væri til góðs eða ills. Þessi afstaða er ekki í samræmi við vilja ís- lensku þjóðarinnar; því getur enginn leyft sér að halda fram. Hún er hins vegar í samræmi við þá pólitísku kreppu. sem ríkir hér á íslandi, þar sem stjórnvöld geta ekki einu sinni staðið saman um rétt þjóðarinnar gagnvart ofríki erlendra auðhringa, og þar sem stjórnmálaflokkarnir hafa misst svo ítök sín meðal fólksins að þeir eru ekki megnugir að ráða fram úr tiltölulega einföldum efna- hagslegum vandamálum. íslensk stjórnmál eru í hnotskurn felu- leikur, þar sem flóttinn frá veru- leikanum er vinsælasti leikurinn. Það eru hins vegar stærstu gleðitíðindi þessa árs sem nú er að líða, að málstáður friðarhreyf- ingarinnar hefur nú náð slíkum hljómgrunni bæði í Bandaríkjun- unt og í Evrópu, að meirihluti Bandai íkjaþings og mörg þau stjórnmálaöfl, sem áttu hlut að því að samþykkja vígbúnaðará- form Reagans og NATO, hafa nú breytt um skoðun, jafnvel þótt íslenski utanríkisráðherrann telji ennþá að ísland sé skuldbundið að styðja uppsetningu kjarnorku- vopna meðal annarra þjóða í álf- unni. Því verður ekki lencur haldið fram, að fjölmiðlar eins og Was- hington Post, stjórnmálamenn eins og Edward Kennedy og þær miljónir manna í Evrópu og Bandaríkjunum sem krafist hafa stöðvunar kjarnorkuvopnafram- leiðslu séu á bandi Varsjárband- alagsins. Þessi öfl þurta nú á komandi ári að herða enn barátt- una og knýja valdsmenn heimsins til þess að stöðva hina sjálfvirku skrúfu vitfirringarinnar svo hin- unt boðuðu stríðspáskum verði að minnsta kosti frestað um sinn.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.