Þjóðviljinn - 24.12.1982, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 24.12.1982, Qupperneq 15
Fimmtudagur 23. descmber 1982 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Stig Strand: tekst honum að fvlgja eftir hinni glæsilegu byrjun sinni í hcimsbikarnum á skíðum í vetur? 18 getrauna- kerfi Jólalög frá Geimsteini Út er komin uppsláttarbók um ensku knattspyrnuna og aðferðir til að ..tippa". Bókin er í hulsturbóka- formi, en þetta er önnur bók þeirrar tegundar sem gefin er út hérlendis. Sú fyrri var uppskrifta- bók fyrir kokteila. í nýju uppsláttarbókinni er sagt stuttlega frá öllum ensk'u 1. deildar liðunum og úrslitunt einstakra leikja í deildinni á síðasta keppnis- tímabili. f>á er að finna í bókinni 1S mismunandi getraunakerfi. allt frá 25 raða kerfi til 972 raða kerfi. Full- yrðir útgefandi að þær „tipp" aðferðir, sem finna má í bókinni auki vinningslíkur þeirra sem spila í getraunum stórlega. Bókinamáfá í flestum bókaversl- unum og hjá íþróttafélögum. -líí- Nú fyrir jólin kom út ný liljóm- plata frá Geimsteini hf. og heitir hún Klukknahljóm. Á plötunni eru jólalög í háttð- legum búningi en Þórir Baldursson og Geimsteinn sjá um hljóðfæra- leikinn og útsetningar. Upptökur fóru fram í London. Múnchen og í Keflavík. Steinar annast dreifingu. Leyndardómurinn á bak við skyndilegan frama sænska skíðakappans Stig Strand: Breytti um stíl fyrir fjórum árum Á miövikudaginn síðasta náði 26 ára gamall Svíi, Stig Strand, langþráðuin áfanga á skrykkjóttum ferli sínum sem skíðamaður. Hann varð sigurvegari í svigi á Madonna di Campiglio á Ítalíu, móti sem var liður í heimsbikarkeppninni á skíðum 1982-83. Þetta var annað svigmótið í heimsbikarnum í vetur, það fyrsta vann æskufélagi Strand frá Tárneby í Svíþjóð, skíðakóngurinn Ingemar Stenmark. Stig Strand varð annar þar og hefur byrjað glæsilega í vetur, 45 stig út úr tveimur fyrstu mótunum. En afhverju er þessi reyndi skíðamaður fyrst að slá verulega í gegn núna? Hann útskýrir þetta þannig: „Fyrir fjórum árum síðan byrjaði ég að æfa frá grunni uppá nýtt og það er að byrja að skila sér. Ég hef aldrei verið betri en einmitt nú. Stíll minn var áður stórgall- aður, fæturnir voru alltof stífir og þétt saman og það var aðeins snerpan sem hélt mér raunverulega á floti. Nú hef ég lagað þetta og ég er heldur ekki eins boginn í baki þegar ég renni mér og áður. Ég er orðinn mikið öruggari með sjálfan mig og nú á ég loks raunhæfa möguleika á að verða betri en Stenmark". Ljóð Þórarins Nýlega hefur verið gefinn út seinni hluti Ijóðabókarinnar Að heiman eftir Þórarin Sveinsson frá Kílakoti. Þar er að finna m.a. nokkra ljóðaflokka urn íbúana og mannlífið í Kelduneshreppi á fyrstu áratugum 20. aldarinnar. Má þar nefna: Bændavísur. Hús- mæðrakveðju, Kappatal, Kvennaslag, Skáldatal og Tíða- vísur að ógleymdu kvæðinu Strokkur, sem mikla athygli vakti á sínum tíma. Urn bændavísurnar fórust Karli Kristjánssyni, fyrrum alþm., svo orð: „Bændávísur Þórarins flugu víða um nágrannasveitir. Skiptust á í vísunum öfugmæli. sannmæli og margvísleg gamansemi, sem gerði Strand hóf endurþjálfun sína undir leiðsögn Torgny Svensson og síðan hjá Lasse Kjállberg og Jean- Pierre Chatellard. Hann æfði markvisst og fyrir nokkrum vikum síðan kom fyrsti sýnilegi árangur- inn í Ijós. Hann varð sigurvegari í sterku svigmóti, þar vantaði að vísu Stenmark og Mahrebræðurnar bandarísku en flestir aðrir úr fremstu röð í heiminum voru með- al þátttakenda. Síðan sigraöi hann á tveimur mótum í Noregi. Þessir sigrar tryggðu honum sæti í fyrsta ráshópi í svigmótum heimsbikars- ins í vetur. Hér áður fyrr, á unglingsárunum heima í Tárneby. bar Strand oft sigurorð af félaga sínum, Sten- mark. Sérstaklega er árið 1973 lionum minnisstætt, þá var hann fremri Stenmark á tveimur stærstu skíðamótum Svíþjóðar. Nú hefur honum loks tekist að skjóta honum ref fvrir rass á ný. Fyrir þetta keppnistímabil æfði Strand að mestu leyti einn og gat ekki borið sig saman við landa sinn. Frami Strand heíur því senni- lega komið Stenmark nokkuð í opna skjöldu á tveimur fyrstu mótunum í vetur og Svíar eru í sjö- unda himni; Phil Mahre hefurorð- ið að sætta sig við þriðja sætið á báðum rríótunum, Stig Strand og Ingemar Stenmark hafa fært Svíum tvöfaldan sigur tvisvar í röð og eru til alls vísir í vetur. - VS. frá Kílakoti skilning manna á þeim. fyrst í stað, háif áttavilltan. Man ég, þegar vís- ur þessar bárust í mína sveit, þá skemmtu menn sér við þær eins og nokkurs konar felumyndir eða gát- ur." Og má raunar segja það um hina ljóðaflokkana líka. Viö lestur þessa ljóðakvers opn- ast mönnurn sýn inn í hugarheim aldamótakynslóðarinnar í Keldunes- hreppi og viðhorfa hennar til lífs- ins, sem að sjálfsögðu mótaðist af harðri lífsbaráttu og marghátt- uðum erfiðleikum, en einkenndist þó af góðvild til nágranna og sveit- unga. Útgefandi er Björn Þórarinsson, sími 16957, og gefur hann upplýs- ingar um útsölustaði. Söliimiðstöð hraðfrystihúsanna er frjáls og óháð félagssamtök hraðfrystihúsaeigenda. Fyrirtækið er stofnað árið 1942 í þeim tilgangi að sjá um eftirfarandi fyrir félagsaðila: % Tilraunir með nýjungar í framlelðslu og sölu sjávarafurða # Markaðsleit # Innkaup nauðsynja

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.