Þjóðviljinn - 04.01.1983, Síða 3
Þriðjudagur 4. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
>i44u*i
F ramk væmdastj óra-
skipti á Þjóðviljamim
Nú um áramótin skipti um framkvæmdastjóra á Þjóðviljanum,
en þá lét Eiður Bergmann af því starfi og við tók Guðrún Guð-
mundsdóttir. Eiður hóf störf sem afgreiðslustjóri á Þjóðviljanum í
mars árið 1949 og hefur því að baki tæplega 34 ára starfsaldur á
Þjóðviljanunt. Framkvæmdastjórastarfinu hefur hann gegnt í 19
ár.
Um leið og starfsmenn blaðsins
allir þakka Eiði Bergmann störf
hans á umliðnum árum í þágu
blaðsins og góða viðkynningu,
bjóðum við Guðrúnu velkomna til
starfa. Guðrún er viðskiptafræð-
ingur að menntun, útskrifaðist í
maí 1981, og starfaði áður sem
kerfisfræðingur hjá Háskóla ís-
lands.
Úthlutað úr Rit-
höfundasjóði ríkis-
útvarpsins:
Nína Björk
Arnadóttir
hlaut styrkinn
Á gamlársdag var Nínu Björk
Árnadóttur úthlutað styrk úr Rit-
höfundasjóði ríkisútvarpsins. StyTk-
veiting þess hefur farið fram ár-
lega um langt skcið og oft verið út-
hlutað til fleiri en eins rithöfundar.
Að þessu sinni rann styrkurinn
óskiptur, 60 þúsund kr., til Nínu
Bjarkar.
Jónas Kristjánsson formaður
sjóðsins sagði við afhendinguna á
gamlársdag að Rithöfundasam-
band íslands hefði eindregið lagt til
að styrkurinn kæmi í einn stað nið-
ur til þess að fjárveitingin yrði
veigameiri og kæmi að betri notum
til skrifta.
Rithöfundasjóður Ríkisútvarps-
ins er myndaður af framlagi Ríkis-
útvarpsins og rithöfundalaunum
sem útvarpinu ber að greiða sam-
kvæmt samningi en höfundar finn-
ast ekki til að greiða. í stjórn sjóðs-
ins eru Andrés Björnsson útvarps-
stjóri og Ingibjörg Þorbergs dag-
skrárstjóri, tilnefnd af Útvarpinu,
Olga Guðrún Árnadóttir rithöf-
undur og Þórir S. Guðbergsson rit-
höfundur, tilnefnd af Rithöfunda-
Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands óskar Nínu Björk Árnadóttur til
hamingju í Þjóðminjasafninu á gamlársdag. Ljósm. eik.
sambandinu og Jónas Kristjánsson 57 skáld og rithöfundar hlotið styrk
sem er formaður sjóðsins, skipaður úr Rithöfundasjóði ríkisútvarps-
af menntamálaráðherra. Alls hafa ins.
Áramótaávarp forætisráðherra:
voðiim vís”
„Þá er
„Við heyrunt stundum þá kenn-
ingu, að vísasti vegur til að afstýra
styrjöld og tryggja frið sc jafn her-
styrkur stórvelda. Það má vera að
3%aukning var á viðkomu farþeg-
flugvéla á Keflavíkurflugvelli á
nýliðnu ári, en alls fóru 9.48%
fleiri farþegar um völlinn á árinu
1982 heldur en 1981. Farþegar úr
slíkt jafnvaegi hafi stundum komið í
veg fyrir stríð. En ef báðir stór-
aðiljar óttast að hinn hafi meiri
hernaðarmátt, þá er voðinn vís. Þá
landi voru 150.877, farþegar til
landsins 152.411 og viðkomufar-
þegar (transit) 169.489, eða sam-
tals 472.787 farþegar.
-ekh
þarf að auka vígbúnaðinn til að ná
jafnvæginu og tryggja það. Tor-
tryggni og ótti hinna stcrku og stóru
er háskalcgri hcldur en kvíði hinna
veiku og smáu“, sagði Gunnar
Thoroddsen forsætisráðherra m.a.
í upphafi áramótaávarps síns.
Auk friðarmála ræddi forsætis-
ráðherra ítarlega um fyrirhugaða
stjórnarskrárbreytingu ög sagði
hugsanlegt að stjórnarskrárnefnd
myndi skila af sér tillögum í þessum
mánuði. Þá fjallaði Gunnar unt
þau áföll sem þjóðarbúið varð fyrir
á liðnu ári vegna minnkandi sjávar-
afla og ræddi um þann trassaskap
og kæruleysi í vöruvöndun sem
hefur valdið því að afurðir okkar úr
besta hráefni eru endursendar okk-
ur sem ónýtar og óætar. Hér væri
um að ræða víti til varnaðar, slíkt
gengi ekki lengur.
Farþegar um Keflavíkurflugyöll:
9,5% aukning
Menntamálaráðherra mótmælir ákvörðun borgarráðs:
/
Ohelmilt er að synja
utanbæjarfólki
um námsvist
Menntamálaráðherra hefur sent borgarstjóra Reykjavíkur bréf þar
sem segir, að ákvörðun borgarráðs um námsvistargjöld séu markleysa
og hafi ekkert gildi - borgaryfirvöldum sé nteð öllu óheimilt að synja
utanbæjarnemendum um að hefja nám í skólum í Reykjavík.
Bréf þetta er sent í tilefni af
auglýsingu þeirri, er borgarstjór-
inn í Reykjavík birti í dagblöðum
rétt fyrir jólin, þar sem sagði að
nemendur, sem áttu lögheimili 1.
des. sl. utan Reykjavíkur, Mos-
fellshrepps, Seltjarnarness, Kóp-
avogs, Garðabæjar, Bessastaða-
hrepps og Hafnarfjarðar, fengju
ekki að hefja nám í iðnskóla, fjöl-
brautaskólum, Kvennaskólanum
eða framhaldsdeildum, sern
reknar eru af borgarsjóði, haustið
1983, nema þeir framvísi
greiðsluskuldbindingu heimilis-
sveitarfélags eða kvittun fyrir
greiðslu námsvistargjalds fyrir
viðkomandi námsönn. Borgaryf-
irvöld báru við lélegum heimtum
námsvistargjalda annarra
sveitarfélaga en ofangreindra.
f bréfi menntamálaráðherra er
vakin athygli á, að meginhluti
kostnaðar við fræðslumál í
Reykjavík sé greiddur af ríkis-
sjóði en ekki borgarsjóði. Þá
vitnar menntamálaráðherra til
ákveðinna lagagreina máli sínu til
stuðnings, en orðrétt segir í
bréfinu:
„I þessu sambandi vekur ráðu-
neytið athygli borgaryfirvalda á:
1) að heimild til töku náms-
vistargjalds er einungis að finna í
lögum nr. 68/1966 um iðnfræðslu.
Samkvæmt 2. gr. þeirra laga eru
iðnfræðsluskólar verknáms-
skólar iönaðarins, iðnskólar, sér-
skólar einstakra iðngreina og
meistaraskólar. Unt námsvistar-
gjald er fjallað í 45. gr. laganna
eins og henni var breytt með
lögum nr. 18/1971,7. gr. Þarsegir
m.a. að standi sveitarfélag ekki
að iðnfræðsluskóla skuli það
greiða námsvistargjald til þeirra
skóla, sem nemendur úr sveitar-
félaginu sækja. Sveitarfélag nem-
anda telst í þessu santbandi lög-
heimilissveit þess atvinnurekstr-
ar, sem nemandinn stundar
nám hjá, ef hann hefur náms-
samning, en annars lögheimilis-
sveit nemandans. Menntamála-
ráðuneytið ákveður árlega náms-
vistargjald að fengnum sameigin-
legum tillögum þeirra sveitar-
stjórna, sem að rekstri viðkom-
andi skóla stantla. Jöfnunar-
sjóður sveitarfélaga annast upp-
gjör námsvistargjalds milli
sveitarfélagá, sem hlut eiga að
máli.
2) að ráðuneytinu hafa engar
tillögur borist frá Reykjavíkur-
borg unt námsvistargjöld utan-
bæjarnema í iðnfræðsluskólum i
borginni.
Menntamálaráðuneytinu er í
lögum falið að ákveða námsvist-
argjöld vegna iðnfræöslu að fengn-
um tillögum. Slík gjöld hefur
ráðnuneytið ekki ákveðið fyrir
árið 1983, enda engar tillögur
borist um það efni. Ákvörðun
borgarráðs um námsvistargjöld
er markleysa og hefur ekkert
gildi.
Samkvæmt framansögðu er
Reykjavíkurborg óheimilt að
synja utanbæjarncmcndum um
að hefja nám í iðnfræðsluskólum
þótt þcir hafi eigi grcitt námsvist-
argjald eða sveitarfélag þeirra
eða meistari þeirra hafi eigi gefið
grciðsluskuldhindingu.
Að því er aðra skóla varðar en
iðnfræðsluskóla brestur með öllu
lagahcimild til töku námsvistar-
gjalds og cr borgaryfirvöldum ó-
heimilt að synja utanbæjarnem-
endum um að hefja nám í skólum
í Reykjavík.“
ast
Tímaritið Réttur:
Grein um nýjan
hairéttarsáttmáia
3. hefti Réttar 1982 kom út
skömmu fyrir áramót og er þar
m.a. fjallað um hnignun og
hrun hcimskapítalisinans.
Meðal greina í Rétti cru „Nýr haf-
réttarsáttmáli og afstaða Banda-
ríkjastjórnar“, eftir Lúðvík Jóseps-
son, „Dulda námsskráin" eftir
Gerði G. Óskarsdóttur, „El Salva-
dor“ eftir Óskar Guðmundsson,
auk greina um ýmis mál cftir rit-
stjórann Einar Olgcirsson.
Birt eru tvö Ijóð cftir Rocue Dalt-
on og í heftinu eru minningarorð
um dr. Kristján Eldjárn fyrrum
forseta íslands.
Nýjar reglur um
merkingar á far-
angri flugfarþega:
Töskur merkist
utan og innan
Nú um áramótin tóku gildi nýjar
reglur Alþjóðasambands flugfé-
laga IATA um merkingar á farang-
ri flugfarþega. Samkvæmt þeim
ber farþegum að merkja allan inn-
ritaðan farangur meö nafni og
heimilisfangi bæði að utan og
innanverðu. Utan á ferðatöskum
og öðrum farangri þarf einnig að
koma fram dvalarstaður farþega á
áfangastað, t.d. hótel, eða annað
það heimilisfang sem viðkomandi
hefur meðan á dvöl stendur.
Tilgangurinn með þessum nýju
reglum er sá að auðveldara verði
að koma öllum farangri tryggilega
til skila og flýta því að hafa upp á
eigendum óskilafarangurs. Enn-
fremur dregur þetta fyrirkomulag
úr líkum á að farþcgar taki ranga
tösku á flugstöðvum.
-lg-