Þjóðviljinn - 04.01.1983, Síða 4

Þjóðviljinn - 04.01.1983, Síða 4
'4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 4. janúar 1983 UOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis Utgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaös: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjori: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvik Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Siguröardóttir, Valþór Hlööversson. íþróttafréttaritari: Viöir Sigurösson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurösson, Guömundur Andri Thorsson. Barist um kaupmáttinn • Fróðlegt er að virða fyrir sér þann boðskap, sem fram kemur í áramótagreinum formanna stjórnmáíaflokkanna, og í forystugreinum dagblaðanna um nýliðin áramót. • Athygli vekur, að af hálfu Alþýðuflokksins, Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokksins er boðuð mikil kjaraskerð- ing á næsta ári umfram þá vísitöluskerðingu, sem átti sér stað þann 1. des. sl., og reyndar afnám allra verðbótagreiðslna á laun. • Algerlega andstætt viðhorf kemur hins vegar fram í ára- mótagrein Svavars Gestssonar, formanns Alþýðubanda- lagsins, en hann leggur áherslu á, að almennt launafólk hafi nú þegar tekið á sig þá kjaraskerðingu, sem óhjákvæmileg var vegna minnkandi þjóðartekna á þessu og síðasta ári og frekari kauplækkun hjá almenningi geti ekki verið á dag- skrá. • Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins, hefur það helst til málanna að leggja, að hér þurfi að verða sams konar kaflaskil og við upphaf „viðreisnarstjórnarinnar“ árið 1960, þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn tóku höndum saman um að banna allar verðbætur á laun með lögum. Þannig voru þau „kaflaskipti“, sem formaður Alþýöuflokksins vill taka til fyrirmyndar nú, og kallar frjáls* Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins, heldur sig við sama heygarðshorn og segir í sinni áramótagrein, að takist ekki samkomuleg um verulega við- bótarskerðingu verðbóta á laun, þá kunni að reynast nauð- synlegt að afnema verðbótagreiðslur með öllu. Innan ríkis- stjórnarinnar hafa forystumcnn Framsóknar lengi haldið uppi kröfum um mun meiri kaupskerðingu heldur en orðin er, og nú er hótað með afnámi allra verðbóta á laun. • Sjálfstæðisflokkurinn lætur sinn hlut ekki eftir liggja í þessum samstillta þríflokkakór. I forystugrein Morgun- blaðsins á gamlársdag er vitnað sérstaklega í nýleg ummæli Jóhannesar Nordal á opinberum vettvangi, þar sem seðla- bankastjórinn talar um lífsnauðsyn þess „að afnema með öllu hið vélgenga verðbótakerfi“. Og Morgunblaðið tekur undir og segir, að „hugmynir sem þessar hljóti að koma mjög til álita í kosningabaráttunni“! • Reyndar voru þessar „hugmyndir“ sjálfur kjarninn í leift- ursóknarboðskap íhaidsins fyrir síðustu þingkosningar, - þetta gamla að banna allar verðbætur á laun, - en þá leist nú kjósendum ekkert á boðskapinn. Hér er því ekkert nýtt á ferð, en það merkilega er að talsmenn allra þriggja and- stöðuflokka Alþýðubandalagsins skuli nú um þessi áramót svona rækilega samstilltir um að boða algert bann við verð- bótum á laun og þá gífurlegu kjaraskerðingu, sem þar hlyti að fylgja. - Þessu ættu menn að veita nána athygli nú við upphaf kosningaárs og draga rökréttar ályktanir. • Það er líka einkar athyglisvert að talsmenn þessara sömu flokka, - þeir sem sjá ekkert úrræði í efnahagsmálum, nema allsherjar bann við verðbótum á Iaun, - þeir eru jafnframt allra manna ákafastir við að boða frjálst verðlag, frjálsa verslunarálagningu, frjálsan innflutning og ótakmarkað frelsi í viðskiptalífinu yfirleitt. Höftin og bönnin eiga sem sagt bara að snúa að kaupinu og kjörum almennings en „frelsið“ að ríkja hjá hinum, sem ekki hafa sitt lifibrauð af launum. • Alþýðubandalagið heldur því ekki fram, að einfalt sé að verja eða bæta kjör almennings, þegar þjóðartekjur fara minnkandi. Alþýðubandalagið hefur talið óhjákvæmilegt að fallast á 6% lækkun kaupmáttar almennra launa vegna álíka minnkunar þjóðartekna á mann á síðasta ári. En slagurinn stendur um það, hvort iækka eigi launin miklu meira en samdráttur þjóðartekna gefur tilefni til. • Á árinu 1976 voru þjóðartekjur á mann aðeins 2% lægri en 1974, en kaupmáttur kauptaxta hafði lækkað um 19% að jafnaði frá 1974 til 1976, og er þá miðað við meðaitaiskaup- mátt beggja áranna. Þannig stjórnaði Geir Hallgrímsson með aðstoð Framsóknar. Þannig vilja þeir stjórna, sem nú heimta afnám allra verðbóta á laun. Slíkt mun Alþýðu- bandalagið aldrei samþykkja. -k. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson Skritstofa: Guörún Guövarðardóttir, Jóhannes Haröarson. Símavarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Kristín Pétursdóitir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síöumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaöaprent h.f. klippt Friðarboð- skapur formannsins Hann Geir okkar Hallgríms- son er ekki af baki dottinn þar- sem hann ríður friðarhrossi og sátta- í Sjálfstæðisflokki. Og eins- og við er að búast hefur formaður stærsta stjórnmálaflokksins í landinu útsýn yfir heimsmál öll, þaðan af hrossinu. Um Nató hernaðarbandalagið segir Geir í áramótagrein sinni í Mogganum: „Reynslan af Atlantshafsband- alaginu sýnir okkur Vestur- Evrópubúum, að í okkar hluta heims hefur friður ríkt frá stofnun bandalagsins og því er það sannmæli, sem ég hef áður haft á orði, að Atlantshafsbanda- lagið eru mikilvægustu friðar- samtök, sem við íslendingar tökum þátt í“. Svart og hvítt Þegar stjórnmálamaður af þessari stærðargráðu ríður sátta- hrossi og ber stokkinn ótt og títt, þá er farið hratt yfir. Og þarsem löndin bruna hjá með turna sína og hallir torveldar hraðinn iðu- lega að maðurinn sjái hin ýmsu litbrigði jarðar; fyrirsjónum hans rennur allt saman í eitt (rautt ef því er að skipta). Til einföldunar skiptir hann því heiminum í svart og hvítt, austur pg vestur, lýðræðisríki og „I baráttu austurs og vesturs, einræðis og lýðræðis, hefur og blandast sá vandi sem felst í stöðu þróunar- landa og þróaðra ríkja.“ Sjaldan hefur nokkrum stjórnmálamanni heppnast að orða gegndarlaust arðrán, himinhrópandi óréttlæti, hungur og skelfingu á jafn kurt- eislegan, já, penan hátt og Geir Hallgrímssyni í þessum orðum. >> þá eru þœr af hinu illa(( Maður sem telur hernaðar- bandalag vera helstu friðarhreyf- ingu og friðarvon mannkynsins hlýtur að komast að þessari niðurstöðu: „Berjist friðarhreyfingarnar fyrir einhliða afvopnun, þá eru þær af hinu illa og til þess vísastar að auka ófriðarhættuna og yfir- gang einræðis- og ofbeldisafla." Um áramótin hefur borið tölu- vert á áróðri á þessum nótum. Gefið er í skyn og jafnvel sagt hreint út, að friðarhreyfingar séu á mála hjá KGB og sönnun þess felist í viljanum til einhliða af- vopnunar. Að vísu er nú logið uppá friðarhreyfingarnar að þær vilji einungis einhliða afvopnun Vesturveldanna. Staðreyndin er sú að þær vilja algera afvopnun, frystingu þeirra kjarnorkuvopna sem til eru og síðan afvopnun í beinu framhaldi. En einhvers staðar verður að byrja og friðar- hreyfingar hafa tekið fyrir sitt nánasta umhverfi. Þess utan hafa þær skotið rótum í austur- Evrópu, þó að Geir Hallgrímsson hafi ekki heyrt um það. Staðreyndin er hins vegar sú, að þeir sem tala á þann veg að einhliða afvopnun sé af hinu illa, eru yfirleitt þeirrar skoðunar að ógnarjafnvægi bjargi friðnum. Slíkir menn hljóta t.d. að vera á þeirri skoðun, að Sovétríkin megi ekki Pólitískar víddir og siðferðislegar Hjá Geir Hallgrímssyni kemur enda í ljós, að tilgangurinn helgi meðalið, að Bandaríkin kynnu að vera svo kappsöm í vígbúnaði til að láta Sovétríkin springa af mæði í hlaupinu. Þessi geðslegi þankagangur hefur oftsinnis komið fram hjá Weinburger varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna og Geir okkar Hallgrímsson er ekki minni maður: „Sú von að úr vígbúnaði Sovétmanna dragi kann þó fremur að byggjast á því að efnahagslegur vanmáttur þeirra sé slíkur, að þeir geti ekki undir meiri vígbúnaði staðið...“ Tungumál hins vopnaða friðar Jamm, svona er talað á þeim bæjunum. Um fjárhagslega byrði almennings á vesturlöndum vegna vígbúnaðaræðisins segir Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins: .en sú byrði er eins og stendur það verð sem borgararnir verða að greiða fyrir það frelsi sem ríkir í vestræn- um lýðræðisríkjum". Það þarf ekki einu sinni að koma með til- vitnun frá ráðamönnum austur þar. Þeir nota nákvæmlega sömu rök, Geir Hallgrímsson og Yuri Andropov, þegar vopnin eru annars vegar. -óg Dettur Ólafur - vinnur Dollý? Tíminn hæðist að Guðmundi G. Þórarinssyni á forsíðu ára- mótablaðsins. Þar er hann sýndur með erkifjanda sínum í einhVerj- um skrípabúningi og lesendur hljóta að spyrja hvað þetta á að þýða. Kunnugir telja að fjármál- aidíkan frá skransölu hersins og Kristni Finnbogasyni hafi viljað gera háðung Guðmundar sem mesta og þess vegna viljað þessa mynd. Sá flokkur sem forðum vildi „íslandi allt" er nú svo á sig kom- inn að vilja leggja allt í sölurnar til að Ólafur Jóhannesson frá Helguvík verði oddviti framsæk- inna Reykvíkinga. Sagt er að Helguvíkurdátinn hafi neitað að þiggja fyrsta sætið nema kona fylgi í kaupbæti í annað sæti. Framsóknarmaður sem leit við á ritstjórnarskrifstofu sagði að vel gæti svo farið að Ólafur sjálfur dytti fyrir Dollý Nilsen. Hvað á að gera við Harald? Skransala hersins, sem er með traustustu innviðum Framsókn- arfélagsins í Reykjavík, ku hafa staðið fyrir framboði Helgurvíkur-Ola að þessu sinni ásamt með fjármálakh'kunni al- ræmdu. Frambjóðendur Isgarco þurfa litlu að kvíða í framtíðinni, þeim eru sætin tryggð. En hvað á að gera við Harald? Tekur hann við þeim kaleik sem Ólafi þókn- ast að rétta að honum? -ój

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.