Þjóðviljinn - 04.01.1983, Side 6

Þjóðviljinn - 04.01.1983, Side 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 4. janúar 1983 „Franska, bandaríska og sovéska byltingin áttu eftir að leiða til fallaxarinnar, hefndarréttar hnefans, hnakkaskotsins og fjölamorðanna. Það kom í hlutskipti byltingar Sandínistanna að setja fordæmi. í þessu litla og dreifbýla landi var Kristur tekinn bókstaflega..." segir hinn þekkti þýski rithöfundur Gúnter Grass í þessari grein um Nicaragua, þar sem hann hefur dvalist nýverið. Bakgaröur Bandaríkjanna: þetta samheiti hefur verið notað um Miðameríkuríkin. Þess vegna gildir hin mexíkanska túlkun á of- ríkinu einnig hér: ,,Ó, hrjáða Mex- íkó, hve fjarlægt þú ert Guði - og hve nálægt Bandaríkjunum'". Eitt þessara „bananalýðvelda" er Nic- aragua, sem á landamæri að Hond- uras í norðri og Costa Rica í suðri. Viö fórum þangað með óljósar hugmyndir. Eftir átta daga dvöl snérurn við heim. Ég held að við höfum öll komið önnur til baka. Hvað sjálfan mig varðar, þá gerði ferðin mig óöruggan. I Ivað vissi ég fyrirfram? Það sem ég haföi lesið mér til. Samúð mín með byltingu Sandinista var ekki óblandin og ég var fullur efasemda. Þetta gat engan veginn hafa tekist. Hvernig var það hugsanlegt, að hálfþrítugir skæruliðaforingjar, sem fyrir þrem árum stóðu í eldlín- unni hefðu á þessum stutta tíma tileinkað sér hið erfiða friðarstarf eða stjórnun efnahags og átvinnu- mála? Hvenær fcr þessi bylting líka beru uppáþrengingum stórveld- anna, þá verður allt það sem jafn- vel má túlka sem tilraunir til hóf- samlegri stjórnarhátta túlkað sem bandarísk heimsveldastefna eða sovésk drottnunarstefna. En þetta tvöfalda hatur á sína skýringu, og ekkert er skiljanlegra en það. Sá sem hefur verið í Póllandi á liðnu ári eins og ég, og snýr síðan heim frá Nicaragua, hann hefur í fyrsta og annað skiptið reynt á hversu ógnvekjandi og heimsku- legan hátt stórveldin tvö reyna að drottna yfir bakgarði sínum þar fyrir handan annars vegar og for- garði sínum hér í Evrópu hins vegar. En í þetta skipti verður andspyrnan ekki brotin á bak aftur. Hún hefur Giinter Grass: Somoza-sinna. Við fundum þær syðst á Miami Beach. Aðrar búðirnar voru faldar á bak við rusla- haug sem ver á hæð við meðal- stórt hús, hinar voru braggabúðir umgirtar gaddavír með skilti þar sem á stóð „FBI-svæði“ - svæði al- ríkislögreglunnar. Þar var óvið- komandi hótað 10 ára fangelsun ef þeir færu inn fyrir eða 10.000 dollara sekt. y. Það er ekkert sem veitir ríkis- stjórn Bandaríkjanna rétt til þess að mæta árásarstefnu Sovétríkj- anna í Afghanistan og þrýstingi þeirra á Pólverja með mótmæluni og viðskiptabanni. Á sama hátt og þeir studdu á sínum tíma hinn marg- falda morðingja Somoza (og þar áður föður hans), hylmuðu yfir ill- virki hans, hlóðu hann lofi og veittu honum hernaðarlegan stuðning allt fram í úrslitaorrust- una við Sandinista, þá reyna þeir nú að snúa byltingunni yfir í and- hverfu sína með því að synja Sand- inistum um alla aðstoð, neita þeim um afgreiðslu varahluta til banda- rískra tækja eins og landbúnaðar- véla og virðast nú reiðubúnir að heyja nýtt Víetnam-stríð er nái til allrar Mið-Ameríku. Allt þetta var mér ljóst áður en ég fór í þessa ferð. En það var fyrst eftir að ég var kominn til Nicaragua sem mér varð það augljóst svo að ég skammaðist mín, með hverjum ég var tilneyddur að standa í þess- ari deilu sem Þjóðverji. Að svo miklu leyti, sem mér var það mögu- legt sem einstaklingi, vildi ég gjarnan segja upp þessu bandalagi I BAKGARÐINUM að éta upp börnin sín, eins ogsagan hefur kennt okkur? Og þegar á allt var litið, þá lá Pólland hjarta ntínu nær. Það hvarflaði ekki að mér liversu (óaivitaður) skyldleiki var með pólsku verkalýöshreyfingunni Soli- darnosc og Sandinistunum í Nicar- agua eða hversu sláandi hliðstæðan var á milli þeirra ógnvekjandi náðarbanda er bundu Pólland við Sovétríkin og Nicaragua við Bandaríkin. Jíifnvel fordómarnir voru þeir sömu, - á meðal Sandinistanna þar og liðsmanna Solidarnosc hér; og þeir staðfesta með neikvæðum hætti þetta samband: þeir vita ekki hverjir af hinum. Og hafi þeir ein- hver hugboð, þá eru þau röng. Það vald sem ógnar Sandinistunum kýs að líta á sjálft sig sem verndara Sol- idarnosc - og margir verða óafvit- andi gripnir þeim misskilningi einnig í Póllandi, - og það vald, sem stöðugt bíður reiðubúið að marsera inn fyrir austurlandamæri Póllands, lítur einnig á sjálft sig sem verndara allra frelsishreyfinga í þriðja heiminum. - og er einnig óafvitandi skilið sem slíkt af ekki svo fáum í Nicaragua. Þar eru falsk- ar fréttir hafðar eftir fréttastof- unni TASS: Solidarnosc eru gagn- byltingarsinnuð samtök. Hér trúa rnenn orðum „Voice of Amer- ica" : Nicaragua mun innan skamms verða innlimað í hina sovésk-kúbönsku blokk. II Hinir kúguðu, sem búa við ógn- un og ófrelsi líta ávallt eingöngu til þess yfirvalds sem kúgar þá sjálfa. Úr of lítilli fjarlægð, í of ógnvekj- andi návist þess. Einnig af sögu- legri reynslu. Hernaðaríhlutanir hér og uppskipti þar eru þættir í sambúð beggja landanna. Þannig samsvarar það rússahatur sem kraumar undir niðri í Póllandi hinu greinilega ,.yankee“-hatri sem ríkir í Nicaragua. Hatur takmarkar sjóndeildar- hringinn. Og þar sem hatrið fær daglega ferskt fóður í hinum opin- að geyma nýjar eigindir sem stór- veldin kunna ekki tökin á. Hinar heföbundnu refsilexíur duga ekki lengurtil. Báðar hreyfingarnai eru jafn sósíalskar og þær eru ka- þólskar, og bera þar að auki keim af þeirir heiðnu og frumkristnu sjálfsprottnu svörun, sem fær sér- hvert hefðbundið yfirvald til að missa stjórn á sér. Jafnvel efahyggjumaðrinn hlýtur að viðurkenna, að svo virðist sem Rosa Luxemburg hafi opinberast Pólverjum sem jómfrú María, en guðsmóðirin hafi hins vegar tekið á sig mynd Rosu Lux- emburg í Nicaragua. Tvær sjálf- sprottnar grasrótarhreyfingar sem hafa að engu hina gömlu og eiðsvörnu „rauðu hættu“ eða kenni- setningu Leníns, miðstjórnar- valdið og þær hrollvekjur bernsk- unnar, sem okkur voru gefnar með móðurmjólkinni. Því það sem enn liggur kúgað í böndum í Póllandi hefur fyrir þremur árum brotist til sigurs í byltingunni í Nic- aragua, þar sem það lifir enn og gerir kröfur til framtíðarinnar. Við getum sannreynt og borið saman. III Hér hjá okkur getum við lesið ági- skanir sem settar eru fram eins og staðreyndir: í Nicaragua eru pólit- ískir fangar. Þar er greinilega átt við þá liðsmenn þjóðvarðliðsins, sem allt fram á síðustu stundu borgarastríðsins stóðu vörð um harðstjórann Somoza með morðum og illvirkjum. Við spurðumst fyrir um þa. Og Tomás Borge, sem er 52 ára innanríkisráð- herra og aldursforseti í ríkisstjórn- inni, stakk strax upp á því að við skyldum heimsækja Tipitapa- fangelsið. Skelfilegt hús eins og öll fang- elsí, eins og allir þeir staðir, þar sem fólk telur sig geta leyft sér að loka annað fólk inni - en það var þó frábrugöið pyndingarklefum Somoza, því þarna var reynt að beita mannúðlegri refsingum en þekkist í öðrum ríkjum þriðja heimsins eftir fyrirmyndum sem framsæknastar þykja í Skandin- aviu. Hér búa hundruð fyrrverandi liðsmanna þjóðvarðliðsins, sem hafa hlotið dóma frá þrem og allt að þrjátíu árum, allt eftir því hversu langt þeir hafa gengið í morðverkum og pyndingum. Ekki er um dauðarefsingu að ræða. Fangarnir vinna frá mánudegi til föstudags. Þeir byggja sjúkrahús og tvær nýjar fangelsísálmur með stærri fangaklefum. í hinum „gömiu byggingum" Somoza eru klefarnir eins og búr. Á laugardög- um cg sunnudögum hafa fangarnir frí og heimsóknartíma. 3-4 klukk- ustundir. Hjón hafa leyfi til lok- aðra heimsókna. Sérstök herbergi eru innréttuð til slíkra heimsókna, þó þau séu ekki mörg. Kvartanir þær og óskir, sem fangarnir höfðu fram að færa við okkur beindust meðal annars að fleiri slíkum her- bergjum, að þeir fengju útvarp, svo þeir hefðu tónlist við vinnuna, að eiginkonur og skyldmenni hefðu ekki nægilega mikla peninga til þess að geta komið í heimsóknir á heimsóknardögum. Tomás Borge spurði einnig spurninga og gerði kröfur. Hann hafði sjálfur setið 5 ár í þessu fang- elsi, þar af í 9 ntánuði með hettu yfir höfðinu og í handjárnum, og þrjá mánuði mátti hann líða sam- felldar pyntingar. Hann þekkti því refsiaðferðir andstæðingsins af eigin raun. Á meðan hann sat fangi í Tipitapa-fangelsinu var eiginkona hans myrt. Því hefði mátt vænta þess (samkvæmt því mynstri er við þekkjum frá fyrri byltingum) að hefndin hefði verið látin ráða með því að gjalda líku líkt. En Tomás Borge sagði: „Ef við grípum til hefndarinnar glötum við byitingarsigrinum. Bylting okkar þýðir að við afsölum okkur hefnd- inni.“ IV Franska, bandaríska og rússneska byltingin leiddu til fallaxarinnar og hins hefnigjarna hnefaréttar, hnakkaskotsins og fjöldamorð- anna. Allar byltingar sögunnar til þessa hafa drekkt hugsjónum Sínum og kenningum um hamingju mannanna í blóði. Það varð hlut- verk Sandinistabyltingarinnar að setja fordæmi. I litlu og dreifbýlu landi voru orð Krists rekin bókstaf- lega. „En hefur þá alls ekki komið til valdníðslu og pyndinga af hefnd- arþorsta?" spurðum við full van- trúar. „Jú“, sagði Tomás Borge, og hann staðfesti jafnframt að yfir sjö hundruð Sandinistar hafa til þessa hlotið dóm fyrir slíkt. „Þeir hafa farið ránshendi, pyndað, og sumir hafa jafnvel framið hefndarmorð.“ Refsingar eru þær sömu fyrir Sandinista og fyrrverandi liðsmenn úr þjóðvarliðinu. En flestir úr þjóðvarðliðinu gátu flúið land. Yfir 5 þúsund hafa safnast saman í Hondúras við norðurlandamæri Nicaragua. Vopnaðir bandarískum vopnum og þjálfaðir í bandarískum herbúðum í Miami á Florida gera þeir síendurteknar innrásir inn fyrir landamærin, brenna sveita- þorp og reyna að koma sér upp stuðningsliði innanlands. Þeir reyna að koma af stað stríði, sem breiðast mun út um alla Miö- Ameríku, og sá sem fyrst og síðast verður kallaður til ábyrgðar fyrir því stríði verður Reagan Banda- ríkjaforseti. Þar sem við áttum viðdvöl á Mi- ami á heimleiðinni vegna seinkun- ar á flugi, tókum við leigubíl og spurðum okkur til vegar að þjálfun- arbúðum kúbanskra útlaga og fyrir mína parta. Vegna þess að það er fyrir löngu hætt að gegna því hlutverki sínu að vernda hin vest- rænu lýðræðisríki. Vegna þess að þetta bandalag er tilneytt að urn- bera með þögninni eða hreinlega styðja glæpi hins volduga banda- lagsríkis. Vegna þess að þetta stór- veldi kann ekki að svara með öðru en ofbeldi. Vegna þess að ekki er lengur hægt að afsaka þetta ofbeldi með fáfræði og heimsku risans. Vegna þess að ég styð bæði málstað pólsku verkalýðssamtakanna Soli- darnosc og Sandinistanna í Nicar- agua. Vegna þess að ég vil ekki bara horfa á lengdar á þetta nýja óréttlæti sem stöðugt endurnýjar sjálft sig. Hversu fátækt, hjálparvana og hrjáð af óleysanlegum vandamál- um þarf eitt ríki að vera til þess að það geti talist hættulegt af núver- andi valdhöíum í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu? Tvær og hálf miljónir manna, senr búa við þrengsli í Managua, nokkrum þorpum og hinum dreifðu sveitum. Somoza hefur eftirlátið bylting- unni þungbæran arf: tóman pen- ingakassa og skuldir upp á hálfan annan miljarð dollara. Höfuðborg sem hefur verið í rústum síðan eftir jarðskjálftann 1972 - þeir miklu fjármunir sem á sínum tíma áttu að fara í enduruppbygginguna höfn- uðu í vasa harðstjórans og fjöl- skyldu hans. Fátækrahverfin í Managua hýsa yfir 300 þúsund íbúa. Hið stóra Managuavatn eyði- lagt af sorpi og frárennsli. Fjár- magnsflótti sem nemur urn einum miljarði dollara. Efnahagslegt ó- sjálfstæði sem lýsir sér í því að útflutningsverðmæti nema ekki nema 500 miljónunr dollara á með- an fluttar eru inn nauðsynjar fyrir 850 miljónir dollara. Þar viðbætist að heimsmark- aðsverð á hinum hefðbundnu út- flutningsvörum Nicaragua, kaffi, bómull og sykri, er nú lægra en nokkru sinni fyrr. Fyrir byltinguna fengust 200 dollarar fyrir 100 kg af kaffi, nú fást ekki nenra 80 dollarar fyrir sama magn.'Hins vegar hefur verð á innfluttum varningi eins og verkfærum og landbúnaðarvörum hækkað til muna. Helming helstu ... svo virðist sem Rosa Luxemburg hafi opinberast Pólverjum sem jómfrú María, en guðsmóðirin hafi hins vegar tekið á sig mynd Rosu Luxemburg í Nicaragua...

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.