Þjóðviljinn - 04.01.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 4. janúar 1983
Frá fundinum í Hrísey.
Verkafólk á Raufarhöfn hlýðir á
mál erindreka ASÍ.
Vinnuverndarári ASÍ að ljúka:
Stutt
BSRB
í sumar hefur verið unnið
kappsamlega að uppbyggingu
orlofsheimilahverfis BSRB að
Eiðum. Vegur hefur verið lagður
niður að Eiðavatninu við Lagar-
fljót, þar sem hverfið er að rísa.
Þegar hafa verið reist 17 hús.
Tólf aðildarfélög BSRB nrunu
eiga hús í þessu nýja orlofsheimila-
hverfi. Kennarasamband Islands
mun eiga 2 hús, Starfsmannafé-
lag ríkisstofnana 3 hús, Starfs-
nrannafélag Reykjavíkurborgar
2 hús og hvert eftirtalinna félaga
eitt hús: Félag íslenskra síma-
manna, Hjúkrunarfélag íslands,
Landssamband lögreglumanna,
Póstmannafélag íslands, Starfs-
mannafélag Kópavogs, Starfs-
mannafélag Akureyrar, Starfs-
mannafélag Ríkisútvarpsins,
Starfsmannafélag Vestmanna-
eyja og Starfsmannafélag Húsa-
víkur. Þá munu heildarsamtökin,
BSRB, eiga eitt húsanna. HFI
hefur nú þegar lagt fram
221,S25,00 úr Orlofsheimila-
sjóði.
Áætlað heildarverð húsanna er
825 þúsund og hluti HFÍ er 275
þúsund að viðbættri hækkun
samkvæmt byggingavísitölu.
Bann við notkun asbest
Stjórn BSRB samþykkti á
fundi sínum 20.09, að styðja.
framkomnar kröfur um bann við
notkun asbest. Jafnframt var
Haraldur Hannesson, formaður
Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar, skipaður fulltrúi BSRB
og ASÍ í nefnd, sem hefur það
hlutverk að yfirfara reglur vegna
notkunar þessa efnis.
Nýr starfsmaður
Á fundi st'num 4.10 samþykkti
stjórn BSRB. að ráða nýjan starfs-
mann til bandalagsins. Sá er
HeJgi Már Arthursson, og nrun
hann vinna jöfnum höndum að
útgáfu- og fræðslumálum á vegum
BSRB. Hann hefur fram til þessa
sinnt skyldum verkefnum fyrir
BSRB auk þess að vinna að
launasamanburði ríkisstarfs-
manna, í félagi við starfsmann
launadeildar fjármálaráðuneytis.
Afdrep fyrir börn
Stjórn BSRB hefur samþykkt,
að komið verði upp aðstöðu fyrir
börn til leikja og dægrastyttingar
á skrifstofu BSRB. Afdrep af
þessu tagi færast í vöxt í stofn-
unurn og eru talin nauðsynleg
þeirra vegna sem erindi eiga í
viðkomandi stofnanir.
og starfið rétt að byrja!
frá Seyðisfirði. Hafa þeir félagar
haldið um 90 fundi víðs vegar um
landið og hefur þátttaka á fund-
unum verið afar misjöfn. Vinnu-
staðafundir hafa verið vel sóttir
en almennir félagsfundir utan
vinnutíma öllu fámennari.
Fjölmennustu fundirnir voru á
Akureyri og Dalvík þar sem
fjölmennustu vinnustöðunum
var einfaldlega lokað þegar
erindrekarnir komu og öllum
starfsmönnum smalað upp í
félagsheimili!
f viðtali við þá félaga í síðasta
tölublaði Vinnunnar kenrur fram
að langmest hafi þeir verið
spurðir unr hávaða og varnir gegn
honum. Víða hefði verið búið að
kjósa öryggistrúnaðarmenn á
vinnustöðununr og ættu þeir að
vera komnir á alla stærstu vinnu-
staðina innan tíðar. Þeir Hilmar
og Jón telja gagn að slíkum erind-
rekstri tvímælalaust og að slíkt
starf hljóti að vera eitt af brýn-
ustu verkefnum ASÍ, ekki ein-
ungis þar senr fjallað er um
vinnuverndarmálin heldur og
,aðra málaflokka.
- v.
Framkvæmdanefnd Vinnuverndar-
árs Aiþýðusambandsins hefur m.a.
gefið út 10 veggspjöld og II bæklinga
sem fjalla um aðbúnað á vinnustöð-
um. Sumir þeirra hafa verið prent-
aðir í allt að 11.000 eintökum.
Á 34. þingi Aiþýðusambands
Islands var samþykkt að hclga ár-
ið 1982 vinnuverndarmálum.
Ætlunin cr að vekja verulega at-
hygli á þessu hagsinunamáli
verkafólks og stuðla að úrbótum
með kynningu, fræðslu og um-
ræðum um þessi mál. Var jafn-
framt ákveðið að koma á fót sérs-
takri framkvæmdancfnd vinnu-
verndarráðsins og ráða sérstakan
framkvæmdastjóra og starfs-
menn eftir efnum og ástæðum.
Frá því í október sl. hafa tveir
menn þeyst um landið í erind-
rekstri fyrir Alþýðusamband ís-
lands og rekið áróður fyrir
aukinni vinnuvernd. Þar hafa
verið á ferð þeir Hilmar Jónasson
frá Hellu og Jón Guðmundsson
Erindrekar ASÍ um vinnuverndarmálin hafa haldið um 90 fundi með
verkafólki síðan í október. Hilmar Jónasson til vinstri og Jón Guð-
mundsson.
90 fundir haldnir
um landið í haus
Samvinnuferðir-Landsýn:
Vinsælar
skiptiferöir
Samvinnuferðir-Landsýn hef-
ur á liðnum sumrum beitt sér
fyrir skiptiferðum aðildarfélaga
verkalýðssamtaka hér hcima og
erlendis. Þessar ferðir hafa verið
geysivinsælar enda áreiðanlega
einhver allra ódýrasti ferðamát-
inn sem völ er á.
í nýútkomnum feróafréttum
Samvinnuferða-Landsýnar eru
fréttir af þessum skiptiferðum
verkalýðssamtakanna. Þar segir
m.a. að á síðasta sumri hafi hátt í
400 manns tekið þátt í skipti-
ferðum til Danmerkur og að fjöldi
Dana hafi komið hingað til Is-
lands. Er nefnt sem dæmi um
verð skiptiferðanna að tæplega
3ja vikna ferð með flugi, gistingu,
fæði, rútuferðum og íslenskri
fararstjórn hafi kostað aðeins
um 6.000 krónur. Síðan segir:
„Lykill að þessum góðu kjör-
um felst í raun í þessu eina orði
„skiptiferð". Um er að ræða sam-
starf við verkalýðssamtök og
ferðaskrifstofu þeirra í Dan-
mörku og á sama tíma og íslend-
ingar fljúgautan til gistingar í orl-
ofshúsum þarlendra stéttarfélaga
koma útlendingar í sömu
flugvél til baka og dveljast þá
m.a. íorlofshúsum íslensku stétt-
arfélaganna. Þannig næst góð
sætanýting í flugvélinni báðar
leiðir, gistikostnaður er greiddur
með gagnkvæmum afnotum af
orlofshúsunum og skipulagningin
er að meira eða minna leyti
í höndum stéttarfélaganna
sjálfra.“
í ferðafréttunum segir einnig
að ráðinn hafi verið nýr starfs-
maður til fyrirtækisins sem sér-
staklega er ráðinn til að annast og
efla samskiptin við aðildarfélögin
og félagsmenn þeirra. Hann
heitir Helgi Daníelsson.
- v.