Þjóðviljinn - 04.01.1983, Qupperneq 9
Þriðjudagur 4. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13
Súkkulaði
handa Silju
Siguður A. Magnusson
skrifar um
leikhús
Höfundur: Nína Björk Árnadóttir
Tónlist og flutningur: Egill Ólafsson
Leikstjóri: María Kristjánsdóttir
Leikmynd og búningar:
Messíana Tómasdóttir
Lýsing: Sveinn Benediktsson
Sé sá gállinn á manni, má segja
sem svo að Nína Björk Árnadóttir
sé að tjá sjálfsögð og almælt tíðindi
í nýjasta leikriti sínu, „Súkkulaði
handa Silju“, sem frumsýnt var á
litla sviði Þjóðleikhússins 30. des-
ember. En þá verður líka að taka
skilmerkilega fram að hún gerir
það með mjög svo persónulegum
og skáldlegum hætti, þannig að
verkið ratar rétta boðleið að hjarta
þeirra leikhúsgesta sem hafa þá
umdeildu móttökustöð í lagi, en
hætt við að hinir, sem einungis láta
vitsmunina ráða viðbrögðum sín-
um, telji sig bera minna úr býtum.
Leikritið fjallar að meginefni um
einstæða hálffertuga móður og
fimmtán ára dóttur hennar, á-
rekstra þeirra og áhyggjur, gagn-
kvæma ást og vonlausar aðstæður í
rfkjandi þjóðfélagskerfi. Styrkur
leiksins felst fyrst og fremst í ein-
faldleik og réttri tilfinningu. Hvert
einstakt atriði orkar á mann einsog
lifuð og mikilsverð reynsla. Blæ-
brigði öll eru fínleg og hárnákvæm.
Annarsvegar erum við vígð inní
gráan hversdagsleik móðurinnar,
Önnu, með látlausu striti frá
morgni til kvölds í kexverksmiðju
fimm daga vikunnar, helgarböllum
ásamt tilfallandi ástarævintýrum
og sífelldum áhyggjum útaf farnaði
dótturinnar og vaxandi tómlæti
hennar um skólagöngu og aðrar
borgaralegar skyldur. Hinsvegar er
okkur kynntur heimurinn sem Silja
laðast að og lendir í, þarsem leitast
er við að sefa sviðann innifyrir og
eyða fánýtiskenndinni með vím-
ugjöfum og óraunhæfum bolla-
leggingum um byltinguna og betra
mannlíf.
Mannlífsmyndin sem upp er
dregin í leiknum er eins grá og
fyrirheitalaus og verða má, en hver
neitar því að hún sé sönn? Hve
margar skyldu þær einstæðu ntæð-
ur og einmana dætur vera í íslenska
allsnægtaþjóðfélaginu sem hitta
sjálfar sig fyrir í gervum
mæðgnanna? Leikritið er vissulega
tímabært afþví það leiðir okkur
fyrir sjónir veigamikinn part af lif-
andi veruieik samtíðarinnar og
knýr okkur til að taka þátt í kjörunt
olnbogabarna samfélagsins, þó
ekki sé nema eina stutta kvöld-
stund. Slík reynsla ætti engan að
skaða.
Það sem gerir leikrit Nínu Bjark-
ar hugtækt er þó ekki fyrst og
fremst efni þess, heldur efnistökin,
hin hárnæma tilfinning fyrir því
sem um er fjaliað og hin skáldlega
skynjun sem rýfur raunsæisramm-
ann og ljær þessu nöturlega verki
ntikinn innileik og ákveðinn
ljóðrænan þokka. Sú aðferð Nínu
Bjarkar að kljúfa móðurina í tvær
persónur og stilla upp við hlið
hennar „hinni konunni", sem er
ímynd draumsins um fegurra og til-
gangsríkara mannlíf, er djörf og ai-
veg á mörkum þess að lukkast. Ég
var ekki fyllilega sáttur við þennan
þátt sýningarinnar. Kannski hefði
orðið áhrifaríkara að láta Önnu
tala við sjálfa sig í spegli eða nota
falskan spegil og láta hina konuna
standa að baki hans. Um það er
erfitt að dæma að óreyndu máli, en
hitt var ljóst að herslumun vantaði
á að hin konan yrði lífrænn partur
leiksins. Afturámóti var lokaatrið-
ið, svo óhugnaniegt sem það er í
sjálfu sér, bæði djarft og áhrifa-
sterkt og raunar eina haldbæra
leikræna lausnin, einsog allt er í
pottinn búið.
María Kristjánsdóttir setti
leikinn á svið og hefur tvímælalaust
skilað mjög álitlegu verki. Sýning-
in var samfelld og hnökralaus, at-
riðin runnu áreynslulaust hvert
inní annað og voru öll ómissandi
þræðir í þeint örlagavef sem ofinn
er og lykst um ntæðgurnar í leiks-
lok. Það var eftirtektarvert hve
samstilltur og jafnvígur leikhópur-
inn var, þannig að hvergi heyrðist
Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Sigurður Skúlason í „Súkkulaði handa Silju“.
mishljómur. Þvílíkur árangur næst
ekki nema með einbeittri leik-
stjórn og mikilli natni við hvert
minnsta smáatriði.
Þórunn Magnea Magnúsdóttir
fór með hlutverk Önnu og gerði því
slík skil að varla varð á betra kosið.
Umkomuleysi, veiklyndi og von-
leysi hinnar aðþrengdu konu var
meitlað í hvern andlitsdrátt
leikkonunnar og allt fas hennar á-
réttaði og undirstrikaði það sent lá
milli línanna í leiktextanum. Hér
var á ferðinni heilsteypt, blæ-
brigðarík og minnisverð túlkun
bjargarlausrar sálar.
Dóttirin Silja var leikin af ung-
um menntaskólanema, Báru
Magnúsdóttur, sem nú þreytti sína
fyrstu raun á leiksviði með slíkum
ágætum að annálsvert má telja af
algerum nýliða. Frantsögn Báru
var skýr og yfirleitt mjög eðlileg,
látbragð hennar „rétt" og sannfær-
andi. Henni lánaðist að túlka nteð
skilvísum hætti það sambland af
óþoli, fyrirlitningu og djúpri ást
sem unga stúlkan ber í brjósti til
ntóður sinnar. Hér er á ferðinni
leikaraefni sent binda má vonir við.
Minni hlutverk voru öll í góðum
höndum. Inga Bjarnason lék hina
konuna af miklum þokka og fór
fallega með hinn ljóðræna texta, en
sem fyrr segir var hlutverkið ein-
hvernveginn utangarna við
leikheildina. Anna Kristín Arn-
grímsdóttir lék vinkonu Önnu,
Dollý, ákaflega þakklátt hlutverk,
og var bláttáfram óborganleg í
gervi þessarar lífsglöðu og kæring-
arlausu konu, sent lifir einungis
fyrir líðandi stund og lætur hverj-
um degi nægja sína þjáning. Þó
galsatónninn væri yfirgnæfandi í
túlkun Önnu Kristínar, sló hún líka
á angurværari strengi sent hljóm-
uðu sterkt. Þórhallur Sigurðsson
lék Sigga, viðhald Dollýar, lítið
hlutverk sem tekk skýrar og kími-
legar útlínur í meðferð leikarans.
Sigurður Skúlason lék Jóhann,
hugsanlegt viðhald Önnu, og dró
upp einkar skemmtilega mynd af
vingulslegum eintrjáningi sem er
að bræða með sér hvort hann eigi
að skilja við konuna. Jón S. Gunn-
arsson lék „mann á bar“ og brá upp
sláandi ntynd af skyndivini einnar
nætur.
Og þá er ógetið tveggja ungliða
sem léku Bangsa og Örn, samherja
Silju í voniausri baráttu við for-
eldra kerfi og borgaralegar kröfur.
Ellert A. Ingintundarson teiknaði
nærfærna og sannfærandi mynd af
töffaranum Bangsa, sent felur
viðkvæma sái undir hörðu yfir-
borði. Guðjón P. Pedersen lék Örn
vin hans, brothættari sál og opin-
skáari sem átti hefur erfiða bern-
sku og flýr veruleikann án þess að
ala á tyllivonum einsog félagi hans.
Báðir þessir kornungu leikarar
gerðu hlutverkum sínum eftirtekt-
arverð skil.
Egill Ólafsson samdi tónlist við
leikinn og flutti hana. Setti hún
sterkan og sérstæðan svip á sýning-
una, brá yfir hana blæ trega og ang-
urværðar sem ítrekaði ríkjandi til-
finningu leiksins, aukþess sem hún
vakti hugboð um kaldan og sálar-
lausan losta.
Leikntynd og búningar eru verk
Messíönu Tómasdóttur. Leik-
myndin er mjög einföld í sniðunt,
hurð, legubekkur, spegill, flygill,
klósettskál og eldavél, en nteð
þessunt óbrotnu hjálpargögnum
nær hún frani tilætluðum áhrifum
og sleppir öllu sem draga kynni at-
hyglina frá sjálfum leiknum. Bún-
ingar eru sömuleiðis uppmálandi
og persónumótandi, hvort sem í
lilut eiga hippar, góðborgarar eða
verkakonur í upplyftingarhug-
leiðingum. Lýsing Sveins Bene-
diktssonar var nákvæm og mark-
viss og átti sinn góða þátt
í snurðulausri frantvindu
sýningarinnar.
Semsagt, leiksýning sem vert er
að sjá og hugleiða.
Sigurður A. Magnússon
Bókhlaðan 25 ára:__________
Stóraukin bókaútgáfa
í kjölfar eigendaskipta
Um þessar mundir á Bókhlaðan
hf. 25 ára afmæli og af tilefni þeirra
tímamóta hefur útgáfa fyrirtækis-
ins verið stóraukin. Nú unr jólin
komu út frá Bókhlöðunni 25 bóka-
titlar, auk þess sem allmikil upp-
stokkun hefur verið gerð hjá fyrir-
tækinu; þar eru nú 11 manns í föstu
. Forseti íslands sæmdi á nýársdag
eftirtalda rnenn heiðursmerki hinn-
ar íslensku fálkaorðu:
Aðalstein Júliusson, vitamála-
stjóra, Reykjavík, riddarakrossi
fyrir embættisstörf. Alan Boucher,
prófessor, Reykjavík, riddarakr-
ossi fyrir störf að menningarmál-
um. Askcl Jónsson, tónskáld, Ak-
ureyri, riddarakrossi fyrir störf að
tónlistarmálum. Axel Thorsteins-
son, f.v. fréttamann, Reykjavík,
riddarakrossi fyrir störf að frétta-
og blaðamennsku. Brand Tómas-
son, yfirflugvirkja, Reykjavík,
riddarakrossi fyrir störf í þágu flug-
starfi, en alls 30 starfsmenn í des-
embermánuði.
Eigendur Bókhlöðunnar, hjónin
Sjöfn Ólafsdóttir og Eyjólfur Sig-
urðsson, boðuðu í vikunni til fund-
ar með blaðamönnum þar sem
starfsemi og umfang útgáfunnar
mála. Geirþrúði Hildi Bernhöft,
ellimálafulltrúi, Reykjavík, ridd-
arakrossi fyrir störf að málefnum
aldraðra. Gunnar Flóvenz, fram-
kvæmdastjóra, Reykjavík, ridd-
arakrossi fyrir störf að útflutnings-
málum. Gunnlaug Pétursson, f.v.
borgarritara, Reykjavík, stórridd-
arakrossi fyrir embættisstörf.
Helga Símonarson, f.v. bónda á
Þverá í Svarfaðardal, riddarakrossi
fyrir félagsmálastörf. Jón Steffen-
sen, f.v. prófessor, Reykjavík,
stjörnu stórriddara fyrir vísinda- og
rannsóknarstörf. Júlíönu Friðriks-
dóttur, f.v. hjúkrunarkonu,
var kynnt. Bókhlaðan flutti nýlega
í Glæsibæ.
Þeir titlar sem komu nú út um
jólin á vegum Bókhlöðunnar eru
Islenskir athafnamenn, eftir Þor-
stein Matthíasson, Nú er fleytan í
nausti, sem Guðmundur Jakobs-
son hefur tekið saman, í dagsins
Reykjavík, riddarakrossi fyrir
hjúkrunarstörf. Sigurð Gunnars-
son, f.v. skólastjóra, Reykjavík,
riddarakrossi fyrir uppeidis- og
fræðsiumál. Soffíu Ingvarsdóttur,
frú, Reykjavík, riddarakrossi fyrir
störf að félagsmálum. Svein
Tryggvason, framkvæmdastjóra,
Reykjavík, riddarakrossi fyrir störí
í þágu landbúnaðarins. Tómas
Guðmundsson, skáld, Reykjavík,
stórkrossi fyrir bókmenntastörf.
Valdimar Ornólfsson, fímleika-
stjóra, Reykjavík, riddarakrossi
fyrir störf að íþróttamálum. Vil-
hjálm Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóra, Kaupmannahöfn.
riddarakrossi fyrir störf að ferða-
málum.
önn, eftir Þorstein Matthíasson,
Bóndi er bústólpi, eftir Guðntund
Jónsson. Þessar fjórar bækur inni-
halda efni eftir allmarga aðila en of
langt mál yrði að rekja þá og eru
því einungis tilnefndir umsjónar-
menn útgáfunnar.
Kristnar hugvekjur, eru safn hug-
vekja eftir 27 kennimenn. Lækn-
isdómar alþýðunnar læknisráð eftir
ýnisa aðila. Þrælaströndin eftir
Torkild Hansen. Frídagur frú
Larsen, eftir Mörthu Christiansen.
Bermúda-þríhyrningurinn, eftir
Charles Berlitz. Innflytjendur,
eftir Howard Fast. Heitar ástríður,
eftir Frank Yerby. Elsku mamma,
eftir Cristinu Crawford. Fyrsti koss-
inn, eftir Denise Robbins. Þá
koma út fjórar bækur eftir Sven
Hazel. Ilersveit hinna fordænidu,
Tortímið París, Dauðinn á skrið-
beltum og Stríðsfélagar.
Þjóðsögur frá Victnam er bók
sem hefur þá sérstöðu að hún kem-
ur út á tveim tungumálum. í þess-
ari bók er að finna ýmsar þjóð- og
munnmælasögur. Knáir Krakkar,
eftir Iöunni Steinsdóttur. Benni og
stolnu skartgripirnir. Má ég gefa
yðurráð, eftir Jack Nicklaus. Golf-
bók í sérflokki. Ævisaga Beetho-
vens, í þýðingu Jóns Þórarins-
sonar.
Þá gefur Bókhlaðan út þrjár
bækur fyrir knattspyrnuáhuga-
menn. Núlíð og framtíð íslenskrar
knattspyrnu, eftir Juræi Sedov,
Baráttan um heimsbikarinn, eftir
Sigurð Sverrisson og íslcnsk knatt-
spyrna ’82, eftir þá Víði Sigurðsson
og Sigurðs Sverrisson.
Byrjendabækur
Freud fyrir byrjendur eftir App-
ignanesi og Zarate heitir ný bók
sem bókaforlagið Svart á hvítu hef-
ur sent frá sér. Hún er önnur af
tveimur fyrstu bókunum í flokkn-
unt Byrjendabækur sem hefur
náð mikilli útbreiðslu og vinsæld-
unt erlendis. Höfundarnir leggja
áherslu á alþýðleika og slá á strengi
léttleika og kímni. Myndsöguform-
ið'er notað á nýstárlegan hátt.
Freud fyrir byrjendur fjallar eins
og nafnið bendir til, um sálfræðing-
inn heimskunna, Sigmund Freud.
Ævi, störf og kenningar þessa
mikla hugsuðar eru tengd saman
þannig að úr verður samfelld saga.
Frægustu sjúkdómstilfellin, sem
hann kom nærri eru tíunduð, svo
sent mál Önnu O, dæmið af Hans
litla og saga Rottumannsins.
Þýðandi er Árni Óskarsson.
17 krossaðlr