Þjóðviljinn - 04.01.1983, Page 15
Þriðjudagur 4. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
RUV <9
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í
mund. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál.
Endurt. þáttur Árna Böðvarssonar frá
kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Þytur“
eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur Hild-
ur Hermóðsdóttir les (2)
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.30 „Man ég það sem löngu leið“ Ragn-
heiður Viggósdóttir sér um þáttinn.
11.00 íslenskir einsöngvarar og kórar
syngja.
11.30 Hvað hefur áunnist á ári fatlaðra og
ári aldraðra? Umsjón: Önundur
Björnsson og Elínborg Björnsdóttir.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Þriðjudagssyrpa - Páll Þor-
steinsson og Þorgeir Ástvaldsson.
14.30 „Leyndarmálið í EngidaÞ' eftir Hug-
rúnu Höfundur les (7)
15.00 Miðdegistónleikar
16.20 Lagið mitt Helga Þ. Stephensen
kynnir óskalög barna
17.00 SPÚTNIK. Sitthvað úr heimi vísind-
anna. Dr. Þór Jakobsson sér um
þáttinn.
17.20 Sjóndeildarhringurinn Umsjón:
Ólafur Torfason (RÚVAK)
19.00 Kvöldfréttir.
20.00 Tónleikar frá þýska útvarpinu í
Stuttgart.
21.40 Útvarpssagan: „Söngurinn um sorg
arkrána“ • eftir Carson McCullers
Eyvindur Erlendsson lýkur lestri þýð-
ingar sinnar (7)
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 „Fæddur, skírður...“ Umsjón Benón-
óný Ægisson og Magnea Matthíasdóttir.
23.20 Tónlist eftir Johannes Brahms.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Jð
\
frá lesendum
Þakklát fyrir
„Stundarfrið”
Kristín María Ingimarsdóttir,
Egilsstöðum skrifar:
Mikið var leiðinlegt að
heyra um aumingja vonsvikna
sjónvarpsáhorfandann, sem
náði ekki upp í nef sitt af
hneykslun yfir efnisvali ís-
lenska sjónvarpsins og þá sér-
staklega leikritinu „Stundar-
friður" eftir Guðmund
Steinsson.
Þótt þessi vonsvikni, nafn-
lausi áhorfandi sé svo (ó)-
heppinn að búa á suðvestur-
horni landsins, þá er ekki það
sama hægt að segja um alla,
þ.e. dreifbýlistútturnar.
Þeirra er tækifæri til að sjá
leikrit Þjóðleikhússins eru
ekki mörg og farið er með
fæstar sýningar Þjóðleikhúss-
ins út á land. Á annan í jólum
gafst fólki úti á landi tækifæri
á að sjá eitthvert mest sótta
leikrit, sem Þjóðleikhúsið
hefur nokkru sinni sett upp og
af eigin raun veit ég að þeir,
sem ekki höfðu haft tækifæri
til að sjá þetta leikrit, tóku því
fegins hendi og voru síður en
svo vonsviknir.
Að lokum vil ég ráðleggja
vonsviknum áhorfendum
sjónvarpsins um þessi jól að
hafa vaðið fyrir neðan sig á
þeim næstu og fá sér í staðinn
eina videóspólu með góðum
vestra svipuðuin og var á dag-
skrá sjónvarpsins á annan í
jólum 1981.
Velkomin
til starfa
Þá lítur Barnahornið loks aftur
dagsins ljós eftir smá vetradvala.
Búið er að tryggja okkur rúmt pláss
á gamla góða staðnum á næst öft-
ustu síðu. Þá er ekkert annað eftir
en að bjóða ykkur öll sömul vel-
komin til starfa fyrir Barnahornið á
nýju ári. Verið nú dugleg að teikna,
skrifa, yrkja og útbúa annað efni
fyrir Barnahornið. Þið hljótið að
hafa unnið eitthvað skemmtilegt í
jólafríinu. Já af hverju ekki að skrifa
Barnahorninu og segja okkur hvað
þið höfðuð fyrir stafni í jólafríinu.
Utanáskriftin er söm og áður.
Barnahornið
Þjóðviljinn
Síðumúla 6
105 Reykjavík.
Kannt þú alveg starfrófið? Ef svo er, þá áttu ekki í miklum erfiðleikum með að
komast að því hvað er að sjá á þessari mynd. Þú dregur strik frá a-b og b-c og svo
koll af kolli þar til myndin er fullgerð.
Með bréfinu sendu þær Ásta og Olga þessa fínu mynd. Þetta er litamynd. Þið eigið að
lita hana eins og tölustafirnir segja til um. Himinninn er merktur með tölunni 3 og þá
á hann að vera blár og sippubandið cr merkt mcð tölunni 6 og á því að vera gult
samkvæmt litatöflunni þeirra Ástu og Olgu.
RUV e
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og vcður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Sögur úr Snæfjölluni Barnamynd frá
Tékkóslóvakíu. Þýðandi Jón Gunnars-
son. Sögumaður Þórhallur Sigurðsson.
20.40 Andlegt líf í Austurheimi Þriðji þátt-
ur. Java Breskur myndaflokkur um trú
og helgisiði í nokkrum Asíulöndum.
Þýðandi Þorsteinn Helgason
21.45 Því spurði enginn Evans? Þriðji
hluti. Breskur sakamálaflokkur í fjórum
þáttum, gerður eftir sögu Agatha
Christie. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir.
22.40 Dagskrárlok.
Hvers vegna
ekki
Barnahorn?
„Hvers vegna er ekki Barnahorn-
iö lengur í Þjóðviljanum? Okkur
finnst það skemmtilegt.
Hvers vegna eru búðir lokaðar á
laugardögum og sunnudögum? Þá
eru pabbi okkar og mamma ekki að
vinna og geta farið með okkur í bæ-
inn að kaupa dót.“
Helga Gerður 7 ára
Ásta Olga 6 ára
Bakkastíg 1 og 2.
Við verðum að biðjast afsökunar
á því að Barnahornið féll út úr
blaðinu síðustu rnánuði ársins. Þar
kom til að eitthvað varð að láta
undan stórfelldu, auglýsinga- og
bókaflóði. En auðvitað er það engin
réttlæting. Barnahornið á heima á
sínum stað í blaðinu ogþess vegna
ætlum við að taka upp þráðinn á
nýja árinu þaðan sem frá var horfið.
Varðandi opnunartíma verslana
vísum við á kjarasamninga verslun-
arfólks. Þeir sem afgreiða í búðum
þurfa líka að eiga frí til að geta verið
með börnunum sínum. Ekki satt.