Þjóðviljinn - 04.01.1983, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 04.01.1983, Qupperneq 16
DWÐVIUINN Þriðjudagur 4. janúar 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaösins í þessum sínum: Ritstjórn 81382,81482 og 81527. umbrot 81285. Ijósmvndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt aö ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81333 81348 afgreiðslu 81663 Sex kanadískar stúlkur segja upp störfum á Djúpavogi ,^Vlunnlegt samkomu lag ekki haldið” segir Haukur Már Haraldsson, blaðafulltrúi Alþýðusambandsins „Meginatriðið virðist mér vera það að þetta kanadíska fólk er ráðið hingað á fólskum forsendum, því er lofað gulli og grænum skógum sem síðan reynist tálið eitt“, sagði Haukur Már Haraldsson blaðafulltrí Al- þýðusambands íslands í samtali við Þjóðviljann í gær. Enn eitt dæmið um svik á samn- ingum við útlent farandverkafólk virðist nú vera komið upp í íslensku frystihúsi. Fyrirtækið Búlandstind- ur á Djúpavogi réð til sín um það hil 20 kanadíska verkamenn til starfa í fiskvinnslu sinni sl. haust. Gerði umboðsmaður fyrirtækisins í Winnipeg munnlegt samkomulag við hópinn þar sem fólkinu er lofað góðum kjörum ogaðbúnaði. Gekk umboðsmaðurinn frá svokölluðu „hópatvinnuleyfi", en fyrirtækið á Djúpavogi gekk liins vegar aldrei frá atvinnuleyfi fyrir hvern og einn þegar Kanadamennirnir komu til Islands, eins og því bar að gera. „Við hjá Alþýðusambandinu fengum upplýsingar um þetta mál nú á milli jóla og nýárs og við at- hugun á launaseðlum einnar stúlk- unnar sem kom til okkar, kemur í Ijós að Búlandstindur hefur greitt henni algjörlega samkvæmt launa- töxtum sem hér gilda. Um- boðsmaðurinn úti Iofaði þeim 4-5 kanadískum dollurum á tímann og við það var nokkurn veginn stað- ið“, sagði Haukur Már ennfremur. „Hins vegar kvörtuðu stúlkurnar yfir mjög slæmum aðbúnaði, að þær hefðu ekki getað skipt kaupinu sínu í erlenda mynt á staðnum, að það hefði verið stoiið frá þeim pen- ingum á hótelinu þar sem þær bjuggu og að það hafi verið fyrir- tækinu að kenna að þær fengu ekki atvinnuleyfi", sagði Haukur Már Haraldsson blaðafulltrúi Aiþýðu- sambandsins. „Það er greinilegt að þetta kana- díska fólk hefur verið ráðið hingað á fölskum forsendum. Það þekkir ekki íslenska vinnustaðinn, það hefur litlar sem engar upplýsingar um kaup og kjör hér á landi, það talar ekki tungumálið og það kem- ur úr gjörólíku umhverfi. Allt þetta hefur svo orðið þess valdandi að upp koma þessi átök á milli verka- fólksins og Búlandstinds á Djúpa- vogi", sagði Haukur Már að lokum. -v. „Svikin loforð og slæmur aðbúnaður” Sex af sautján kanadískum stúlkum sem réðust til fískvinnslunnar Bú- landstindar á Djúpavogi í september s.l. hafa sagt upp störfum vegna óánægju mcð aðbúnað og brota á gefnum loforðum frá uinboðsmanni fyrirtækisins í Kanada. Þær voru ráðnar til 9 mánaða og áttu samkvæmt samningnum að fá greitt fargjaldið heim eftir þann tíma. „Við fengum aldrei atvinnu- leyfið, sem okkur hafði verið lofað, kaupið var lægra og fór lækkandi með gengissigi krónunnar og hús- næðið var ekki eins ()g okkur hafði verið sagt," sögðu þær Kim Orvis og Norma Thomas í viðtali við Þjóðviljann í gær. „Margt af því sem við okkur var sagt stóðst ekki og yfirmenn fyrir- tækisins voru Iregir til að taka læknisvottorð gild, þvinguöu fólk til að vinna þótt það væri lasið og hirtu ekki um að fara eftir reglum um öryggi á vinnustaðnum. For- stjórinn hefur tregast við að greiða okkur laun fyrir síðustu vikuna og gefi upp að við höfum ekki sagt upp með nægum fyrirvara, en við telj- um okkur ekki bundnar af slíkum fresti þar sem viö fengum aldrei neitt atvinnuleyfi eins og okkur var lofað. Þegar okkur var sagt að við fengjum ekki nema 2 daga frí yfir jólin ákváðum við að hætta og fara til Reykjavíkur meðan fært væri. Það eru félagar okkar fyrir austan sem hafa verið að reyna að fá síð- ustu launin út.“ Þær stöllur sögðu að þrátt fyrir þessa slæmu reynslu frá „Búlands- tindi“ á Djúpavogi líkaði þeim vel hér á íslandi. Þær ættu hins vegar ekki fyrir farinu heim og væru nú að leita sér að annarri atvinnu. Þess má geta aö útlendingar sem hingað koma til vinnu búa við mjög gróft misrétti hvað varðar opinber gjöld, þar sem vinnuveitandi held- ur eftir 30% af laununi þeirra fyrir Gjaldheimtuna eða kr. 12,90 af þeim 43 kr. sem stúlkurnar fengu Kim Orvis og Norma Thomas: verið lofað. greitt á klst. Vinni þær skemur en 9 mánuði fá þær ekkert af þessu endurgreitt, og er augljóst að hér er verið að mismuna fólki gróflega eftir þjóðerni svo að spurning er hvort þessar skattareglur brjóti ekki í bága við grundvallarmann- réttindi. Þá var húsaleiga stúlkn- anna bundin við gengi Banda- ríkjadollara og fór því hækkandi með gengissigi krónunnar og mundu víst fáir Islendingar sætta sig við slíkar viðskiptareglur. -ólg. Fengum ekki það sem okkur hafði Lög sett i fyrra: Þverbrotin á Vestur- r Islend- ingum „Hvers konar áróður til þess fallinn að hvetja til innflutnings verkafólks til landsins er óheim- ill ef hann er villandi eða byggður á röngum eða ónógum upplýsingum“, segir í 6. grein laga um atvinnuréttindi útlend- inga cn þau lög voru sctt í fyrra. Greinilegt er að þessi lög hafa verið brotin á Vestur-íslending- unum á Djúpavogi. „Óheimilt er hverjum manni, félagi eða stofnun, sem rekur atvinnu eða starfrækir fyrirtæki hverju nafni sem það nefnist, að taka útlendinga í þjónustu sína gegn kaupgreiðslu í peningum eða hlunnindum, hvort heldur er um iangan tíma eða skamm- an, eða hlutast til um að útlend- ingar flytjist til landsins í því skyni, án leyfis félagsmálaráð- herra“, segir í 2. grein laga um atvinnuréttindi útlendinga. Þá er kveðið skýrt á um það í lög- unum að félagsmálaráðherra veiti atvinnurekendum at- vinnuleyfi fyrir útlendinga að uppfylltum ákveðnum skilyrð- um. -óg Friðrik á „sigurvegaramót” Kortsnoj líka — og Sovétmenn hætta við Friðrik Olafsson tefíir á svoköll- uðu sigurvegaramóti sem hollcnska stálbræðslufyrirtækið Hoogovcn stendur fyrir. Mót þetta fer fram í smábænum Wijk Aan Zee og er sá háttur hafður á að til þess er ein- Sem kunnugt er af fréttum lést maður af völdum hnífsstungu að morgni nýársdags í fjölbýlishúsi í Reykjavík. Hann hét Óskar Árni Blomsterberg, 28 ára gamall til heim’ilis að Hátúni við Rauðavatn. ungis boðið skákmönnum er unnið hafa mótið áður og svo nokkrum hollenskum skákmönnum. Friðrik hefur jafnan vcgnað vel á skákmót- inu í Wijk Aan Zee. Hann sigraði 1959 og deildi efsta sætinu 1976 Sá sem játað hefur að vera valdur að verknaðinum heitir Þórður Jó- hann Eyþórsson, til heimilis að Njálsgötu 79. Hann er 25 ára gam- all. Rannsóknarlögreglan vildi ekki í gær gefa upp hvað leiddi til ineð júgóslavneska stórineistaran- um Ljubojevic. Kepþéndur á rriótinu auk Friðriks verða eftirtaldir: Timman, Hollandi, Anderson, Svíþjóð, Browne, Bandaríkjunum, Hort, Tékkóslóvakíu, Ljubojevic, Júg- óslavíu, Kortsnoj, Sviss, Nunn, þessa hörmulega verknaðar. Veisla hafði verið í íbúðinni, sem verknaðurinn var framinn í, á ný- ársnótt, og voru allir veislugestir handteknir og yfirheyrðir og þá ját- aði Þórður Jóhann á sig verkn- aðinn. Hann hefur verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 9. mars og gert að sæta rannsókn á geðheilbrigði og sakhæfi. -S.dór Englandi, Ribli, Ungverjalandi, Seirawan, Bandaríkjunum, Ree, Sheeren, Van der Wiel og Sosonko allir frá Hollandi. I stuttu spjalli senr Þjóðviljinn átti í gær við Friðrik sagði hann að upphaflega hafði verið gert ráð fyrir þátttöku þriggjá Sovétmánna Tals, Balashov og Pshakis. Sovét- menn hafa hingað til ekki sent keppendur til leiks á mótum þar sem Kortsnoj hefur teflt en í uphafi FIDE-þingsins í Luzern í haust kom frá þeim tilkynning þess efnis að framvegis myndu þeir tefla á mótum með Kortsnoj. Á Olympí- umótinu hafði Kortsnoj frammi ýmsa tilburði til stuðnings sovéska stórmeistaranum Boris Gulko og konu hans og er það talin ástæðan fyrir því að Sovétmenn afboðuðu komu sína til Wijk Aan Zee. í þeirra stað koma Timman, Ljubo- jevic og Hort. Mótinu í Hollandi lýkur 30. janúar. -hól. Voðaatburðurinn á nýársdagsmorgun Játnlng liggur fyrir Tveir menn hröpuðu til bana í Vífflsfelli Félagi þeirra slapp litið meiddur Tveir menn, Páll Ragnarsson 30 ára að aldri, til hcimilis að Smiðjustíg 11 Reykjavík og Gunn- ar Oskarsson, til hcimilis að Aspar- felli 4 Rcykjavík létu lífið er þeir voru í fjallgöngu á Vífílsfelli við þriðja mann að morgni nýársdags. Þeir höfðu lagt upp frá Reykja- vík um kl. 9.30 á nýársmorgni ásamt bróður Gunnars, Víði Ósk- arssyni. Lögðu þeir bifreið sinni við rætur Vífilsfells og lögðu á brattann. Þegar þeir voru nær komnir að toppi fjallsins missti einn þeirra fótanna og síðan annar. Glerhált var á þessum slóðum og auk þess stórgrýtt. Runnu þeir Páll og Gunnar nokkra tugi metra. Víðir hélt til þeirra og eftir að hafa búið um þá hélt hann til byggða til að sækja hjálp. Fór hann alls fimm kílómetra áður en hann náði í bifreið á Suðurlandsvegi. Var lögreglunni í Árbæ gert viðvart og haft var samband við Slysa- varnafélag íslands og Landhelgis- gæsluna. Vonskuveður á slysstað „Um kl. 13 á nýársdag kom Víðir á lögreglustöðina í Árbæ og stuttu síðar var okkur tilkynnt um það sem gerst hafði. Þá þegar höfðu farið tveir lögreglubílai frá Árbæj- arstöðinni á vettvang og þess utan ein sjúkrabifreið með læknum. Við sendum þegar út björgunarlið með öllum nauðsynlegum búnaði, vél- sleðum og öðru. Þá gerðum við Landhelgisgæslunni viðvart auk þess sem þyrla varnarliðsins var til taks. Ailar aðstæður á slysstað voru mjög slæmar, gekk á með kol- svörtum éljum og töfðu aðstæður allt björgunarstarf. Þegar lægði tókst að koma mönnunum tveimur í TF-RÁN, þyrlu Landhelgisgæsl- unnar og flutti hún þá í Borgarspít- alann. Þeir voru látnir þegar þang- að var komið“, sagði Hannes Haf- stein framkvæmdastjóri Slysa- varnafélagsins þegar Þjóðviljinn hafði tal af honum. Hannes sagði að orsaka slyssins mætti rekja til mikils harðfennis, sem þeir félagar lentu í og sagði að þeir hefðu ekki verið með nægi- legan búnað við þær aðstæður sem þarna voru. Brunagaddur var á þessum slóðum. Páll heitinn lætur eftir sig konu og tvö börn, en Gunnar var ó- kvæntur og barnlaus. -hól. Lést af slysförum í Chile Ungur Islcndingur, Sigurður Pétursson, prcntari, lést af slys- förum í Chile um áramótin. Sigurður, sem var 27 ára gamall, var á ferðalagi um S-Ameríku, en hann hcfur starfað í S-Afríku s.l. tvö ár. Hann drukknaði við bað- strönd sunnan við Santiago, höfuð- borg Chile.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.