Þjóðviljinn - 05.01.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.01.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 5. janúar 1983 Þrjár skáldsögur Siglaugur Brynleifsson skrifar um bækur Giinter Grass: Headbirths or The Germans Are Dying Out. Translated by Ralph Manheim. Sccker & Warburg 1982. Heinrich Böll: The Safety Net: Trans- lated from thc German by Leila Vcnnc- witz. Sccker & Warburg 1982. Carlos Fuentes: Distant Kelations. Translatcd from thc Spanish by Marg- aret Saycrs Peden. Secker & Warburg 1982. Gúnter Grass er mjög fjölhæfur rithöfundur og hefur haft mikil af- skipti af þýskum stjórnmálum sbr. baráttu hans gegn Strauss á sínum tíma. Þessi bók hans er mjög skemmtileg og ákaflega írónísk. Aðalpersónurnar, sem einnig mætti kalla fórnarlömb Grass, eru velmeinandi sambúðarmanneskjur á þrítugsaldri, kennarapar, svipað þvísem ýmsirkalla nútímamannes- kjur. Þessar manneskjur eru á ferðalagi um þróunarlöndin, hér um Indland og löndin þaraustur af. Þarna er þessu fólki sýnd eymdin og volæðið og ferðaskrifstofan sem skipulagði ferð þeirra og hópsins, veitir þátttakendum gistingu í slummum Bombay, gegn vægu aukttgjaldi. Gffjölgun mannkyns- ins er ofur eðlilegt umtalsefni á þessum slóðum, enda fjallar kenn- arapariö um þaö viðfangsefni og vandamál af djúpri samfélags, jafnvel heimssamfélagslegri al- vöru. Leiðsögumaður hópsins veröur eftirminnilegur, túba, sem er barmalull af praktískum ráðleg- gingum bæöi varðandi vandamál kennaraparsins og almennt. Pýsk samfélagsvandamál fléttast inn í ferðalýsinguna og útkoman verður grimmt háö um „græningjana", vinstri gutlara og innantómt sam- félagsvæl hálfmenntaðra seminar- ista, sem halda aö þeir standi að uppreisn gegn kerfinu, eri eru með vanmáttugum uppreisnartil- burðuni sínum einhverskonar ör- yggisloki fyrir ríkjandi kerfi, því þeir eru nauðsynlegur þáttur kerf- isins, og ósk þeirra um hrun þess er lygi. Því verður mynd þessa fólks vesöl, þar sem þaðerá lúksusflakki um lönd hungurs, sjúkdóma og dauöa. Viðbrögð þess verða hins sadda sem minmst ferðalagsins, eftir að heim er komið, eins og fróðlegrar kvikmyndar um hungrið í heiminum. Offjölgunin er stöðugt samræðuefni kennaraparsins, ein- lægar vangaveltur um hvort heppi- legt geti talist fyrir parið að eignast barn eins og ástandið er í þeim.efn- um, flest mælir á móti því. Heinrich Böll hlaut Nóbelsverð- launin 1972, hann er afkastamikill höfundur og fáir höfundar taka jafn afdráttarlausa afstöðu til samfélagsmála og hann. Böll er kaþólskur og sem slíkur ræður trú- arlegur hvati mjög afstöðu hans til samfélagsins. Sögusviðið í „Fúrs- orgliche Belagerung" sem er titill frumútgáfu sögunnar er Þýskaland Carlos Fuentes nútímans. Aðalpersónan verður að aðlaga sig einhverskonar umsát- ursástandi, hann getur ekki um frjálst höfuð strokið vegna öryggis- ráðstafana sem ætlað er að vernda hann og fjölskyldu hans fyrir árá- spm terrorista. Eftir að Tolm er kosinn forseti iðnaðarsamsteypu nokkurrar aukast varúðarráðstaf- anirnar, hann hafði áður verið aðaleigandi blaðahrings og sem slíkur notið lögregluverndar, en eftir kosninguna varð hann ætlaður skotspónn terroristasamtaka, e.t.v. númer eitt á fórnardýrali- stanum. Varúðarnetið sem ofið er um hann og hans nánustu verður lítt bærilegt. Tortryggnin eitrar líf hans og keppinautar hans, fjöl- skylda hans er undir stöðugu eftir- liti og innan hennar gerjast efni í terrorista framtíðarinnar, einkum í einu barnabarninu sem á unga aldri er orðið algjörlega blaserað, steindauð túba sem þjáist af skemmdarfýsn og eyðileggingar- hvöt. Tortryggni, eftirsjá liðinna tíma og stöðug skelfing við morðárásir, algjör vantrú á fram- tíðina, sem sagt vonleysi og ótti einkenna líf þessa fólks. Carlos Fuentes skrifar þessa skáldsögu undir miklum áhrifum kenninga Supervielles, en hann bjó um tíma í Uruguay. Þetta franska Gunter Grass skáld taldi sig finna einhvers konar tengsl milli mannheims og náttúru og lifði hugarheim genginna kyn- slóða af innlifun, sem urðu honum tilefni Ijóða, og sem bera með sér áhrif Suður-Amerískra bókmennta-áhrifa. Supervielle var maður tveggja heima eins og Fu- entes, sem er Mexikani en bjó lengi í Argentínu og síðan í París og er nú meiri Frakki en Mexíkani. Þessi bók hans er samtal sem hann á við franskan vin sinn Branly greifa, sem segir honum langa sögu af viðskiptum sínum við kynslóðir Takmarkanir á þorsk- veiðum ’83 ákveðnar Þjóðviljanum hefur borist reglugerð frá sjávarútvegs- ráðuneytinu um skrapdagakef- ið fyrir árið 1983. Reglu-gerðin nær yfir skuttogara með afivél stærri en 900 hestöfl, síðutogara 39 metra eða lengri og þau skip sem stunduðu loðnuveiðarnar 1981-1982. Hér er um að ræða sömu skip og féllu undir skrapdagakerfið í fyrra. Samtals verður um að ræða 110 þorskveiðibanndaga á árinu og skiptast þeir þannig: 1. Janúar - apríl: 30 dagar, þar af a.m.k. 10 dagar janúar - fe- brúar. 2. Maí - ágúst: 45 dagar, þar af a.m.k. 25 dagar júlí - ágúst. 3. September - desember: 35 dagar. Leyfilegt hlutfall þorsks í afla veiðiferðar á þorskveiðibanntíma er: 5% í 33 daga 15% í 44 daga og 30% í 33 daga. Útgerðaraðilar ráða tilhögun veiðitakmarkana að öðru leyti en ofan greinir en þó skal hvert skip láta af þorskveiðum í a.m.k. 4 sól- arhringa samfellt. Útgerðaraðilar skulu þegar eftir löndun tilkynna með skeyti til ráðuneytisins hvenær skip lét af þorskveiðum og hvert var hlutfall þorsks í afla. - S.dór Skipstjóra- oq stýrimannafélagið ALDAN heldur aðalfund sunnudaginn 9. janúar kl. 14, að Borgartúni 18. Venjuleg aðalfundarstörf. SKIPSTJÓRA- OG STÝRIMANNAFÉLAGIÐ ALDAN Heinrich Böll Nýja heimsins og jafnframt eigin ævisögu og sögu tveggja heima, sem hann hefur lifað, mannheima Evrópu fyrir fyrri heimsstyrjöld og eftir þá síðari. Frásögnin er áka- flega víðfeðm og samanburður hugsunarháttar greifans og upp- skafningsins, sem teflt er fram gegn honum, sláandi. Greifinn og Fu- entes lifa sig inn í örlög fyrri tíða manna og þeir lifa í þeim, hinir dauðu lifa aftur og þeirra bíða ör- lög svipanna. Fuentes er einkar lagið að s'egja fantasíur og sumar þeirra verða hugstæðar, eins og fantasíurnar úr „Terra Nostra“, sem eiga sér vart hliðstæður í nútíma bókmenntum. I þessunt fantasíum nær Fuentes hæst. Fantasíurnar skortir ekki í þessari skáldsögu, þótt þær séu ekki jafn viðamiklar og Iangar og í „Terra Nostra". Distant Relations vísar til tveggja ætta, mexikanskrar og fra- nskrar, sem eru af sama stofni lengra fram, það eru fulltrúar Nýja heimsins, uppskafninganna, en hinum megin er Branly. Línur féllu niður í for- ystugrein Nokkrar línur féllu niður við prentun forystugreinar Þjóðviljans í gær og brenglaðist merking fyrir vikið. Réttar áttu þessar málsgreinar að vera svona: Kjartan Jóhanns- son formaður Alþýðuflokksins hefur það helst til málanna að leggja, að hér þurfi að verða sams konar kaflaskil og við upphaf „viðreisnarstjórnarinnar" árið 1960, þegar Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn tóku hönd- um saman um að banna allar verð- bætur á laun með lögum. - Þannig voru þau „kaflaskipti", sem for- maður Alþýðuflokksins vill taka til fyrirmyndar nú, og kallar frjáls við- skipti og afnám á höftum! Bannið stóð þá í fjögur til fimm ár uns verkalýðshreyfingin braut það loks á bak aftur í harðvítugum og fórn- frekum verkföllum. Jólahraðskákmót Útvegsbankans: Friðrik, Helgi og guðlaug sigruðu Friðrik Ólafsson og Helgi Olafsson sigruðu á jóla- hraðskákmóti Útvegsbanka Islands sem haldið var í af- greiðslusal bankans á sunnu- daginn. í kvennaflokki varð Guðlaug Þorsteinsdóttir hlut- skörpust. Þetta er í annað sinn sem Útvegsbankinn gengst fyrir hraðskákmóti af þessu tagi, en á síðasta jólamóti sigraði Friðrik einnig. Að þessu sinni tók bankinn þá stefnu að bæta við skákmóti meðal kvenna og þar mættu 7 konur til leiks. Guðlaug vann allar sínar skákir, 6 talsins, en í 2. sæti varð Aslaug Kristinsdóttir og hlaut hún 5 vinninga. Keppendur í karlaflokki voru alls 18 og hafði hver keppandi 7 mínútur til að Ijúka hverri einstakri skák. íóhann Hjartarson tók foryst- ana í byrjun og vann 8 fyrstu skákir sínar. I 9. umferð tap- aði hann fyrir Benedikt Jón- assyni og stuttu sfðar fyrir Guðmundi Sigurjónssyni. Við það náði Helgi Olafsson for- ystunni en í 14. umferð komst Friðrik upp við hliðina á hon- um. Þeir héldust síðan að mótið á enda. Röð efstu manna varð þessi: 1.-2. Frið- rik Ólafsson og Helgi Ólafs- son 15 v. 3. Jóhann Hjartar- son 14 v. 4. Jón L. Árnason 137: v. 5. Guðmundur Sigur- jónsson 11 v. - GFr. Ný varúðar- merking Iyfja Um áramótin kom til fram- kvæmda sérstök varúðarmerking lyfja, sem skert geta hæfni fólks til að aka bifreið eða stjórna öðrum vélum. Varúðarmerkingin er rauður jafnhliða þríhyrningur sem komið er fyrir á merkimiðanum eða um- búðum þeirra lyfja, sem merkja skal. Merkingin nær til um 70 sér- lyfja, auk fjölda forskriftalyfja lækna. Það var samstarfsnefnd á vegum Norðurlandaráðs, sem gerði til- lögur um merkingu árið 1977, en á fundi sínum 1979 ákvað Norður- landaráð, að umrædd merking skyldi koma til framkvæmda í öll- um Norðurlöndunum eigi síðar en 1. janúar 1983. Skrifstofustarf Óskum eftir starfsfólki til starfa á Aöalskrifstofu félags- ins í Ármúla 3, nú þegar. Um er aö ræða almenn skrifstofustörf og starf sendi- manns. Frekari upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá starfs- mannahaldi. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 SÍMI81411

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.