Þjóðviljinn - 05.01.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.01.1983, Blaðsíða 16
DWÐVIUINN Miðvikudagur 5. janúar 1983 GHAFlSKUR SKIAM Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum Aðalsími Kvöldsími Helgarsími sínum: Ritstjórn 81382. 81482 og 81527. unibrot 81285. I jósmyndrr 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgrciðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 afgreiðslu 81663 Tölvustýrt tilkynningakerfi í undirbúningi hjá Verkfræðistofnun Háskólans Fullkomið örygglseftiriit með fiskiskipaflotanum Alsjálfvirkt töivustýrt tilkynningakerfí fyrir íslenska fískiskipaflotann, sem getur gefíð samstundis upplýs- ingar um staðsetningu, stefnu og hraða hvers einasta fískiskips á miðunum við landið, er nú í könnun og undirbúningsvinnslu hjá Verkfræðistofnun Háskólans. Það er Þorgeir Pálsson rafeinda- verkfræðingur sem er frumkvöðull þessarar hugmyndar og liefur Alþingi þegar veitt á fjárlögum þessa árs, 400 þús. krónur til könn- unar og undirbúningsstarfa. Að sögn Þorgeirs mun sú vinna taka ailt að tvö ár, en tæknilega er ekk- ert því til fyrirstöðu að slíkt sjálf- virkt öryggis- og tilkynningakerfi fyrir fiskiskipaflotann geti komist á. Sérstakt móttöku- og senditæki byggt á loran-C staðsetningakerf- inu yrði komið fyrir í hverju skipi og boðin færu síðan í gegnum strandarstöðvar til og frá móður- tölvu í miðstöð tilkynningaskyld- unnar í Reykjavík. Á tölvuskermi er síðan hægt að bregða upp yfirlitsmynd af miðun- um þar, staðsetning allra fiskveiði- skipanna kemur fram, auk þess sem tölvan gerir samstundis viðvart ef eitthvað fer úrskeiðis og hættuástand skapast á miðunum. Nánar er fjallað um þessa bylt- ingakenndu tillögu um tilhögun til- kynningaskyldunnar og rætt við Þorgeir Pálsson rafeindaverkfræð- ing í blaðinu í dag. -lg- Sjá 9. Herjólfur: 46 þúsund manns milli lands og Eyja í fyrra Herjólfur fór á árinu 1982 355 ferðir milli lands ug líyja og flutti í þeim samtals 46.122 farþega og 10.180 bifreiðar. Ólafur Runólfsson fram- kvæmdastjóri I lerjólfs sagði í sam- tali við Þjóðviljann að farþega- flutningarnir væru svipaöir og á ár- inu 1981.cn vöruflutningar hefðu aukist. Einkum hefðu þó bílaflutn- ingarnir aukist því á árinu 1982 voru fluttir 700 fleiri bílar en á ár- inu áður, þótt ferðirnar væru 5 færri en á því ári. - ÁI Þótt snjórinn gerði mörgum gramt í geði í gær, þá leynir sér ekki að þessir ungu mcnn fagna snjókomunni og láta sig engu skipta hvort bílar og önnur farartæki fullorðna fólksins komast lciðar sinnar eða ekki. I Ekki heyrt starísfólks segja framkvæmdastjóri Búlandstinds og formaður verkalýðsfélagsins á staðnum Ég hafði ekki heyrt um mál þetta fyrr en í útvarpinu í gær, sagði Karl Emilsson formaður verkalýðsfélagsins á D júpavogi er við hringdum í hann í gær og spurðum hvort hann hefði orðið var við óánægju kandadísks starfsfólks hjá vinnslustöðinni Búlandstindi, en frá því var sagt í blaðinu í gær. - Þetta kom algjörlega flatt upp á okkur og ég held að enginn hafi búist við þessu. Ég hafði samband við trúnaðarmanninn á staðnum í morgun, og hann hafði ekki orðið var við nokkrar kvartanir. Gunnlaugur lngólfsson fram- kvæmdastjóri Búlandstinds sagði að fólk á staðnum hefði rekið í rog- astans við þessar fréttir í útvarpinu. Hann sagði að þetta hefðu verið duglegar stúlkur og hann hefði ekki heyrt kvartanir hjá þeim undan öðru en að félagsleg aðstaða á staðnum væri þeim ófullnægj- andi. Þeim var gefinn kostur á fríi í byrjun desember, en þar sem to- garinn kom inn á Þorláksmessu gát- um við ekki gefið meira en um- samið frí yfir jólin. Stúlkurnar á- kváðu þá að fara fyrirvaralaust, sem okkur mislíkaði óneitanlega, þar sem þær voru ráðnar í 9 mánuði. Ég ákvað því að halda eftir síðusta vikukaupinu á meðan verið var að gera upp reikninga þeirra, en það var búið að afhenda kaupið í gær þegar þetta mál kom upp. Eg hef tekið saman hvert meðalkaup þeirra hefur verið hér yfir þennan tíma með bónus og kaupauka, og það eru rúmir 5 Kanadadollarar á klst., sem er í kvartanir Frá Djúpavogi samræmi við það sem þeim hafði verið sagt í Kanada, þótt þar hefði ekki verið um neitt loforð að ræða. Við höfum lagt okkur fram um að gera vel við þetta fólk og ég held ég nregi segja að vart sé finnanleg betri verbúð á landinu en hótelið okkár hér. Gjaldið sent þær greiddu fyrir húsnæðið var ekki hugsað sem húsaleiga heldur sem trygging fyrir húsmunum. Það hef- ur ekki verið hækkað í samræmi við dollara þótt við höfum upphaflega tilkynnt það í dollurum, þar sem þær skiklu ekki íslenskan gjald- miðil. Það væri óskandi að fjölmiðlar sinntu meira aðbúnaði verkafólks og sýndu þeim málum skilning, en það verður ekki gert með upp- hlaupunt eins og þessum. Það ríkir alnrenn óánægja með þetta hér á staðnum og þeir Kanadanrenn sem hér eru á staðnum eru orðlausir yfir þessu máli. Fyrirtækið Búlands- tindur hefur átt í erfiðleikum og hér hefur verið erfitt atvinnuástand þar til á þessu ári, að fólk er nú orðiö bjartsýnna meö bættum rek- stri fyrirtækisins. Við þessar að- stæður eru órökstuddar ásakanir cngum til góðs. - ólg. Langþráð fjárveiting frá ríkinu komin: Engin breyting á heilsu- gœslu í Reykjavík Ekki verður tekið upp nýtt kerfi heilsugæslu í Reykjvík á þessu ári og engin trygging cr fyrir því hvenær það verður. Þrátt fyrir að ríkið hafi tryggt Reykjavíkurborg 11,8 miljón- ir króna á árinu, sem farið var fram á nt.a. til þess að koma á hcilsugæslustöðvum í borg- inni, felldi Sjálfstæðisflokkur- inn á mánudag tillögu frá Öddu Báru Sigfúsdóttur um að núincrakerfið yrði lagt nið- ur frá 1. maí n.k. og þá yrði tekið upp heilsugæslukerfi í samræmi við lög frá 1978. í fjárhagsáætlun borgarinnar, sem afgreidd verður á morgun er ekki gert ráð fyrir þessum 11,8 miljónum sent tekjum og sagði Adda Bára Sigfúsdóttir í gær að greinilegt væri að borgarstjóri ætlaði sér að nota þessa fjármuni utan fjárhags- áætlunar til þcss að skalka og valka með, að eigin vild. Reykjavíkurborg hefur margsinnis lýst vilja sínum til þess að taka upp nýtt kerfi heilsugælsu í borginni, nú stð- ast í október s.I. Hins vegar hefur strandað á fjármunum, þar sem nýja kerfið er borg- inni mun dýrara en það gamla, en ríkinu mun ódýr- ara. Hefur borgin því gert kröfu til þess að ríkið kænti til nróts við kostnaðarauka borg- arinnar með fjárframlagi. Með lögum um nrálefni aldr- aðra, senr samþykkt voru á. Alþingi fyrir jól, er borginni tryggöar tæpar 12 miljónir króna frá ríkinu á þessu ári, sem er 35% af kostnaði við heimilisþjónustu fyrir aldr- aða. Eftir þessu fjárframlagi hefur verið beðið, en þá gerist það að Sjálfstæðisflokkurinn neitar að framkvæma það sem til stóð fyrir peningana og reiknar ekki einu sinni með þeim sern tekjum í fjárhagsá- ætlun 1983. - ÁI. Sjá bls. 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.