Þjóðviljinn - 05.01.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 05.01.1983, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 5. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Björgunarsveitarmenn komu til hjálpar f gærmorgun búnir góðum farar- tækjum í ófærðinni. Fjórar jólakökur sögðu lítið handa 90 manns sem biðu í flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli í óveðrinu í gærmorgun, cn nóg var af kaffinu, sögðu þær Sigríður Jónsdóttir (l.t.v.), Anna Björgúlfsdóttir og Elín Jónsdóttir (ljósm. Atli). Að metta 90 manns á fjórum jólakökum Litiö inn íflugstöðina á Reykjavíkurflugvelli Ófærðin er draumatími jeppadellumanna (Ijósm. Atli). Snjóbílar voru þeir einu sem komust ferða sinna þegar mest gekk á í gærmorgun. Fólk beið í hópum eftir strætisvögnunum, sem komu seint og um síðir eða alls ekki, vegna þess að smábílar fastir á götunum töfðu eða heftu ferðir þeirra. Að sjálfsögðu var ekkert flogið frá Reykjavík í gær. Flug fellur nið- ur af minna tilefni cn veðrinu sem yfir gekk í gærmorgun. Samt var það svo að áður en veðurhamurinn skall yfir átti að fljúga og voru farþegarmættir í flugstöð áReykja- víkurflugvelli kl. 7 í gærmorgun. Þegar ófært var þaðan, átti að flytja fólkið til Keflavíkurflugvall- ar og fljúga þaðan. Langferðabíl- arnir, sem sendir voru eftir fólkinu, komust hinsvegar ekki á brott frá flugstöðinni vegna veðursins og ó- færðar og 90 manns sátu í hús- inu þar til kl. 13. í flugstöðinni er smá kaffitería og við ræddum við þær Sigríði Jóns- dóttur, Elínu Jónsdóttur og Onnu Björgúlfsdóttur, sem þar starfa. Þær sögðu að heldur fátt hefði ver- ið hægt fyrir fólkið að gera, nema hita kaffi. Meðiæti hefði lítið verið tii svona snemma dags og ekki síst fyrir þá sök að kvöldið áður beið stór hópur fólks í fiugstöðinni eftir fiugi. Meðlæti með kaffinu í gær- morgun var því af skornum skammti, kannski fjórar jólakökur eða svo handa 90 manns, sem segir heldur lítið. Þær sögðu fólkið hafa tekið biðinni meö hinni mestu ró en dáðust mest að því hve börnin voru góð og þolimnóð, því að fátt fer að jafnaði verr í börn en bið. Þegar veðrinu slotaði var þegar hafist handa viö aö ryðja leiðina að flugstöðinni og sem fyrr segir komst fólkið leiðar sinnar uppúr hádeginu. - S.dór. Smábílar loka götunum Smábílar fastir á öllum götum stöðva strætisvagnana þegar þungfært verður af snjó, sögðu þeir Hallgrímur Pétur (t.v.) og Gunnar Baldur strætisvagnastjórar (Ijósm. Atli). Þeir sögðu að ástandið í gær sögðu strœtisvagna- stjórarnir Gunnar Baldur og Hallgrímur Pétur Laust uppúr hádeginu í gær má segja að ferðir Strætisvagna Reykjavíkur hali vcrið komnar í samt lag eftir ómælda eriiðleika all- an morguninn. Við litum inná bið- stofu strætisvagnastjóranna við Hlemmtorg og spurðumst frétta af gangi mála um morguninn. Þeir Gunnar Baldur, sem ekur leið 9, og Hallgrímur Pétur, sem ekur leið 2, urðu fyrir svörum og sögðu að það væru búnir að vera mikilir erlið- leikar um morguninn. - Og alltaf er ástæðan sú sama þegar þyngir færð vegna snjóa, smábílar sem sitja fastir uni allar götur og hamla stærri bílum að komast áfram, sögðu þeir félagar. Þeim bar saman um að þótt strætis- vagnar væru kannski ekki bestu bílar heims í snjó væru þetta svo þungir drekar að þeir kæmust nokk ferða sinna ef ekki kæmu til van- búnir litlir bílar sem sætu fastir og tefðu för þeirra. hefði verið verst milli kl. 8 og 9 um morguninn, þegar fólk var að reyna að komast til vinnu sinnar og áður en tilkynnt var í hljóðvarpinu um að stætisvagnarir ættu í erfið- leikum með að komast áfram. Fólk beið þá í hópum við biðskýli vagn- anna en eftir að tilkynnt var urn erfiðleikana, hætti fólk við að reyna að komast í bæinn, enda eins gott því að um og uppúr kl. 9 voru nær allar götur orðnar illfærar, einkum í úthverfunum. Þeir félagar tóku þessu öllu saman með stóískri ró, sögðu enda ekki um annað að ræða og að þetta væri svo sem ekki í fyrsta sinn, sem strætisvagnabílstjórar lentu í erfið- ieikum vegna færðar. Við þessu mætti alltaf búast yfir veturinn, starfið væri bara svona. - S.dór.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.