Þjóðviljinn - 06.01.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.01.1983, Blaðsíða 1
DJOÐVIUINN „Víst má hlæja að þessu og stundum með öllum kjaftinum,“ segir Ami Bergmann m.a. í leikdómi uin Forseta- heimsóknina sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir Sjá7. 6janúar 1983 fimmtudagur 48. árgangur 3. tölublað Um áramótin var felld niður 35% innborgunarskylda á innflutt húsgögn. Alþýðubandalagið bókaði mótmæli í ríkis- stjórninni. Framleiðendur telja að hér sé vegið að innlendri framleiðslu. Dýpsta lægð sem komið hefur síðan áríð 1933 veldur því leiðindaveðri sem nú er á landinu — spáð er vondu veðri áfram víða um land í dag Það er feiknarlega djúp lægð, sú dýpsta sem komið hefur hingað síðan árið 1933, sem veldur því vonda veðri sem nú er um allt land. Þessi lægð er við SV ströndina og er 932,1 milli- bara djúp en árið 1933 kom 926,6 millibara djúp lægð hér yfir sagði Knútur Knudsen veðurfræðingur er Þjóðviljinn leitaði frétta uin veður- horfurnar í gærkveldi. Knútur sagði að veður hefði verið vont um allt land í gær, en hryðjurnar hefðu gengið yfir landshlutana á mismunandi tímum. Benti hann á að þótt komið væri logn á Reykjavíkur- svæðinu um kvöldmatarleytið í gær, hefði verið vont veöur víða annarsstaðar en þar hefði svo kannski veriö skaplegt veður þegar mest gekk á hér sunnan- lands. í dag má gera ráö fyrir vondu veöri víða um land, síst betra en var í gær, en erfitt væri að tíma- setja hvenær búast mætti við verstu hryðjunum á hinum ýmsu stöðum á iandinu í dag. ___________________- S. dór. Sjá 16. Akvörðun Davíðs Oddssonar og borgarstjórnaríhaldsins: Skattalækkun á stóreignamönnum Þeir sem eiga stór og mikil einbýiishús ía 1500 kr. til 2500 kr. í „gjöf“ frá Davíð Oddssyni og borgarstjórnarí- haldinu á þessu ári. Hinir sem eiga minni íbúðir og búa í blokk verða að láta sér nægja 500 kr. til 800 kr. Einbýlishús á eignarlóð í Þing- holtunum er metið á samtals 2 mill- jónir 490 þúsund krónur. Eigandi þess fær í afslátt 1.967 krónur á árinu. Einbýlishús í Vesturbænum er metið á 2 miljónir 177 þúsund krónur. Eigandi þess fær í sinn hlut 1720 kr. Lítil blokkaríbúð í Árbæjar- hverfi er metin á 650 þúsund krón- ur. Eigandi hcnnar fær í sinn hlut 514 kr. lækkun fastcignagjalda. Stór blokkaríbúð í Breiöholti er metin á 946 þúsund krónur. Eigandi liennar fær 747 krónur í afslátt. Nítíu fermetra íbúð í fjórbýlis- húsi í Vesturbæ er mctin á 742 þús- und krónur. Eigandi hennar fær í sinn hlut 586 kr. Alls eru það 20 milljónir króna sem ætlunin er að deila út meðal borgarbúa í lækkun fasteigna- gjalda með þessum hætti. heir sem eiga mestar eignir fá mest, þeir sem minnstar eiga minnst, og þeir sem ekkert eiga ekkert. Fimmtíu mill- jón króna umframskattur á þjón- ustugjöld bitnar lúns vegar fyrst og fremst á öllum almenningi eins og rakið er annars staðar. -ÁI. 1500 til 2500 kr. lækkun á '> einbýlishúsum, 500 til 800 kr. á venjulegum blokkaríbúðum Einbýli við Laufásveg: Eigandi þess fær 1.967 krónur í afslátt af fasteignasköttum. Akvörðun Davíðs Oddssonar og borgarstjórnaríhaldsins: Skattahækkun á almenning leiðar sinnar vegna ákvörð- unar Davíðs Oddssonar og borgarstjórnaríhaldsins um 50% aukahækkun stræt- isvagnagjalda. Kostar 3100 kr. meira fyrir 3ja manna fjölskyldu í strætó á árinu Fjölskylda sem saman- stendur af foreldri og tveimur börnum og fer sex sinnum í strætó á dag (3 ferð- ir fram og til baka, tveir full- orðinsmiðar og 4 barnamið- ar 5 daga vikunnar) þarf á þessu ári að greiða 3100 kr. meira til þess að komast Fargjöld hjá SVR eiga að hækka aukalega um 50% og kort litlu minna. Barnamiðar hækka úr kr. 2 í 3 og fullorðinsmiöar úr kr. 8 í 12. Eigi þessi fjölskylda þriggja her- bergja blokkaríbúð getur hún vænst 5 til 600 kr. lækkunar á fast- eignagjöldum frá Davíð Oddssyni meðan einbýlishúsaeigendur fá 1500 til 2500 kr. í lækkun sinna gjalda. 50 milljónir króna umfram al- mennar verðlagshækkanir á að kroppa af þeim hópi fólks í borg- inni sem nýtir og þart' að nýta sér samfélagslega þjónustu. Fyrir utan hækkun gjaldskrár SVR er m.a. um að ræða aukagjöld á sund- laugarmiða, bókasafnskort og aukaskatt fyrir börn á gæslu- völlum. - e.k.h. Einbýli við Lynghaga: Eigandi þess fær 1.720 krónur í afslátt af fasteignasköttum. Þeir sem eiga blokkaríbúðir í Árbæ og Breiðholti fá 514-742 krónur í afslátt af fasteignasköttum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.