Þjóðviljinn - 06.01.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.01.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. janúar 1983 í stað 20% hækkunar á fjárvcitingu til bókakaupa á miili ára fái Borgar- 14 miljónir verði settar í dagheimili í stað 9, þ.e. nær 70% hækkun frá fyrra ári. bókasafnið 50% hækkun. Tillögur Alþýdubandalagsins vid fjárhagsáætlun: SKÝR STEFNUMUNUR „Höfuðbreytingin frá fjárhagsáætlunum síðustu fjögurra ára, er, hversu þessi fyrsta áætlun Davíðs Oddssonar er andfélagsleg og hvernig allir áherslu- punktar eru fluttir frá félags- legum verkefnum yfir í önnur verkefni. Augljósasta dæmið um þetta er lækkun fasteignagjalda á íbúðarhús- næði sem kemur stóreigna- mönnum fyrst og fremst til góða og gefur þeim eftir um 20 miljónir króna. A sama tíma eru strætisvagnafargjöld hækkuð um nær 50%, þannigað strætisvagnafarþegar verða að greiða yfir 30 miljónum meira heldur en ráð var fyrir gert miðað við verðlagsþróun á þessu ári. Þannig má segja að Sjálfstæðisfiokkurinn sé að færa fé frá farþegum S VR yfír til stóreignamanna“, sagði Sigurjón Pétursson í gær. Á fundi borgarstjórnar í dag veröur fjárhagsáætlun ársins 1983 afgreidd. Borgarfulltrúar Alþýðu- bandalagsins hafa lagt fram milli 20 og 30 breytingatillögur viö fjár- hagsáætlunina ogsagöi Sigurjón að í þeim kæmi frant mismunandi áhersluþungi á einstaka fram- kvæmdir og starfsemi á vegum borgarinnar. Davíð sýnir sitt rétta andlit „Ef viö værum að gera fjárhagsá- ætlun sjálf í dag,"sagði Sigurjón, „þá væri hún auðvitað gerólík þeirri sem við stöndum frammi fyrir, þó ekki væri nema fyrir það að við hefðum aldrei lækkað fast- eignagjöldin. Viðgerðum kjósend- um grein fyrir því s.l. vor, um hvaða valkosti væri að ræða og við úrslit kosninganna verðum við auðvitað að sætta okkur. Ég tel það bæði sjálfsagt og rétt að borgar- stjórn Davíðs Oddssonar fái að sýna í eitt skipti sitt rétta andlit og ekki eðlilegt að minnihluti borgar- stjómar komi fram með aðra fjár- hagsáætlun á fyrsta ári eftir kosn- ingar. Hins vegar sýnum við framá í tillögum okkar hvernig hægt er að verja fé með öðrum hætti en Sjálf- stæðisflokkurinn leggur til, þó við Sigurjón Pétursson séunt ekki að gera nýja fjárhagsá- ætlun." Dagheimili, búningsklefar, ný sundlaug - En hverjar eru þá helstu breyt- ingatillögur Alþýðubandalagsins? „Af dæmum um stefnumun má nefna að í framkvæmdaáætlun le- ggjum við áherslu á hraðari og ör- uggari uppbyggingu dagvistar- stofnana, eða réttara sagt sama hraða og var í okkar stjórnartíð. Þannig leggjum við til eðlilega hækkun á milli ára í stað niður- skurðar sem Sjálfstæðisflokkurinn stefnir að. Þá leggjum við áherslu á að haldið verði áfram byggingu bún- ingsklefa og baða við sundlaugina í Laugardal. Sund er einhver út- breiddasta almenningsíþróttin í þessu landi sem flestir geta stundað frá barnæsku til elliára. Á móti þessu teljum við að auðveldlega megi fresta því að leggja gervigrasvöll í Laugardal. Slíkur gervigrasvöllur myndi fyrst og fremst þjóna tiltölulega fáum af- reksmönnum í íþróttum. Þá leggjunt við áherslu á að menningarmiðstöðinni við Gerðu- berg verði komið í gagnið sem allra fyrst en þar stendur glæsilegt mannvirki svo til fullgert. I því, rétt eins og í böðunum í Laugardal, eru bundnir miklir fjármunir, en aðeins herslumuninn vantar til að ljúka við og taka í notkun. í það viljum við leggja fé auk þess sem við viljum hefja byggingu á nýrri laug við Fjölbrautaskólann í Breiðholti við hlið þeirrar sem fyrir er þannig að nýta megi þar bún- ingsklefa, böð og gufuböð. Þannig myndu skapast möguleikar á að hafa opið fyrir almenning alla daga allan daginn í þessu mikla mann- virki. Á móti þessu viljum viðhins vegar fresta því að byggja aðra akrein Suðurlandsbrautar sem við teljum að engin brýn nauðsyn sé á að gera einmitt nú. Aukin kennsla 6 ára barna Auk þessa teljum við brýnt að auka kennslu 6 ára barna í a.m.k. 18 klukkustundir á viku strax næsta haust, taka upp bakvaktir urn helg- ar í barnaverndarmálum og aldurs- blöndun á þeim tveimur dagheimil- um sent enn hafa ekki tekið hana upp. Fleira mætti nefna, svo sem aukin bókakaup til Borgarbóka- safns og það að við viljunt rniklu fremur en Sjálfstæðisflokkurinn koma til móts við ýmis félaga- samtök sem vinna að menningar- málum og reyna þannig að efla menningarlíf í borginni. Þar ntá nefna samtök eins og Torfusamtökin, Alþýðuleikhúsið og Listasafn alþýðu, en enginn þessara aðila nýtur náðar í augum íhaldsins. Þá leggjum viö til aukinn styrk til Leigjendasamtakanna enda er þeirra starf því mikilvæg- ara nú sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að fella niður byggingar leiguíbúða í borginni. Gervigrasi og breikkun Suður- landsbrautar frestað - Áttu von á að citthvað af þessu verði samþykkt? Það er engin brýn þörf sem kall- ar á að Reykjavíkurborg eyði nú yfir 20 miljónum króna í annars vegar gervigras og hins vegar tvö- földun á Suðurlandsbraut, þegar önnur verkefni eins og þau sem ég hef nefnt beinlínis krefjast aðgerða. Það er heldur engin skyn- semi í því að láta dýrar byggingar eins og böðin og menningarmið- stöðina standa hálfkaraðar og skera alla félagslega þjónustu og uppbyggingu niður við trog. Hins vegar gerum við okkur auðvitað grein fyrir að þessi fjár- hagsáætlun eins og hún er fram lögð er fjárhagsáætlun Sjálfstæðis- flokksins. Við bentum kjósendum á s.l. vor hvað verða myndi í Reykjavík ef íhaldið kæmist hér aftur til valda. Fjárhagsáætlunin staðfestir þau orð okkar en, - það er aldrei of seint að reyna að koma í veg fyrir alvarleg mistök. Tillögur okkar miða að því að sníða verstu agnúana af fjárhagsáætluninni. Ef þær verða samþykktar, yrðu Reykvíkingar betur settir á árinu 1983", sagði Sigurjón að lokunt. Nýbygging yfir böð og búningaklefa í Laugardal verði ekki látin standa óhreyfð allt árið. Lokið verði við innréttingar í menningarmiðstöðina við Gerðuberg, en þar á m.a. að koma nýtt útibú Borgarbókasafns. Ný laug verði byggð við Fjölbrautaskólann í Breiðholti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.