Þjóðviljinn - 06.01.1983, Blaðsíða 15
Fimmtudaj>ur 6. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
RUV <9
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.. Bæn. Gull í
niund. 7.25 Leikfimi 7.55 Daglegt mál.
Endurt. þáttur Árna Böðvarssonar frá
kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun-
orð: Sigurður Magnússon talar.
9.05 Morgunstund harnanna: „Líf" eftir
Else Chappel Gunnvör Braga byrjar
lestur þýðingar sinnar (1)
10.00 Fréttir. 10.10 Veöurtregmr.
10.30 Verslun og viðskipti Umsjón: lngvi
Hrafn Jónsson
10.45 Árdegis í garðinum með Hafsteini
Hafliðasyni.
11.00 Við Pollinn Ingimar Eydal velur og
kynnir létta tónlist (RÚVAK)
11.40 Félagsmál og vinna Umsjon: Skúli
Thoroddsen.
Fimmtudagssyrpa - Ásta R. Jóhannes-
dóttir.
14.30 „Leyndarmálið í Engidal" eftir Hug-
rúnu Höfundur les (9)
15.00 Miðdegistónleikar.
16.20 Jólaloka Barnatími undir stjórn Jón-
ínu H. Jónsdóttur.
17.00 Djassþáttur Umsjónarmaður: Ger-
ard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómas-
dóttir.
17.45 Neytendamál Umsjónarmenn: Anna
Bjarnason, Jóhannes Gunnarsson og
Jón Ásgeir Sigurðsson.
Útvarp kl. 17.00. Umsjónarmaður er Ger-
ard Chinotti.
19.00 Kvöldfréttir.
20.00 Fimmtudagsstúdíóið - Útvarp unga
fólksins Stjórnandi: Helgi Már Barða-
son (RÚVAK)
20.30 Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands í Háskólabíói Beint útvarp frá fyrri
hluta tónleikanna. Stjórnandi: Páll P.
Pálsson. Einleikari: Sigurðurl. Snorra-
son. a) Klarinettukonsert eftir Johann
Melchior Molter. b) Klarinettukonsert
eftir Pál P. Pálsson - Kynnir: Jón Múli
Árnason.
21.30 Almennt spjall um þjóðfræði Dr. Jón
Hnefill Aðalsteinsson sér um þáttinn.
22.00 Tónleikar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 Lcikrit: „Fús er hver til fjárins" eftir
Eric Saward; fyrri hluti þýðandi og leik-
stjóri: Ævar R. Kvaran. Leikendur:
Hjalti Rögnvaldsson, Helga Þ. Steph-
ensen, Árni Blandon, Róbert Arn-
finnsson, Magnús Ólafsson, Hákon
Waage, Magnea Magnúsdóttir, Gísli
Alfreðsson, Guðbjörg Þorbjarnardóttir
og Rúrik Haraldsson. Söngur og gítar-
undirleikur: Björgvin Halldórsson. Síð-
ari hluti verður á dagskrá sunnudaginn
9. jan. '83.
23.15 Lúðrasveit Reykjavik og Guðmund-
ur Jónsson flytja áramóta- og önnur vin-
sæl lög Stjórnandi: Páll P. Pálsson.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
frá lesendum
Fima grófar
blekkingar
Tólf á báti skrifa:
Við 12 á báti komum stund-
um saman til að ræða „efst á
baugi" yfirdropaaf kaffi. All-
ir erum við utan flokka. En
eins og að líkum lætur eru
skoðanir oft skiptar. En við
erum allir sammála um. að fá
mál hafi betur afhjúpað á
jafnótvíræðan hátt hyldýpi
pólitískra óheilinda, eins og
álvérsmálið.
Ýtarlegar rannsóknir hafa
leitt í ljós, að þetta svissneska
auðfélag hefur stórlega hlunn-
farið íslendinga, auk þess sem
það greiðir ekki nema brot
framleiðsluverðs þess raf-
magns, sem það notar. For-
ystumenn þess eru ekki stærri
í sniðum en svo, að þeir not-
færa sér fákunnáttu og fljót-
færni þeirra, er við þá sömdu
fyrir Islands hönd. Megin-
hluta þess rafmagns sem verk-
smiðjan notar, greiðir því ís-
lenskur almenningur.
Núverandi iðnaðarráð-
herra, Hjörleifur Guttorms-
son, - enginn hefur tekið
þetta álversmál jafnföstum og
rökrænum tökum sem hann.
En varla hafði hann hafið
kannanir sínar, en stjórnar-
andstaðan snerist gegn honum
og gekk til ótvíræðrar
liðveislu við álhringinn. Af-
staða forystumanna
Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks í
þessu máli, er Ijótur kapituli
óheilinda og blekkinga, í þeim
tilgangi einum að koma höggi
á andstæðing, sem þeir óttast.
Og flokkshagsmunir látnir
sitja fyrir þjóðarhagsmunum.
En kórónuna á ósómann setti
Guðmundur G. Þórarinsson,
er hann sagði sig úr viðræðu-
nefndinni. Og með honum
stendur þingflokkur Fram-
sóknar, stærsti stjórnarflokk-
urinn. - þetta gerist á mjög
viðkvæmu viðræðustigi, þrátt
fyrir það, að ráðherra hefur
framfylgt ákvörðunum ríkis-
stjórnarinnar. En Guðmund-
ur krafðist þess, að farið yrði
að sínum tillögum. Hljóp svo
úr nefndinni, er það var ekki
gert. Lýsir þetta ekki bæði
hroka og óheilindum, sem
styðja andstöðu álfurstanna?
I sjónarpsþættinum áðan
mættu ráðherra og Guðmund-
ur og fjölluðu um þetta mál.
Ráðherra færði skýr rök, en
Guðmundur tönnlaðist mest
á, að ráðherra væri í tvö ár
búinn að fjalla um málið og
engum árangri náð. Það er
sem sagt enginn árangur, þótt
markvissar rannsóknir hafi
leitt í Ijós stórar upphæðir,
sem álverið hefur dregið
undan. Og Hjörleifur hefur
haldið þannig á málinu, að nú
er fullljóst, að álverið kemst
ekki hjá því að hækka
greiðslur fyrir rafmagn. Það er
ekki lengur neina tímaspurs-
mál - þrátt fyrir það liðsinni,
sem stjórnarandstaðan og nú
einnig þingflokkur Framsókn-
ar, sem hefur með afstöðu
sinni, gert svo óhreint fyrir
sínum dyrum að hreingern-
ing verður erfið.
Tvö ár, tvö ár endurtók
Guðmundur hálfflóttalegur á
svip í sjónvarpinu. En hve
Hjörleifur Guttormsson
mörg tvö ár á undan, hefur
ekkert verið gert í þessu máli?
Og hvað hefði tekist á þess-
um tveim árum, sem málið
hefur verið í liöndum Hjör-
leifs, ef forysta Sjálfstæðis- og
Alþýðuflokks liefðu sýnt þau
heilindi og sjálfsagaðn dreng-
skap að standa með ráðhera í
baráttu hans viö álhringinn til
að rétta hlut íslendinga? Mál-
ið væri að öllum líkindum fyrir
löngu í liöfn. Slíkt óvéfeng-
janlegt réttlætismál er
leiðrétting á raforkuverðinu.
Og þaðgegnir furðu. að st jórn
álversins skuli ekki sóma síns
vegna, fyrir löngu hafa boðið
það. En á hvaða stigi er sóm-
akennd liins íslenska liðsinnis
við álverið? Sómakennd
Franisóknar nú í þessu máli er
á slíku lágþrepi, að ekki mun
gleymast. Og svodágt leggst
þesi pólitíska þrenning, að
hún krefst þess að máliö veröi
tekið úr höndum þess manns,
sem öllum öðrum hefur unnið
skipulegar og betur að því. En
hvers vegna vilja þeir taka þaö
úr hans höndum? Er það af
áliuga fyrir lausn málsins?
Nei, þá hefðu þeir staðið ein-
liuga með Hjörleifi, en ekki
opinberlegagegn honum, eins
og þeir gera. Þetta er svo
augljóst, að ekki tekst að
blekkja fólk til að trúa öðru,
því að Hjörleifur liefur unnið
þessu máli, eins og öðrum
tneð rannsóknum, skipulags-
viti og hæfni sem andstæð-
ingar hans geta ekki státað
af. Oger það ekki einmitt þess
vegna sem koma þarf höggi á
hann? Er það ekki einmitt
þess vegna, sem reynt er að
koma í veg fyrir, að álverið
semji um málið, undir hans
stjórn? Ef unnt reynist mun
komið í veg fyrir að málið
komist í höfn undir hans for-
ystu. Þess vegna er unnið að
því að lionuni verði ýtt út úr
því, og nýrri nefnd falið fram-
lialdið. Svo á hún að fleyta
rjómann af vinnu hans og
eigna sér heiðurinn. Sannar-
lega stórmannlega að verki
staðið.
Viö 12 á báti höfum aldrei
grennslast eftir, hvernig við
Itöfuin ráöstafaö okkar at-
kvæðum. en í kvöld skýrðum
við frá því. Við síðustu kosn-
ingar kusu 5 Sjálfstæðisflokk-
inn, 4 Framsókn, 2 Alþýðu-
bandalagiö og enginn Al-
þýðuflokkinn. En 1 kaus
ekki. Að þessu sinni vorum
við allir einhuga um, að kjósa
Alþýðubandalagið. Það hafa
flestir okkar aldrei gert áður.
Við treystum einfaldlega ekki
lengur mönnum, sem standa
að verki eins og hér hefur ver-
ið gert. Þaö er kominn tími til
að kjósendur fylgist með
geröum forystumanna. Það
erum við kjósendur, sem
ráöum því, hvort þessir menn
fara inn á þing eða sitja
heima. Og viö eigum áreiðan-
legti :iö huga betur að vali
okk:u en við höfum tíðum
gert.
teikningarnar. Nú er það kengúran.
Flun a lieima í Ástralíu, sem er hinum
megin á hnettinum, reyndar beint
fyrir neðan okkur. Á meðan vetur er
á íslandi, þá er sumar í Ástralíu og
svo öfugt.
Eins og áður, þá teiknum við fyrst
tölustafinn, og í þetta sinn er það tal-
an 5. Hún myndar bol kengúrunnar,
og þá er aðeins eítir að bæta við fót-
um, höfði og hala.
Þessi þraut er dálítið erfið. Hvort
eigum við að velja leið nr. 1,2 eða 3,
til að komast í gegnum völundar-
húsið?