Þjóðviljinn - 06.01.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.01.1983, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA S Oddi flutti út prentverk í stórum stíl á síðasta ári: Prentaði fjórtán færeyskar bækur „Við höfum flutt út prentverk til Færeyja í 10 ár og á síðasta ári jókst þessi þáttur í okkar rekstri mjög og má nefna að við unnum fyrir Færeyinga mjög vandaða listaverkabók í lit og var hún á 8 tungumálum“, sagði Porgeir Baldursson, forstjóri í Prentsmiðjunni Odda, í samtali við Pjóðviljann í gær. í yfirliti frá Útflutningsmiðstöð iðnaðarins urn útflutning iðnaðar- vara á sl. ári vekur athygli að út- flutningur á prenti hefur sl. 11 mánuði aukist um 98% að magni til, eða úr 9.5 tonnum 1981 í 18.8 tonn 1982. Meginástæða þessara auknu viðskipta var vinna Prent- smiðjunnar Odda fyrir Færeyinga. „ltér var um að ræða prentverk á bæði bókum og eyðublöðum hvers konar. Auk listaverkabókarinnar, sem er yfiriit yfir færeyska myndlist frá upphafi, settum við og prent- uðum fjölda færeyskra bókmenn- taverka svo og þýddra og þar var um 14 titla að ræða", sagði Þorg'eir í Odda. Færeyingar eru miklir bókaorm- ar og gat Þorgeir þess að upplög bóka hjá þeim væru svipuð og hér á landi þrátt fyrir að þeir væru aðeins um 1/4 hluti íslensku þjóðarinnar. Taldi hann þetta stafa af mun færri titlum sem f boði væru. „Við höfum einkum unniö fyrir stærstu bókaútgáfuna í Færeyjum sem heitir Bókagaröurinn en þess má geta að Færeyingar prenta einnig bækur sjálfir. Ætli verð- gildi þessa verks fyrir Færeyinga á sl. ári hafi ekki verið um 3 miljónir króna þannig að hér er um stóran þátt í okkar rekstri að ræða og við bindum miklar vonir við þessi við- skipti í framtíðinni", sagði Þorgeir Baldursson, forstjóri í Odda. að síðustu. - v. Útflutningur á prentverki jókst um 98% á niillí áranna 1981 og 1982! Guðrún A. Kristinsdóttir píanólcikari og Berglind Bjarnadóttir sópran- söngkona á æflngu fyrir tónleikana á sunnudaginn. Útflutningur iðnaðar- vara minnkaði um 8% Mestu veldur minni útflutningur á áli magni til um 212% á milli ára. Út- Sópran- söngkona með tónleika í Norræna húsinu Sunnudaginn þann 9. jan. kl. 17 munu þær Berglind Bjarnadóttir sópransöngkona og Guðrún A. Kristinsdóttir píanóleikari halda tónlcika í Norræna húsinu. Á efnisskránni eru verk eftir norræn tónskáld. Berglind syngur úr Ljóðakornum Atla Heimis Sveinssonar og sænska sönglaga- bálkinn Gullebarns vaggsánger eftir Wilhelm Peterson-Berger. Áuk þess verða fluttir söngvar eftir Wilhelm Stenhammar og Jean Si- belius. Berglind Bjarnadóttir hóf söngnám hjá Elísabet Erlingsdótt- ur við Tónlistarskóla Kópavogs og lauk þaðan burtfararprófi. Undan- farin þrjú ár hefur Berglind verið búsett í Stokkhólmi þar sem hún stundar framhaldsnám við Stock- holms Musikpedagogiska Institut. Þetta verða fyrstu sjálfstæðu tón- leikar Berglindar hérlendis. Aðgöngumiðasala er við inn- ganginn. Heildarúttlutningur iðnaðar- vara minnkaði um 8% á milli áranna 1981 og 1982 og er þá miðað við fyrstu 11 mánuði hvors árs um sig. Á sama tíma minnkaði hins vegar heildarút- flutningur landsmanna um 15%. Meginsveillunni veldur 10% minnkun á útflutningi áls og álmetis en hins vegar jókst útflutningur kísiljárns um 25% og kísilgúrs um 23%. í skýrslu frá útflutningsmiðstöð iönaðarins vekur og athygli að ytri fatnaður ýmiss konar eykst aö flutningur vara úr loðskinm minn- kaði hins vegar um 60%. Útflutningur vara til sjávarút- vegs jókst á sl. ári um 5()‘K>. Niður- lagðar sjávarafurðir jukust að magni til í útflutningi um 44%. Mikil minnkun varð á útflutningi málningar og lakks eða um 80% og veldur þar mestu lítill útflutningur til Sovétríkjanna miöað við árið á undan. Útflutningur húsgagna úr tré og málmi minnkaði um 43%, vikurs um 50%, þangmjöls um 5%, svo að eitthvað sé nefnt. -v. s»jórh£irft>aonrMi »> „Einn megintilgangurinn með stjórnarskránni hlýtur að vera sá, að tryggja, að við séum öll jöfn fyrir lögunum, ogþað tekst aldrei með ójöfnum kosningarétti. “ Einn maður eitt atkvæði Undanfarið hef ég beðið með vaxandi óþreyju eftir að helstu oddvitar okkar Alþýðubanda- lagsmanna hér í Reykjavík láti til sín heyra til stuðnings réttlætis- kröfu okkar Reykvíkinga og Reyknesinga um jafnan kosn- ingarétt öllum til handa. En þar sem ekkert hefur gerst, get ég ekki lengur orða bundist. Áður fyrr var kosningaréttur víða ójafn eftir stétt, ekki verja menn það nú. en þá vörðu það ýmsir valdamenn. Einnig var kosningaójafnrétti víða reist á mismunandi efnahag, kynferði eða litarhætti og ekki vantaði þá gallharða stuðnings- menn þess misréttis. En hver vildi vera í þeirra sporum nú? Nú, á því herrans ári 1983, vilja margir á íslandi misjafnan kosningarétt til handa íslending- um, og vilja fara eftir búsetu. Hver skyldi seinna vilja vera í sporum þeirra manna sem þannig verja misréttið? Menn skyldu hafa það hugfast, að einn megin- tilgangurinn með stjómarskránni lilýtur að vera sá, að tryggja, að við séum öll jöfn fyrir lögunum 3g það tekst aldrei með ójöfnum kosningarétti. Nú segja sumir að gæta þurfi hagsmuna dreifbýlis- ins með því að hafa kosningarétt ójafnan. Parna þykir mér aldeilis farið aftan að siðunum. Eitt misrétti á ekki og má ekki bæta með öðru misrétti. Jöfnuður með valddreifingu Auðvitaö erum við sósíalistar hlvnntir því að jafna efnahags- legan aðstöðumun, en hann fer núfrekar eftir ýmsu öðru en bú- setu í landinu og það er fáránlegt að ætla aö jafna hann með því að rýra þegnréttindi eins og kosn- ingarétt á einu landshorni. Ein aðferðin, sem beitti má til að deifa valdinu, er að auka hlut sveitarfélaga og/eða Iandshlut- asamtaka í stjórnsýslunni og ber að stefna aö því. Nú spyrja ýmsir: „Hvernig ætla menn að hafa kjördæmaskipan- ina þannig að hún tryggi jafnan kosningarétt?". Einfaldast er auðvitaö.að tryggja það með því Gunnar H. Gunnars son skrifar að gera landið að einu kjördæmi, en aðferðin er aukaatriði. Niður- staðan jafnrétti er aðalatriði. Pað er ömurlegt aö fylgjast með því, sem helst er rætt á milli þingfíokkanna núna á lokasprett- inum. „Valkostirnir" viröast allir vera á þá leið, að Reykvíkingar og Reyknesingar, 60% þjóðar- innar, fái innan við 50% alþingis- manna í sinn hlut! Ég vil að lokum skora á Reykvíkinga og Reyknesinga að láta nú kröftuglega til sín heyra og duglega til sín taka, þannig að þetta réttlætismál okkar nái fram að ganga. Kjörorðið er: Einn maður - eitt atkvæði. Gunnar H. Gunnarsson er verk- fræðingur hjá gatnaniálastjóra í Reykjavík. Hann hefur haft víðtæk afskipti af félagsmáium. M.a. starfað inikið fyrir fagfélag verkfræðinga og verið lóngum í Borgarmálaráði Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.