Þjóðviljinn - 06.01.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. janúar 1983
Hvað
eru eigur
þínar?
Því hvaö eru eigur þínar annaö
en hlutir, sem þú geymir og gætir
af ótta við aö þarfnast þeirra á
morgun?
Og morgundagurinn, hvaö
mun morgundagurinn færa hin-
um margvísa hundi, sem grefur
bein sín í sporlausan sandinn, elt-
andi pílagríma á leiö til hinnar
helgu borgar?
(Spámaðurinn;
Rvík 1979: Bls 25).
Skák
Karpov að tafli - 76
9. umferð millisvæðamótsins í
Leningrad færði Karpov uppí 2.
sæfið. Hann vann Argentínu-
manninn Quinteros glæsilega.
Kortsnoj malaði Byrne og Larsen
bauð Taimanov jafntefli í tapaðri
stöðu og þekktist Taimanov
boðið, jafntefli þó svo hann hafi
átt tvær raktar vinningsleiðir í
stööunni! Staða efstu manna: L.
Kortsnoj 8 v. 2. Karpov 7 v. 3.-4.
Larsen og Byrne 6'/2 v. 5. Smejk-
al 6 v.
Karpov - Quinteros
Besta skák Karpovs í mótinu:
20. Hxd5! exd5
21. Rf5 Dd8
22. Dg4 g6
23. Rxh6+ Kg7
24. Rf5+I?
(Mikill variantasmiður fann eftir-
farandi vinningsleið að skákinni
lokinni: 24. Rd4! Kxh6 25. Rf5+
gxf5 26. Bf4+ Rg5 27. Dxf5 Kg7
28. hxg5 Hh8 29. Hh6 með hót-
unum eins og Bd3, e6, g6 o.s.frv.
Hvítur vinnur. Leiðin sem Karpov
velur dugar einnig.)
24... Kh8 31. Be5 Bf6
25. Bd3 Hg8 32. He1 Bxe5
26. Rh6 Hg8
27. h5 De8
28. e6 Rdf6
29. exf7 Dd8
30. Dd4 Rxh5
33. Hxe5 R5f6
34. g4 Df8
35. g5 Re4
36. Bxe4 dxe4
37. Dxe4
- Svartur gafst upp. Lokastaðan
verðskuldar stöðumynd.
Dúddi
á Skörðugili
Húsið er
tómt
Þrjátíu hjólrimar mætast í nöf-
inni, en nytsemi hjólsins er komin
undir öxulgatinu. Leirkerin
verða að gagni vegna þess aö þau
eru hol innan. Menn snn'ða dyr og
glugga, og húsið verður nytsamt,
af því að það er tómt.
Og geti tilveran borið ávöxt, er
hið tilvistarlausa nytsamt.
(Lao-Tse, Bókin um veginn
útg. Rvík. 1971).
Bítlauppboð
í Lundúnum
„ Verslunin
hún gengur
greitt”
ÞaS voru aldeilis bítladýrðir í Sotheby’s uppboðshöllinni í
Lundúnum í síðasta mánuði. Margir viðstaddra höfðu á orði,
að engu værilíkaraen gamligóði sjöundiáratugurinnværigeng-
inn í garð með tónlistarbyltingu þeirri sem kennd var við mestu
átrúnaðargoð heimssögunnar, „The Beatles“. Og engin furða,
uppboðsskrá þeirra í Sotheby’s var útúrfull af alls kyns minjum
sem tengjast helstu stjörnum þessa tíma.
Grái uppáhaldsbúningurinn
hans Johns heitins Lennon's sem
margir hafa barið augum á mynd-
um af kappanum. Þessi glæsibún-
ingur var falur fyrir 25 þús. kr. ísl.
Reyfarakaup það.
Fyrir minni upphæð var hægt
að eignast bréf sem Ringo Starr
skrifaði einum aðdáenda sinna
eða matseðill frá Pickwick-
klúbbnum í Newport, áritaður
með bestu kveðju frá Bítlunum.
Öllu verðmeiri var handrit
Pauls McCartneys af textanum
að laginu vinsæla „Sergent Pepp-
er’s Loneley Hearts Club Band".
Þessi merkis miði var talinn ekki
minna virði en sem nemur 130
þús. krónum íslenskum. Og ýms-
ir aðrir bítlamunir voru til sölu,
s.s. trommukjuðar, gítarneglur
og hvaðeina sem mönnum dettur
í hug að selja. Raunar hafa furð-
ulegustu hlutir sölugildi sé hægt
að tengja þá merkum atburðum
eða mönnum. Þannig er nú það.
Sem betur fer hurfu ekki allir
þeir merkis munir sem boðnir
voru upp hjá Sotheby’s inn í læsta
skápa einstakra safnara. Fors-
töðumenn Bítlaminjasafnins í Li-
verpool fjölmennustu á upp-
boðið og festu kaup á mörgum
dýrmætum gripum eins og t.d.
gamla gítarnum hans George
Harrisons.
En það voru fleiri bítlar sem
voru boðnir upp en hinir einu
sönnu. Rokkkóngurinn Elvis
heitni Presley hefði sjálfsagt
kannast við ýmsa hluti sem skiptu
um eigendur á uppboðinu, og
eins var þar að finna ýmislegan
varning sem áður var í eigu Bill
Haley og Tom Jones, og barna-
myndir af meðlimum Rolling
Stones, en alls voru munirnir á
bítlauppboðinu hátt í fjórða
hundrað talsins.
(endursagt - Ig.)
8UI.KMAN. SitíBI.r.V
Mo.jor:
Aoii ;
Mojor:
AclivitioK
BEBRV. BOBF.RT EABL
Mojor:
A .rUvilK'
uh. K-.'y; Cm;L
h'y.íid
w: Vy>7.
Með bestu kveðjum frá Elvis.
í síðasta tbl. Eiðfaxa er svolát-
andi klausa úr viðtali við Dúdda á
Skörðugili (Sigurjón M. Jónasson
bónda á Syðra-Skörðugili í
Skagafirði):
„Eg fór í hestakaup í haust og
fékk rauðan fola, 5 yetra, ætt-
aðan úr Borgarfirði. Ég lét fyrir
hann rauða hryssu og fékk 1000
útborgaðímilli. Síðan lét ég þann
rauða fyrir nokkru og fékk í stað-
inn brúnskjóttan fola og gaf á
milli eina flösku af koníaki og
eina flösku af suðrænni sælu. Ég
afhenti strax koníakið en hafði
hina flöskuna ekki handbæra.
Tveimur dögum seinna hafði
ég hestakaup við Svein á Varma-
læk og lét þann skjótta og fékk á
milli eina flösku af suðrænni
sælu, sem ég notaði til að borga
skuldina frá fyrri kaupunum.
Á kappreiðum á Vindheima-
melum lét ég svo þann rauða sem
ég fékk hjá Sveini og tók í staðinn
5 vetra fola, sem var norður á
Akureyri. Þann rauða lét ég svo í
fyrradag fyrir 8 vetra hryssu með
jörpu hestfolaldi og á hana nú
enn, sagði Dúddi, og bætti því við
að hann hefði ekkert séð af þess-
um hrossum nema það, sem hann
fékk síðast og lét síðast.
Þegar við spurðum Dúdda að
því hvenær hann hefði haft flest
hestakaup á einum degi var
greinilegt á honum að engri tölu
yrði á slíkt komið. Hitt gat Dúddi
sagt okkur að einu sinni hefði
hann riðið Héraðsvötnin með
Sveini á Varmalæk og hefðu þeir
haft þrenn hestakaup frá því þeir
riðu út í Vötnin og þangað til þeir
komu upp úr þeim hinum
megin.”
- mhg
Þetta eru fínu
gráu fötin hans
Lennons heitins.
Gamli góði gítarinn
sem Harrison
lék létt á
hér fyrrum
Gamli góði sjöundi áratugurinn
genginn í garð???