Þjóðviljinn - 06.01.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.01.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 6. janúar 1983 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Akranesi - Bæjarmálaráð Fundur verður haldinn mánudaginn 10. janúar kl. 20.30 í Rein. Umræðuefni: Fjárhagsáætlun bæjarins fyrir 1983. - Félagar fjölmennið. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Húsavík Árshátíð Aiþýðubandalagsins á Músavík verður haldin í Félagsheimili Músavikur laugardaginn 29. janúar n.k. Fjölbrevtt dagskrá að venju. Nánar auglýsi síöar. Undirbúningsnefndin. Vopnafjörður - almennur fundur Almennur fundur verður með Hjörleifi Guttorms- syni, iðnaðarráðherra, miðvikudaginn 5. jan. kl. 20.30 í kaffistofu frystihússins á Vopnafirði. - All- ir veikomnir. - Alþýðubandalagið. Hjörleifur Eskiíjörður - Almennur fundur Almennur fundur verður með Hjörleifi Guttormssyni iðnaðarráð- herra í Valhöll á Eskifirði fimmtudaginn 6. janúar kl. 20.00. Allir velkomnir. Alþýðubandalagið. Alþýðubandalagið Suður- Þingeyjarsýslu - aðalfundur verður haldinn í barnaskólanum Laugum í Reykjadal kl. 15.00laugardaginn7. janúar. Fundarefni: Kosin ný stjórn, ræddar reglur og framkvæmd vætnanlegs forvals í kjördæminu. Stefán Jónsson alþingismaður mætir á fundinn. Nýir félagar velkomnir. -Stjórnin. Fyrsti fundur laga- og skipu- lagsnefndar Alþýðubandalagsins Fundur verður haldinn í laga- ogskipulagsnefnd þeirri sem flokksráðs- fundur Alþýðubandalagsins setti á laggirnar til þess að endurskoða skipu- lag flokksins fyrir landsfund á þessu ári föstudaginn 7. janúar. Fundur laga- ogskipulagsnefndar verður haldinn að Grettisgötu 3 í Reykjavík og hefst kl. 16. I upphafi fundarins munu Ragnar Arnalds, Hjalti Kristgeirsson, Ólafur RagnarGrímsson og Arthur Morthens hafastutta framsögu um þau verkefni sem fyrir liggja. Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins. Arthur Olafur Hjalti Ragnar Forval á Suðurlandi Frá uppstillingarnefnd Alþýðubandalagsins á Suðurlandi: Ákveðiö hefur verið að viðhafa forval vegna komandi alþingiskosninga og veröur það í tveimur umferöum. Fyrri umferðin fer fram dagana 8. og 9. janúar nk. frá kl. 16 til 22 og sú síðari 27. janúar kl. 13 til 23. Upplýsingar um kjörstaði veita formenn viökomandi félagsdeildar. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hófst hjá formönnum félaganna 1. janú- ar sl. fyrir fyrri umferð. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir síðari umferð hefst 22. janúar. Þátttökurétt í forvalinu hafa allir félagar Alþýðubandalagsins á Suður- landi sem hafa verið félagsbundnir í a.m.k. einn mánuð þegarfyrri umferð ferfram. Alþýðubandalagið Egilsstöðum Fundur í hreppsmálaráði mánudaginn 10. janúar að Lagarási 8. Fundur- inn hefst kl. 20.30. Fundarefni: Gerö fjárhagsáætlunar. - Framsögumaður verður Björn Ág- ústsson.-Stjórnin. Blikkiðjan Ásgaröi 1, Garöabæ Önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verötilboö SIMI 53468 Minning ¥ Hrólfur Astvaldsson Og þú kvaddir þá í morgun, frændi minn. Reyndar hefði mátt búast við því fyrr, en þú barðist hetjubardaga við óvættinn, sem að þér sótti í lokin. Raunar var ævi þín öll hetjubarátta frá því að þið bræður tveir urðuð fyrir því á ung- lingsárum að lömunarveikinlagði hramm sinn á ykkur og svipti hann bróður þinn lífi, en skildi þig eftir fatlaðan mann. Þá hefst hetjusaga þín. Þú brýst upp í gegnum allt skólakerfi lands- ins, nærð Háskólaprófi og starfar síðan á Hagstofu íslands. Ekki þekki ég sögu þína þessi ár svo að ég vilji fara að rekja hana, en á þessum árum nærð þú í þína ágætu konu, Guðrúnu Sveinsdótt- ur, sem ég met því meir sem ég sé hana oftar. En frændi minn, okkar kynni urðu raunar engin frá bernsku- árum þínum og þangað til nú síðustu árin þegar þú, af óhemju dugnaði, fóst út í sögugrúsk, sem leiddi okk- ur saman báðum til ánægju, en þá var óvætturinn farinn að leggja þig stórum Iögum, svo auðséð var að kallið gæti komið hvenær sem verða vildi. Þó gafst þér frestur í fjögur sumur að koma hér á æsku- stöðvarnar. Þá gafst okkur, fyrsta sumarið, tóm til að keyra tveir einir og skoða okkur um í okkar fagra héraði, - til yndis og ánægju. Síðustu þrjú sumurin komuð þið bæði hjónin. Þá tókum við, þið hjónin, mamma þín, frænka mín og ég okkur einn sólskinsdag hvert sumar til að aka um og skoða dýrð náttúrunnar, ógleymanlegir dýrðardagar, og þá varst það þú, sem stýrðir farartækinu og réðir ferðinni með dugnaði og gleði skoðandans, en ekki huga sjúks manns. Ógleymanlegir dagar. Þegar við kvöddumst hér á hlaðinu að lokinni ferðinni í sumar sagðir þú: Við komum aftur í ágúst og verðum þá lengur og getum þá komið inn og stansað. En sú ferð var aldrei farin. Því réði sá, er öllu ræður. Og svo ertu lagður í ferðina miklu „meira að starfa Guðs um geim“. Þar óska ég þér fararheilla og þakka ágætar liðnar stundir. Áð lokum innilegar samúðar- kveðjur til Guðrúnar, barna og annarra aðstandenda. Glúmur Hólmgcirsson. (Þessi minningargrein átti að birtast á útfarardegi Hrólfs í des- embermánuði en af því varð ekki fyrir mistök, sem Þjóðviljinn biðst afsökunar á.) Góð gjöf frá bresku fyrirtæki Beska fyrirtækið Prot- ector Safety Ltd. og um- boðsaðili þess hérlendis, Dynjandi sf., hafa fært Slysavarnafélagi íslands að gjöf 200 öryggishjálma með tilheyrandi skjól- og kuldahettum til notkunar fyrir björgunarsveitir. Ör- yggishjálmar af þessari gerð eru mikið í notkun Afgneióum einangrunar plast a Stór Reykjavikuri svœófó frá ‘ mánudegi föstudags. Afhendum vöruna á byggingarst viðskipta ( mönnum aó kostnaóar lausu. Hagkvœmt _ og gneiósluskil máiar vió flestra hoefi. einangrunar ■■■plastið framleiösluvörur I ptpueinangrun [ iog skrúfbútar I orgarplast I h f Borgarngtil iimi93 7370 ^ kwöld 09 hclganimi 93 7355 Frá afhendingu gjafarinnar.f.v. Örlygur Hálfdánarson ritari SVFÍ, Gunn- laugur P. Steindórsson, forstjóri, Haraldur Henrýsson forseti SVFÍ, Jan Korny framkvæmdastjóri og Eggert Vigfússon, gjaldkeri SVFÍ. hér á landi, enda viður- kenndir sem sérstök gæðavara. Slysavarnafélagið bendir á nauð- syn þess, að þeir sem aka vél- sleðum séu ávallt með öryggis- hjálma, einnig við klifur og þegar um fjöruieitir er að ræða undir bröttum sjávarhömrum þar sem ávallt er hætta á hruni. Þá færir félagið gefendum bestu þakkir fyrir þessa nytsamlegu gjöf og þann vinarhug sem hún lýsir. 1X2 1X2 IX 18. leikvika - leikir 3. janúar 1983 1x1— X12-X11—1x1 1. vinningur: 12 réttir - kr. 120.265.- 72259(4/11) 87639(4/11) 2. vinningur: 11 réttir - kr. 1.431.- 2636 21057+ 62443 68439 80230+ 88520+ 96507+ 4619 21G85+ 62836+ 70292 82181 + 94098 97006+ 4676 21096+ 63019+ 70293 82316+ 94539+ 98077+ 5203 24486+ 64112 72032 83490+ 94601 + 98556+ 8604 25349(2/11) 73344 83941 95020+ 98810+ 9540 59775 64326 73685+ 84051 95021 + 100312 15626 60705 65316 74624 84053 95491 160036 16329 61510+ 66797+ 75945 85774+ 95513+ 18539 61819 66974+ 77079 87551 96222+ Úr 16. viku: Úr 17. viku: 98275 75690 75693 Kærufrestur er til 25. janúar kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrif- stofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. GERA MÁ RÁÐ FYRIR VERULEGUM TÖFUM Á GREIÐSLU VINNINGA FYRIR NÚMER, SEM ENN VERÐA NAFNLAUS VIÐ LOK KÆRUFRESTS. Getraunir — íþróftamiöstööinni — Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.