Þjóðviljinn - 07.01.1983, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJÍNN, Föstudagur 7. janúar 1983
DIOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýös-
hreyfingar og þjóðfrelsis
Utgefandi: Utgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjðrnsdóttir
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Blaðamenn: Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúövík Geirsson, Magnús
H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson,
Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlööversson.
Iþróttafréttaritari: Viöir Sigurösson.
Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason
Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson
Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Kristín Pétursdórtir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síöumúla 6 Reykjavík, sími 8 f 3 33
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaöaprent h.f.
Veðrabálkur
• „Neyöarástand á Reykjavíkursvæöinu“ - þannig hljóðaði
risafyrirsögn á forsíðu Dagblaðsins og Vísis nú á þriðjudag-
inn var, og iögreglan borin fyrir þessu.
• Saklausir lesendur hefðu getað ætlað að heimsstyrjöld
væri skollin áeða meiriháttar jarðeldur laus í næsta nágrenni
við höfuðborgina.
• Svo var þó ekki sem betur fór. Tilefni upphrópana blaðs-
ins um „neyð“ var ekki annað en það, að veður var heldur í
harðara lagi þennan dag, svolítill skafrenningur, sem tafði
fyrir bílaumferð.
• t*að er vissulega ekki óalgengt að dagblöð, sem hafa þann
eina tilgang að græða á sölu æsifrétta, æpi hátt af litlu tilefni,
og ekki hefðum við nennt að vekja athygli á fáránleik um-
ræddrar fyrirsagnar, nema vegna þess að hér kemur fleira til.
• Sannleikurinn er sá að töluveröur fjöldi fólks virðist gera
sér litla grein fyrir því hvar á hnettinum við lifum og verður
strax uppnæmt, ef hér gerir svolítinn miðsvctrarbyl. Menn
æða út í kófið á vanbúnum farartækjum og í sumarklæðnaði
og svo situr auðvitað allt fast í umferðinni og fólkið verður
kvefað.
• Þetta heitir að kunna ekki að búa í landinu. Það er gott að
öðlast nokkur kynni af suðlægari löndum, en ef þau kynni
verða til þess, að við hér norður frá tökum að hrópa um neyð
í fyrstu snjóum, þá er illt í efni.
• Sem betur fer þá er fólk nú yfirleitt svo vel stætt, að það
hefur efni á að klæða sig, en það þarf að kunna að klæða sig.
Engum, sem bærilega heilsu hefur til sálar og líkama er
ofverk að læra það. Nóg ull er í landinu sem betur fer. Það er
sagt að þeim Grænlendingum sem lifa upprunalegu lífi verði
aldrei kalt aö marki. Þeir kunna að klæða sig. Því skyldum
viö þá láta okkur verða kalt. Við hitann er verra að eiga,
hann er ekki auövelt að klæða af sér, þótt íslendingar hafi nú
stundum reynt það á fyrri tíð!
• Og hvað eru mcnn svo að álpast út í snjóskafla á vanbún-
um bílum? Viö höfum tvo fætur lagaða til gangs. Því ekki að
nota þá þegar kjörið tilefni gefst. Bíllinn er betur geymdur
hcima heldur en fastur í snjóskafli sem farartálmi á vegi
ntargra annarra. Þaðergott aðganga í snjó, undan veöri og á
móti veöri. Og séu fæturnir margir, þá er snjórinn fljótur að
troðast. Og gætu ekki skíðin líka stundum verið heppilegri
en bíll? Engum heilbrigðum manni er ofverk að ganga stöku
sinnum á ári klukkutímagang til vinnu og frá, en auðvitað
verða þeir sem tæpir eru á heilsu að hlífa sér í hörðustu
veðrum.
• Áöur gengu menn margar dagleiðir í verið um hávetur og
kvörtuðu ekki. Það voru stundum erfiðar ferðir og gátu
kostað líf og heilsu. Þá áttu menn ekki alltaf kost góðra
klæöa og gistingarstaðir stundum kaldir. Nú er öldin önnur.
- Innan borgarmarkanna hafa menn dyrabjölluna á næsta
húsi viö höndina, ef hríðina herðir að þeim. Og skyldi það
ekki vera þeim sem heima sitja góð tilbrcyting í firrtu borg-
arsamfélagi þar sem fátt er um óvæntar heimsóknir, að fá eitt
sinn veðurbitið göngufólk inn í eldhúshlýjuna án fyrirvara.
• Við eigum nú góð húsakynni og hiti yfirleitt nægur í
híbýlum. Það er mikilvægt. Hitt er ósæmilegt í köldu landi,
aö hér skuli menn þurfa að borga fimm- og sexfalt hærra verð
á einum stað en öðrum fyrir upphitun híbýla sinna.
• Auðvitað þarf aðgát að fylgja útiveru í vetrarveðrum bæði á
sjó og landi, en hitt er fjarstæða, að hér þurfi allt að ganga úr
skorðum þótt mörsugur færi að höndum svolítið hríðarkóf.
Breytileg veður eru einn höfuðkostur lands okkar. Verði
vetur harður, þá fögnum við sumrinu þeim mun heitar. Og
sumarið kemur, það eigum við víst.
• Á síðustu 60 árum eða svo, hefur tíðarfar verið með
mildasta móti á Iandi hér, nokkru kaldara þó hin allra síð-
ustu ár. Veðrið breytist og við vitum ekki um framtíðina, en
enn sem komið er höfum við ekki yfir neinu að kvarta.
- k.
klippt
„Réttlátar
lausnir“
„Framsóknarmenn hafa knúið
á um skynsamlegar og réttlátar
lausnir á vandanum í því stjórnar-
samstarfi sem nú er að renna sitt
skeið á enda“, segir Tíminn kok-
hraustur í gær. Og lesendur láta
sér strax til hugar koma þær kjar-
askerðingar sem þegar hafa orðið
og FramsóknarÓokkurinn vildi
hafa miklu meiri og fleiri. Of
sjaldan, of lítið sagði forysta
flokksins og enn er steinninn
klappaður í áramótaboðskap
Framsóknar um meiri kjara-
skerðingar. Og þjóðin híýtur
að stynja undan „réttlátum
lausnum" a la Framsóknarflokk-
ur. Eða er verið að tala um „rétt-
látar lausnir" í einhverjum sér-
tækum málaflokkum; lausnin á
Isgarco-málinu? til verndar inn-
lendum iðnaði? athafnir í Helgu-
víkurmálum?
Milliflokkurinn
á hœgri leið
Og Tíminn er skelfing hissa á
því að Þjóðviljinn bendi á hætt-
una á hægri stjórn undir forsæti
Ólafs Jóhannessonar. Starkaður
Tímans segir: „Annars er forvitn-
iiegt að velta fyrir sér ástæðum
þess að skriffinnar Alþýðubanda-
lagsins fjalla nú um það dag eftir
dag, að Framsóknarflokkurinn
hyggi á samstarf til hægri“.
Fyrir síðustu kosningar lagði
Steingrímur Hermannsson mikið
uppúr vinstra samstarfi. Eram-
sóknarflokkurinn allur með
Tímann að vopni setti upp vinstra
andlitið. Og einsog ævinlega þeg-
ar framsóknarmenn hafa vit á
því, vann flokkurinn nokkurn
sigur. Hins vegar hefur Ólafur
Jóhannesson í sinni formannstíð
og síðar lagt meira uppúr
miðflokkseðlinu og reynt að
höfða til hægri með þeim afleið-
ingum að fylgið fýkur af flokkn-
um, sem rýkur þá í samstarf við
íhaldið.
Vegur Olafs
vaxandi
Það hefur heldur ekki farið
fram hjá neinum að á síðasta
flokksþingi sínu samþykkti
Framsóknarflokkurinn línu Ólafs
Jóhannessonar og Tómasar
Arnasonar. Nú skal skref tekið í
átt til hægri.
Um leið hefur vegur Ólafs
innan Framsóknarflokksins farið
mjög vaxandi á kostnað for-
manns flokksins Steingríms Her-
mannssonar. Og með aðstoð Krist-
ins Finnbogasonar í Iscargo og
Alfreðs Þorsteinssonar í skran-
sölu hersins hefur Ólafi tekist að
stinga keppinauta sína í Reykja-
vík af, með þeim afleiðingum
m.a. að Guðmundur G. Þórar-
insson fer ekki í framboð á vegum
Framsóknarflokksins.
Félagshyggju-
flokkur eða
braskara-?
Auk yfirlýsinga sent hér er
vitnað til um að flokkurinn eigi
að verða miðjuflokkur en ekki
vinstri flokkur, hafa þeir Ólafur
og Tómas sannað það í orði og
verki að til hægri á hugurinn
heima.
Það er alveg óhætt að líta yfir
farinn veg og rifja upp duggunar-
lítið af stjórnarathöfnum ráðu-
neyta framsóknarmanna. Mætti
tína til offors Ólafs Jóhannes-
sonar í Helguvíkurmálum og
gegn Alþýðubandalaginu alla tíð,
mætti nefna Iscargomálið. Og
ekki sakar að minnast á athafnir
viðskiptaráðherra, sem nú um
stundir virðist helst vera á þeim
buxunum að leggja innlendan
iðnað á hilluna. Sá góði maður á
fríverslunarteppinu stóð fyrir því
að innborgunarskylda á innflutt
húsgögn var felld niður nú um
áramótin, sá góði maður hefur
með verðlagsmál að gera í
þjóðfélaginu og allir vita hvernig
hefur tekist að halda niður verð-
lagi.
Ekki er lengra síðan en í fyrra-
dag að Tíminn hefur eftir Tómasi
frjálshyggjutal um fríverslun, þar
sem hann varar við því sem hann
kallar „einangrunarstefnu í við-
skiptum, þ.e.a.s. að ríki taki upp
innflutningstálmanir og verndar-
tolla“. Það er von að innlendur
iðnaður stynji undan svona við-
horfum þegar verkin eru í sam-
rænti við skoðanirnar. Hefur
þetta eitthvað með félagshyggju
að gera?
Hœgri stjórn
skal hún heita
I þessu sambandi má benda á
að allar þjóðir sem við flytjum
inn frá beita einmitt allra handa
verndaraðgerðum fyrir sína
framleiðslu en viðskiptaráðherr-
ann lætur sem hann viti ekkert.
Eigum við að halda áfram að
rekja afrek framsóknarráðu-
neytanna? Vissulega munu ráðu-
neytisafrek Framsóknar í mennta-
og menningarmálum lengi lifa,
en hætt er við að þau falli í skugg-
ann af aðför viðskiptaráðuneytis
að innlendum iðnaði og myndar-
skapnum í verðlagsntálum sama
ráðuneytis, Helguvíkurmálum
utanríkisráðuneytisins og Iscarg-
omálum Framsóknarflokksins
þegar síðasta misseri verður
brugðið undir Ijósker sögunnai.
Hafa menn það á tilfinning-
unni að Framsóknarflokknum sé
einhvers konar félagshyggju-
stjórn eitthvert kappsmál á næst-
unni? Nei. hægri stjórn skal hún
heita, næsta ríkisstjórn
Framsóknar-Sjálfstæðisflokks
undir forsæti Ólafs Jóhannes-
sonar frá Helguvík.
—óg-
og skoriö
Engin breyting
„Annars verða áhugamál mín
svipuð og verið hefur" segir
Ólafur Jóhannesson í fram-
bjóðendakynningu síðdegis-
blaðsins í gær. Menn vita þá á
hverju er von. Það vekur einnig
athygli að Ólafur segist leggja
áherslu á lýðræði, og hafa margir
fengið að kenna á því lýðræðinu
því innan Framsóknarflokksins
auk þess sem það er fært inn á
gataspjöld sögunnar.
Bannað frá upp-
hafi byggðar
„Ég veit ekki betur en það hafi
alltaf verið tæknilega mögulegt
að stela kind, skera hana og eta.
og þó það hefur verið stranglega
bannað frá upphafi íslands-
byggðar", segir Kristján Jónsson
Snorrastöðum í Tímanum í gær,
þar sem hann gagnrýnir harka-
lega málflutning þeirra sem vilja
„frjálst útvarp". Segir hann að
tæknilegir möguleikar á fleiri út-
varps og sjónvarpsstöðvum, þýði
ekki endilega að beri að hleypa
þeirn óhindrað í landið.