Þjóðviljinn - 07.01.1983, Side 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 7. janúar 1983
Minning
Gunnar Sigurður Óskarsson
Gunnar Sigurður Óskarsson,
múrari, lést af slysförum í Vífilsfelli
1. janúar sl. og fór útför hans fram í
kyrrþey í gær.
Gunnar varfæddur2. apríl 1943.
Foreldrar hans voru Óskar E. Sig-
urðsson og Guðleif Guðjónsdóttir.
Þau skildu og ólst Gunnar upp eftir
það hjá móður sinni. Áttu þau heim-
ili saman alla tíð, en Gunnar
kvæntist aldrei.
Framan af stundaði Gunnar
verslunarstörf og almenna verka-
mannavinnu, en snéri sér síðan að
múraraiðn. Seinustu árin starfaði
hann að mestu leyti sjálfstætt.
Ég kynntist Gunnari í Æsku-
lýðsfylkingunni fyrir tuttugu árum,
en Gunnar var félagi þar, svo og í
Alþýðubandalaginu frá stofnun
þess 1968. Samstarf okkar var um
tíma mjög náið.
Gunnar S. Óskarsson var ein-
lægur verkalýðssinni sem var laus
við ofstæki og kreddur og lagði
flestum aðeins gott til. Hann'var
dulur og tilfinningaríkur.
Kynni okkar Gunnars hafa nær
engin verið seinustu tíu árin og olli
þessu ekki síst dvöl mín erlendis.
Ég frétti frá sameiginlegum kunn-
ingjum okkarað hann hefði á þessu
tímabili gengið í Kirkju Jesú Krists
hinna St'ðari Daga Heilögu (Morm-
óna). Efast égekki um að hann hafi
veriö þar virkur meðlimur. Þeir,
sem áttu Gunnar fyrir íélaga, áttu
góðan félaga.
Ég færi aðstandendum Gunnars
S. Öskarssonar og þá einkum aldr-
aðri móður hans samúðarkveðjur.
Gísli Gunnarsson
Rétt fyrir jólin hitti ég Gunnar
Óskttrsson, þar urðu fagnaðar-
fundir því leiðir lágu ekki oft
saman hin síðustu ár. Við rifjuðum
upp hina björtu daga þegar barist
var fyrir framtíðarríki sóst'alismans
meö bros á vör og glasi lyft þegar
stund var milli stríða. En það er
skammt ntilli lífs og dauða og á nýj-
ársdag er Gunnar allur; fallinn
fyrir björg tæplega fertugur að
aldri.
Viö Gunnar kynntumst á Fylk-
ingarloftinu í Tjarnargötu 20, en
báðir gengum við t' Fylkinguna
1959. A sjötta áratugnum starfaði
þarna á loftinu harðskeyttur hópur
baráttumanna, sem tók virkan þátt
í hinu pólitíska lífi - verkalýðsbar-
áttu og þjóðfrelsisbaráttu. Oft var
deilt hart urn baráttuleiðir, en
markmiðið var hið sama og eining
ríkti í allri ytri baráttu.
Gunnar var í stjórn Æsku-
lýðsfylkingarinnar í Reykjavík, sat
þing samtakanna og vann mikið og
gott starf fyrir hið unga málgagn
hreyfingarinnar-Neista. Hann var
einn af stofnendum Alþýðubanda-
iagsins, en ekki rofnuðu tengslin
við þá félagana sem fóru aðrar
leiðir; enn sem fyrr var markmiðið
hið sama - sósíalískt þjóðskipulag
á íslandi og húmorinn leiftraði þótt
oft væru skiptarskoðanir, þegar fé-
lagar hinna ýmsu arma hittust í
Hátúni 4 hjá Ólafi. Þar var setið á
gömlu Tjarnargötustólunum og
sjaldan vantaði Gunnar í þann
hóp.
Árin liðu og eftir Fáfnisferð 1973
hittust gömlu félagarnir æ sjaldnar.
Ég stofnaði heimili í Þorlákshöfn
og þar heimsóttu félagarnir mig
stundum og Gunnar í þeirra hópi.
Seint gleymi ég deginum eftir að
vinstrimenn sigruðu íhaldið í
Reykjavík í borgarstjórnarkosn-
ingunum 1978. Þá hringdu Lyst-
ræningjafélagar mínir og Gunnar
til Þorlákshafnar og skipuðu mér
að hoppa uppí næstu rútu til að
fagna sigri með þeim í höfuðborg-
inni. Auðvitað fór ég í bæinn!
Hversdaglega var Gunnar frekar
hægur og dulur, en hann bjó yfir
mikilli kímnigáfu og þegar sá gáll-
inn var á honum leiftraði hann af
húmor.
Á síðustu árum gekk Gunnar til
liðs við Mormóna einsog Eiríkur á
Brúnum forðum, en alltaf var hann
jafn Ijúfurgömlum félögum og vin-
um. Hugur okkar mun oft hvarfla
til hans.
Vernharður Linnet
.,Dúinn, horfinn“ - Hurmafregn!
Hvílíkt orð mig dynur yfir!
En ég veit, að lálinn lifir.
Pað er huggun harmi gegn.
Þessar hendingar úr eftirmælum
eftir Jónas Hallgrímsson um látinn
vin sinn, Tómas Sæmundsson
komu mér í huga er ég frétti lát
vinar míns Gunnars Óskarssonar
er lést af slysförum á nýársdag.
Gunnar Sigurður Óskarsson eins
og hann hét íullu nafni var fæddur í
Reykjavík 3. apríl árið 1943, sonur
hjónanna Guðleifar Guðjónsdótt-
ur og Óskars E. Sigurðssonar.
Hann var tæplega fertugur að aldri,
í blóma lífsins þegar hann kveður
þetta líf og mér finnst heimurinn nú
allur annar og verri eftir sviplegt
fráfall þessa góða drengs. Mér er
enn í fersku minni er við Gunnar
hittumst fyrst fyrir rúmum átján
árum á félagsfundi í risherberginu í
húsakynnum Æskulýðsfylkingar-
innar, sambands ungra sósíalista
að Tjarnargötu 20 hér í borg. í fél-
agsheimilinu var saman kominn
hópur æskufólks er vildi vinna að
bættum kjörum verkafólks á ís-
landi. Við tókum hvorugir til máls
enda báðir hlédrægir að eðlisfari en
heitar tilfinningar Gunnars Ósk-
arssonar til verkafólks og baráttu
alþýðusamtakanna leyndu sér
ekki. Hann var alla tíð samherji
þeirra sem minnst máttu sín í
þjóðfélaginu. Óvenju bjart var yfir
svipmóti hins unga sveins. Hann
var ljóshærður, fríður sýnum og
handtakið hlýtt og innilegt. Allt
hans viðrnót bar vott um traustan
og heilsteyptan dreng. f gleði
þeirra daga var margt spjallað og
stundum lifað hátt, enda
æskumenn á ferð er kunnu sér ekki
hóf, tendraðir lífsþrótti og sáu í hill-
ingum bjarta veröld. Þar sem
Gunnar fór þar var gott að vera í
leik og starfi. Gunnar hafði góðan
húmor og það var fjarri honum að
kvarta þó ekki gengi allt samkvæmt
áætlun.
Að loknu gagnfræðaskólaprófi
átti sjómennskan hug hans allan.
Hann starfaði um skeið sem háseti
unt borð í íslensku fraktskipi sem
sigldi til útlanda og síðar um borð í
varðskipi íslensku landhelgisgæsl-
unnar. Gunnar hóf nám í bílasmíði
snemma á sjöunda áratugnum en
hvarf fljótlega frá því námi og vann
næstu árin við verslunarstörf í hús-
gagnaversluninni Búslóð eða þar
til hann byrjaði vinnu við virkjun-
arframkvæmdir við Búrfell og þar
starfaði hann til ársins 1970 að
hann fór til Svíþjóðar og vann hjá
skipasmíðastöð í Malmö um tíma.
Það var á þeim árum er atvinnu-
leysi gerði vart við sig á íslandi og
hópur íslendinga fór til Norður-
landanna í atvinnuleit, sumir sett-
ust þar að til frambúðar. Við
Gunnar skrifuðumst reglulega á
meðan hann dvaldi í Svíþjóð. Ég
sagði honum fréttir af íslenskri póli-
tík og af því markverðasta sem
var að gerast þá í menningarmál-
um. Gunnarátti stórt oggott bóka-
safn og fylgdist alla tíð vel með inn-
lendum og erlendum skáldskap og
sótti leiksýningar leikhúsanna í
Reykjavík þegar efni og aðstæður
leyfðu. Hann unni listum og var
áhugamaður um framgang þeirra
og vöxt. Ég sendi honum einnig til
Svíþjóðar blöð og bæklinga þar til
hann hringdi til mín einn fagran
dag að sumri og kvaðst vera kom-
inn aftur heim til íslands og ég tók
gleði mína að nýju, fagnaði vini
mínum heimkomnum og við
gerðum okkur glaðan dag í hópi
vina og samherja. Einhverjar bestu
stundir lífs míns eru tengdar vini
mínum Gunnari Óskarssyni. Við
fórum saman í ferðir um Island,
skoðuðum náttúru landsins og
samverustundirnar með Gunnari
við slík tækifæri eru mér ógleyman-
legar og munu fylgja mér alla tíð.
Hann hafði um sumur sem ungur
drengur dvalið í sveit vestur á Mýr-
um hjá skyldfólki sínu í föðurætt.
Eitt sinn fyrir tæpum áratug heim-
sóttum við æskuvin hans og félaga,
Hörð, sem býr búi vestur á Mýrum
og áttum þar dýrlegar stundir.
Gunnari þótti vænt um dýrin, hann
hafði sérstakt dálæti á hestinum og
eignaðist síðar tvo hesta sem hann
hlúði að og vitjaði um eins oft og
tækifæri gáfust frá atvinnu í
Reykjavík.
Við ræddum eilífðarmál, lífið og
tilveruna. Gunnar trúði því að líf
væri að loknu þessu lífi. Hann las
og kynnti sér skoðanir spíritismans
og guðspekinnar og átti það sam-
eiginlegt með fjölmörgum íslend-
ingum að leita að hinstu rökum til-
verunnar. Hann þráði, eins og svo
ntargir aðrir þegnar nútíma verð-
bólguþjóðfélags, innri frið á tímum
upplausnar og öngþveitis. Þann
frið tel ég að hann hafi fundið er
hann gerðist félagi og ötull
liðsmaður Mormónakirkjunnar á
íslandi fyrir örfáum árum. Hin
andlegu verðmæti voru honum
ávallt rík í huga, hin veraldlegu
skiptu hann litlu máli.
Faðir Gunnars, Óskar E. Sig-
urðsson, lést fyrir tæpum áratug
eftir langvarandi heilsubrest. Ég
kynntist honum nokkuð og mér
verður nú hugsað til þess hversu
líkir þeir feðgar voru, ekki bara í
útliti heldur einnig í sér. Þeir voru
góðir vinir og félagar, glaðværir og
skemmtilegir og áhugamál þeirra
ótrúlega lík og Gunnar hélt mikið
upp á vfsu eftir föður sinn sem var
góður hagyrðingur, en vísan er
svona:
Flestum kostum fylgja brestir,
flestum löstum einhver ból
oft þeir verstu verða beslir
vel ef sést í hjartarót.
Gunnar Óskarsson byrjar nám í
múrverki í upphafi áttunda áratug-
arins og lýkur sveinsprófi í iðninni
árið 1980. Hann var dugnaðarfork-
ur til allrar vinnu, einstaklega
vandvirkur og verklaginn, sam-
viskusamur, vinsæll og vel liðinn
meðal vinnufélaga, yfirmanna og
vinnuveitanda enda geta allir um
það borið sem kynntust honum að
einhverju ráði að þar fór mikill
mannkostamaður. Éftir að hann
hóf nám í múrverki var þeim sem til
þekktu ljóst að hann hafði valið sér
lífsstarf sem átti mjög vel við hann.
Gunnar var hraustmenni og gekk
að öllu verki af miklum áhuga. Á
síðari árum var hann störfum
hlaðinn og hafði varla undan að
sinna beiðnum um vinnu við hús-
byggingar og orð fór af vandvirkni
hans og dugnaði. Ég vann með
honum sem handlangari í rúmt ár
og mér er það minnisstætt að hann
gekk jafnan rösklega að hverju
verki og ég fullyrði að hann hafi
verið í fremstu röð í iðngrein sinni
og átt sér fáa jafningja. Gunnar
hafði yndi af íþróttum einkum
knattspyrnu og handknattleik og
fylgdist af áhuga með félagi sínu
KR og var leikmaður í handknatt-
leik með félaginu á unglingsárum
sínum.
Eftir að hinn hörmulegi atburð-
ur gerðist í Vífilsfelli á nýársdags-
morgun þegar Gunnar Óskarsson
og vinur hans Páll Ragnarsson fór-
ust af slysförum hafði ég samband
við Sveinbjörgu Guðmundsdóttur
ekkju Óskars E. Sigurðssonar,
föður Gunnars. Við ræddum hin
skelfilegu tíðindi um stund og hún
tjáði mér að Gunnar hefði sagt við
sig ekki alls fyrir löngu að sér finnd-
ist hann vera svo hamingjusamur
og nyti nú lífsins betur en jafnvel
áður á lífsleiðinni. Já, við fundum
það einnig vinir hans, að hann naut
þess virkilega að lifa og ég hef nú
séð á eftir þeim vin sem mér var
hvað kærastur. Gunnar var maður
á framfarabraut. Vinir hans og
nánustu ættingjar bundu miklar
vonir við hann og þess vegna er nú
erfitt að átta sig á því að hann er
látinn í blóma lífsins aðeins tæplega
fertugur að aldri.
Þeir sem guðirnir elska deyja
ungir. Það á við bæði um Gunnar
og Pál Ragnarsson. Vinirnir hverfa
nú til nýrra heimkynna. Þar þykist
ég vita að þeirra bíða verkefni í ríki
Drottins. Báðir voru þeir miklir
trúmenn og þeir unnu ötullega að
boðun trúarinnar meðal jarðarinn-
ar barna. Kristur þeirra leiðtogi og
í anda hans vilja þeir að við er nú
syrgjum látna vini, störfum í veröld
á heljarþröm, veröld sem ekkert
fær bjargað nema trúarvakning.
Minningin um Gunnar Sigurð Ósk-
arsson mun lifa með mér og ylja um
ókomin ár. Hann var þannig
drengur að mér verður hugsað til
þess hvernig hann myndi bregðast
við þegar eitthvað á bjátar í mann-
heimi. Móður Gunnars, Guðleifi
Guðjónsdóttur sem svo mikið hef-
ur misst, votta ég dýpstu samúð
mína og einnig öðrum ástvinum
hans. Með Gunnari Óskarssyni er
góður drengur genginn. Guð blessi
minningu Gunnars Óskarssonar.
Kæri vinur. Nú að leiðarlokum
kveð ég þig og óska þér alls hins
besta.
Far þú í friði
friður guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir alh_ og allt.
Olafur Ormsson.
Orðsending um
dráttarvexti frá
Gjaldheimtunni
í Reykjavík
Vegna ákvöröunarfjármálaráöuneytisins um
samræmingu á reikningi dráttarvaxta af
þinggjöldum, er vakin sérstök athygli á því,
aö dráttarvextir af gjaldföilnum opinberum
gjöldum, sem innheimt eru hjá Gjaldheimt-
unni í Reykjavík, verða framvegis reiknaðir í
síðasta lagi 10. hvers mánaðar.
Reykjavík, 6. janúar 1983.
Gjaldheimtustjórinn.
Vöruhússtjóri - innkaupafulltrúi Kaupfélag Skagfiröinga, Sauðárkróki, ósk- ar aö ráða vöruhússtjóra og innkaupafull- trúa sem fyrst. Starfiö er meðal annars fólgiö í yfirstjórn á nýju vöruhúsi félagsins og erlendum og inn- lendum vörukaupum. Umsóknarfrestur er til 20. jan. n.k. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist Olafi Friörikssyni, kaupfélags- stjóra, sem veitir nánari upplýsingar. SAUÐÁRKRÓKI - HOFSÓSI - VARMAHLÍÐ - FLJÓTUM
■j&t. Laus staða Staða lektors í frönsku í heimspekideild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skuiu láta fylgja umsókn rækilega skýrslu um vís- indastörf sín, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil sinn og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjávík, fyrir 1. febrúar n.k. Menntamálaráðuneytið 3. janúar 1983.