Þjóðviljinn - 07.01.1983, Qupperneq 9
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudasur 7. janúar 1983
FinuntudaKur 6. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
íslcnsk húsgagnaframlciðsla á mögulcika á að auka útilutning vcrulega. A þessari mynd
sjáum við dæmi um íslcnska framlciðslu scm vakið hefur vcrðskuldaða athynli „Stacco“
stólinn.
Álafoss verksmiðjan skilar hagnaði fyrir árið 1982.
Um stöðu iðnaðarins og leiðir til úrbóta:
Skiildbreytingar og
aukið rekstrarfé
skipta mestu máli
Umræður manna að
undanförnu hafa að mestu
snúist um stöðu útgerðar og
fiskvinnslu í sambandi við
nýttfiskverð. Þáekki síður
nú allra síðustu daga í
tengslum við gengisfellingu,
sem bjarga á fiskvinnslunni
eftirað útgerðinni hefur
verið rétt hjálparhönd með
14% hækkun fiskverðs. En
eins og máltækið segir: „Það
er f leira fé en sau ðir“, og því
ekki úr vegi að víkja að
öðrum mikilvægum sviðum
þjóðlífsins og spyrja um
stöðuna þar. Því gengum við
áfund Hjörleifs
Guttormssonar
iðnaðarráðherra og
spurðum hann um stöðu
iðnaðarins nú við áramótin.
Misgengi
Það liggur fyriryfirlit um útflutn-
ingsverðmæti iðnaðarins 11 fyrstu
mánuði ársins 1982 og samanburð-
ur við árið 1981 segir nokkuð til
um þróun mála í þessum mikilvæga
þætti. Þarna kemur í Ijós misjafnt
gengi milli greina í iðnaðinum og
eins kemur þar fram að útflutning-
ur iðnvarnings dróst saman um 8%
að magni til, á sama tíma og
heildarútflutningur landsmanna
hefur dregist saman um 15%.
Ef við lítum á útflutning iðnvarn-
ings, annað cn járnblendi, ál og
vikur, en hann vigtar þungt í tonna-
fjölda en ekki svo mjög peninga-
lega séð, þá kemur í Ijós að um
magnaukningu er að ræða 1982 mið-
að við árið á undan. sem nemur
8.3‘X> og 60% livað verðmæti snert-
ir, eöa úr451 milj. kr. í 723 milj. kr.
1982. Sem dæmi um útfluttar
vörur, sem dregist hafa saman í
magni, má nefna ullarvörur, um
4%, skinnavöru, 10%. málning-
arvörur. 80%. en að mestu hefur
tekið fyrir útflutning á þeim til So-
vétríkjanna, og vikur. um 50%.
Aftur á mótj hefur aukist útflutn-
ingur í nokkrum greinum svo sem
kísilgúr um 23%, niðurlögðum sjá-
varafurðum um 44%, vörum til
sjávarútvegs 50%, en þar munar
mest um pappaumbúðir, en út-
flutningur á þeim hefur aukist um
70% milli ára. Svo má nefna dæini
sem þó vega ekki þungt þegar á
heildina er litið. en útflutningur í
þeim greinum hefur aukist veru-
lega: húsgögn um 43% og prent-
vörur um 98%, en þar er um að
ræða prentun sem Þrentsmiðjan
Oddi annast fyrir Færeyinga.
- En cru í sjónmáli mögulcikar
til að auka vcrulcga útflutning
iðnvarnings á cinhverju sviði?
- Já. ég tel svo vera. Vissulega
eru möguleikar einstakra greina
mismunandi. en ég tel möguleika á
auknum útflutningi á húsgögnum,
vörum til sjávarútvegs og skinna-
vörum. svo að dæmi sé tekið.
Samkeppnis-
iðnaður
- Hvcr cr þá staða þcss iðnaðar,
sem á í santkeppni við innflutn-
inginn?
frá 4. ársfjórðung 1981, er um
nokkurn bata að ræða í öllum þess-
um greinum, en sýnu niest hvað
málningarvörur snertir. Þróunin
kann að hafa orðið neikvæðari í
sumum öðrum greinum samkeppn-
isiðnaðar, en talnalegar upplýsing-
ar þar um liggja ekki fyrir ennþá.
Varðandi stöðu innlends sant-
keppnisiðnaðar skiptir gengis-
skráning miklu máli. Þannig liggur
fyrir að gengisþróun ársins 1981
var mjög mótdræg fyrir iðnaðinn.
ekki síst misvægi það sem þá varð
milli Bandaríkjadollars og bvrópu-
mynta, en stærsti hluti innflutts
iðnaðarvarnings kemur frá Evrópu-
löndum. Má segja að sá varningur
hafi verið á hreinu útsöluverði hér
seinni hluta árs 1981. lnnlendur
samkeppnisiðnaður er mun
viðkvæmari fyrir gengisskráningu
en flestir gera sér grein fyrir og
endurspeglast það í þeirri könnun
Fél. ísl. iðnrekenda sem greint var
frá hér að frarnan.
„Uppsafnaður
vandi“
Rætt
við Hjörleif
Guttormsson
iðnaðarráðherra
þinghlé og cinnig frumvarp um út-
flutningslánatryggingar.
Loks gerði ég tillögu um að hið
fyrsta verði tekiö upp 3% tíma-
bundið aðlögunargjald til leiðrétt-
ingar á stöðu innlends santkeppnis-
iðnaðar, sem og skattkerfis-
breytingum, sem í undirbúningi
eru. Einnig lagði ég til að gripiö
yröi til innflutningshamlandi
aðgerða til að bæta samkeppni-
stöðu einstakra iðngreina og draga
jafnframt úr innflutningi og
viðskiptahalla, svo sem brýna
nauösyn ber til. Þau mál eru til at-
hugunar í samstarfsnefnd á vegum
þessa ráöuneytis um framkvæmd
iönáðarstefnu. Viðskiptaráðuiieyt-
ið fer aö sjálfsögðu meö þau mál
sem snúa að utanríkisviðskiptum
og skuldbindingum okkar gagnvart
EFTA, EBE og fleiri aðilum.
Auk þessa er svo unnið aö morg-
um málum í samvinnu við ýmsa
aðila. þ.á.m. um opinber innkaup
og kynningu á íslenskri inaðar-
framleiðslu hér heima.
Ég tel ckki, þegar á heildina er
litið. að ástæða sé til sérstakrar
svartsýni um hag og þróun íslensks
iðnaðar. En Ijóst er að á mörgu
þarf að taka til úrbóta, ef þessi
þýðingarmikli atvinnuvegur á að
skila því inní okkar þjóðarbúskap,
sem vonir standa til.
- Að lokum Hjörleifur langar
mig að spyrja um stöðuna hjá þeini
verksnúðjum, scin ríkið er cigandi
cða hluthafi í.
- Ef við tökum þá fyrst Járn-
blendiverksmiðjuna, þá var út-
koman hjá henni afar slæm á síð-
asta ári, eða tap sem nemur um 170
miljónum króna, og þar af voru
vaxtagreiðslur 120 miljónir króna.
Kísiliöjan gerir ráð fyrir um 10
miljón króna tapi á árinu 1982, en
staða hennar fer batnandi. Þörunga-
vinnslan gerir ráð fyrir verulegu
tapi á síðasta ári, en attur a moti er
halli Sementverksmiðjunnar óver-
ulegur og hjá Álafossi er gert ráð
fyrir hagnaði, en árið 1981 var halli
á fyrirtækinu sem nam um 3 milj-
ónum króna. - S.dór.
- Oft heyrir maður framámenn í
iðnaði tala um mikinn vanda scm
hann sé í, hvar telur þú að skórinn
krcppi fastast?
- Eg tel að þar sé frekast við að
glíma „uppsafnaðan vanda", sem
rekja má til gengisþröunar á árinu
1981. Þá söfnuðu mörg iðnfyrir-
tæki verulegum skuldum og gengu
á eigið fé. Einnig hafa bæst við vax-
andi rekstrarfjárörðugieikar á
þessu ári, og þar af leiðir erfið
greiðslustaða í flestum iðngrein-
um, þó að afkoman að öðru leyti sé
viðunandi. ekki síst vegna hag-
stæðari gengisþróunar fyrir
iðnaðinn á þessu ári.
Innréttingaiðnaðurinn, sem á í harðri samkeppni við innfluttar innrétting-
ar á góða möguleika á að auka útflutning, enda hafa íslenskar innréttingar
vakið athygli erlcndis. Hér er Guðmundur Ingi Jónsson í JP húsgögn fyrir
framan íslenska innréttingu.
Sementsverksmiðjan á Akranesi kom vel út á síðasta ári
^ Upplýsingar þar um eru enn af
skornum skammti. en samkvæmt
upplýsingum frá Félagi ísl. iðnrek-
enda. sem fylgst hefur með mark-
aðshlutdeild okkar í nokkrum
greinum allt frá árinu 1978 er út-
koman í þeim greinum sem fylgst
hefur verið með nokkuð misjöfn.
Hreinlætisvörur og kaffibrennsla
eru þar á meðal og þar er um
nokkra minnkun aö ræða á mark-
aðshlutdeild sl. 5 ár. Aftur á móti
hefur sælgætisiðnaðurinn og ís-
lensk málningarframleiðsla haldið
betur hlut sínum. en sælgætið hefur
að vísu notið nokkurrar tillverndar
lensst af. Og ef við lítum á 3ja árs-
fjórðung ársins 1982, upplýsingar
Fataiðnaðurinn á í harðri samkcppni við innflutta framlciðslu.
Þá vil ég einnig nefna, að staða
sjávarútvegsins, einkum útgerðar-
innar. kemur m.a. fram í miklum
skuldum við fyrirtæki í þjónustu-
iðnaði. ekki síst málm- og skipa-
iðnaði. Sú skuldbreyting, sem unn-
ið hefur verið við að fyrir sjávarút-
veginn, hefur ekki skilað sér í
nógu ríkum mæli til iðnfyrirtækja í
uppgjöri. Einnig er ljóst, að minnk-
andi útlánageta viðskiptabank-
anna. samhliða minnkandi sparn-
aði. bitnar harðar á iðnaði en sjáv-
arútvegi og iandbúnaði, sem fá
stærri hluta af sínu rekstrfé frá hinu
sjálfvirka endurlánakerfi Seðla-
bankans. Af heildarrekstrarfé sjáv-
arútvegs og landbúnaðar koma nú
55% til 58% frá Seðlabankanum
eii aðeins 317o af heildarrekstrarfé
iðnaðarins. Þó hefur tekist að auka
hlutdeild ýmissa greina iönaðar í
endurkaupum Seðlabankans síð-
ustu 2-3 árin og nýjar greinar feng-
ið þar aðgang, síóast skipasmiða-
stöÓvarnar sl. sumar.
Síðast en ekki síst vil ég svo
nefna hina hörðu samkeppni viö
innfluttan iðnvarning. sem m.a.
segir meira til sín en áður vegna
þrenginga erlendis. en þá leita
menn meira eftir útflutningi en
áður. Ekki síst bitnar þetta á
húsgagna- og innréttingariónaði og
fataiðnaði. Þar við bætast svo sér-
stakir erfiðleikar í skinnaiðnaði
sem tengjast sölutregðu á hefð-
bundnum mörkuðum, svo sem í
Póllandi.
Tillögur
til úrbóta
- Hafa verið lagðar fram ein-
hverjar nýjar tillögur til úrbóta
varðandi málefni iðnaðarins?
- Já, ég lagði fram fyrir síðustu
áramót í ríkisstjórninni tillögur að
úrbótum til lausnar þeim helstu
erfiðleikum, sem við höfum verið
að ræða um. I þeim tillögum er lagt
til eftirfarandi:
Ákveðið veröi aö leita eftir
hækkandi hlutfalli endurkaupa-
lána iönaðarins hjá Seölabankan-
um úr 50% í 65%. Fyrir liggur að
samtök iðnrekenda telja sig reiðu-
búna til að greiða hærri vexti en nú
gilda um afurðalán fvrir slíka við-
bótarfyrirgreiðslu. til dæmis sem
nemur 5% til viðbótar við núver-
andi 33% vexti af afurðalánum.
Lögð verði áhersla á að skuld-
breytingar í þágu sjávarútvegs skili
sér til iðnfyrirtækja sem veita hon-
um þjónustu. Auk þess veröi tryggt
fjármagn. allt að 60 miljónum
króna, til skuldbreytinga hjá
iðnaðarfyrirtækjum. sem eiga í sér-
stökum erfiðleikum og ekki eiga
kost á úrlausn með öörum hætti.
Um fyrirkomulag slíkra skuld-
breytinga þarf að vera náið sam-
ræað við samtök iðnaðarins, þar
sem hér yrði aðeins um að ræða
takmarkað úrtak fyrirtækja.
Þessir tveir þættir, aukinn að-
gangur aö rekstrarfé og skuld-
breyting, skipta mestu máli eins og
stendur að mati talsmanna iðnrek-
enda. Eru naumast forsendur Ivrir
að iðnaðurinn geti hagnýtt sér ann-
ars tiltölulega hagstæðar aðstæður
til vaxtar og aukinna umsvifa bæði
á heimsmarkaöi og í útflutningi.
Þá lagði ég áherslu á leiðréttingu
starfsskilyrða atvinnuveganna.
sem ekki síst koma iönaði til góða
eins og tillögur hafa verið mótaðar
um. Þá vænti ég. aö flutt verði
stjórnarfrumvarp um Uekkun
aóstöðugjalda á iðnfyrirtækjum til
jafns \ið fiskvinnsluna og að það
verði lagt fram á Alþingi strax eftir