Þjóðviljinn - 20.01.1983, Síða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. janúar 1983
Við höfum tekið saman í þetta súlu-
rit 18 vörutegundir til þess að fólk
sjái muninn skýrar en tölur láta
uppi. Fremsta súlan sýnir hækkun-
ina sem varð á Dagsbrúnartaxta í
almennri hafnar- og fiskvinnu frá
2. júní árið 1980 til 20. desembcr
árið 1982. Sá taxti hækkaði um
177,2 prósent á þessu tímabili. Hin-
ar súlurnar sýna síðan hækkunina
á 18 matvörutegundum. Alls voru
tegundirnar 41, og aðeins 6 þeirra
hækkuðu minna en Dagsbrúnar-
taxtinn. Þær eru allar teknar með í
súluritið. Hinar tegundirnar hækk-
uðu allar meira en Dagsbrúnar-
taxtinn, og eins og sjá má á súlun-
um hækkuðu sumar allmiklu
meira.
O)
n
to
Borðið frekar
flögur en pöffs!
Með því að stúdera vel og vand-
lega töiluna þá arna má fá býsna
haldgóðar vísbendingar um hvern-
ig hagkvæmt er að kaupa í matinn.
Það er t.d. augljóst, að fyrir þá sem
endilcga vilja úða í sig með sætmeti
í morgunmat er ólíkt betra að velja
hcldur Kellogs kornilögur en Kók-
ópöffs. Hækkanir á kornflögunum
eru sýnu minni en á pöffsinu.
I heild virðist þessi könnun
benda nokkuð sterkt til þess, að
neytendur ættu að fara hægt í sak-
irnar nteð að velja matvöru, sem
greitt er fyrir með dollurum.
Vegna óhagstæðrar stöðu hans við
íslensku krönuna undanfarið hefur
verð á slíkum varningi þotið upp úr
öllu valdi.
En hér kemur svo taflan góða frá
könnun Neytendafélags Reykja-
víkur og nágrennis. Megum við
biðja um meira.
- ast
Verðkönnun Neytendafélags
Reykjavíkur og nágrennis
Matvara hækkar
meira en launin
„Þessi kömiun sýnir, að hér hef-
ur verið ákveðin kjaraskerðing.
Hversu mikil hún er sjáum við hins
vegar ekki á könnuninni. Þetta er
ákveðin leiðbeining fyrir neytend-
ur fyrst og frcmst, og vísbcnding
um það hvernig haga má inn-
kaupum.“
Þetta sagði Jóhannes Gunnars-
son, formaöur Neytendafélags
Reykjavíkur og nágrennis, í sam-
tali við blk. um könnun þá, er fé-
lagið gekkst fyrir á verði fjöl-
margra vörutegunda í 25 verslun-
um á höfuðborgarsvæðinu dagana
20.-21. desember síðastliðinn.
Könnun þessi var í samræmi við
verðkönnun, sem gerð var dagana
2.-4. júní 1980, en þá var kannað
verð söntu vörutegunda í sömu
verslunum. Tilgangurinn var að
bera saman meðalverð á vöruteg-
undunum miðað við tímamörkin.
Jafnframt var reiknaö út hversu
mikil hækkun hafði orðið á launum
og var miðað við Dagsbrúnartaxta í
almennri hafnar- og fiskvinnu. Sá
taxti hafði hækkað um 177,2 prós-
ent á þessu tímabili. Af þeim 41
vörutegundum, sem Neytendafé-
lagið lét kanna, höfðu aðeins 6
hækkað minna en Dagsbrúnartaxt-
inn en 12 höfðu hækkað um og yfir
300 próse t! Línuritið hér að ofan
sýnir 18 þessara vörutegunda.
En hvaða almennar niðurstöður
er hægt að draga af þessum könn-
unum? Jóhannes Gunnarsson
sagði að það væri einkum þrennt:
I fyrsta lagi hefðu landbúnaðar-
vörur hækkað nokkru meira en
laun. Verðið segir þó alls ekki til
um hækkunina, því flestar land-
„Þessar kannanir cru fyrst og
fremst vísbending til neytenda um
það hvernig skynsamlegast er að
haga innkaupum“, segir Jóhannes
Gunnarsson, formaður Neytenda-
félags Reykjavíkur og nágrennis.
búnaðarvörur eru niðurgreiddar.
Hér má benda á verðhækkun á
kjúklingum og eggjum, en hvorugt
er niðurgreitt. Kjúklingar hafa
hækkað um 301,2 prósent og eggin
um 370,0 prósent.
í öðru lagi hafa innlendar
iðnaðarvörður hækkað meira en
launin - þar koma til vörugjald og
almenn kjaraskerðing. Hér má
benda á grænar baunir frá Ora,
sem hafa hækkað um 261,2 prós-
ent, og fiskbúðing, sem hefur
hækkað um 205,2 prósent.
í þriðja lagi hafa innfluttar vörur
hækkað mjög mikið - og þá eink-
um og sérílagi vörur sem við greið-
um fyrir meö dollurum.
„Þessar staðreyndir benda óneit-
anlega til þess, að fólk getur sparað
töluvert með því að beina neyslu
sinni fremur að innlendum
vörurmf!r sagði Jóhannes Gunnars-
son. Hann vildi að lokum ítreka, að
fólk ætti að fara varlega í að draga
ályktanir um hversu mikil kjarask-
erðing hefur verið á grundvelli
þessara kannana. Hér er aðeins
verið að athuga matvöru, en ótal
fleiri þætti þyrfti að athuga til þess
að segja nokkuð um skerðinguna í
heild.
Þess skal að lokum getið, að
Neytendafélag Reykjavíkur og ná-
grennis, sem stofnað var sl. vor,
hefur aðsetur að Austurstræti 6 í
Reykjavík, og þar er opið alla virka
daga milli klukkan þrjú og fimm.
Síminn er 21666.
- ast
Meðal- Meðal- Mis
verð verð munur
2.-4. 20.-21. í %
Land búnaðarvörur júní ’80 des. ’82
Nýmjólk 1. Itr. 3,59 9,70 170,2%
Smjör 500 gr. 18,33 55,00 200,1%
Gouda ostur 26% 1 kg. 34,71 97,50 180,9%
Lambalæri 1 kg. 27,71 85,00 206,7%
Nautahakk 1 kg. 40,33 129,84 221,9%
Kjúklingar 1 kg. 29,63 118,88 301,2%
Kartöflur 2,5 kg. 9,95 16,30 63,8%
Egg 1 kg. 12,88 60,53 370,0%
Mjölvörur, sykur, grjón
Sykur Dansukker 2 kg. 9,39 24,26 158,4%
Flórsykur Dansukker 'h kg. 3,41 7,93 132,6%
Phillsbury’s hveiti 5 lbs. 7,66 33,60 338,6%
Pama hrísmjöl 350 gr. 3,22 13,62 323,0%
River rice hrísgrjón 454 gr. 3,10 13,11 322,9%
Solgryn haframjöl 950 gr. 6,52 28,28 333,7%
Morgunkorn
Kellog’s kornflögur 375 gr. 10,40 34,14 228,3%
Coco Puffs 340 gr. 11,99 52,76 340,0%
Bökunarvörur
Royal lyftiduft 450 gr. 7,35 29,50 301,4%
Goldcn Lye’s sýróp 500 gr. 13,14 39,58 201,2%
Royal vanillubúðingur 90 gr. 1,99 6,19 211,1%
Drykkjarvörur
Quick kókómalt 906 gr. 18,09 86,83 380,0%
Melroses te 40 gr. 3,55 11,30 218,3%
Egils appelsín 25 cl. 1,45 5,45 275,9%
Brauð og kökur
Heilhveitibrauð form ósneitt 2,36 8,95 279,2%
Frón mjólkurkex 400 gr. 4,97 20,02 302,8%
Ritz saltkex rauður 200 gr. 5,42 22,82 321,0%
Niðursuðuvörur
Ora grænar baunir V. dós 6,03 21,78 261,2%
Ora rauðkái 'h dós 6,67 19,34 190,0%
Ora fiskbúðingur 'h dós 11,65 35,56 205,2%
Ora maískorn V; dós 6,71 27,94 316,4%
Lockwood jarðarber 382 gr. 9,59 25,50 165,9%
Aðrar matvörur
Gunnars majones 250 ml. 4,19 17,11 308,4%
Vilko sveskjugrautur 85 gr. 4,69 16,86 259,5%
Libby’s tómatsósa 340 gr. 4,19 16,63 296,9%
Hreinlætisvörur
íva þvottaefni 2,3 kg. 22,89 79,03 245,3%
Þvol uppþvottalögur 2,2 ltr. 12,89 43,13 234,6%
Hreinol grænt 0,5 ltr. 4,14 11,41 175,6%
Plús mýkingarefni 1 Itr. 6,39 21,74 240,2%
Lux sápa 90 gr. 2,12 6,47 205,2%
Colgate flúor tannkerni 90 gr. 5,02 17,82 255,0%
Eplasjampó Sjöfn 295 ml. 770 22,70 194,8%
Niveakrem 60 ml. 5,86 16,38 179,5%