Þjóðviljinn - 20.01.1983, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 20.01.1983, Qupperneq 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 20. janúar 1983 Bragi Halldórsson frá Ölafsfirði skrifar: Hver vill verja slíka afgreiðslu? Smásaga úr almannatryggingakerfinu Vill einhver benda á færa leið til þess að fá svör við þeim spurningum sem upp koma varðandi réttindamál öryrkja, úr því þau fást ekki frá trygga- ráði og Tryggingastofnun? spyr Bragi Halldórsson í þessari grein. Það var í byrjun febrúarmánaðar s.l., að til mín leitaði öryrki á sjö- tugsaldri, héreftir nefndurN.,og bað mig aðstoðar varðandi mál sín við Tryggingastofnun ríkisins. AII- ar bótagreiðslur höfðu stöðvast frá og með 1. nóvember 1981 og enga skýringu hefði hann getað fengiö á því hver væri ástæðan. Ég lofaði að kanna málin og hóf nú athugun mína heimafyrir. I Ijós kom að óskað hafði verið eftir endurmati á örorku N.N. og var vottorð þess vegna sent suður til Tryggingastofnunarinnar fyrstu daga nóvembermánaðar. Ur- skurður þessa mats var einmitt að berast umboðinu þessa daga, eða um þremur mánuðum eftir að vott- orðið var sent suður. Úrskurður var lækkun mats úr 75% í 65, sem þýðir missi tekjutryggingar, eða lækkun bóta um meira en helming. Þarsem N.N. ereinhleypur, hef- ur ekki haft launatekjur í mörg ár, og á engan rétt til greiðslu úr líf- eyrissjóði, gat ástæða þessarar lækkunar ekki verið vegna tekna, og varð því að kanna aðrar for- sendur. Ég leitaði því til hér- aöslæknisins og óskaði eftir áliti hans varðandi læknisfræðilegu hlið málsins. Hann tjáði mér, eftir að hafa kannað öll sín plögg varðandi N.N., að ekki sæi hann neina for- sendu fyrir lækkun matsins læknis- fræðilega. Hljóp í baklás Nú lá beint viö að hafa samband við þann tryggingalækni, ég nafn- greini hann ekki, sem framkvæmdi og undirritaði matið, og biðja hann um skýringu á því. Þetta gerði ég daginn eftir. Hann tók mér vel, sjálfsagt væri að útskýra þetta fyrir mér, en sagðist bara þurfa að kynna sér máliö fyrst og nálgast ýmis gögn, og bað mig því að hringja daginn eftir. Ég var því fullur bjartsýni þegar ég hringdi daginn eftir. En viti menn, nú stóð allt fast. Læknirinn hafði hlaupið í baklás um nóttina, nú gat hann ekkert sagt mér, sagðist bara ekki mega segja neitt. Eftir smákarp benti ég lækninum á, að á matinu sæi ég, að hann hefði fyrst metið N.N. 75%, en síðan lækkað það í 65, en hversvegna? Þetta viðurkenndi hann, en sagði varðandi lækkunina, orðrétt: „Þú verður að tala við tryggingayfir- lækni um það.“ Ég benti nú á, að heldur væri það skrítið, þegar menn létu aðra breyta bréfum sín- um, og þar með sannfæringu, án þess að þeir hinir sömu skrifuðu þá ekki undir breytinguna sjálfir. Kæra lögð fram Ég bað nú lækninn að gefa mér samband við tryggingayfirlækni. Hann kallaði til hans, en sá góði maður kallaði til baka og bað að skila því til mín að hann hefði ekk- ert við mig að tala, enda væri óviðkomandi ekki gefnar upplýs- ingar um örorkumöt. Ég furða mig ennþá á þessari neitun tryggingayfirlæknis, þar sem ég hafði oft áður rekið mál við hann bæði símleiðis og bréflega,’ bæði mál mín og margra annarra, auk þess sem hann hafði heimsótt mig skömmu áður. Hann þekkti mig því, og vissi að ég var ekki að forvitnast um hagi annarra fyrir forvitnis sakir. Þegar hér var komið venti ég mínu kvæði í kross og ákvað að notfæra mér 6. gr. laga um Al- mannatryggingar, en þar stendur: „Rísi ágreiningur um bætur, leggur tryggingaráð úrskurð á málið og kærði ég því málið þangað. Það er einmitt meðferð trygg- ingaráðs, sem lögskipaðs úrskurð- araðila, sem ég vil vekja sérstaka athygli á. Mánuðir líða Kærubréf mitt til tryggingaráðs er dagsett 22. febrúar 1982 og sleppti ég þar viljandi allri forsögu málsins, en óska eftir skriflegu svari við því, hversvegna örorkumatið var lækkað og ástæðum fyrir tæp- um þriggja mánaða drætti á fram- kvæmd þess. Nú liðu mánuðirnir, en í maí barst mér bréf frá Tryggingastofn- un ríkisins, sem gerði mig fokvond- an, þar sem nú virtist vera að endurtaka sig sama máls- meðferðin og ég hafði áður fengið á kæru til tryggingaráðs, en svo verið beðinn afsökunar á sem mis- tökum. Ég settist því niður og skrifaði annað kærubréf til tryggingaráðs, dagsett 24. maí, rakti ég nú mál mitt nákvæmlega og kærði til við- bótar þá málsmeðferð, að fela tryggingayfirlækni, manninum sem ég ætti í deilum við, afgreiðslu á kærubréfi mínu á hann sjálfan. Bragi Halldórsson: Tryggingarráð hefur ekki svarað því erindi sem ég beindi til þess í sjö mánuði. Réttarfar á heimsmælikvarða I kærubréfi mínu segi ég m.a. orðrétt: Það keyrir þó fyrst um þverbak, þegar mér í dag berst bréf frá Tryggingastofnuninni, trygginga- yfirlækni, dagsett 18.05.82, þar sem hann vísar til bréfs rníns 22.02.82 til tryggingaráðs, og segir hann þar að ekki sé hægt að gefa mér umbeönar upplýsingar varð- andi örorku N.N. Sem sagt, ég á í deilum viö trygg- ingayfirlækni vegna lækkunar bóta, vegna breytts örorkumats, og vísa þeim ágreiningi samkvæmt 6. gr. laga um Almannatryggingar, til tryggingaráðs, sem virðist afgreiða málið með því að fá tryggingayfir- lækni bréf mitt í hendur og hann afgreiðir það, fyrir hönd trygginga- ráðs, með því að neita mér nú skriflega um alll varðandi málið. Ætli þetta sé ekki réttarfar á heimsmælikvarða sem örorku og ellilífeyrisþegum er boðið upp á, þ.e.a.s. að kæra til þriðja aðila, sem er í raun sá sami og deilt er við. Þetta er í annað skiptið sem ég fæ þá afgreiðslu, vegna máls sem ég vísa til tryggingráðs, að sá sem ég deili við er látinn svara bréfi mínu. Við sh'ka afgreiðslu sætti ég mig ekki þá og geri ekki heldur nú, og spyr því: 1. Telurtryggingaráðþaðeðlilegt að endurmat taki 2,5 mánuði? 2. Er það forsvaranlegt að taka fólk af bótum og gera það al- gjörlega tekjulaust í hálfan fjórða mánuð? 3. Éf réttlætanlegt hefur verið að lækkaörorkumatN.N. úr75% í 65, hverjar eru þá á- stæðurnar? 4. Telur tryggingaráð þann drátt sem orðinn er á svari við bréfi mínu eðlilegan eða boðlegan opinberri stofnun? 5. Er það viðtekin venja trygg- ingráðs að vísa þeim málum, sem til þess er skotið, til af- greiðslu hjá þeim aðilum innan stofnunarinnar sem deilan stendur við? Ef ekki, hversvegna í þessu tilviki? Ef óskað er eftir skriflegu um- boði N.N., þá hafið samband við mig um hæl, og skal það þá sent vottfest. (Hér lýkur bréfi mínu.) Lokamálsgreinina setti ég til að koma í veg fyrir að mér yrði vísað frá aftur sem óviðkomandi aðila. Afgreiðsla tryggingaráðs Líður nú tíminn og ekkert gerð- ist í málinu, nema svo persónulegt, að ég nefni það ekki hér; auk þess stóð ég t' því að flytja og tafði það eftirgrennslanina af minni hálfu. Það var svo hinn 11. nóvember að ég hringdi í Tryggingastofnunina og bað um samband við einhvern sem svarað gæti fyrir hönd trygg- ingaráðs. Loksins fékk ég samband við forstjórann, Eggert G. Þor- steinsson, og reifaði mál mitt við hann og lýsti vanþóknun minni á þeirri afgreiðslu sem ég hafði þegar fengið. Ekki vildi forstjórinn segja neitt um mál þetta eða meðferð þess í stofnuninni, en las fyrir mig bókun tryggingaráðs varðandi bréf mitt 22. febrúar, sem ég vissi ekki að væri til, og féllst raunar á að senda mér staðfest afrit af henni, sem hann stóð við, og á hann hrós skilið fyrir það eitt. En hver var nú bókaður úr- skurðaður á kæru minni hjá trygg- ingaráði? Hann er svohljóðandi orðrétt: „Lagt fram bréf frá Braga Hall- dórssyni, Ólafsíirði, dags. 22. fe- brúar 1982, varðandi örorkumat N.N, Tryggingayfirlæknir gerði grein fyrir ástæðum fyrir lækkun matsins og er honum falið að svara bréfinu." Ágiskun mín var sem sagt rétt: Tryggingaráð kannar málið ekkert nema frá mótaðila mínum, trygg- ingayfirlækni, en felur honum svo að svara kærubréfinu á sjálfan sig, fyrir hönd tryggingaráðs. En takið eftir: Tryggingaráð viðurkennir mig þó sem kæranda fyrir hönd N.N. og samþykkir að mér skuli svarað. Svar trygginga- yfirlæknis Hvert er svo svar tryggingayfir- læknis, Björns Önundarsonar, sem skrifað er samkvæmt ofangreindri samþykkt tryggingaráðs og dagsett 18. maí 1982? Það hljóðar svo orðrétt: „Þar sem óviðkomandi aðilum eru aldrei gefnar upplýsingar um heilsuhagi manna, er ekki hægt að gefa yður umbeðnar upplýs- ingar um heilsuhagi og örorku N.N." Takið eftir: Tryggingayfirlæknir gerir mig enn að „óviðkomandi aðila" og neitar að gefa mér nokkr- ar upplýsingar í málinu, sem trygg- ingaráð samþykkti þó og fól hon- um að gera. Óg ríkissstarfsmaður- inn kemst upp með þetta. Því þrátt fyrir síðara kærubréf mitt og þá vitneskju tryggingaráðs á því, að ég hef aldrei fengið neitt svar við fyrra kærubréfi mínu, þá hefur það ekki gert tilraun til að ráða þar bót á. Einræði eins manns En hvert er þá orðið valdsvið tryggingayfirlæknis? Jú, þing- mennirnir okkar, sem eru lýðræðislega kjörnir og hamast nú við að jafna atkvæðisréttinn í nafni lýðræðisins, hafa veitt honum sam- kvæmt 12. gr. laga um almanna- tryggjngar en þar stendur, „Trygginga- yfirlæknir mctur örorku þcirra, sem sækja um örorkubæt- ur.“ algjört einræði til að fram- kvæma öll örorkumöt. Já, einræði handa einum manni. Til viöbótar virðist mér svo tryggingaráð, sem ég áleit nokkurskonar endur- skoðunaraðila varðandi öll trygg- ingamál, hafa falið honum endur- skoðun á kærumálum á sjálfan sig, og tel ég hann þá kominn með, á eina hönd, nokkurskonar alræði varðandi öll örorkumöt. Hann metur bæði hinar líkamlegu, fé- lagslegu og fjárhagslegu skerðing- ar okkar, svo og skerðingu sem or- sakast vegna búsetu í dreifbýli og það sem meira er: hann þarf ekki að standa okkur sem metnir eru, nein reiknisskil gerða sinna; okkur kemur niðurstaða matsins, að því er virðist, ekkert við. Finnst mönnum hægt að bjóða okkur ör- yrkjum svona andlýðræðislega skipan? Er nokkrum öðrum þjóðfélagshóp boðið upp á annað eins? Tryggingadóm dagaði uppi En hvað með málið mitt, er það þá alveg stopp? Nei, nei, ekki sam- kvæmt lögum um almannatrygg- ingar. Blessaðir þingmennirnir okkar reiknuðu alltaf með því, að svona deilumál kæmu upp, því árið 1971 samþykktu þeir svohljóðandi viðbótarmálsgrein við 6. gr. laga um almannatryggingar: „Þeim úr- skurði (þ.e.a.s. úrskurði trygginga- ráðs) má áfrýja til trygginga- dóms, sem sett verði um scrstök löggjöP'. Gallinn við þessa grein er bara sá, að hún trónar þarna eins og skrautfjöður í hatti. Alþingi, eða þingmennirnir okkar, hafa ekki ennþá, eftir 11 ár, séð tilefni til að setja löggjöf um dóminn, skipað í hann og gert hann virkan. Þetta hlýtur að vera brot á þegar samþykktum lögum. Við öryrkjar hljótum að eiga þann mannlega rétt að geta skotið deilumálum okkar, um tryggingamál, til ein- hvers aðila, sem ekki er sá sami og við deilum við. Þingmenn góðir. Það er ekki nóg að setja lögin, það verður líka að fylgjast svolítið með Jrví, hvernig þau eru framkvæmd. Ég skora nú á sérhvern ykkár sem bent getur mér á færa leið til að fá svör við þeim spurningum sem ég beindi til trygg- ingaráðs, að hafa samband við mig, því þið hljótið að gera ráð fyrir því, að við öryrkjar eigum fullan rétt á að fá svör við þeim spurningum sem upp koma varðandi réttinda- mál okkar. Akureyri 12/1 1983 Bragi Halldórsson sími 2.57.31 P.s. Kærubréf mitt til tryggingaráðs 24.05.82 endaði á þessari grein: „Ef tryggingaráð sér sér ekki fært að svara bréfi þessu innan skamms tíma og þar með að afgrciða mál þetta, neyðist ég til þess að ræða málið á opinberum vcttvangi, þó það sé mér mjög ógeðfellt.“ Þar sem tryggingaráð hefur ekki, eftir 7 mánuði, orðið við þeirri sjálfsögðu skyldu opinbcrs aðila að svara því crindi sem ég bcindi til þess, þá birti ég framan- greind viðskipti mín við það, ef vera kynni að auðveldara væri að fá svör á þeim vettvangi. B.H.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.