Þjóðviljinn - 25.01.1983, Page 4

Þjóðviljinn - 25.01.1983, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 25. janúar 1983 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóöfrelsis Utgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. ‘Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Augiýsingastjóri: Sigriður H. Sigurbjðrnsdóttir Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Öskar Guðmunds- son, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason Handrita- og prófarkalestur: Elias Mar Áugíýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur P. Jónsson Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Frentun: Blaðaprent h.f. Byggð undir bröttum fjöllum • Nú um helgina voru rétt 10 ár liðin frá því eldgosið hófst í Vestmannaeyjum, en þær náttúruhamfarir ollu meira eignatjöni í þéttbýli en nokkrar aðrar á Iandi hér frá fyrstu tíð. • Á tíu ára afmæli Vestmannaeyjagossins létu náttúruöflin til sín taka á Patreksfirði með þeim hörmulegu afleiðingum að fjórar manneskjur létu lífið og mörg hús brotnuðu í spón. • Á Patreksfirði var það ekki jarðeldur sem slysförum olli heldur snjóflóð úr gilinu yfir Geirseyri og hrikalegt krapa- hlaup í Litladalsá, sem oftast er þó ekki annað en saklaus lækur. • Pegar slíkir atburðir verða er hugur okkar allra hjá þeim sem voðinn slær, hjá þeim sem björguðust naumlega, hjá þeim sem lífinu týndu og þeirra fólki. • Og við minnumst þess hve skammt er bilið milli blíðu og éls. • Við íslendingar sendum ekki menn í stríð til varnar þeirri ættjörð sem við byggjum, en við náttúru landsins hefur íslensk þjóð háð sína glímu í ellefu aldir á landi og á sjó. Oft hefur náttúra landsins verið okkur gjöful og leikið blítt við mannanna börn, en þær stundir koma þegar þungra fórna er krafist og manneskjan stendur varnarlaus gegn ógnarafli náttúrunnar. • Þannig fór nú á Patreksfirði. Allt eignatjón er skylt að bæta, en sérhvert tapað mannslíf er óbætanlegt. • Á Patreksfirði tók þorp að myndast undir lok síðustu aldar, og um langt skeið hefur Patreksfjörður verið einn blómlegasti útgerðarstaður landsins, og liggur hvað best við miðum. Fólkið á Patreksfirði vinnur flest hörðum höndum, og færir daglega mikla björg í okkar sameiginlega þjóðarbú. Þótt nú ríki harmur í húsum, þá mun fólkið á Patreksfirði enn sem fyrr sigrast á öllum þrautum og nýir dagar færa nýja gleði. Sá gamli Patrekur biskup úr Suðureyjum, sem fjörðurinn hlaut nafn sitt frá, hefur löngum verið hollur sínu fólki, og seint mun landtakan bregðast sé á hann heitið. • En þegar eitt byggðarlag verður fyrir svo þungu áfalli, þá er það skylda okkar allra, sem fjær búum eða nær, að liðsinna við uppbygginguna og við allt það sem verða má byggðinni þar við Patreksfjörð til styrktar. „Yfir okkur gnœfir fjallið bert og grátt, og hafið syngur ögrandi Ijóð. “ • Pannig sjáum við Patreksfjörð í ljóði Jóns úr Vör, sem tengist fjalli og hafi æskustöðva skáldsins þar vestra. • Á íslandi stendur víða byggð undir bröttum fjöllum, og þegar fannfergi hleðst í fjallabrúnir, en hálka undir, þá er hætt við snjóflóðum ekki síst við veðrabrigði. Pví fer fjarri, að við íslendingar höfum lagt þá áherslu á snjóflóðavarnir, sem vert væri. Þótt fullkomnar varnir gegn ógnarafli snjó- flóðanna séu engar til, þá er með nútímatækni hægt að draga mjög verulega úr hættunni svo sem dæmin sanna. 1 þeim efnum var hafist handa allvíða eftir mannskaðann mikla af völdum snjóflóðs í Neskaupstað fyrir fáum árum. Langtum öflugra átaks er þó þörf á þessu sviði og þurfa ríkisvald og sveitarfélög að taka þar höndum saman með skipulegum hætti. • í aldanna rás höfum við íslendingar misst svo vitað sé á milli 800 og 900 mannslíf af völdum snjóflóða og skriðufalla, þar af hafa nokkuð yfir 600 farið í snjóflóðum samkvæmt yfirlitsriti Ólafs Jónssonar um þessi efni. Á síðari árum hefur slysavörnum fleygt fram á flestum sviðum fyrir sameiginlegt átak margra góðra manna. Látum ekki lengur bíða skipu- legar varnaraðgerðir gegn þeim mikla vágesti sem snjóflóðin eru. • Þjóðviljinn vill að lokum minna á það mikla björgunar- starf, sem unnið var á Patreksfirði bæði af heimafólki og aðkomumönnum. Fyrir harðfylgi og atorku björgunar- manna tókst að bjarga nokkrum manneskjum lifandi undan snjófarginu. • Aðstandendum hinna látnu vottum við samúð. klippt Framhaldssaga fyrir 40 miljónir Frá því var skýrt í frétt í Þjóð- viljanum fyrir helgi, að greiðlega gengi að byggja stórhýsið við Hótel Sögu. Þar er nú að rísa nýbygging sem á að verða svipuð að stærð og Saga eins og hún er nú. Allt er gott um þann stórhug sem verk af þessum toga bera órækan vitnisburð um. Hitt er máske meira íhugunarefni, að byggingin er einungis fjármögn- uð með lánsfé. Aðstandendur byggingarinnar leituðu til lang- lánanefndar um ríkisábyrgð á 2.2 miljóna dollara láni, eða sem nemur 40 miljónum íslenskra króna. Þegar stórhýsið verður komið upp verður danssporið dýrt á bænum. Væntanlega munu hinir stórhuga höfðingjar telja niður erlenda lánið á taktvísan hátt í Framsóknarvalsi. En þeir gætu talað varlegar um aðhald í fjárfestingum og lántökum, þeir herramenn. Bylting til að blekkja fólk Umræður og áform Alþýðu- bandalagsmanna, um að ger- breyta skipulagi og starfsháttum bandalagsins, hafa farið mjög fyrir brjóstið á borgaraflokkun- um. Staksteinar Morgunblaðsins gerir sér þessar hugmyndir að umfjöllunarefni og hárbeittri ádeilu sinni og nýstárlegri (um að Alþýðubandalagið sé nánast austan járntjalds) á þennan veg: „Til að blekkja hinn almenna flokksmann hefur svokölluð laga- og skipulagsnefnd verið sett á fót í Alþýðubandalaginu. Síðan er mönnum talin trú um að þar sé unnið að sjálfri byltingunni - en hver er formaður nefndarinnar? Auðvitað flokksformaðurinn Svavar Gestsson, sem ætlar að stjórna byltingunni gegn Svavari Gestssyni!" Fylgjast ekki með Þessi orð Staksteinars um for- mennsku Svavars Gestssonar í laga- og skipulagsnefndinni verða óneitanlega tilefni til hug- leiðinga um hvort Morgunblaðið fylgist ekki með því, sem er helst að gerast hjá höfuðandstæðing- um blaðsins. Nú er það nefnilega svo, að Svavar er ekki formaður þessarar nefndar og hefur aldrei verið. Formaðurinn heitir Einar Karl og er Haraldsson. En máske er skýringin einfaldlega sú, að Mogganum hafi hentað betur í málflutningi sínum að gera Svav- ar að formanni þessarar nefndar? Það væri þá heldur ekkert nýtt að blaðið diktaði upp ósannindi hin- um göfuga málstað sínum til framdráttar. Bráðabirgða- lögin standa í íhaldinu Bráðabirgðalög ríkisstjórnar- innar frá því í sumar eru enn til afgreiðslu í alþingi. Lögin hafa verið mánuðum saman í umfjöll- un efri deildar. Þingmenn Sjálf- stæðisflokksins í stjórnarand- stöðu hafa tafið fyrir málinu hvað eftir annað í deildinni. Og nú er svo komið að þeir eru einnig farn- ir að tefja málið í neðri deild alþ- ingis. Ólafur G. Einarsson, for- maður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins, hóf umræður utan dag- skrár í sl. viku til að ítreka beiðni flokksins um frestun á umræðu um bráðabirgðalögin. Eru nú all- ir búnir að gleyma því, að Sjálf- stæðisflokkurinn krafðist þess að bráðabirgðalögin yrðu tekin strax fyrir á alþingi eftir setningu þeirra sl. sumar. Samkvæmnin hefur nú aldrei verið sterkasta vörn og sókn Sjálfstæðisflokks- ins. -óg ' „Réttmœtt að neytendur greiði stœrri hluta.. u Hvarvetna sem Ieiftursóknarí- haldið kemst í valdaaðstöðu er stefnan sú sama; skera niður sam- neyslu og félagsleg útgjöld og' hliðra til fyrir þá ríku, létta undir með þeim ríku svo að þeir geti orðið ríkari. í því ljósi er pó- litík Davíðs Oddsonar skólabók- ardæmi í anda Thatcher og Reag- an. „Okkur fínnst á hinn bóginn réttmætt, að neytendur greiði stærri hluta af raunkostnaði við að inna þá þjónustu af hendi sem fyrirtæki borgarinnar láta í té“, segir borgarstjórinn í viðtali við Björn Bjarnason, þar sem verið er að reyna að réttlæta ósköpin. Einkarekstur og gróðasjónarmið Pólitísk lífsviðhorf leiftursókn- armanna; þar sem menn vilja heldur draga úr félagslegri þjón- ustu með því að láta einkaaðilj- um reksturinn eftir, þar sem menn vilja mylja undir þá, sem betur mega sín, gægist allstaðar uppá yfirborðið þar sem Sjálf- stæðisflokkurinn fær einhverju ráðið. Félagslega ábyrgir flokkar í borgarstjórn hafa reynt að hindra framgang leiftursóknarinnar í nefndum og ráðum borgarinnar. Fulltrúar Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Kvennaframboðs- ins hafa nær færi gefst sýnt fram á það sem er að gerast. Hins vegar barst leiftursóknarliðinu liðsauki frá Framsóknarflokkn- um í íþróttaráði, þar sem sam- þykkt var að hækka aðgang að sundlaugum óhóflega í Davíðsstíl Oddssonar. skorið Guðrún Helgadóttir: Kaldar kveðjur til Borgarbókasafnsins á 60 ára afmælinu Kristín Ástgeirsdóttir: Skorum á borgarstjórn að endurskoða af- stöðuna. 230% hœkkun í fjárhagsáætlun borgarinnar 1983 er gert ráð fyrir að Borgar- bókasafn Reykjavíkur auki tekj- ur sínar af notendum safnsins með dýrari skírteinum til full- orðinna og barna (en frá Sam- einuðu þjónunum hefur borist áskorun um að gefa börnum all- staðar kost á greiðum aðgangi að bókasöfnum). Ennfremur eru dagsektir hækkaðar verulega. Þessar hækkanir nema 230%. Þetta gerist á sama tíma og fjárframlög til rekstrar og bóka- kaupa safnsins eru skorin níður í verulegum mæli. T.d. fékkst ekki fjárveiting til útibús í Breiðholti sem lengi hefur verið á dagskrá og mikil þörf er fyrir. En menn- ingin á ekki uppá pallborðið hjá leiftursóknarliðinu einsog kunn- ugt er. Bókuð mótmœli „Árið 1980-1981 hækkaði fjár- framlag til bókakaupa um 65%, árið 1981-1982 um 60%, en nú liggur fyrir að framlag til bóka- kaupa hækkar einungis um 20%. Ljóst er að með þessu verður engin aukning á bókakosti safns- ins. Þá er jafnframt ljóst að eng- in fjárveiting er fyrir hendi til þess að ljúka útibúi safnsins í Menn- ingarmiðstöðinni við Gerðuberg, þar sem fjölmennasta hverfi borgarinnar býr við það að eiga ekki aðgang að almenningsbók- asafni. Við hörmum þessar köldu kveðjur til Borgarbókasafns Reykjavíkur á 60 ára afmælisári safnsins, sem gegnt hefur ómetanlegu hlutverki í menning- arlífi borgarinnar. Við skorum á Borgarstjórn Reykjavíkur að endurskoða afstöðu sína til þess- arar menningarstofnunar borgar- búa fyrir gerð næstu fjárhagsáætl- unar, svo að framtíð safnsins verði tryggð. Eins og nú er sýnist stefnt í algera óvissu.“ Þannig hljóðaði bókun Guðrúnar Helgadóttur Alþýðu- bandalagi og Kristínar Ást- geirsdóttur Kvennaframboði á stjórnarfundi Borgarbókasafns Reykjavíkur fyrr í þessum mánuði. - óg -k.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.