Þjóðviljinn - 29.01.1983, Blaðsíða 13
*.|
Helgin'20. - 3Ó. januar 1983 ÞJOÖVÍtjÍNN — SÍÐÁ 13
Ingibjörg
Haraldsdóttir
skrifar
sem útvíkka þá þjóðfélagslýsingu
sem gefin er. Þrælahald var ekki
afnumið á Kúbu fyrr en 1878, mun
seinna en í öðrum löndum álfunn-
ar, og á þeim tíma sem fjallað er
um í myndinni (í upphafi 19. aldar)
eru komnir brestir í þjóðfélagsbyg-
ginguna, m.a. vegna áhrifa frá öðr-
um löndum þar sem þrælar hafa
verið frelsaðir.
Humberto Solás hefur áður sýnt
að hann kann að gera góðar myndir
(Lucía, Cantata de Chile o.fl.)
Honum bregst heldur ekki boga-
listin í mögnuðum fjöldasenum
Ceciliu. Galla myndarinnar má að
mínu mati flesta rekja til skáldsög-
unnar, sem er einfaldlega of róm-
antísk fyrir okkar kaldhæðna nú-
tímasmekk. Þetta fannst mörgum
Kúbumönnum líka, en þar hafa
spunnist deilur um myndina. „Allir
fóru að sjá Ceciliu, en ekki nærri
allir hrifust", sagði kúbanskur
heimildarmaður minn.
Allt um það er Cecilia fróðleg
mynd vegna þeirrar þjóðfélagslýs-
ingar sem hún gefur. Hún stendur
líka fyllilega fyrir sínu sem „glæsi-
leg stórmynd", og mörg af atriðum
hennar eru firnagóð kvikmynda-
list.
Keldnasamningurinn
til borgarstjórnar:
Harla góður
fyrír ríldð
segir Sigurjón
Pétursson
Ég tel, svona við fyrstu sýn, að
þessi samningur sé harla góður
fyrir ríkið, sagði Sigurjón Péturs-
son í gær, en Keldnasamningurinn
sem borgarstjóri undirritaði á
fimmtudag var lagður fram í borg-
arráði í gær og vísað til borgar-
stjórnar.
Við eigum eftir að kynná okkur
samninginn betur, sagði Sigurjón.
Ég hef enn ekki fengið þau kort
sem samningurinn byggist á, en
hann verður aftur ræddur í borgar-
ráði á þriðjudag. Síðan er ætlunin
að borgarstjórn afgreiði hann næst-
komandi fimmtudag.
í borgarráði lagði Sigurjón Pét-
ursson fram bókun þar sem hann
ítrekar mótmæli sín við málsmeð-
ferð alla, en sem dæmi um hvernig
borgarfulltrúar hafa verið snið-
gengnir nefndi hann að samningur-
inn hafi verið kynntur í skipulags-
stjórn ríkisins áður en hann var
lagður fram í borgarráði og áður en
borgarfulltrúar minnihlutans fengu
nokkrar upplýsingar um hann.
- Hvað áttu við með því að
samningurinn sé harla góður fyrir
ríkið?
Við fyrstu sýn virðist mér svo
vera. Grundvöllur samningsins er
að ríkið haldi jafn miklu landi
innan borgarmarkanna og það
áður hafði, þó um allmiklar til-
færslur sé að ræða. í fyrri samning-
aviðræðum var alltaf stefnt að því
að Reykjavíkurborg fengi í sinn
hlut verulegan hluta af landi
Keldna án þess að annað land væri
látið í staðinn. _ áj
Elnhliða
-Framhald af bls. 4
sæmilegra íbúða. Á einu fjögurra
ára kjörtímabili eru það 1000
íbúðir, - á 10 árum 2.500 íbúðir,
vænn kaupstaður það. - Og
samningurinn á að standa til ársins
2014, í 31 ár enn!! Á því árabili
verða þetta 7.750 sæmiiegar íbúð-
ir, sem við borgum Alusuisse með
því að greiða orkureikningana sem
okkur eru sendir heim. Okkur
minnir að það hafi verið um 500
íbúðir sem fóru undir hraun í Vest-
mannaeyjagosinu og svo geta
menn borið saman.
En það er hægt að breyta þessu.
Til þess þarf aðeins eitt - sterkan
og einbeittan pólitískan vilja hjá
meirihluta þingmanna á Alþingi Is-
lendinga. Allar vonir Alusuisse í
málinu eru við það bundnar að
þann vilja og þá einbeitni skorti.
-k.
Ibúðir fyrir aldraða
og öryrkja á Nesinu:
Seldar notendum
á kostnaðarverði
Á Melabraut 5-7 á Seltjarnarnesi
hafa verið byggðar 16 verndaðar
íbúðir sem svo eru nefndar, fyrir
aldraðaogöryrkja. 12íbúðanna
eru í eigu notenda þeirra, cn 4 eru
leigðar út. Bæjarsjóður
Seltjarnarness byggir, en
kaupendur hafa greitt
kostnaðarverð, en um leið
skuldbindur bæjarfélagið sig til að
endurkaupa hvcnær sem eigandi
vill eða ef um dauðsfall er að ræða.
Aðdragandi þessa átaks í þágu
aldraðra og öryrkja á Seltjarnar-
nesi var það, að á nriðju ári 1980 fór
fram könnun meðal 65 ára bæjarí-
búa og eldri á þátttöku og eigna-
formi, og var útkoman sú að 25
■aðilar lýstu sig áhugasama um
byggingu af þessu tagi. Var þá á-
kveðið að reisa fjölbýlishús við
Melabraut.
Húsið er teiknað af arkitektun-
um Ingimundi Sveinssyni og Gylfa
Guðjónssyni. íbúðirnar eru af
þrem stærðum, þ.e. 56 fm einstakl-
ingsíbúðir og 70 og 95 fm hjónaí-
búðir. Þá er í húsinu íbúð hús-
varðar sem annast alla þjónustu
m.a. matsölu, ræstingu, þvotta og
fleira ef óskað er. Byggingatími
hússins var tæp 2 ár.
iil Laus staða
" I P Reykjavíkurborg óskar eftir að ráða starfsmann á
hjólbarðaverkstæði S.V.R.
Upplýsingar um starfið veitir yfirverkstjóri S.V.R., Jan
Jansen, í síma 82533.
Umsóknir skulu vera skriflegar og greina m.a. frá
menntun og starfsreynslu auk almennra persónulegra
upplýsinga.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, fyrir kl. 16.00,
föstudaginn 4. febrúar 1983.
Leiðin heim
(Yol)
Tyrkland 1982
Handrit: Yilmaz Giiney
Stjórn: Serif Goren
Kvikmyndun: Erdogan Engin
Leikendur: Rarik Akan, Necmettin
Cobanoglu, Halil Ergun.
í kvikmyndahátíðinni í Cannes í
fyrra deildi Leiðin gullpálmanum
með bandarísku myndinni Mis-
sing, sem einnig er á dagskrá Kvik-
myndahátíðarinnar okkar. Leiðin
á sér merka sögu, því hún var gerð
við hin erfiðustu skilyrði í Tyrk-
landi herforingjanna, þar sem höf-
undur hennar, Yilmaz Guney, sat í
fangelsi. Það hlýtur að teljast til
kraftaverka að önnur eins kvik-
mynd skyldi verða til við þessar að-
stæður.
Myndin hefst í tyrknesku fang-
elsi. Sumir fanganna fá leyfi til að
fara heim og dveljast með fjöl-
skyldum sínum í viku. Við fylgj-
umst aðallega með þremur föng-
um, Seyit, Mehmet og Omer, sem
allir þurfa að ferðast langar leiðir
heim til sín og standa frammi fyrir
óleysanlegum vandamálum þegar
heim er komið. Kona Seyits hefur
verið honum ótrú, og honum ber
skylda til að refsa henni. Tengda-
fólk Mehmets telur hann eiga sök á
dauða mágs sín, og kona hans veit
ekki hvorum megin hún á að
standa, með eiginmanni sínum eða
ættfólki. Omer er frá Kurdistan,
þar sem alltaf er verið að drepa
fólk. Þegar bróðir hans er drepinn
ber honum að taka sér ekkju hans
fyrir konu og ganga barnahópnum
þeirra í föður stað.
Eymd og ótti er hlutskipti tyrk-
neskrar alþýðu. Hermenn á hverju
strái, vegatálmanir, eftirlit, mann-
réttindabrot - allt er þetta daglegt
brauð. Fólkið lifir í svartamyrkri
fáfræðinnar og grimmilegra trúar-
bragða, og hrikalegast af öllu er
hlutskipti konunnar. Kona Seyits
og örlög hennar hljóta að vekja
okkur, dekurbörn velferðarinnar,
til umhugsunar um það sem milj-
ónir kvenna í heiminum búa við á
okkar tímum, í okkar heimi.
Yol er einsog öskur útum fang-
elsisrimla. Þetta er mynd sem kall-
ar á skilning okkar og samhjálp, og
vísar á bug þeim léttúðarfulla
hroka sem alltof oft einkennir vest-
ræna umfjöllun um málefni þriðja
heimsins. Okkur, íslenskum áhorf-
endum, er hollt að minnast þess
meðan við horfum á þessa frábæru
mynd, að við erum í hernaðar-
bandalagi með valdhöfunum í
þessu hrjáða landi, Tyrklandi. i
Athyglí þeírra lántakenda, sem ínna áttu af hendi
ársgreíðslur af íbúðalánum sínum
í nóvember-mánuðí sl.'skal vakín á því,
að 5% dráttarvextír leggjast á þær í mánuðí hverjum sem
líður án þess að þær séu greíddar.
Eru því samtals 15% dráttarvextir komnir
á þær ársgreiðslur, sem verið hafa í
vanskilum frá því í nóvember-mánuði sl.,
og munu þeir hækka í samtals 20% hínn 2. febrúar nk.
Þá skal einnig vakin athygli
á því, að í febrúar-mánuði nk.
verða ársgreiðslur þær,
sem verið hafa í vanskilum frá því í nóvember 1982,
sendar fógeta til innheimtu.
Mun það leiða til enn aukins kostnaðar
fyrír lántakendur ef ekkí verður að gert í tæka tíð.
Lántakendur eru því eindregið hvattir til að inna af hendi
ársgreiðslur sínar híð alíra fyrsta og láta það ekkí
dragast lengur en orðið er.
Húsnæðisstofnun ríkisins