Þjóðviljinn - 29.01.1983, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 29.01.1983, Blaðsíða 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN |Helgin 29. - 30. janúar 1983 LYFSÖLULEYFI er forseti íslands veitir. Lyfsöluleyfi Breiðholtshverfis III í Reykja- vík er auglýst laust til umsóknar. Lyfsöluleyfiö veitist frá 1. apríl 1983. Lyfsöluleyfi Fáskrúðsfjarðarumdæmis er auglýst laust til umsóknar. Lyfsöluleyfinu fylgir kvöö um rekstur lyfjaútibús á Stöövar- firði. Starfsemi væntanlegrar lyfjabúöar skal hafin eigi síðar en 1. september n.k. Lyfsöluleyfi Seltjarnarnessumdæmis er auglýst laust til umsóknar. Rekstur væntanlegrar lyfjabúðar skal hefja eigi síöar en 1. mars 1984. Umsóknir um ofangreind lyfsöluleyfi sendist heilbrigöis- og tryggingamálaráöuneytinu fyrir 1. mars 1983. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 27. janúar 1983. Rafmagnsveitur ríkisins Rafmagnsverkfræðingur/-tæknifræðingur. Rafmagnsveitur ríkisins, óska eftir aö ráöa rafmagnsverkfræöing eöa -tæknifræöing til starfa viö rekstur, viðhald og tengingar á rafeinda- og tölvubúnaði. Umsókn með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til starfsmannastjóra, Laugavegi 118, Reykjavík. Áttræður Skúli Guðjónsson Skúli Guðjónsson rithöfundur og fyrrverandi bóndi á Ljótunnar- stöðum er áttræður í dag. Þótt ærin ástæða sé til af því til- efni ætla ég ekki að vera alltof langorður, en vil þó nota tækifærið til að þakka honum umburðar- lyndið og góðvildina, sem hann og hans nánustu sýndu mér á þeim árum, þegar ég var lítið annað en truflun í lífi fullorðna fólksins, og vináttuna eftir að ég óx úr grasi og komst til vits og ára. Við sáumst fyrst að morgni dags snemma í júlímánuði 1928. Foreldr- ar mínir voru þá að flytja búferl- um vestan úr Dölum að Prests- bakka í Hrútafirði, sem er næsti bær fyrir utan Ljótunnarstaði. Við höfðum gist í Bæ, sem er næsti bær fyrir innan Ljótunnarstaði og kom Skúli þangað til móts við okkur til að fylgja okkur síðasta spölinn til nýrra heimkynna. Slík var hugul- semi hans þá og þannig hefur hún verið æ síðan. Á árunum sem í hönd fóru kom ég æði oft að Ljótunnarstöðum og oftsinnis var erindið lítið annað en að hitta fólkið og ef ti! vill að nota tækifærið meðan beðið var eftir kaffi, að stelast til að líta á bóksafn Skúla, því þar var ýmislegt að sjá sem ekki var að finna annars stað- ar, t.d. bækur Halldórs Laxness, sem þóttu þá vart við hæfi barna. Og aldrei var amast við þessum á- troðningi, þótt oft væri ástæða til. Mér kemur í hug erindi úr ljóði eftir Örn Arnar skáld, sem hljóðar svo: Og lág var súð og gengið gólf og gluggakytran smá, en gott til hvíldar gesti varð þcim góðu vinum hjá. igfV*"" Roma Nýkomin hollensk ledursófasett Hagstœtt verd Gódir greidsluskilmálar Jón Loftsson hf. /A A A. A A A Bilbao . Cj L I: ZZ. ZJ i. 1 lJ 1J j LiL:z;~iJuuua4j; J3Gn23EDGI3Eu HRINGáRAUT 121 - SÍM110600 Ljótunnarstööum Þótt salarkynni séu stór og sængurklæði dýr, það gerir engum gesti rótt. Hitt gildir - hver þar býr. Ég get ekki stillt mig um að segja hér frá atviki, sem gerðist, ef ég man rétt, snemmsumars 1934. Ég var 14 ára og átti að fá að fara í róður með þeim Ljótunnarstaða- feðgum Guðjóni, Hirti og Skúla. Ég vaknaði við það síðla nætur að hönd var lögð á öxl mér. Þegar ég hafði nuddað stírurnar úr augunum sá ég að Guðjón sat á rúmstokkn-um hjá mér. Hann bað mig að hafa hraðan á því ætlunin væri að fara um Eyjasundið á flóðinu en það væri farið að falla út. Ég snar- aðist í fötin, fékk mér bita í eldhús- inu á leiðinni út og tók með nesti sem móðir mín hafði útbúið handa mér og síðan hröðuðum við okkur niður að bátnum. Þar voru þeir fyrir Skúli og Hjörtur og nú var tekið til áranna. Róðurinn gekk vel og innan stundar vorum við komnir ámiðin. Veðurvar mjöggott, slétt- ur sjór en töluverð undiralda. Þeg- ar báturinn seig niður af öldunni fannst mér innýflin í mér leita upp og mér leið hreint ekki vel. Við fiskuðum allvel, þó ég sýnu minnst, en nokkurn tíma tók að hlaða bát- inn. Við lentum í vörinni á Ljót- unnarstöðum og þar var aflanum skipt. Ég fékk fullan hlut, sem ég átti þó alls ekki skilið, en annað kom ekki til g»ina af hálfu þeirra Ljótunnarstaðafeðga. Þannig voru þeir og við því var ekkert að gera. Ég fluttist til Reykjavíkur 1940 og eftir það urðu samfundir okkar Skúla strjálli. Þó höfum við hitzt nær álega, stundum óftar, einkum síðustu árin. Hann er nú að hefja níunda áratuginn, óbugaður þrátt fyrir alla þá erfiðleika sem hann hefur átt við að etja um dagana. Og þegar ég talaði við hann í síma ekki alls fyrir löngu hljómaði rödd hans jafn unglega í eyrum mér og ég man hana forðum daga, eða fyrir 50 árum. Og það eru engin elii- mörk á því sem hann lætur tra ser fara í rituðu máli, eins og svo oft áður finnst mér að hann eigi öðrum mönnum auðveldara með að greina á milli þess sem skiptir máli og hins, sem minna er um vert. Og um leið og ég sendi Skúla kveðju mína og heillaóskir í tilefni dagsins óska ég þess að hann megi lifa þannig og skrifa alla sína ævi. Torfi Jónsson Kæri vinur og frændi, þökk fyrir síðast og allt gamalt og gott, og til hamingju með afmælið. Þetta verður nú engin afmælis- grein, aðeins rabb um daginn og veginn, eiginlega framhald á spjall- inu okkar síðastliðið sumar þegar við Hermann sátum hjá þér í hlað- varpanum á Ljótunnarstöðum og rifjuðum upp gamla daga. Þú lést þess þá getið, að von væri á bók eftir þig og kæmum við þar við sögu, auðvitað keypti ég bóki- na strax og hún kom út (eins og aðrar bækur eftir þig). Þú kemur nú víða við þar eins og vænta mátti; meðal annars rifjarðu upp þegar við ætluðum að taka völdin í Bæjarhreppi, fá meirihluta í hreppsnefndinni og sýslunefndar- manninn og hvernig þetta mis- tókst vegna þess að við komum of seint á fundinn, sem betur fer liggur mér við að segja. Við hefðum ekki verið öfundsverðir af að stjórna eins og ástandið var þá. Annars er ég ekki viss um að kosn- ing hefði farið fram ef við hefðum mætt nógu snemma; hefðu ekki fundist ráð til að fresta kosningu eða draga hana á langinn og safna liði? Ekki man ég nú hvernig við ætl- uðum að skipta með okkur verk- um, mig minnir þó að ég ætti að fara í sýslunefndina, en þú að hreppa oddvitastarfið, og þar hefðir þú aldeilis ekki setið á friðarstóli, en hvað um það þetta hefðu þótt stórtíðindi, og verið það ef við hefðum tekið stjórn í jafn eindreginni Framsóknarsveit og Bæjarhreppurinn var og er. Svo ég haldi mig við bókina þína, þá minnist þú á bókasafnið okkar og einnig hverja meðhöndlun sumar bækur fengu í lestrarfé- laginu og nefnir þar Söngva föru- mannsins, mig minnir nú að jafn sauðmeinlaus bók eins og Silkijól- ar og vaðmálsbuxur fengi sams- konar meðferð og sjálfsagt fleiri. Fyrir nokkuð löngu lagði ég leið mína niður á Landsbókasafn og ætlaði að rifja upp kvæði Stephans G. Bolsévíki, ég fékk bókina en kvæðið hafði verið skorið burt, og þetta var á sjálfu Landsbókasafn- inu. Ég ætlaði nú að hafa þetta spjall miklu lengra, en ég fell alltaf í sama pyttinn að ætla að vanda mig ein- hver ósköp, en svo verður útkom- an þeim mun verri sem stellingarn- ar eru hátíðlegri. En ég vona að við eigum eftir að tylla okkur mður einhverntíma í góðu tómi og rabba saman, og þá kannski um líðandi stund, sem ég sleppi að ræða nú. Með bestu kveðju, Björn Kristmundsson Heill og sæll, frændi minn. Tíminn, hann er örn sem flogið hefur langa leið á örskotsstundu síðan þú leitaðir stafa á ritvél í mín- um foreldrahúsum og ég, pjakkur- inn, staðfesti fundina. Arnsúgur- inn hefur dregið okkur öll - ýmist fram um grænar grundir eða grýtta mela, um paradísir og martraðir daganna. Hingað erum við komin og þú ert orðinn áttræður. Þú ert ríkur að árum og ríkur að reynslu. Sál þín hefur fært ritfórnir til að auðvelda samferðafólki þínu sýn til ýmissa átta sem því eru um margt myrkri huldar. Eins og allir aðrir sem þannig fórna af sjálfum sér átt þú hug okkar hinna og þakk- ir. Hins vegar átt þú sérstakar þakkir - bæði fyrir hina hollu lexíu um að öll erum við eins í flestu en ekki síður fyrir að færa okkur þína sjónpípu til að skoða menn og mál- efni. Á þessum fjörutíu árum sem liðin eru síðan smábarnshugur minn fór að greina svip þinn og tilveru hefur heimurinn skroppið saman með stórbættum samgöngum. Fyrr var það ungum dreng ógnvekjandi að fara í sveitina norður til Skúla og Þuru, yfir holt og heiðar og á ára- báti yfir Hrútafjörð. En nú hefur þú fært þig um set til dóttur þinnar og tengdasonar enn lengra norður í Norðurfjörð. Og þrátt fyrir það að sá höfðingi, samgöngumálajráð- herrann okkar, er þingmaður ykkar Strandamanna þá snjóar enn á Ströndum. Þinn heimarann er því enn sem fyrr í mínum huga skammt fyrir austan sól og suður af mána. Við, móðir mín og systkini, get- um því ekki litið inn til þín síðdegis í afmæliskaffið en við sendum þér okkar innilegustu kveðjur og þakk- ir fyrir marga leiðsögn og góðar samverustundir. Gísli Ól. Pétursson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.