Þjóðviljinn - 29.01.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.01.1983, Blaðsíða 7
Helgia 29.. - 30. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Fríðríks Ólafssonar Kennsla hefst þriðjudaginn 15. febrúar næstkomandi í húsakynnum skólans að Laugavegi 51. Á fyrstu starfsönn verða þrenns konar námskeið: Byrjendaflokkur Framhaldsflokkur l Framhaldsflokkur II Hvert námskeið er 12 klst., tvær klst. í senn einu sinni í viku. Þátttökugjald: Fullorðnir kr. 720 Börn, unglingar (f. 1968 og síðar) kr. 600 Skráning: Skráning stendur yfir alla virka daga milli kl. 17-19 í síma 25550. Sérnámskeið: Skákskólinn útvegar einnig leiðbeinendur fyrir einkatíma, sérstök námskeið í fyrirtækjum * eða námskeið úti á landi. Skákskón Friöriks CHafssonar Laugavegl 51 Sími: 25550. Friörik Ólafsson, CuömundurSigurjónsson, Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason, Margeir Pétursson. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fjölskyldudeild óskar eftir fólki til að styðja börn og unglinga, persónulega og félagslega ca 10 - 30 tíma á mánuði, sbr. lög um vernd barna og ungmenna gegn ákveðinni þóknun. Fólk sem: - hefur gott innsæi og áhuga á mannlegum samskiptum, - er hugmyndaríkt og hlýlegt í viðmóti, en jafnframt ákveðið, - hefur góðan tíma og tök á að skuldbinda sig a.m.k. 'U ár, getur sótt um, óháð menntun eða stöðu. Unglingafulltrúi gefur allar nánari upplýsing- ar í síma 25500, kl. 13-15 alla virka daga fyrir 7. feb. nk. Afmælisball Kvennaframboðið í Reykjavík held- ur upp á 1 árs afmæli sitt í Félags- stofnun stúdenta í kvöld kl. 20. Sest verður að snæðingi, afmælisbarnið ávarpað, Kvennaframboðskarla- flokkurinn Losti leikur lystir sínar, „hátíðaræða“ o.fl. og.fl. Stiginn dans til kl. 03 eftir miðnætti. Allir velunnarar Kvennaframboðs- ins velkomnir. Ráðstefna KRFÍ: Að koma aftur á vinnu- markaðinn „Að koma aftur á vinnumark- aðinn“ heitir ráðstefna, sem Kvenréttindafélagið gengst fyrir nú á laugardaginn að Kjarvalsstöð- um. Hefst hún kl. hálftvö og er öll- um opin. Ráðstefnunni er ætlað að vekja máls á og skilgreina hvort það sé erfiðleikum bundið fyrir konur að koma til baka á vinnumarkaðinn eftir að hafa um skeið sinnt störfum á öðrum vettvangi, þ.e. á heimilum. Dagskrá ráðstefnunnar verður þessi: Kl. 13.30: Setning - sögulegur inngangur. Esther Guðmundsdóttir, form. KRFÍ. Kl. 13.40: FYRRI HLUTI: Félagslear aðstæður - félagslegar afleiðingar. A) Dæmi af persónu- legri reynslu Björg Sveinsdóttir, Eygló Stefánsdóttir, Þórey Guð- mundsdóttir. B) umfjöllun af fag- legum vettvangi Nanna Sigurðar- dóttir, félagsráðgjafi, Þuríður J. Jónsdóttir. Fyrirspurnir - Kaffihlé. 10. 15.10: SEINNIJHLUTI? Úrbætur A) Skipulag dagvistar- og skóla- mála Bergur Felixson, frkvstj. Dag- gvistarheimila Reykjavíkurborgar. B) Skipulag á vinnumarkaðinum Þórarinn Þórarinsson, lögfræðing- ur VSÍ. C) Valkostir í menntun Guðrún Halldórsdóttir, skólastjóri Náms- flokka Reykjavíkur, Örnólfur Thorlacíus, rektor MH. D) Aðrir kostir, s.s. upplýsingar og vinnumiðlun Tryggvi Þór Aðal- steinsson, frkvstj. MFA Almennar umræður. Saman- tekt: Björg Einarsdóttir. Kl. 18.00: Ráðstefnuslit. Ráðstefnan er öllum opin og ráðstefnugjald er kr. 100. Fundar- stjórar verða Magdalena Schram og Þórunn Gestsdóttir. Afmælis- vaka Kvenréttindafélag fslands held- ur afmælisvöku að Kjarvalsstöðum á sunnudaginn og hefst hún kl. 13.30. Lesið verður úr nýjum bókum eftir konur, þær Nínu Björk Arna- dóttur, Álfrúnu Gunnarsdóttur og Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur. Hrafnhildur Schram segir frá rann- sóknum sínum á listasögu kvenna og les úr bók sinni um Nínu Tryggvadóttur. Tvær ungar stúlkur, Ásta Gísla- dóttir og Elsa Waage syngja nokk- ur lög og Sigurlaug Eðvaldsdóttir leikur á fiðlu. f anddyri verður sýndur vefn- aður, handsmíðuð víóla og bækur eftir konur.. Hrím spilar og leikur Hljómsveitin Hrím heldur vísn- atónleika í Norræna húsinu á sunn- udaginn kl. 17.00. Á tónleikunum flytur hljóm- sveitin aðallega frumsamin lög og texta, en að auki mun hún leika ýmis þjóðlög frá Noregi, írlandi og Skotlandi. Miðar verða seldir við inn- ganginn. Bækur til sölu. Við erum þessa dagana að taka fram hluta úr nokkrum prýðilegum bókasöfnum. Um er að ræða bækur í héraðasögu, íslensk skáld- verk, náttúrufræði, ættfræði og fleiri skyld efni: Nokkur dæmi: Um Njálu, doktorsritgerö Einars Ól. Sveinssonar, Landnám í Skaftafellsþinqi, Bókaskrá um bókasafn Gunnars Hall, Bókaskrá Ólaf Klose, ís- lensk miöaldakvæði, útg. Jón Helgason prófessor, Gengiö á reka eftir Kristján Eldjárn, Menn og menntir eftir Pál Eggert 1-4, Fagrskinna, útg. Ungers, Leiöar- vísir um oröasöfnun eftir Þórberg Þóröarson, Göngur og réttir 1 -5, Bólstaöir og búendur í Stokkseyrarhreppi eftirdr. Guöna Jónsson, íslenskir samtíöarmenn 1-2, Austantórur 1-3, Manntal á íslandi 1816 1-6, Saga Eyrarbakka, Skútustaöaætt, Reykjahlíöarætt, Is- landske Folkesagn og Eventyr, Kh. 1877, skb., Skaft- fellskar bjóösögur og sagnir Guömundar Hoffells, Þjóðsögur Jóns Árnasonar 1-2, Þjóðsögur Ólafs Da- víðssonar 1-2, 400 ára saga prentlistarinnar á íslandi eftir Klemens landritara, Aldarfarsbók Páls lögmanns, Búalögin (Sögufélagsútgáfan), Tímaritið Saga 1949- 1974 komplet í frumútg.; Alþingisbækur (slands, stök bindi frá 1.-14., Deildir Alþingis eftir Bjarna Benedikts- son, Lög og saga eftir Ólaf Lárusson, Æfisaga Gísla Konráössonar, Æfisaga Jóns Indíafara, Kyssti mig sól, fyrsta Ijóðabók Guðmundar Böövarssonar skálds (og fyrsta útgáfubók Ragnars í Smára), Ljóðmæli Páls Ölafssonar 1-2 (Aldamótaútgáfan), Glugginn snýr í norður og Svartálfadans eftir Stefán Hörð Grímsson, Andstæður eftir Svein frá Elivogum, Leikritasafn Menningarsjóðs 1-20, María Magdalena og Flugur eftir Jón Thoroddsen skáld (yngri), Far veröld þinn veg eftir Jörgen Frantz Jacobsen, Sjómannalíf eftir Kipling, Gösta Berlings saga eftir Lagerlöf, Enn grjót eftir Jóhannes Kjarval, Blómin í ánni eftir Edita Morris, í skugga Glæsibæjar, Dr. Jekyll og Mr. Hyde eftir R.L.Stevenson, Egyptinn eftir Mika Waltari, Rit dr. Bjarna Sæmundssonar, Fiskarnir, Fuglarnir og Spendýrin, Árbækur Ferðafélagsins, frumprent flest árin 1928-1940, Harmsaga æfi minnar og Mesta hörmungatímabil æfi minnar eftir Jóhannes Birkiland, íslensk fyndni 5. og 8. h eftl, Kaþólsk viðhorf eftir Halldór Laxness, bók sem ekki kemur aftur út næstu 50 árin, Ársrit Kaupfélags Þingeyinga 1917-1929 (komplet), Rit Þorvaldar Thoroddsen, Lýsing íslands 1-4, frumútg. skb., Landfræöissaga Islands, 1-4, ób.m.k., Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen 1-4, frum- útg., Muggur eftir Paul Uttenreitter, Úr landsuöri eftir víkur eftir Klemens Jónsson 1-2, ób.mk. og ótal aðrar fátætar og merkar bækur, sem sárasjaldan eru á ferö- inni. Við kaupum og seljum allar íslenskar bækur, yngri og eldri, flestar erlendar, ennfremur heillegar tímaritaraðir, gamalt smáprent, pólitísk plaköt, minni íslensk myndverk og eldri íslenskan útskurð og gömul verkfæri. Eigum erlendar pocket-bækur í þúsundatali á ensku, dönsku, frönsku, þýsku o.fl. tung- um. Hjá okkur er miðstöð pocketbóka- viðskiptanna. Gefum reglulega út bóksöluskrár um íslensk- ar og erlendar bækur. Sú 20. er að koma út þessa dagana. Sendum hana ókeypis til þeirra sem óska utan Reykjavíkursvæðisins. Sendum í póstkröfu hvert sem er. Vinsamlega hringið, skrifið eða lítið inn. Gamlar bækur og nýjar - BÓKAVARÐAN Hverfisgötu 52, Reykjavík, sími 29720

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.