Þjóðviljinn - 29.01.1983, Blaðsíða 14
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 29. - 30. janúar 1983
sunnudagspistill
Þröstur Haraldsson skrifaöi
rétt um miöjan mánuö grein
hér í blaðið sem heitir „Hvers
vegna þegjum við?“ Tilefni
greinarinnar er þaö, aö Þresti
finnst að vinstrihreyfingar
ýmiskonar séu þöglar eöa
vandræðalegar þegar
Afganistan berágóma. Ekki
sísthafði Þrösturáhyggjuraf
Fylkingunni og hefur Birna
Þóröardóttir orðið til andsvars
um það mál.
Þröstur kost svo að orði um Al-
þýðubandalagið, að það hafi
Íengst af sýnt Afganistanmálum
Hvað
„tómlæti". Það fer nú eftir því
hvernig á það er litið: Ég man vel,
að skömmu eftir að Sovétmenn
hófu þar hernað af fullum krafti
birti Þjóðviljinn viðtöl við þrjá af
helstu talsmönnum Alþýðu-
bandalagsins, sem spöruðu
hvergi fordæntingar á innrásinni.
En svo bætir Þröstur við: „Ekki
hefur flokkurinn gert mikið tii að
fylgja fordæmingunni eftir“.
Þetta er staðhæfing sem rétt er að
skoða. Ekki barasta af þvíaðhún
hafi orðið mikið fagnaðarefni
Svarthöfða og Staksteinum sem
telja þarna komna rétt eina
staðfestingu á því að vinstrisinnar
ýmiskonar sýni Sovétríkjunum
mikið umburðarlyndi og bregðist
allt öðru vísi við en þegar Banda-
ríkjamenn sitja í skammarkrók
heimsins - til dæmis fyrir stríðið í
Víetnam. Morgunblaðið hefur
reyndar ekki gert mikið úr þessu
máli, vegna þess að þar á bæ eru
menn svo viðkvæmir fyrir orðstír
Bandaríkjanna að aldrei má
nefna þau og Sovétríkin í sömu
andrá - og þá ekki bera saman í
neinu Víetnamstríð og Afganist-
anstríð.
En því er nú fitjað upp á þess-
um málum, að það er nokkuð til í
þeirri staðhæfingu Þrastar, að
þeir sem hafa fordæmt hernað
Sovétmanna í Afganistan hafa
ekki verið iðnir við að fylgja
þeirri afstöðu eftir. Það er líka
rétt að ekki myndast neinar sam-
stöðuhreyfingar svipaðar þeim
sem risu víða sum lönd á dögum
Víetnamstríðsins. Og við getum
líka bætt því við, að hér er alls
ekki um einhverja sérstaka
vinstrimannaleti að ræða eða sið-
ferðilegan slappleika-ekki hefur
heldur farið mikið fyrir borgara-
legum samstöðuhreyfingum með
þeim sem berjst gegn sovéskum
her og liði Kabúlstjórnar í Afgan-
istan.
Ástæðan er líkast til sú fyrst og
fremst, að tímar eru talsvert
breyttir frá því um 1970 þegar Ví-
etnamstríð var efst á baugi.
Trúin á þriðja
heiminn
Um það leyti og fyrr var tals-
vert útbreidd um Vesturlönd trú
á nýfrjáis ríki hins þriðja heims,
sem höfðu verið að losna undan
nýlendustjórn, beinni eða dulbú-
inni, sum í langvinnum þjóðfrels-
isstríðum en önnur með frið-
samari hætti. Það var að minnsta
kosti mjög útbreidd von meðal
yngra fólks og þá róttækra
manna, aö þessar þjóðir gætu
komið meö eitthvað nýtt og
ferskt inn í hina pólitísku heims-
mynd. Að þessum þjóðum, sem
gátu og þurftu að byrja á mörgu
frá grunni, mundi takast að
sneiða hjá þeim ógöngum sem
Sovétríkin höfðu lent í á dögum
Stalíns og hjá þreyttu og sálar-
Skæruliðar í Afganistan:
Hvaö hef ur breyst á sl.
áratug?
lausu neyslukapphlaupi í vest-
rænum iðnríkjum. Þegar menn
voru að taka þátt í stuðningsað-
gerðum við Þjóðfrelsishreyfingu
Alsírmanna gegn Frökkum eða
Víetnama, fyrst gegn Frökkum
og sfðan gegn Bandaríkja-
mönnum eða þá Angólumanna
gegn Portúgölum - þá var það
ekki einungis vegna þess, að
menn töldu sér skylt að vera á
móti yfirgangi stórvelda eða
nýrra og gamalla nýlenduvalda,
Menn voru ekki aðeins á móti -
menn voru einnig með baráttu
sem þeir vonuðu að hefði víðtækt
gildi, mundi leiða til einhverra
merkilegra pólitískra nýjunga.
líður
samstöðuhreyfmgum ?
Einhverrar nýrrar tegundar af
þátttöku alþýðu í uppbyggingu
lands undir merkjum jöfnuðar og
þriðjaheimssósíalisma - sem
kenndi mönnum að laga alþjóð-
lega hugsjón að staðbundnum
þörfum.
Trú sem
dofnaði
Þessi trú, eða von, stóð kann-
ski á þeim brauðfótum frá upp-
hafi, að hún byggði á mjög ein-
földuðum hugmyndum um stöðu
og verkefni hinna nýfrjálsu ríkja
- og vanmat á þeim háska sem
fólginn er í eins flokks kerfum -
þar sem annarsstaðar. Og þessi
trú fór hægt og bítandi dofnandi,
ekki síst þegar menn gerðu sér
grein fyrir því, hve hratt og misk-
unnarlaust ný og spillt yfirstétt
varð til í flestum nýfrjálsum
löndum upp úr frelsisgörpum
fortíðarinnar. Þar voru að vísu
ekki allir undir sömu sök seldir,
stjórnarfar er og hefur verið
næsta misgott þegnum þriðja-
heimsríkja. En engu að síður
varð það æ ljósara eftir því sem
lengra leið, að vonir velferðar-
unglinga um „Ijós úr suðri“ gátu
ekki ræst. Og þá tekur við áhuga-
leysi og afskiptaleysi. Ég skal
nefna til dæmis það þjóðfrelsis-
stríð á Afríku sem síðast var leitt
til lykta - í Zimbabwe, sem áður
hét Ródesía. Vitanlega voru
flestir, sem á annað borð fylgdust
með því stríði, andvígir minni-
hlutastjórn hvítra níanna þar í
landi, vissulega lýstu menn því
yfir að sú lausn ein væri fær að
hinn afríski meirihluti réði fyrir
landinu. En það var líka ljóst, að
það var enginn umtalsverður
áhugi á ferðinni til að „fylgja
þeirri afstöðu eftir" svo vikið sé
lítillega við ummælum Þrastar
Haraldssonar. Af þeirri einföldu
ástæðu, að menn höfðu séð svo
margt til þróunar í Ghana og Gín-
eu og víðar þar sem „afríski sósí-
alisminn“ fór af stað, að menn
gerðu sér ekki lengur neinar sér-
stakar vonir um framtíð Zimba-
bwe. Vitanlega er þar með ekki
loku fyrir það skotið, að í því
landi gæti sitthvað gerst merki-
legt - það sem hér er um fjallað er
einungis það, að samstöðuþörfin
með þjóð í baráttu í þriðja
heiminum var mjög farin að
dofna.
Hvað tekur við?
Og þegar kemur til Afgani-
stans er þetta enn augljósara:
Menn eru af grundvallarástæðum
andvígir því að erlendur her, sá
sovéski, sé hafður þar til að skapa
þjóðum landsins örlög og svo öll-
um þeim gífurlegum hörmungum
sem af þeim hernaði leiðir. En
enn frekar en gerðist í Zimbabwe
eiga menn erfitt með að vera nteð
einhverjum öflum í Afganistan
(að slepptu því, að menn eru með
Árni
Bergmann
skrifar
sjálfsákvörðunarrétti þjóða).
Hinir afgönsku andspyrnuherir
eru margir og tvístraðir, þeir lúta
ekki einni forystu eins og þó hafði
tekist að skapa í flestum
þjóðfrelsisstríðum áður (ekki í
Angólu reyndar). Og hvort sem
menn eru svo vinstrisinnar eða
frjálslyndir eða þá hægrimenn,
þá standa menn nokkuð svo
klumsa gagnvart því, að kannski
mundi endanlegur ósigur Kabúl-
stjórnarinnar leiða til klerkaveld-
is, einskonar ajatollaveldis eins
og í íran. í afgönskum aðstæðum
er nóg hráefni í slíka stjórn. Mun-
urinn á henni og þeirri sem í tran
situr væri þá helst sá, að í einu
landinu væru Sovétmenn fulltrú-
ar Satans, en í hinu eru það
Bandaríkjamenn.
Falklandseyjar
Það er reyndar víðar að afstað-
an til þriðja heimsins býr til
undarlegan ruglanda. Þegar Arg-
entínumenn tóku Falklandseyjar
var augljóst, að margir höfðu til-
hneigingu til að standa með þeim
- ekki af því þeir væru neitt hrifn-
ir af stjórn Galtieris, heldur af því
að þeir voru því vanastir að hafa
nokkurn ímugust á umsvifum
hins breska heimsveldis („níð-
ingsins sem Búa bítur"...). Arg-
entínustjórn fékk að vísu helst
samúð frá öðrum þriðjaheims-
löndum með nokkuð svo sjálf-
virkum hætti. En hvernig sem
þessu öllu var varið, létu furðu
margir sérsjást yfir það, að þess-
ari Argentínustjórn mátti ekki
með nokkru móti takast að leggja
undir sig Falklandseyjar. Ef það
hefði tekist, hefði stjórn, sem bar
ábyrgð á fleiri pólitískum
morðum, mannránum og pynt-
ingum, festst í sessi út á landvinn-
inga, út á „ytri óvin“ sem er eftir-
læti allra einræðisstjórna. En
aftur á móti hlaut ósigur hennar í
Falklandseyjamáli að opna þá
Sjálfstæði fagnaft í
Zimbabwe: Hvað tekur svo
við?
leið sem helst væri fær í þá átt að
gera stjórnarfar í Argentínu
eitthvað siðaðra en það hefur
verið. (Framtíð Falklandseyja er
svo mál sem verður sjálfsagt
tekið upp síðar og með öðrum
hætti.
Enn eitt dœmi
Þessi dæmi eru hér rakin til að
minna á það, að afstaða til styrj-
alda og annarra átaka sem rísa á
milli þjóða í „suðri“ í þriðja
heiminum og iðnvæddra og víg-
væddra ríkja „í norðri“ er ekki og
getur ekki verið sjálfgefin, getur
ekki byggt á einhverjum sjál-
fvirkum tilfinningaviðbrögðum,
heldur krefst hvert dænti yfirlegu
og þekkingar. En þar með er Iíka
ólíklegra en áður, að upp rísi
samstöðuhreyfingar með baráttu
einstakra þjóða. Stundum eru
málavextir þó þannig, að fyrir-
varar og vonbrigði undangengis
tímaskeiðs eins og sópast til
hliðar: dæmi um að það gerist er í
þeim víðtæka stuðningi sem bar-
átta alþýðu manna í E1 Salvador
gegn her og morðsveitum land-
eigendavaldsins þar hefur upp
vakið í mörgum löndum.
Arni Bergmann.