Þjóðviljinn - 01.02.1983, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 01.02.1983, Qupperneq 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þegar svellið er til staðar þá flykkjast bæjarbúar að tU að fylgjast með skemmtUegri keppni. Yiljum vera annað og meira en sýningargripir á hátíðum Rætt við Guðmund Pétursson formann Skautafélags Akureyrar — Við í Skautafélagi Akureyrar höfum verið aö berjast fyrir vélfrystu svelli hér í bænum í ald- arfjórðung, en ekkert orðið ágengt. A vetrar- iþróttahátíðinni sem haldin var hér á Akureyri árið 1970, var okkur heitið vélfrystu svelli, og ISI gaf fé til að hefja fram- kvæmdir. Svellið er enn ókomið, bæjarfélagið hefur ekki virt okkur svars, og Skautafélaglð hefur því með öllu lagt á hilluna áætlanir um vél- fryst svell, og stefnir frekar að því að fá vall- arsvæðið okkar í innbæn- um malbikað nú i sumar. Það er Guðmundur Pétursson formaður Skautafélags Akur- eyrar sem hefur orðið, og hann er þungorður, vegna þess skiln- Keppni í hraðhlaupi á síðasta Is- landsmótinu í þeirri grein, á Akur- eyri árið 1961. Skúli Ágústsson á undan og Hjalti Þorsteinsson fylgir fast á eftir. íslandsmeistarar í ísknattleik árið sænska þjálfaranum sínum. ingsleysis sem starfsemi Skautafélagsins hefur mátt mæta hjá yfirvöldum. Skautafélag Akureyrar átti 46 ára afmæli 1. janúar sl. Nú starfa um 50 manns i félaginu, en starfsemin snýst nú orðiö eingöngu um ísknattleik, en áð- ur fyrr var einnig æft hraðhlaup og listdans hjá Skautafélaginu. Skautaíþróttin útundan — Skautaiþróttin hefur að 1980, Skautafélag Akureyrar ásamt heita má hvergi annars staðar verið stunduð hérlendis nema á Akureyri og I Reykjavik. Skautaiþróttin hefur verið al- gjörlega útundan. Hún stóð með ágætum blóma hér á Akureyri fyrr á árum, en nú er ekki einu sinni hlustað á okkur, i þessari miðstöð vetrariþrótta, eins og Akureyrarbær er oft nefndur. — Hvernig hafiö þið haldið uppi starfi t.d. I vetur? — Það hefur verið gifurlega erfitt. í fyrsta lagi þá er okkar aðstaða öll það á eftir, að við höfum i raun ekki almennilegt svell nema endrum og eins. Hér þarf aö sprauta einar 15—20 umferðir yfir malarvöll- inn til að fá sæmilegan is en i Reykjavik dugir að sprauta að- eins 5 sinnum. Þess vegna höf- um við nú ákveðið að leggja höf- uðáherslu á að láta malbika vallarsvæðið i sumar til að létta fyrir isgeröinni fyrst draumur- inn um vélfrystinguna er úr sögunni. Þá hefur veðráttan i vetur verið óskaplega óhagstæð. Snjórinn hefur verið það mikill, og viö aldrei getað haft svellið klárt nema i eitt og eitt kvöld i senn. Það hefur allur okkar timi farið i að útbúa og laga svell, og þá er litið þrek hvað þá timi til Hraðhlaup á Tjörninni í Reykjavlk árið 1960 síðasta skipti sem slík keppni hefur þar verið haldin. Ein- göngu Akureyringar tóku þátt í hlaupinu og á myndinni eru þeir Björn Baldursson t.v. og Skúli Ág- ústsson t.h.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.