Þjóðviljinn - 18.02.1983, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. febrúar 1983
Nóaflóð
af
ritgerðum
„Hugleiðingar í lok annar"
nefnist grein í nýútkomnu Bene-
venfum, skólablaði Mennta-
skólans við Hamrahlíð. Böddi
nefnist greinarhöfundurinn og
hann leiöir hugann að öllum þeim
aragrúa ritgerða sem menntskæl-
ingar ku þurfa að skila nú á
dögum.
„Einhver staðar uppi í hillu eöa
niðri í skúffu liggur svo heljar
bunki af ritgerðum. Þær eiga eitt
sameiginlegt, en þaö er að þeim
hefur öllum veriö skilaö til kenn-
ara í hinum ýmsu greinum, að
minnsta kosti þrisvar og hafa
fengiö jafn margar einkunnir.
Annað sent þær eiga sameigin-
legt er að þeim var öllum skilað á
síðasta kennsludegi annarinnar
eða seinna. Þetta eru reyndar
ekki allar ritgeröir sem þú
skilaðir þessa önnina, því sumar
hafa vinir þínir fengið að láni.
Sumar eru í ruslafötunni vegna
þess að þú fékkst bara C+ fyrir
þær en fannst þú eiga skiliö A + .
Einstaka ritgerðum týndu kenn-
ararnir. Það er í sjálfu sér ekki
skrýtið þegar þess er minnst að
hver og einn þeirra hefur að
minnsta kosti 300 ritgerðir í tösk-
unni sinni. í hólfinu sínu eða á
skriíborðinu heima.
Það er engin furöa þó einstaka
ritgerðir týnist í þessu Nóaflóöi
ritgerða sem kennarar kalla yfir
sig á hverri önn vitandi það að
enginn skilar fyrr en á síðasta
degi."
Skák
Karpov aö tafli — 99
Polugajevskí virtist niðurbrotinn maður
eftir ófarirnar í 4. og 5. skákum einvígisins.
Hann fékk þokkalegustu stöðu í 6. skák en
kraftmikil taflmennska Karpovs gerði hon-
um lífið leitt svo sem sjá má á niðurlagi
skákarinnar.
Karpov - Polugajevskí
34. Bc1!
(Afgerandi!)
34. .. Db5
35. Rh6+ Kh8
36. Rxf7+ Hxf7
(Þvingað. Ef 36. - Kg8 þá 37. Rh6+ og 38.
Hxf8 + .)
37. Hxf7 Bf6
38. Df2 Kg8
39. Hxf6! gxf6
40. Dxf6
- Svartur gafst upp. enda stutt í mátið.
Staðan: Karpov 2 - Polugajevskí 0.
Hannaði
sjálfvirka
suðuvél
„Eg byrjaði að vinna við þessa
vél í júlí-ágúst í sumar og hún var
tekin í notkun nú í janúar.“ Þann-
ig mæltist Magnúsi Alexíussyni
rafmagnstæknifræðingi en hann
hefur hannað nýja vél til þess að
sjóða saman enda á hljóðkútum
sem eru framlciddir hjá Fjöðrinni
hf.
Vélin er sjálfvirk og er það ör-
tölva sem stjórnar suöunni.
I lingaðtil hafa hljóðkútarnir ver-
iö rafsoðnir meö heföbundnum
hætti en við slíka suöu myndast
mörg eiturefni sem ekki er beint
hollt að anda að sér. Þessi nýja
sjálfvirka suöuvél breytir því að
þeir sem viö þetta vinna þurfa
ekki að vera nálægt suðunni sjálf-
ir þó að þeir þurfi að sjálfsögðu
aö skammta vélinni kúta til suöu.
Magnús Alcxíusson raftæknifræðingur og hönnuður. - Ljósm. Atli
- Fr þessi vél ekki alger nýj-
ung?
„Jú hún et það, cn þaö veröur
að líta á að hér er ekki um að
ræða almennt sjálfvirka suöuvél.
Þessi vél er einungis framleidd
fyrir þetta tiltekna verk og því er
hér engin stórkostleg nýjung á
ferðinni, en nýjung samt."
- Er hægt að kalla þessa vél ró-
bót eða vélmenni?
„Nei þaö er ekki hægt sam-
kvæmt skilgreiningu, því vél-
menni er sú vél sem vinnur sjálf-
virkt í þrívídd en þessi suðuvél
vinnur bara á plani."
- Má gera ráð fyrir því að þessi
aðferð breiðist út og verði notuð
það sem koma skal? Það stefnir
allt í meiri sjálfvirkni á öllum
sviðuni."
- Má búast við flciri nýjungum
frá þér?
„Já ég er alltaf að vinna að ein-
hverju en ég held éggefi það ekk-
ert upp að hverju ég er að vinna
nú sem stendur. Það kemur í
við lleiri verkefni?
„Já það held ég. Er þetta ekki
Afköst
jukust um
helming
„Jú þessi vél brcytir niiklu fyrir
okkur. Hún tekur af okkur erf-
iðustu suðuna og þá vandamestu,
kantsuðuna, en við þá suðu verð-
ur að bcita mikilli einbeitingu"
sagði Jóhannes Jórisson hjá
Fjöður hf.
„Það er líka óhætt að segja það
að með þessari vél höfum við
aukið afköstin um helming því
þegar þetta er gert með hefð-
bundnum hætti þá sýður einn
maður ekki eins samfellt og vélin
gerir. Þessu fylgir einnig minni
mengun jrví það er ekki hægt að
hafa sogið sem sýgur eiturgufurn-
ar sem myndast viö suðuna eins
nálægt þegar maður sýður þetta
sjálfur. Það má því segja að með
tilkomu þessarar vélar sé þetta
starf að öllu leyti þægilegra en
þaö var."
- Er þetta einu tcgundin af kút-
um sem hún sýður?
„Já enn sem koinið er. Það er
samt verið að undirbúa hana t'yrir
að taka stærri kúta og rriá gera ráð
fyrir því að það verði á næstunni"
sagði Jóhannes. - kjv
Jóhannes Jónsson „aðstoðarmaður" suðuvélarinnar. - Ljósm. Atli.
Leikhljóð
búin til
I nýútkomnu skólablaði Hanir-
hlíöinga, Beneventum, eru gefnar
uppskriftir að leikhljóðum sem
bæði má nota við kvikmyndagerð
og uppfærslu leikrita. Fara þær
hér á eftir.
Rigning.
Ca. I bolla af þurrkuðum
baunum er velt fram og aftur í
sigti. Hljóðnemanum er haldið
undir sigtinu (mjög nálægt því -
forðist þó að reka sigtið í
hljóönemann).
Eldur.
„Sellofane" er núið saman fyrir
framan hljóðnemann. Ef eld-
spýtnastokkar eru kramdir, brak-
ar jafnvel enn meira í eldinum.
Vindur.
Silkibútur er dreginn eftir
borðplötu undir hljóðnemanum.
Því hraðar sem silkið er dregið,
þeim mun rneiri verður vind-
hraðinn.
Briinhljóð
Vatni í baðkari er gutlað með-
hægri handarhreyfingu, en án
þess að skvetta á hljóðnemann.
Þrumur.
Málmþynna er hrist í einhverri
fjarlægð frá hijóðnemanum.
Skíðarennsli.
Reglustika er dregin eftir teppi
eða ábreiðu. Styrk hljóðsinis er
stýrt með breytilegri fjarlægð
hljóðnemans.
Skammbyssuskot.
Slegið er með fjöl á borðplötu.
Hljóðneminn er hafður eins ná-
Iægt og hægt er.
Fótatak.
Gerviefni er kreist í „göngu-
takt" rétt fyrir framan
hljóðnemann.
Gengið í snjó.
Litlir pokar sem í er línsterkja
eru kreistir fyrir framan
hljóðnemann í „skrefatakt".
Bridge
Spil no 3
Þú situr i 1. hendi meö eftirfarandi spil:
ÁKG2
9
4
ÁD98652
Allir á hættu og pú átt aö segja. Hvaða
sögn velurðu?
Spilið kom fyrir í úrslitaleik Flugleiða-
mótsins í sveitakeppni, milli sveita Ólafs
Lárussonar og Tony Sowter. Ólafur sat
með þessi spil og valdi að opna á 5 laufum,
sem voru pössuð út. Hendi makkers var
þessi:
D
ÁG1054
DG10943
K
Útspil Vesturs vartigulkóngur. Sagnhafi
leit dýrðina í borði, og hugsaði með sjálfum
sér: Það gat skeð, alltaf jafn óheppinn.
Borðliggjandi 6 lauf.
En heilladísin var til staðar í þessu spili,
því Vestur átti laufgosa, tíu, fjórða, þannig
aö sagnhafi gaf tvo slagi, slétt staðið 600 til
sveitar Ólafs.
Á hinu boröinu spiluöu Bretarnir 3 grönd
dobluð á þessi spil, og eflaust hefur fyrsta
hugsun sagnhafa veriö þar: Hva, eru kom-
in jól?
En Sigtryggur og Óli Már vissu nokk
hvað þeir voru að gera og afraksturinn var
500 (2 niður) til viöbótar til sveitar Ólafs
Lárussonar. Þetta eina spil gaf 15 stig til
sveitar Ólafs, en það dugði skammt því
þetta var eina spilið í seinni hálfleiknum
sem þeir gáfu færi á sér.
Gætum
tungunnar
Einhver sagði: Þetta eru at-
riöi, sem mönnum hljóta aö
hafa yfirsést.
Rétt væri: Þetta eru atriði,
sem mönnum hlýtur að hafa
yfir sést (eða: sést yfir).