Þjóðviljinn - 18.02.1983, Page 4

Þjóðviljinn - 18.02.1983, Page 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. febrúar 1983 UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastióri: Guörún Guömundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraidsson, Kjartan Olafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöríksson. Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiöur Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlööversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurösson. Utlit og hönnun: Helga Garöarsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guövarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir. Bilstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Steingrímsþáttur • Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokks- ins, hefur að undanförnu haldið uppi ásökunum á Hjörleif Guttormsson, iðnaðarráðherra, fyrir það að ekki sé búið að semja við Alusuisse. Og formaður Framsóknarflokksins hefur hvað eftir annað gefið til kynna að til þess að leysa deilumálin við auðhringinn þyrfti ekkert nema nýjan samn- ingsaðila hér innanlands og í því sambandi hefur Steingrím- ur vísað sérstaklega á Jóhannes Nordal, seðlabankastjóra. • En skyldu þeir Steingrímur og Jóhannes þá ekki hafa komið áður nálægt samningum við Alusuisse? • Jú, heldur betur. - Þeir hafa báðir tveir verið helstu samningamenn og ráðgjafar af islandshálfu, fyrst við upp- haflegu samningana við Alusuisse, og síðar við endurskoðun sömu samninga 1975. Og árangurinn blasir við svo hörmu- legur sem hann er. • Hjörieifur Guttormsson upplýsti á Alþingi í fyrradag, hvernig til hefði tekist í samningunum við Alusuisse á árinu 1975 þar sem Steingrímur og Jóhannes leiddu málin í ís- iensku samninganefndinni. • Niðurstaða þeirra samninga varð sú, að Alusuisse fékk að stækka verksmiðjuna og orkuverðið var lítillega hækkað að nafninu til, - en það var ekki Alusuisse, sem borgaði þessa hækkun orkuverðsins, heldur var hún á árunum 1975 til 1980 greidd beint úr ríkissjóöi. Það var með öðrum orðum alm- enningur í landinu, sem borgaði alla „hækkunina“ fyrir auðhringinn á þessu árabili. • Aðferðin var þessi: - Greiðsla álversins fyrir raforku á tímabilinu 1975 til 1980 var fyrir hækkun um 300 miljónir króna á núverandi gengi, frá því sem verið hefði að óbreyttum samningum. - En síðan sömdu þeir Steingrímur og Jóhannes um það, að skattgreiðslur Alusuisse hér skyldu á sama tíma lækka um 330 miljónir, þannig að Alusuisse slyppi algerlega skaðlaust frá endurskoðun samninganna, a.m.k á þessu árabili. • Svoþykist formaður Framsóknarflokksins vera þess um- kominn að deila á Hjörleif Guttormsson fyrir það að vera ekki búinn að semja. Er Steingrímur Hermannsson að biðja um svona samninga? • Og hér er frá fleiru að skýra varðandi samningana við Alusuisse 1975, samninga Steingríms Hermannssonar. • í þessum samningum var á það faliist að svokölluð „skatt- innistæða“ Alusuisse hjá íslenska ríkinu skyldi ótvírætt við- urkennd, sem endanleg eign Alusuisse. Um þetta sömdu þeir Steingrímur og Jóhannes, enda þótt ótvírætt lægi fyrir það álit lögfræðinga íslensku viðræðunefndarinnar, að þessi svokallaða „skattinnistæða“ Alusuisse væri samkvæmt eldri samningi ekki endanleg eign auðhringsins, heldur ætti hún að falla niður við lok samningstímans og þannig í hlut ís- lenska ríkisins, • Þessi svokallaða „skattinneign“ hefði að óbreyttum upp- haflegum samningum numið um 360 miljónum króna í árslok 1980. • Og þeir gerðu meira: - Samkvæmt upphaflegum samning- um hafði íslenska ríkið fullan ráðstöfunarrétt yfir þeim fjár- munum, sem bókfærðir voru sem „skattainnistæða“, og þurftu reyndar ekki að borga nema 5% vexti af þeirri fjár- hæð. í samningunum 1975 samþykktu þeir Steingrímur og Jóhannes, að í stað 5% vaxta skyldi íslenska ríkið greiða breytilega dollaravexti af þessum fjármunum, sem í reynd hefur þýtt 10-13% vexti á síðari árum. Það eru ekki litlar upphæðir, sem þarna voru afhentar Alusuisse með þessari vaxtabreytingu einni og meðfylgjandi viðurkenningu á því að „skattainnistæðan“ skyldi í samningslok verða eign auðhringsins. • Langt mál mætti svo rita um þann ósóma að stinga undir stól niðurstöðum breska endurskoðunarfyrirtækisins Coop- ers & Lybrand um 60 miljón króna falinn hagnað Alusuisse af rekstri auðhringsins hér á árinu 1974. Það bíður að sinni, en um þetta fékk hvorki Aiþingi né almenningur neitt að vita, þótt Steingrímur Hermannsson og Jóhannes Nordal stæðu með gögnin óvefengjanleg í höndunum. • Fyrir Steingrím Hermannsson hefði verið hyggilegast að segja sem minnst um viðskiptin við Alusuisse. Hans þáttur er þar ekki til sóma. klippt N£VT£WOO& fcoRQAfc • • • SbAURA $j • • • 12-Aor^ V10SfcÍ?TAt>iMQ Álfursti fer á kostum Ragnar S. Halldórsson áður verkfræðingur hjá bandaríska hernum, nú forstjóri álversins, um tíma ráðherra Sjálfstæðis- flokksins - hefur einnig verið val- inn af íslenskum viðskiptajöfrum til að gegna formennsku í Versl- unarráði íslands. Það fyrirtæki, sem sýnist ekki vera annað en enn ein undirstaða undir pólitískt og efnahagslegt veldi Sjálfstæðis- flokksins, hélt „viðskiptaþing" með lúðraþyt og söng í fyrradag. Formaður Verslunarráðsins hélt ræðu í þessu samkvæmi og sjónvarpið leyfði okkur að verða vitni að hluta úr ræðu álfurstans. Annað eins ofstæki hefur tæpast verið viðrað opinberlega frá því leiftursóknin var sett á oddinn í kosningabaráttu Sjálfstæðis- flokksins 1978. Er ekki fjarri lagi að málflutningur Ragnars S. Halldórssonar hafi verið ósarr- iboðinn hjartaprúðu skáldi úr Aðalstræti, sem þarna var til að halda erindi um íslenska fram- kvæmdamenn. Og það er heldur ekki laust við að hinn smekklausi málflutningur álfurstans hafi ver- ið móðgandi við þjóðhöfðingja lýðveldisins sem einnig var gestur í þessu samkvæmi. „Þjóðernis- sósíalistar“ í ráðherrastól! Ragnar S. Halldórsson sagði m.a. í sinni ræðu, að í ríkisstjórn íslands sætu menn sem vildu ekki fyrir nokkurn mun gæta hags- muna þjóðarinnar, þeir væru „þjóðernissósíalistar". Er nú rétt að staldra við og kanna hvað maðurinn var að segja. Þýsku nasistarnir kölluðu sig einmitt „Nationalsozialisten", þjóðernis- sósíalista. Það sæmir sjálfsagt Ragnari S. Halldórsyni að láta svona frá sér fara - en er þetta ekki einum um of fyrir hina virðulega samkomu og íslenska þjóð? Orkuþegi þjóðarinnar númer eitt Forstjóri álversins sagði í ræðu sinni, að það væri dapurlegt til þess að hugsa að miljónir dollara flæddu til sjávar - óbeisluð orka sem íslenska þjóðin horfði á eftir með tóma pyngju. Við yrðum að selja útlendingum orkuna ef við ætluðum að halda uppi velferð í landinu. Þessi umrnæli formanns Versl- unarráðsins eru einstaklega ó- smekkleg í ljósi þess, að álverið sem hann veitir forstöðu treystir sér ekki til að kaupa raforku nema langt undir kostnaðar- verði, auk þess sem viðskipta- hættir þess eru sú kennslubók sem þjóðin hefur numið bitra reynslu af. Þar á meðal þá reynslu að ekki er skynsamlegt að hlaupa upp til handa og fóta til að koma óbeislaðri orku í verð. Þessi ummæli álforstjórans eru ósvífin í ljósi þess, að fyrirtækið útlenda sem hann veitir forstöðu þiggur raforku að gjöf frá íslend- ingum. Ragnar S. Halldórsson er orkuþegi þjóðarinnar númer eitt. Ætlar hann að fara að borga? Verðið á raforku er nú þannig, að Alusuissehringurinn greiðir um 12 aura fyrir kílówattstund- ina, en neytendur greiða um 50 aura fyrir sama magn. Kostn- aðarverðið er um 35 aurar. Svo leyfir þessi maður sér að ieggja til, að útlendingar fái að kaupa meiri raforku. Á hvaða verði, herra formaður Verslunarráðs ís- lands? Það væri sæmra að stærsti raf- orkustyrkþegi á Islandi yrði borg- unarmaður fyrir kostnaðarverði áður en hann hleypur á málþing með aðra eins tillögu. Við sem fáum stórhækkaða rafmagns- reikninga þessa dagana vitum hvar skýringuna er að finna. Það skyldi þó ekki vera, að Alusuisse æth að fara að greiða raforkuna á kostnaðarverði á næstunni? Eða var forstjórinn bara með stór- kjaft til að heilla Harris lávarð, „einn af frumkvöðlum efnahags- stefnu Thatchers", sem Hannes Hólmsteinn og Morgunblaðið hafa verið að kynna dýrlega uppá sfðkastið? Sá var einnig gestur viðskiptaþingsins. Landhelgis- málið nýja Við megum selja útlendingum fisk, en við megum ekki selja sömu útlendingum orku, sagði vesalings forstjórinn sem hefur ekki efni á að borga rafmagns- reikninginn sinn. Máske er líkingin ekki eins vit- laus og flytjandi hennar gefur til kynna. Til að ná yfirráðum yfir fiskveiðum, þurfti þjóðin að standa í landhelgisstríði við út- lendinga um yfirráð yfir land- grunninu. Það stríð vannst og við gátum veitt meiri fisk og hagað veiðunum og vinnslunni eftir okkar þörfum. Og hvernig væri ástandið ef við seldum útlendingum aðild að landhelginni? Og hvernig væri ef við seldum fiskinn erlendis jafn langt frá kostnaðarverði og við seljum orku til Alusuisse? Og í þessum skilningi þurfum við víst áreiðanlega að heyja nýja landhelgisstríðið við Alu- suisse-auðhringinn og varnarlið hans, enn um hríð. -óg ocj skorið Túlkunarleikur Morgunblaðsins Morgunblaðið leikur sér að því bæði í frétt og í Staksteinum að segja að Þjóðviljinn hafi sagt að með því að leggja fram vísitölu- frumvarpið, hefði forsætisráð- herra brotið ákvæði í stjórnar- sáttmála. Að þesum forsendum gefnum býsnast Morgunblaðið svo yfir því, að Alþýðubandalag- ið skuli ekki hafa farið úr ríkis- stjórninni þá þegar, eftir að frum- varpið var lagt fram. Staðreyndin er hins vegar sú, að Þjóðviljinn og talsmenn Al- þýðubandalagsins hafa vitnað til þess ákvæðis í stjórnarsáttmál- anum þar sem segir: „Ríkis- stjórnin mun hins vegar ekki setja lög um almenn laun nema allir aðilar að ríkisstjórninni séu um það sammála..." Þetta kjaraskerðingarfrum- varp forsætisráðherra og Fram- sóknar er ekki orðið að Iögum - og verður vísast aldrei að lögum. Er Mogginn nokkru nær? _ 5-, -k.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.