Þjóðviljinn - 18.02.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.02.1983, Blaðsíða 9
Föstudagur 18. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Starri í Garði skrifar: Hverjum á að senda reikninginn? Á þessum vandræðatímum sem manni skilst að gangi nú yfir þjóðina er þó eitt sem er vandalaust, minnsta kosti fyrir þá sem kynda hús sín með raf- magni, en það er að koma tekj- um sínum í lóg. Algengar tölur á nýjustu raforkureikningum hér um slóðir eru 8-10.000 krónur fyrir tveggja mánaða tímabil! Hér er átt við þá sem rafmagn nota til kyndingar. Landsvirkjun, þetta ríki í rík- inu með peningamálapáfa ís- lendinga í broddi fylkingar, Jó- hannes Nordal, þann hinn sama og ber höfuðábyrgð á álsamn- ingunum frægu, hótar að Landsvirkjun hækki raforku- verð til íslendinga um meira en helming á þessu nýbyrjaða ári. Framsókn sér svo um það í kompaníi við peningafurstana, íhaldið og annað slíkt dót, að ekkert raunhæft sé gert til að knýja Álverið til að borga sjálft sitt rafmagn. Til að bíta höfuðið af skömminni koma svo Fram- sóknarþingmenn til þess fólks sem fékk áðurnefnda raforku- reikninga og bjóða því upp á að kjósa sig til Alþingis nú í apríl. Mikil er sú lítilsvirðing sem því fólki er sýnd. Og lítil eru geð guma ef slfkt verður þegið. Sú saga gengur hér, sem ég veit þó ekki hvort er að fullu sönn, að Laxárvirkjun hafi grætt 60 miljónir króna á síðasta ári! Laglegur heimanmundur það, sem hún kemur með í búið Starri í Garði nú þegar hún gengur í eina sæng með Landsvirkjun. Hér er svo að lokum vísukorn sem kom í hugann við lestur á mínum raforkureikningi sem hljóðaði upp á kr. 7.500.-: Alið heimtar af mér fé er það helst að frétta. Steini litli og Gvendur G greiða mœttu þetta. 16. febrúar 1983, Starri í Garði. li Mótmæla hækkun raforkuverðsins Á fundi hreppsnefndar Hafnarhrepps 3. febrúar 1983, var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða: „Hreppsnefnd Hafnarhrepps mótmælir harðlega sífelldum hækkunum sem orðið hafa á raforku tii heimilisnota, hitunar húsnæðis og R.O. veitna. Hækkanir á gjaldskrá R.A.R.I.K. eru nú 125% á milli áranna 1981-1982 vegna almennra heimilisnota en nokkru minni til hitunar íbúðarhúsnæðis vegna niðurgreiðslu. Hreppsnefnd tekur undir framkomin mótmæli í þessu efni og varar alvarlega við þeirri þróun að hinn almenni notandi sé látinn greiða raforkuhækkanir langt umfram almennar verðlagsbreytingar." Búnaðarblaðið Freyr Okkur hefur borist 1. tbl. Freys, þ.á. Gefur þar m.a. að líta cftirtalið efni: „Við árarnót" nefnist ritstjórnargrein, þar sem fjallað er um þann samdrátt í lífskjörum, sem nú á sér stað og leitast er við að setja hann í samhengi við þróun mála undanfarna áratugi, mannfjölgun í heiminum, mengun o.fl. Jafnframt er bent á hvernig lagt hefur verið til að brugðist verði við málum. Magnús Óskarsson segir frá tilraunum, sem gerðar hafa verið á Hvanneyri með ræktun jarðarberja, ásamt lauslegri áætlun um hagkvæmni jarðarberja- ' ræktunar hér á landi. „Aukin áætlanagerð - arðbærari búskapur" nefnist grein eftir Gunnlaug A. Júlíusson, sem nú stundar nám í búnaðarhagfræði í Svíþjóð. Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri segir frá „Háskóla- dögum" við landbúnaðarháskólann í Ási í Noregi, þar sern fjallað var um aðlögun búvöruframleiðslu að markaðinum þar í landi og þær aðgerðir, sem þar er mælt með. Kynnt eru í máli og myndum, smáhýsi, sem Magnús A. Olafsson.-arkitekt hefur hannað og hugsuð eru fyrir bændur til að leigja ferðamönnum. Ásgeir Ó. Einarsson, dýralæknir hefur grafið upp aldargamla grein um sjúkdóma í jslensku búfé, eftir Snorra Jónsson dýralækni. Hefur Ásgeir þýtt greinina úr dönsku og lætur fylgja athugasemdir sínar með henni. Fyrirtækið Glóbus hf. er nú 35 ára og er sagt frá starfsemi þess í myndum og máli. Þá er frásögn og litmyndir frá sýningu Gefjunar á áklæðum og glugg- atjöldum og loks bréf frá bónda og svar við því. - mhg MS-fréttir Mjólkursamsalan í Reykjavík hefur nú hafið útgáfu rits er nefnist MS-fréttir. Ábyrgðarmaður þess er Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjóikursamsöl- unnar. Um ástæður fyrir útgáfu blaðsins segir svo m.a.: „Yfir því hefur stundum verið kvartað að mjólkur- framleiðendur, eigendur Mjólkursamsölunnar, vissu ekki nógu mikið um þá miklu starfsemi, sem fram fer' á hennar vegum. Útgáfa MS-frétta er tilraun til þess að bæta þar úr". í þessu fyrsta tbl. er fjallað um byggingu hinnar nýju mjólkurstöðvar við Birtuháls í Reykjavík. Þá er raícin, í stórum dráttum, saga Mjólkurstöðvarinnar í Reykjavík, en hún var 47 ára á sl. ári. Nefna má og greinina „Matarpakkar í grunnskóla", en þar er frá því greint, að Mjólkursamsalan hefur gert samning við Fræðsluráð Reykjavíkur um að útbúa og sendi til reynslu matarpakka í fjóra grunnskóla í Reykjavík í vetur. Ýmislegt fleira er að finna í þessu riti þeir>-M ‘Cam- sölumanna. ~ Grasköggla- framleiðslan Framleiðsla á graskögglum varð allmiklu meiri á sl. ári en árið 1981. Þá nam hún 9.986 lcstum en nú 12.152 lestum. Enn meiri var þó framleiðslan árið 1980 þvi þá var hún 12.858 lestir. Auk þessa framleiddi svo fyrirtækið Fjallafóður 120 lestir af graskökum. Heykögglaframleiðsla Eyfirðinga nam 535 lestum og Húnvetninga 100 lestum. Graskögglaframleiðslan skiptist þannig á verk- smiðjur: FóðurogfræíGunnarsholti..........3.185 lestir. Stórólfsvallabúið................ 3.254 lestir. Flateyjarverksmiðjan A-Sakft.....3.413 lestir. Fóðuriðjan íÓlafsdal.............1.150 lestir. BrautarholtsbúiðáKjalarnesi...... 1.150 lestir. mhg Stjórnmálaflokkar styðji iðnaðarráðherra Eftirfarandi ályktun var samþykkt með miklum meirihluta á fundi í Oslóar-deild SÍNE hinn 3. febr. sl.: Almennur fundur í Oslóar-deild SÍNE haldinn 3. febrúar 1983 lýsir yfir fullum og eindregnum stuðningi við iðnaðarráðherra Hjörleif Guttormsson og máls- meðferð hans í álmálinu svokallaða. Fundurinn undirstrikar nauðsyn þess að íslenskar auðlindir séu í eigu íslendinga, en þeim sé ekki stjórn- að af erlendum auðhringum, sem virða einskis rétt smáþjóða. Því skorar fundurinn á íslenska stjórnmálaflokka að fylkja sér um kröfur og málsmeðferð iðnaðarráð- herra. Innvegin mjólk jókst uml,6% Nú liggur fyrir hve mikil mjólk barst mjólkursam- lögunum á árinu 1982. Reyndist hún nema 104.573.239 Itr., 1,6% meiri en árið 1981. Mælt í lítrum varð aukningin mest hjá Mjólkurbúi Flóamanna, 779 þús. Itr. en hlutfallslega mest varð hún hjá Mjólkursamlaginu á Djúpavogi, 8,7%. Hjá þremur samlögum varð samdráttur í mjólkurinnlegg- inu: hjá Mjólkurstöðini í Reykjavík og Mjólkursam- lögunum á ísafirði og Hvammstanga. Tekið var á móti 38,4 milj. ltr. hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Mjólkursamlag KEA tók á móti 21,3 milj. ltr. 0,7% meira en árið áður, Samlagið í Borg- arnesi 9,2 milj. ltr., 2,1% aukning, Samlagið á Sauðárkróki 7,6 milj. ltr. tæpir, aukning 1,7%. - inhg c LANDSVIRKJIIN Steypustöð til sölu Landsvirkjun áformar að selja, ef viðunandi tilboð berast, steypustöð sem smíðuð var hjá Krupp-Dalberg í V-Þýskalandi árið 1966, og notuð í upphafi við Búrfellsvirkjun. Stöðin var flutt árið 1974 að Sigöldu þar sem hún var síðast í rekstri árið 1980. LÝSING: 4 fylliefnahólf, einangruð og með lögnum fyrir upphitun, stærð samtals 100 m3. 2 sementsgeymar, stærð samtals 240 tonn. 3 sjálfvirkar vogir fyrir sement, vatn og fylliefni. Skammtadæla fyrir íblöndunarefni. Hrærivél, tegund Fejmert S-1500, blandar 1.5 m3 í hræru. Afköst um 35 m3 á klukkustund. Sjálfvirkur vogarbúnaður, tegund Pfister- Waagen, fyrir sement og fylliefni. Handstýrður vogarbúnaður fyrir vatn og íblönd- unarefni. Minni fyrir 11 mismunandi steypuforskriftir. Sjálfvirkur prentari skráir vegið efnismagn í hverri hræru, dagsetningu og tíma. Gufuketill 800 Mcal/klst. Væntnalegum bjóðendum verður gefinn kostur á að taka þátt í skoðunarferð að Sig- öldu þar sem stöðin er nú. Þátttöku þarf að tilkynna eigi síðar en 25. þ.m. Nánari upplýsingar gefur Sveinbjörn Sveinbjörnsson, byggingardeild Landsvirkj- unar, Grensásvegi 13, Reykjavík, sími 83058. _ LANDSVIRKJUN Grjótmulnings- og flokkunarsamstæða til sölu Landsvirkjun áformar að selja, ef viðunandi tilboð berast, grjótmulnings- og flokkunar- samstæðu sem fyrst var sett upp við Búrfell árið 1966. Síðar var hún flutt að Sigöldu þar sem hún var síðast í rekstri sumarið 1981. LÝSING: Samstæðan er í járn- og timburklæddu stálgrind- arhúsi, grunnflötur 4x15 m, hæð 15 m. Unnt er að mylja grjót í 5 mismunandi stærðar- flokka. Afköst, um 60 tonn á klukkustund. Vélbúnaður, aðallega frá Swedala-Arbrá. Rafbúnaður, tegund ASEA. Helstu hlutar samstæðunnar eru: 2 matarar. 3 mulningsvélar. 2 tvöföld hristisigti. 1 sandþvottavél (spiral classifier). 11 færibönd, ýmsar stærðir. 4 geymsluhólf, stærð samtals 75 m3. Væntanlegum bjóðendum verður gefinn kostur á að taka þátt í skoðunarferð að Sig- öldu þar sem samstæðan er nú. Þátttöku þarf að tilkynna eigi síðar en 25. þ.m. Nánari upplýsingar gefur Sveinbjörn Sveinbjörnsson, byggingardeild Landsvirkj- unar, Grensásvegi 13, Reykjavík, sími 83058. Skjásýn sf. Myndbanda- og tækjaleiga, Hólm- garði 34, sími 34666. Opið virka daga kl. 17-23.30 Um helgar 14-23.30 Einungis VHS í þokkalegu úrvali.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.