Þjóðviljinn - 18.02.1983, Síða 10

Þjóðviljinn - 18.02.1983, Síða 10
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. febrúar 1983 Miðstjórnarmenn AB skoðuðu húsnæðið um síðustu helgi og létu vel af, að sögn Sigurjóns Péturssonar, sem hefur umsjón með framkvæmdur.i og fjársöfnun vegna hússins. Ljósm. eik. Allir velkomnir á sunnudag Framkvæmdir við hina nýju flokksmiðstöð Alþýðubandalagsins við Hverfisgötu 105 ganga mjög vel. Verið er að klæða loftið í skrif- stofuálmunni og innan tíðar verður lagt gólfefni eða parket á þá álmu. Að því búnu verða skrifstofur flokksins og félagsins í Reykjavík innréttaðar, og stefnt er að því að húsnæðið verði allt komið í gagnið fyrir kosningar. Sigurjón Pétursson, starfsmaður Sigfúsarsjóðs hefur umsjón með framkýæmdunum og fjársöfnun vegna innréttingar flokks- miðstöðvarinnar. Hann sagði í gær að undanfarnar helgar hefðu sjálfboðaliðar unnið að hreinsun og rykbindingu á hæðinni og að á morgun, laugardag væri brýnt að fá nokkurn hóp til slíkra starfa. Vinn- an hefst kl. 13 og eru þeir sem tök hafa á beðnir að mæta á staðinn eða gefa sig fram við Sigurjón á skrifstofu Alþýðubandalagsins í síma 17500. Á sunnudag verður húsnæðið sýnt almenningi kl. 14-16ogsagðist Sigurjón vonast til að sem flestir litu við. Húsnæðið hefur tekið miklum stakkaskiptum og sagði Sigurjón að miðstjórnarmönnum, sem skoðuðu það um síðustu helgi hefði litist mjög vel á. Þetta er líka mikið húsnæði, bjart og rúmgott og útsýnið hreint stórkostlegt, sagði Sigurjón. Myndirnar hér á síðunni voru teknar þegar miðstjórnar- menn skoðuðu húsið. Fjársöfnunin hefur að hans sögn gengið vel. Leitað hefur verið til ^nokkurra kaupstaða úti á landi og framundan er umtalsverð söfnun í Reykjavík, sem verður nánar kynnt síðar. Hér sýnir Sigurjón Gunnlaugi Haraldssyni, Akranesi, stigauppganginn, en við hann verður að notast þar til Panelklætt loftið á eftir að setja mikinn svip á hæðina. Þetta er skrifstofu- lyftan verður tilbúin. Ljósm. - eik. álman, Snorrabrautarmegin. Ljósm. - eik. Lagningardagar i MH: „Erum að hressa upp á samskiptin miíli nemenda” Þessa dagana standa yfir svokall- aðir lagningardagar í Menntaskól- anum við Hamrahlíð. Nemendur taka sér frí frá reglubundnu námi í þrjá daga og gera sér þess í stað ýmist til skemmtunar, fræðslu og gamans. Ýmsar sýningar eru í skólanum s.s. kvikmynda og vídeó sýningar, svifdrekaflug og fallhlífarstökk er kynnt og hljóm- sveitir spila á kvöldin svo eitthvað sé nefnt sem þarna er boðið uppá. Þjóðviljinn brá sér upp í Hamra- hlíð nýlega og ræddi þar við þrjár stúlkur sem eiga sæti í lagninga- daganefnd. Þær heita Anna Þóra Haraldsdóttir, Birna Gunnarsdótt- ir og Anna Birna Michelsen. Þær sögðu að lagningardagarnir hefðu gengið skrykkjótt undan- farin ár og ekki verið á hverju ári. En þeir hefðu verið endurreistir vorið 1980 og hafa gengið vel síð- an. -En hver er megintilgangurinn með þessum lagningardögum.? „Tilgangurinn er aðallega sá að tengja nemendur betur saman. Þetta kerfi sem er hérna í skólanum býður ekki upp á náin persónuleg samskipti milli nemenda og með lagningardögunum erum við að reyna að bæta úr því. Það sem við eigum við með því að kerfið bjóði ekki upp á náin samskipti er það að hér eru engir bekkir eins og í hefð'- bundnum skólum og þess vegna er hér ekki sá bekkjarandi sem er í skólum með bekkjarkerfi. Hér myndast aftur á móti vina- og kunningjahópur sem safnast saman á ákveðnum borðum í mat- salnum og við reynum á lagningar- dögunum að blanda þessum hóp- um eitthvað saman. Einnig kynn- umst við nýnemunum í kringum það starf sem hér fer fram." - Og hvernig hefur þetta tekist? „Vel hingað til. Við höfum kynnst hér fólki sem okkur datt ekki í hug fyrst að hægt væri að kynnast. En með því samstarfi sem hér fer fram á lagningardögunum hefst þetta. Við bjóðum upp á vandaða dagskrá og reynum að hafa hana sem fjölbreyttasta. Eldri nemendur vinna með yngri nem- endum og hér er starfað þvert á klíkur og hópa. Fólk skráir sig í hópa eftir áhugamálum og því sent Stúlkurnar sem rætt var við. Frá vinstri: Anna Þura Haraldsdóttir, Birna Gunnarsdóttir og Anna Birna Michelsen. Ljósm. - kjv. það vill gera þessa daga. Við höf- um verið lengi að undirbúa þetta og það hefur gengið vel." - Taka kennararnir þátt í þessu með ykkur? „Þeim er boðið að vera með og þeir geta skráð sig í hópa ef þeir vilja. Það má benda á að einn kenn- arinn verður rneð kynningu á Mexíkó." - Eru nemendur virkir í þessu starfi. Nú er Hamrahlíð mjög fjöl- mennur skóli? „Það hefur tekist ágætlega hing- að til. En það verður alltaf að gera ráð fyrir því að einhverjir nenni ekki að taka þátt í svona starfi. En hvað sem því líður þá er dagskráin áhugaverð og við vonum að sern flestir komi og láti sjá sig." Þess má geta í lokin að meðal þeirra hljómsveita sem fram koma á lagningardögum eru Bakka- bræður, Kos, Vonbrigði, Þeyr og fleiri hljómsveitir. Einnig reka Hamrahlíðingar útvarpsstöð þessa daga og er útvarpað til kl. 23.00 í kvöld. Útvarpað er á 9E5 HMz - kjv

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.