Þjóðviljinn - 08.03.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.03.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. mars 1983 Bridge Spil no. 1 Það er flest hægt í bridge. T.d. er hægur vandi að koma heim glórulausum úttekt- arsamningum þegar „vörnin nennir" ekki að hirða slagina sina: S DG93 H K1082 T A86 L G10 S 10852 S 76 H A73 H DG5 T KG5 T 9732 L K63 S AK4 H 964 T D104 L A542 L D987 S gefur/ N-S á hættu. Úrslit Rvk. móts I sveitakeppni. Áttum snúið. I leik Ólafs Lár. - Jóns Hjalta. var fariö í game á báöum borðum: 1-T, 1-H, 1-Gr. og norður hækk- aði í þrjú, þótt mér sýnist að 2 grönd só réttara mat. Það vekja jú allir orðið á 12-13 punkta i 1. hönd. og því þá ekki að gera ráð fyrir því? Vörnin gekk eins fyrir sig a báðum borðum, lengi vel. Útspil spaði Sagnhafi fór í hjartað og A var inni á gosa. Skipt í lauf-9, á kóng. Meira lauf á drottningu og lauf í 3. gang. Sagnhafar tóku á ás. Jón Ásbj. spil- aði nú hjarta 9 og Hermann stakk upp ás. Enda auðvelt að telja upp að átta í slíkum stöðum. Jón endaði síðan tvo niður (svín- aði fyrir hjarta drottningu, síðar). Á hinu borðinu var vörnin illa á verði. Þegar níunni var spilað þar, lét vestur lítið. En slapp því miður með skrekkinn. Ef sagnhafi staldrar ögn við, er aöeins EIN vinningsleið í spilinu. Austur má vita- skuld ekki eiga hjarta-ás. Og ekki dugar að vestur eigi ADxx, hann getur þá spilað sig út á spaða (útspil spaða). Athugið endastöðuna. Því á að stinga upp kóng og hreinsa spaðann. Spila síðan hjarta og auðvitað er tígul kóngur...., ann- ars væri engin saga? Skák Larsen er harður í horn að taka - á fjármálsviðinu sem og skáksviðinu. Bent Larsen í verkfall! Danska stórmeistaranum Bent Larsen gekk ekki sem best á hinu sterka alþjóðlega skákmóti sem lauk nýverið í Linares á Spáni. Boris Spasskí, fyrrum heimsmeistari, sigraði glæsilega, hlaut ó'/2 vinning af 10 mögu- legum og virðist vera á hraðri uppleið þessa dagana. Hann er enn meðal efstu manna á Elo- listanum. Larsen á hinn bóginn er allur að slappast á skáksviðinu og hafnaði í neðsta sæti, hlaut aðeins tvo vinninga af tíu mögu- legum. Þegar síðasta umferðin átti að hefjast kom upp sú óvænta staða að keppendur mótsins með Larsen í fararbroddi neituðu að tefla. Ástæðan er sú að ríkisstjórnin sem lýtur forræði spænska sósíal- istaflokksins lokaði fyrir öll gjaldeyrisviðskipta banka á Spáni. Stóð því til að keppendur fengju verðlaun sín greidd í peset- um og því vildu þeir alls ekki una. Larsen gat að vísu ekki vænst mikilla verðlauna, en hon- um hafði verið lofað 3 þús. dölum (um 60 þús. krónur) í rásfé og vildi alls ekki una því að fá aurana í spænskri mynt. Málið leystist þó farsællega og keppendur voru leystir út með dollurum sem eru í miklum metum um þessar mundir. _ hól. Félag íslenskra námsmanna í Kaupmannahöfn 90 ára: Afþakkaði þingsætið Ákveðið hafði verið að Alþingi skyldi koma saman til síns fyrsta fundar á árinu 1844. Ofan á varð þó að fresta því til næsta árs „vegna ýmissa ófyrirsjáaniegra tálmana“. Kosningar til þingsins skyldu hinsvegar fara fram um haustið og var kosið í Reykjavík 17. sept. Urslit urðu þau að kosinn var Sveinbjörn Egilsson adjukt á Bessastöðum, með 15 atkv. Árni stiptprófastur Helgason fékk 11 atkv. og því varaþingmaður Reykjavíkur. Hér var ekki um framboð að ræða og er til kast- anna kom harðneitaði Svein- björn að taka sæti á Alþingi. (Ölíkur um það ýmsum nútíma- manninum). Kom það því í hlut sr. Árna að sitja þetta fyrsta ráðgjafarþing sem fulltrúi Reykjavíkur. Vorið 1844 var svo Viðeyjar- prentið flutt til Reykjavíkur. Ólafi Stephensen var boðin fram- kvæmdastjórastaðan við prent- smiðjuna en hann hafnaði. Hlaut hana því í bili Helgi Helgason, sem um alllangt skeið hafði verið yfirprentari í Viðey. Þegar kosningar til Alþingis fóru fram í Reykjavík 1844 var Sveinbjörn Egilsson kosinn með 15 atkv. Sr. Arni Helgason fékk 11 atkv. og varð því varamaður. En þar sem Sveinbjörn afþakkaði þingsætið hlaut varamaðurinn það og varð sr. Árni þannig fyrst- ur manna fulltrúi Reykjavíkur- kjördæmis á hinu endurreista Alþingi. _mhg Karpov að tafli - 107 Þrátt fyrir tapið í 9. einvígisskákinni mætti Spasski vigreifur til leiks í þeirri ti- undu og hóf þegar að tefla til vinnings. Karpov lagði Caro Kann vörnina til hliðar og beitti þess í stað eftirlætisafbrigði Spas- skis, Breyer-afbrigðinu i spænskum leik. Spasskí náði betir stöðu út úr byrjuninni en frumkvæði hans varð aldrei nógu rismikið til þess að það dugöi til sigurs. Eftir heilmik- il uppskipti og 44 leiki kom þessi staöa upp: „Hvað segja Hafnar- stúdentar um þetta” Sjálfstœðisbaráttu Hafnarstúdenta minnst á afmœlinu Þann 26. febrúar voru 90 ár liðin frá því að íslenskir stúdentar í Kaupmannahöfn stofnuðu með sér samtök sem þeir nefndu Félag íslenskra námsmanna í Kaup- mannahöfn. Það voru þeir Bjarni Jónsson frá Vogi, Bjarni Sæ- mundsson og Guðmundur Bjöms- son sem stofnuðu félagsskap þenna, og var Bjarni frá Vogi aðalhvatamaður að stofnuninni. Hafnarstúdentar hafa alla tíð látið helstu baráttumál íslensku þjóðarinnar mjög til sín taka, og löngu fyrir daga þessa félags- skapar höfðu fslendingar búsettir í Höfn, einkum námsmenn, lagt mikið af mörkum í þágu lands og' þjóðar. í tilefni þeirra tímamóta stóðu íslendingar búsettir í Höfn fyrir sérstakri dagskrá sem haldin var í salarkynnum Kaupmannahafn- Bjarni Jónsson frá Vogi arháskóla á Amager. Þar voru á dagskrá ræðuhöld og skemmti- atriði af ýmsu tagi, auk þess sem hljómsveitin Ego lék fyrir dansi. í fréttatilkynningu frá Félagi íslenskra námsmanna í Höfn sem telur nú um 260 manns er gripið niður í sögu samtakanna. Þar segir, að á fyrstu árum þeirra hafi námsmenn að mörgu leyti mótað skoðanir margra heima á Fróni varðandi sjálfstæðisbaráttuna. „Hvað segja Hafnarstúdentar um þetta?”, var gjarnan spurt. Fé- lagið var öflugast á fyrstu árum þess eða fram til ársins 1918, þeg- ar heimastjórn var komið á. Þá dofnaði yfir samtökunum, en á stríðsárunum lifnaði aftur yfir fé- lagsskapnum. Voru þá haldnar kvöldvökur hálfsmnáðarlega. Þá gaf félagið út tímaritið Frón sem þeir Jón Helgason og Jakob Ben- ediktsson ritstýrðu. Eftir stríð hefur starfsemin ver- ið mismikil, „...allt eftir stöðu fallvatna hins pólitíska lífs í heiminum...”, eins og segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Núverandi formaður Félags ís- lenskra námsmanna í Höfn er Sverrir Sverrisson. Spasskí - Karpov 45. Bb8 Re8 46. Rc1 Bd8 47. Ba7 (Vinningsvonir hvits byggjast á veikleika svarta peðsins á b5. Hann hefur þó einnig í veikleika að líta, á c3). 47. ... Ba5 48. c4 (Nú leysist taflið upp. Reynandi var 48. Ra2 en svartur á þó létt meö að halda jöfnu). 48. .. bxc4 49. Bxc4 Kf7 50. Rb3 Bc7 51. Bf2 g5 52. Be1 h5 53. Rc1 Rf6 54. Rd3 Kg6 55. Ba6 g4 56. hxg4 hxg4 57. Rb2 Rh7 58. Rc4 Rg5 59. Kf2 Kf6 60. Bb4 Rf7 - og keppendur sömdu um jafntefli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.