Þjóðviljinn - 08.03.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 08.03.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐ.VILJINN Þriðjudagur 8. mars. 1983 140 Þróun fasteignaverðs í Reykjavík 1965-82 Medaltal hvers árs á föstu verðlagi. Meðalverð 1966-80 = 100. 120 100 ' íSíáSs 80 Hér má sjá þróun fasteignaverðs í Reykjavík á árunum 1965-82. Meðaltal hvers árs er á föstu verðlagi og meðalverð áranna 1966-80 100. Þarna má sjá hvernig ýmis ytri atvik höfðu áhrif á verðið: efnahagsörðugleikarnir 1967-70 færa verðið niður, Vestmanna- eyjagosið 1973 keyra það upp, stjórnmálaerfiðleikarnir 1978 höfðu þau áhrif, að fólk hélt að sér höndunum á fasteignamarkaðinum og loks sjáum við áhrif lóðaskorts á verðið allt frá árinu 1980. 75 76 77 78 79 80 81 82 140 120. 100 ' , 1 Ársfji Fast v€ r órðunc ■rðlag. V( ~! jsleg« jrð á 1. ir bre ársfj. 19' /ting« 79 = 98 r ir 197£ stig. r > - 82 Rvk. hJy lllil : : I l Landið utai höfuðborgar svæðisin lllll! 5 Hækkun á fasteignum verður ætíð í fyrsta ársfjórðungi, eins og þetta línurit ber með sér. Kyrrstaða verður í 2. ársfjórðungi eða hækkun. Hér eru sýndar ársfjórðungslegar breytingar á fasteignaverði 1975-82 í Reykjavík og utan höfuðborgarsvæðisins, og sést þarna vel hversu miklu minni sveiflur eru á fasteignaverði utan höfuðborgarsvæðisins. Þróun íbúðaverðs og f jármögnun Fasteignamarkaðurinn hér á landi einkennist af óstöðugleika: dæmigerð fjölskylda virðist kaupa íbúð eða byggja þrisvar eða oftar á ævinni, íbúðir eru seldar með lak- ari greiðslukjörum en annars stað- ,ar á vesturlöndum og auk þess eru sveiflur á verði íbúðarhúsnæðis á- kaflega miklar, jafnvel þótt rcikn- að sé á föstu verðlagi. Þetta - og margt fleira - kom fram í máli Stefáns Ingólfssonar, verkfræðings hjá Fasteignamati ríkisins, á fræðslufundi sem Kaupþing hélt hinn 17. febrúar s.i. Við fengum leyfi Stefáns til að birta línuritin, sem hér fylgja, og greina ofurlítið frá því sem okkur þótti markverðast úr erindi hans. Þörf á litlum íbúðum í máli Stefáns kom fram, að verðbólga og neikvæðir raunvextir af lánum hjálpuðu fólki á síðasta áratug að koma sér upp íbúðum, sem voru talsvert verðmeiri en tekjur þess gerðu því kleyft. Með vérðtryggingu Iána væri þessi möguleiki úr sögunni. Væntanlega myndi fólk því sækja í auknum mæli í að kaupa minni íbúðir en verið hefði. Það ásamt því, að stór- ir árgangar af ungu fólki eru að koma á húsnæðismarkaðinn og að skortur er á byggingarlóðum undir íbúðir í fjölbýlishúsum á höfuð- borgarsvæðinu og erfiðar venjur hafa skapast á fasteignamarkaðin- um, mun væntanlega ráða verð- myndun íbúða á næstu árum - auk almenns ástands í fjármálum okkar íslendinga. Þegar litið er á byggingarkostn- að, reksturs- og viðhaldskostnað dæmigerðra íbúða, sem íslenskar fjölskyldur komu sér upp á síðasta áratug, er augljóst, að fé til kaupanna hefur ekki komið af launatekjum, nema að takmörk- uðum hluta. Þannig má reikna með, að afborganir og vextir af 150 m2 húsi séu um 90 þús. krónur og rekstur og viðhald ekki undir 60 þús. krónum á ári. Þá hefur verið reiknað með kyndingarkostnaði húss í Reykjavík og að húsið sé greitt með verðtryggðu láni til 30 ára með 2,5 prósent vöxtum, svo upphæðin er í raun hærri. Þetta er miðað við verðlag í jan. 1983. Þetta er augljóslega talsvert um- fram það sem venjuleg fjögurra manna fjölskylda getur tekið af launum sínum, eða 12.500 krónur á mánuði. Það sem hér hefur komið til eru neikvæðir vextir á flestum þeim lánum, sem tekin voru til að kaupa eða byggja íbúðir á þessum árum. Með tilkomu fullverðtryggðra lána eru þessir neikvæðu vextir að mestu úr sögunni og fólk verður nú að endurgreiða á raunvirði flest þau lán, sem tekin eru í þessum tilgangi. Ahrifin verða væntanlega þau, að á næstu árum minnki meðalstærð nýrra íbúða eða að þeiin fækki og að eftirspurn cftir notuðum íbúðum breytist þannig að meiri aðsókn verði í litlar og mcðalstórar íbúðir. Þá er einnig ljóst, að eftir því sem fleiri lán verða verðtryggð mun heildarupphæð þeirra lána, sem taka veð í íbúðum, hækka hlut- fallslega. Þegar íbúðir, sem voru seldar árið 1980 og síðar, fara að koma í endursölu kemur þetta sennilega betur í ljós. Sökum þess að ákveðinn hópur íbúða gengur mjög ört kaupum og sölum má einnig reikna með að útborgun í mörgum íbúðum muni lækka, ein- faldlega vegna áhvílandi verð- tryggðra lána, sem kaupandi yfir- tekur. Áhrifavaldar á verð íbúða Þegar litið er burt frá almennu efnahagsástandi í landinu og stjórnmálaþáttum, er Ijost, að á- kveðin atriði hafa áhrif á verð íbúðarhúsnæðis. Möguleikar fólks, einkum ungs fólks, til að kaupa íbúð, ákvarðast af þeim Iánum, sem í boði eru og þeim kjörum, sem þau eru á. Verðtrygging lána kallar á lengri lánstíma en bankar bjóða nú. Þau bankalán, \em nú eru algeng, greiðast á fjórum árum. Þau hafa þá sömu ókosti og gömlu óverðtryggðu lánin, að greiðslu- byrði þeirra er.mjög mikil frá byrj- un, en þau hafa hins vegar ekki þann kost að minnka að verðgildi með tímanum. Þessi lán beinlínis auka ásókn í litlar íbúðir. Væri greiðslutími þeirra lengdur, mætti búast við að kaupendur reyndu að festa sér stærri eignir. Ur fræðsluerindi Stefáns Ingólfssonar, verkfræðings hjá Fasteignamati ríkisins Greiðslukjör verða ekki bætt nema með því að verðtryggja út- gefin skuldabréf. Ef það verður að reglu má fljótlega lækka útborgun í 65 prósent og síðar niður í 50 prós- ent. Verðsveiflur markaðarins leyfa þó tæplega að hún fari niður fyrir 30-40 prósent. Framboð byggingarlóða og sam- setning þeirra hefur áhrif á íbúðar- verð. Nauðsynlegt er, að fólk hafi möguleika á að velja á milli þess hvort það byggir nýtt (kaupir nýtt) eða kaupir eldra húsnæði. Lóða- skortur hefur þau áhrif, að sölu- verð eignar getur hækkað upp fyrir kostnaðarverð hennar. Undanfarin ár hefur verið lóða- skortur á öllu höfuðborgarsvæð- inu. Framboðið hefur einnig verið að mestu bundið við lóðir undir sérbýli, þ.e. raðhús og einbýlishús. Fjölbýlishúsalóðum hefur fækkað mikið, og auk þess hefur stór hluti þeirra farið undir verkamanna- bústaði og hefur því ekki áhrif á hinn frjálsa markað. Ljóst er, að mikil eftirspurn er eftir sérbýlislóðum, því 4-10 aðilar sækja um hverja lóð, sem auglýst er til úthlutunar. Gangverð lóða er einnig það hátt, að nær útilokað er að selja einbýlishús fyrir bygging- arkostnaði. Skortur á fjölbýlishúsalóðum verður þó væntanlega enn alvar- legri, þegar litið er til hinna stóru árganga af ungu fólki, sem þarf að kaupa íbúð í fyrsta sinn á næstu árum. ast. Fasteignaverðið 1979-82 miðað við lánskjaravísitöluna 100 og fast verðlag. Verð í desembermánuði er alltaf lágt, eins og þarna kemur fram. Desember 1982 er með áætluðu verði. '

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.