Þjóðviljinn - 08.03.1983, Síða 11

Þjóðviljinn - 08.03.1983, Síða 11
Þriðjudagur 8. mars .1983 ÞJÓÐVILJINN—-SÍÐA 15. Af skemmtilegri könnun í Kópavogi: Jafnréttishugmyndimar fylgja kaupi „Jafnréttiskönnun meðal launþega í Kópavogi vorið 1962” heitir skýrsla sem Jafnréttisnefnd Kópavogs hefur nýveriö sent frá sér. Þetta eru niðurstöður könnunar, sem Friðrik Þór Guðmundsson, þjóðfélagsfræðinemi, gerði á vinnustöðum í Kópavogi vorið 1982 á launum, kaupauka, stéttarfélagsvirkni, viðhorfum og fleiru. Skýrslan er 44 bls. að lengd ístærðinni A4 og íhenni er margt taflna. Úrvinnslan er skemmtileg hjá Friðriki Þór og segja má að skýrslan sé nauðsynleg handbók jafréttissinna. Hérverðurgerð stuttlega grein fyrir henni. Kaupaukar miklu algengari meðal karla í könnuninni kom í ljós, að kaupaukar - bónus, yfirborganir og álögur ýmiss konar - eru mikl- um mun algengari meðal karla en kvenna. Um 40 prósent þeirra karla, sem svöruðu, kváðust fá kaupauka, en 26 prósent kvenn- anna. Friðrik Þór kannaði einnig kaupaukann með tilliti til launanna. Við þá könnun kom í ljós, að kaupaukar voru miklum mun tíðari meðal þeirra sem hærri laun höfðu en meðal hinna — hjá körlunum. Meðal kvenna var lítill munur. Séu launin tekin saman í fjóra launaflokka og þeim síðan steypt saman í tvo lítur þetta dæmi svona út: 100% 50% - 63% 32% 31% BM 1’ lo:\ 67% * 8 ‘íStir vmofh 67% 36% Ko: m IM 4. launa- flokkur 3. launa- flokkur 2. launa- flokkur 1. launa- flokkur Hugmyndir karla um jafnrétti kynjanna eru ótrúlega tengdar launum þeirra, eins og sést greinilega á þessu súluriti. Til skýringar skal þess getið, að 4. launaflokkur er lægsti flokkurinn og 1. launaflokkur sá hæsti. Engin kona var í hæsta flokknum. Karlar Konur Launa- Kaup- Ekki Kaup- Ekki flokkur auki kaupauki auki kaupauki 3 og 4 24% 76% 24% 76% 1 og 2...., 53% 47% 27% 73% Friðrik Þór segir: „Af þessu má ráða, að meðal fólks í launalægri flokkunum (þ.e. 3 og 4) er kynferði ekki ákvarðandi um hvort það fær kaupauka eða ekki, því hlutföllin þar eru hin sömu. Hins vegar fær mun hærra hlutfall karla í launa- hærri flokkunum kaupauka en konur í samsvarandi flokkum. Því má segja, að við höfum ákveðna vísbendingu um að hlutfall kvenna sem kaupauka fær sé nokkuð óháð launum þeirra yfirleitt, en hins veg- ar er greinilegt að það eru launa- hærri karlarnir sem fremur fá kaupauka en hinir launalægri. Skiptir þetta sköpum því við mun- Vörubílstjóra félagið Þróttur tilkynnir Hér meö er auglýst eftir framboöslistum til stjórnar og trúnaðarmannaráðs 1983. Hverjum framboöslista skulu fylgja meömæli minnst 16 fullgildra félagsmanna. Framboösfrestur rennur út mánudaginn 14. mars 1983 kl. 17 og skal listum skilaö á skrif- stofu félagsins. Kjörstjórn. Hver vill leigja hús í Noregi í eitt ár? Einbýlishús til leigu á rólegum stað 46 km frá Þránd- heimi. Aðeins fjölskyldufólk kemur til greina. Húsið leigist með húsgögnum ef óskað er. Húsaleiga 2000,- kr. norskar á mánuði. Leiga fyrir notkun á húsgögnum 3 - 400 kr. norskar á mánuði. Bílaskipti gætu einnig komið til greina. Nánari upplýsingar gefur: EDDA FJELLHEIM 7320 Fannrem, Noregi sími 74-82859. um að um 25% karlanna lentu í Lfl. 1 og 2, en aðeins um 13% kvennanna.” (Undirstr. eru Þjv.). Því smærri vinnu- staðir því meiri launamismunur í könnuninni eru raktar helstu ástæður launamismunar milli kynj- anna. Þar kemur m.a. fram, að launamismunurinn hafi verið mest- ur í verslun/viðskiptum, en þar eru konur einmitt fjölmennar og „kvennagreinar” eru almennt miklu verr borgaðar en karlagrein- ar. Þá vinna konur að jafnaði styttri vinnutíma, þannig að heild- arlaunin eru lægri. Hið opinbera, ríki og bær, hefur jafnara launabil en tíðkast í einkarekstrinum. Eitt af því sem sérstaka athygli vekur og ég minnist ekki að hafa séð áður er það, að samband er á milli stærðar vinnustaðarins og launanna. Friðrik Þór segir: „Kon- urnar störfuðu að jafnaði á fá- mennari vinnustöðum. Og við höf- um vísbendingu um að einmitt á þeim vinnustöðum sé launamis- munurinn á milli kynjanna einna mestur (undir 26 manns), og jafn- framt að þar séu laun karlanna að jafnaði hæst, en að jafnaði hæst hjá konum á vinnustöðum milliflok- ksins, 26-45 manna.” Jafnréttishug- myndir og launin f könnuninni var spurt: „Telur þú að á þínum vinnustað ríki jafn- rétti kynjanna?” Svarmöguleikar voru þrír: já, nei og óákveðin(n). 56 prósent karlanna svöruðu spurningunni játandi og um 37 prósent kvennanna. 26 prósent karlanna svaraði neitandi og um 18 prósent voru óákveðnir. Um 42 prósent kvennanna svaraði neitandi og 21 prósent voru ó- akveðnar. Ef þau óákveðnu eru undanskilin lítur dæmið þannig út, að um 68 prósent karlanna taldi að jafnrétti kynjanna ríkti á sínum vinnustað og 47 prósent kvenn- Friðrik Þór lét þó ekki hér við sitja. Hann tengdi svörin launun- um og viti menn: því hærri sem launin eru þeim mun fleiri eru á því að jafnrétti ríki - þeim mun fleiri karlar að segja. Súluritið sem fylgir greininni segir hvernig málið leit út. -ast Kirkfan sendlr mat tll PóUands I janúar var dreift á vegum Hálp- arstofnunar kirkjunnar 200 tonn- um af ærkjöti tU Póllands og 1. mars voru 100 tonn til viðbótar send af stað. Er dreiflngin í sam- vinnu við kaþólsku kirkjuna þar í landi. Hjálparstofnunin Rauði Kross- inn og ríkissjóður lögðu fram fé til kaupa á kjötinu, en eftirstöðvar af söfnunarfé úr Póllandssöfnuninni frá fyrra ári, sern Hjálparstofnunin ásamt Alþýðusambandi íslands og kaþólsku kirkjunni á íslandi stóðu að, runnu til þessa verkefnis. Fyrir flutning á kjötinu greiðir A1 kirkjuráðið. Þá hefur Hjálparstofnunin geng- • ið frá kaupum á 60 tonnum af salt- aðri síld, sem send verður til dreif- ingar í Póllandi seinni hluta þessa mánaðar eða í byrjun apríl. Al- kirkjuráðið lagði frarn fé til kaupa á síldinni. Hjálparstofnun kirkjunnar hef- ur þar nreð staðið að matvælasend- ingum til Póllands er nemur tæpum 600 tonnum, en grundvöll að þess- um hjálparsendingum hefur ís- lenska þjóðin lagt með frjálsum framlögum sínum. Bóka mark aðirinn Góðar bækur Gamalt veró Bókamarkaóurinn HÚSGAGNAHÖLLINNI, ARTÚNSHÖFÐA

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.