Þjóðviljinn - 09.03.1983, Qupperneq 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJIIXN Miðyikyúagur 9. mars 4983
Bridge
Bridge er heillandi íþrótt. Jafnvel byrj-
andi sem lætur flesta ,.æðri“ þætti spilsins
framhjá sér fara, kemst á þá skoðun.
Sþilið í dag er úr Barometer-tvímenning
BR og sannarlega ætti það vel heima í
kennslubók í Bridgefræðum. Undir yfir-
skriftinni: Byrjendaleiðin.
S G5
H 62
T D985
L D10643
S 1063 S K984
H G8 H AK1093
T 76432 T G10
L G95 L K8
S AD72
H D754
T AK
L A72
Á flestum borðum varð suður sagnhafi í
3 gröndum, eftir að austur hafði byrjað
sagnir á 1-hjarta. Útsþil vesturs eðlilega
hjarta-gosi.
Og nú skildi mjög leiðir: Austur gaf vitan-
lega og það er I rauninni allt sem sagnhafi
þarfnast að vita: hjartað liggur sem sé 5-2.
Flestir betri sagnhafanna gáfu einnig,
vélrænt. Og aftur skildi leiðir. Vestur spilaði
seinna hjartanu og nú gripu nokkrir suður-
spilarar færið, þegar austur lét nluna
nægja, drápu á drottningu, tóku tígul há-
karlana og spiluðu síðan hjarta. Austur er
endaspilaður 15. slag. Verður að spila upp í
blindan, sem nú er orðinn 3ja slaga virði. Á
nokkrum borðum voru austur spilararnir
vakandi í 2. slag. Þeir stungu upp kóng.
Tóku ásinn og settu sagnhafa inn á hjarla
drottningu, átta slagir. Ég veit ekki hvort
NOKKUR suöurspilaranna fann
„byrjendaleiöina"; að drepa 11. slag, taka
tíglana og spila hjarta. Einfalt en afar gott
þó. Gefur einhver sig fram? (Hermann
vonar það).
Skák
Þeir sem grannt fylgdust með viðureign
Karpovs og Spasskís I Odessa urðu þess
áskynja þegar líða tók á einvígið að í réttu
hlutfalli við hið aukna öryggi í taflmennsku
Karpovs þá tef Idi Spasskí æ veikar og þeg-
ar Karpov t.a.m. vann 9. skák var öllum
Ijóst að endalokin gátu ekki verið langt
undan. Sá ynni einvígið er fyrr ynni fjórar
skákir og fjórða vinningsskák Karpovs lét
ekki bíða eftir sér. Hér kemur niðurlagið úr
11. einvígisskákinni og þeirri sfðustu:
abcdefgh
Karpov - Spasski
Síðasti leikur Spasskís var 25. - f7 - f5.
Hann hugðist með því notfæra sér losara-
lega stöðu biskupsins á h5. En leikurinn
hefur þveröfug áhrif. Þess ber þó að gæta
að Spasskí hafði teflt byrjunina afar óná-
kvæmt og átti við mikla erfiðleika að striða.
Sennilega hefur hann því afráðið að leggja
mikið á stöðuna þar sem erfiðleikarnir voru
nógir fyrir. C6 - peðið var t.a.m. tortíming-
unni ofurselt.
26. Rc3 g6
27. Dxc6 gxh5
28. Rd5!
(Þó hvítur sé manni undir er hann þó alls
ráðandi á borðinu. Svartur á ekkert svar
við hinum fjölmörgu hótunum hvíts).
28. ... f4
29. He7 Df5
30. Hxc7 Hae8
(30. - fxg3 strandar á 31. Re7+ og drottn-
ingin fellur).
31. Dxh6 Hf7
32. Hxf7 Kxf7
33. Dxf4 He2
34. Dc7+ Kf8
35. Rf4!
- og Spasskí gafst upp.
Lokaniðurstaöan varð því 4:1 Karpov í
hag eða 7:4. Karpov sýndi í þessu einvígi
allar sínar bestu hliðar, en Spasskí átli við
erfiðleika aö striða á mörgum sviðum ekki
aðeins við skákborðið. Það hefur áreiðan-
lega haft sitt að segja að Efim Geller
aðstoðarmaður hans frá einviginu I
Reykjavík var nú kominn við hlið Karpovs
og mataði hann af mikilvægum upplýsing-
um um skákstíl Spasskís og þá ekki síst,
hans helstu veikleika.
Eins dauði er annars brauð
Veðurblíða skapar
verðhrun á skinnavöru
Veðurblíðan á Norðurlönd-
um í vetur hefur komið illa
niður á skinnamarkaðnum.
Sala á skinnklæðnaði og dýr-
um pelsum hefur stórlega
dregist saman og nú er hafíð
verðstríð á milli skinnavöru-
kaupmanna í Svíþjóð, sem
bjóða heimingsafslátt á vörum
sínum.
Markaðstíminn fyrir pelsa er
frá október og fram í apríl.
Kaupmennirnir segja að veður-
farið hafi meiri áhrif á söluna en
efnahagsástandið. Til dæmis hafi
verið samdráttur í almennum við-
skiptum árið 1977, en hins vegar
hafi veturinn verið kaldur og sal-
an á pelsum því gengið vel.
Ástæðan er líklega sú að kreppan
bitnar ekki á kaupmætti þeirra
sem skipta við pelsakaupmenn
þar sem ein skinnkápa kostar 70-
130 þúsund krónur. Þeir sem
ganga í slíkum flíkum eru vana-
lega síðastir til þess að axla
byrðar kreppunnar.
Það er því náttúran sem sér um
jafnvægið í búskapnum í þessum
efnum sem öðrum: þegar illa árar
fyrir jarðræktarbændur og aðra
sem háðir eru góðu tíðarfari geta
refabændur borið sig vel, en þeg-
ar tíðin skánar mega refabændur
blása í kaun. Má með sanni segja
að fáir komist til jafns við móður
náttúru í jafnvægislist búnaðar-
hagfræðinnar.
ólg.
Allur er varinn góður
Sveinbjörn
hreppti
hnossið
Þar sem nú var búið að ákveða
latínuskólahúsinu stað þótti sjálf-
sagt að hefjast sem fyrst handa
við byggingu þess. Og vorið 1844
kom frá Kristjánssandi í Noregi
tilhöggvið timbur í bygginguna.
Þá hafði um skeið dvalið hér
norskur múrari, er sjá skyldi um
að koma húsinu upp og var búið
að ganga frá grunni þess þegar
timbrið kom.
Unnið var af miklu kappi við
bygginguna allt sumarið. Gekk
verkið vel og var húsið komið
undir þak um veturnætur en síð-
Sveinbjörn Egilsson varð fyrsti
rektor Latínuskólans í Reykjavík
en hafði áður kennt við skólann á
Bessastöðum frá 1822.
an var smíðinni haldið áfram all-
an veturinn. Hugmyndin var að
halda Alþingi í húsinu næsta sum-
ar og átti það sinn þátt í þeirri
áherslu, sem á það var lögð að
koma því upp.
Ýmsar ágiskanir voru uppi um
það hverjum yrði falin forstaða
skólans. Var ekki talið ósennilegt
að hin dönsku yfirvöld hefðu hug
a að fela rektorsembættið öðrum
hvorum þeirra sr. Pétri Péturs-
syni á Staðastað eða sr. Helga J.
Thordarsen. Var svo að heyra, að
Sveinbjörn Egilsson þætti ekki
koma til álita.
Þetta fór þó á annan veg en
menn hugðu. Á næsta ári var
Sveinbirni boðin rektorsstaðan
en þess jafnframt óskað, að hann
sigldi utan til þess að kynna sér
skólamál í Danmörku og gerði
hann það sumarið 1845. Gegndi
Gísli Magnússon cand. phil.
störfum rektors við skólann á
meðan hann var ytra.
- mhg.
FREYJA
KOMIN
ÚT
Út er komið 1. tölublað 5. árg.
Freyju, málgagns Málfreyju-
samtakanna á íslandi.
Meðal efnis í blaðinu eru fréttir
af starfi málfreyja, viðtöl við mál-
freyjur og ýmsar upplýsingar um
það sem er á döfinni hjá hinum
ýmsu deildum. Rúm fjögur ár eru
nú liðin síðan Fyrsta ráð mál-
freyja var stofnað á íslandi, en
deildir höfðu þá verið starfandi
um nokkurra ára skeið. Nú eru
deildirnar orðnar ellefu talsins.
í blaðinu er einnig að finna
ræður sem hlotið hafa verðlaun í
samkeppni málfreyja, margar
tækifærisvísur og baráttusöng
samtakanna. Abyrgðarmaður
Freyju er Ingveldur Ingólfsdótt-
ir, forseti Fyrsta ráðs málfreyja.