Þjóðviljinn - 16.03.1983, Síða 3

Þjóðviljinn - 16.03.1983, Síða 3
Bann við of- beldismyndum Síðasta þingdag var samþykkt frumvarp til laga um bann við of- beldiskvikmyndum. Þetta er stjórnarfrumvarp flutt af mennta- málaráðherra. Hafði frumvarpið tekið breytingum í efri deild en var samþykkt með áorðnum breyting- um í neðri deild á mánudaginn. Samkvæmt lögum er bannaö að framleiða eða flytja til landsins of- beldiskvikmyndir, þ.e. kvikmyndir þarsem sérstaklega er sóst eftir að sýna hvers kyns misþyrmingar á mönnum og dýrum eða hrottalegar drápsaðferðir. Bannið tekur ekki til kvikmynda þarsem sýning of- beldis telst eiga rétt á sér vegna upplýsingagildis myndarinnar eða listræns gildis hennar. Skoðunarmenn kvikmynda leggja mat á sýningarhæfni mynda en innflytjendur, framleiðendur eða dreifingaraðilar og sýnendur kvikmynda kveðja skoðunarmenn saman og greiða kostnað við skoð- un þeirra. Eftirlit með því að lögunum sé framfylgt er m.a. í höndum barna- verndarnefnda og löggæslumanna. Við breytingu á frumvarpinu var sérstaklega tekið mið af frumvarpi Eiðs Guðnasonar sem miðaði mjög í sömu átt. -óg Tvö tilboð Framsóknar til Sjálfstœðismanna „Framsóknarflokkurinn hefur beint tveimur tilboðum til Sjálf- stæðisflokksins um að mynda meirihluta í mikilvægum málum hér á þinginu síðustu vikur“, sagði Ragnar Arnalds m.a. í eldhúsdags- umræðunum í fyrrakvöld. Hér var um að ræða tilboð Framsóknar- flokksins til Sjálfstæðisflokksins um að mynda meirihluta í vísitölu- málinu og knýja fram kjaraskerð- ingu 1. mars, og tilboð Framsóknar til Sjálfstæðisflokksins um að mynda meirihluta á Alþingi um að taka álmálið úr höndum iðnaðar- ráðherra. í vísitölumálinu hryggbraut Sjálfstæðisflokkurinn Framsókn, en í álmálinu tók hann bónorðinu, sagði Ragnar. En vígslan fór þó ekki fram á þinginu, og ef til vill munu fleiri en flutningsmenn til- lögunnar ekki vilja skrá nöfn sín á spjöld sögunnar sem liðsmenn í varnarliði Alusuisse. Hinsvegar hélt Framsóknarflokkurinn áfram að biðla til Sjálfstæðisflokksins í sjónvarpsumræðunum með tali um „sterka stjórn“ sem á hans máli hefur hingað til boðað hægri sam- vinnu. -e.k.h. Kjördæmisráðstefna AB á Vestfjörðum: Fullt traust á Hjörieif Kjördæmisráðstefna AB á Vest- fjörðum, haldin á Isafirði 12. mars ’83 lýsir fullu trausti á Hjörleif Guttormsson iðnaðarráðherra og þakkar honum skelegga forystu í álmálinu. Svo samtvinnuð er hækkað ork- uverð til ÍSAL hagsmunum þeirra er dýrasta kaupa orkuna, að ekki verður á milli skilið. Við hljótum því að vænta þess að barátta Hjörleifs í álmálinu og fyrir jöfnun orkukostnaðar ljúki með sigri og heitum á íslendinga að fylkja sér að baki hans, jafnframt fordæmir fundurinn harðlega ó- drengilega aðför þríflokkanna að iðnaðarráðherra þar sem þeir vfla ekki fyrir sér að fórna verulegum þjóðarhagsmunum í flokkspóli- tískum tilgangi. Þá lýsir fundurinn sérstakri furðu á afstöðu Fram- sóknarflokksins í málum sem þess- um, einkum með tilliti til þess að hann hefur ætíð talið sig berjast sérstaklega fyrir hagsmunum dreif- býlisins. Áhugamenn um jafnrétti milli landshluta Margvíslegt mis- rétti úti á landi Hópur áhugamanna úr Vestur- landskjördæmi um jafnrétti milii landshluta hélt fund í Borgarnesi 8. mars siðastliðinn. Á fundinn kom Pétur Valdimars- son frá Akureyri og kynnti stofnun og starfsemi hliðstæðra samtaka á Norðurlandi. Fundarmenn voru sammála um að umræða um jöfnun atkvæðis- réttar hafi verið mjög einhliða og veigamiklir þættir hafi gleymst. Megi þar einkum nefna margvís- legt misrétti í félagslegum efnum sem dreifbýlisbúar verða að þola, t.d. í verðlagningu orku og sím- þjónustu. Einnig þann aðstöðum- un sem felst í staðsetningu stjórn- sýslu og stofnana í Reykjavík. Eigi umræða um jafnrétti íbúa mismunandi landshluta að vera marktæk hlýtur hún einnig að taka til þessarra atriða. Fundarmenn ákváðu að vinna saman að raunverulegu jafnrétti landsmanna allra og heitir á þing- menn kjördæmisins að halda vöku sinni í þessum málum. Miðvikudagur 16. mars 1983 ÞJÓÐYILJINN — SÍÐA 3 Kiwanisklúbburinn Esja í stórræðum Happdrætti til að fjármagna sjónstöð Þessa dagana er Kiwanisklúbb- urinn Esja í Reykjavík að hleypa af stokkunum happdrætti og mun all- ur ágóði renna til tækjakaupa í sjónstöð Blindrafélagsins, sem verður til húsa í nýbyggingu félags- ins að Hamrahlíð 17. A fundi frétt- amanna, sem Blindrafélagið og Kiwanisklúbburinn Esja boðuðu til í gær sagði Eyjólfur Sigurðsson for- maður stjórnar Evrópusambands Kiwanismanna að hér væri verið að ráðast í stærsta verkefni í þágu blindra sem nokkur klúbbur í allri Evrópu hefði tekist á hendur. Er kjörorð þessa átaks í þágu blindra „Birta fyrir blinda“. í viðbótarbyggingu Blindrafé- lagsins að Hamrahlíð 17, efstu hæðinni, er gert ráð fyrir húsnæði fyrir sjónstöð, en það er stofnun sem er ætlað að þjálfa og viðhalda sjón þeirra sem hafa hana skerta. Að sögn Óskars Guðnasonar fram- kvæmdastjóra Blindrafélagsins fá sjónskertir þar skoðun af augn- lækni, gleraugnafræðingur finnur viðeigandi sjónhjálpartæki og síð- an tekur augnþjálfi við. Þá mun stofnunin einnig annast úthlutun sérhæfðra hjálpartækja, svo sem sjónglerja, lessjónvarpstækja o.fl. Mikill kostnaður er samfara því að stofnsetja sjónstöðina og er áætlaður stofnkostnaður 4.6 milj- ónir á núverandi verðlagi. Auk happdrættisins, sem nú er verið að hrinda af stað, verður haldin mikil fjölskylduskemmtun í Laugardalshöll á 2. í páskum og þar verður dreginn út vinnungur- inn í happdrættinu, sem er Nissan Cherry bifreið. að verðmæti 220 þúsund krónur. Þar verður fjöldi lándsfrægra skemmtikrafta . og verður drætti í happdrættinu út- varpað. Forseti Kiwanisklúbbsins Esju væri nú að fara af stað með tækist er nú Arnór Pétursson og sagði aldrei nema með hjálp hins al- hann á kynningarfundinum í gær menna borgara. að átak eins og það sem klúbburinn ~v' Norræna húsið í kvöld Tvær sænskar kvikmyndir í kvöld, 16. mars verða sýndar mínútna litmynd eftir Karsten We- tvær sænskar kvikmyndir í sam- del. Hann er einn færasti sköpuður komusal Norræna hússins. heimildakvikmyndarinnar, segir í Þar er um að ræða 28 mínútna frétt frá Norræna húsinu og í mynd litkvikmynd um Drottningar- hans má sjá ýmsa þætti úr kvik- hólmshallarleikhúsið sem Gunnar myndagerð Bo Widerbergs, sem er Fischer hefur gert og hins vegar 55 góðkunningi hans. Sjálfstæðisflokkurinn: „Mikil eindrægni” Mikil eindrægni ríkti á fundi frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Borgarnesi um sl. helgi að því er segir í fréttatilkynningu sem flokk- urinn sendi fjölmiðlum. Segir í fréttatilkynningunni að Geir Hallgrímsson formaður Sjáif- stæðisflokksins hafi sett fundinn nánar tiltekið kl. 13.00 sl laugardag en Friðjón Þórðarson bauð fundar- menn velkomna í Vesturlandskjör- dæmi. Sagt er að á fundinum hafi verið samþykkt kosningayfirlýsing en ekki segir gerr frá innihaldi. -óg Leiðrétting í grein Stefáns Friðbcrgs Hjart- arsonar um Nóvudeiluna í Þjóðvilj- anum í gær varð sú villa neðst á bls. 6 að sagt var að Tryggvi Emilsson hefði ekki borið tillögu bæjar- stjórnar undir atkvæði eftir að 11 fylgjendur Verkamannafélagsins voru gengnir af fundi. Þarna átti að sjálfsögðu að standa bæjarstjóri en ekki Tryggvi. Rétt er setningin svona: „Tryggvi segir síðan í „Baráttan um brauðið" að bæjarstjóri hafi vitað hverjir færu með umboð verka- lýðsins, því ekki hafi hann (bæjar- stjóri) borið undir atkvæði tilboð bæjarstjórnar, eftir að 11 fylgjend- ur Verkamannafélagsins hefðu gengið af fundi, -eftir sátu 40 vinnu- þurfandi menn.“ Kjartan Þuríður Gestur Listi Alþýðubandalags í Vestf j arðakj ördæmi Listi Alþýðubandalagsins í Vest- fjarða kjördæmi við Aiþingiskosn- ingarnar í vor hefur verið ákveðinn en hann skipa: 1. Kjartan Ólafsson, ritstjóri Reykjavík. 2. Þuríður Pétursdóttir, kennari ís- afirði. 3. Gestur Kristinsson, skipstjóri Súgandafirði. 4. Halldór G. Jónsson formaður Verkalýðsfél. Vörn Bfldudal. 5. Finnbogi Hermannsson, kennari ísafirði. 6. Kristinn H. Gunnarsson, skrif- stofustjóri Bolungarvík. 7. Pálmi Sigurðsson, bóndi Klúku Kaldranarneshreppi Strandasýslu. 8. Gróa Bjamadóttir, verslunar- maður Patreksfirði. Halldór 9. Sigrún Egilsdóttir, húsfreyja Vífilsmýri Önundarfirði. 10. Játvarður Jökull Júlíusson, fyrrverandi bóndi Miðjanesi Reykhólasveit. Finnbogi

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.