Þjóðviljinn - 16.03.1983, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 16.03.1983, Qupperneq 5
Miðvikudagur 16. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA5 Stefán Jónsson og fleiri:_ Opinber innheimta af fongum stóðvuð Opinber gjöld felld niður af tölvubúnaði Lagabreytingin fékk góða fyrir- greiðslu síðustu þingdagana Komið hefur í ljós að skuldakröf- ur sem hlaðast á fanga meðan þeir afplána refsingu verða þeim oft um megn er þeir reyna að ná fótfestu á ný í samfélaginu. Það er af þessum . ástæðum, sem lagt er til að breyta lögum þannig að barnsmeðlög og dpinber gjöld verði ekki innheimt á meðan afplánun stendur yfír og tvöfaldan þann tima eftir að henni lýkur. Stefán Jónsson var fyrsti flutningsmaður þessa frumvarps til laga en þingmenn úr öllum flokkum voru meðflutningsmenn. Frum- varpið fékk mjög góðar viðtökur á Stefán Jónsson. Skuldabyrðin má ekki verða mönnum um megn er þeir reyna að ná fótfestu á ný í þjóðfélaginu. þinginu og var samþykkt síðustu dagana sem þingið stóð. I lagabreytingunni er gert ráð fyrir að meðlög sem falla á þann tíma, reiknað í heilum mánuðum, sem maður afplánar refsingu, vinn- ur af sér meðlag eða barnalífeyri, skuli ekki innheimt. í öðru lagi er gert ráð fyrir því, vari refsivist lengur en þrjá mánuði sé óheimilt að innheimta opinber gjöld hjá fanga meðan afplánun stendur yfir svo og tvöfaldan þann tíma eftir að henni lýkur, allt að einu ári. Dráttarvextir skulu ekki innheimtir af slíkum skuldum fyrir þann tíma sem innheimta liggur niðri. í greinargerð segir m.a. að eftir að menn hafi lokið afplánun og reyni að ná fótfestu á ný, hafi oft- sinnis farið svo að laun þeirra renni öll til skuldagreiðslu, en lífeyrir verði enginn. Þetta sé ekkert nýtt vandamál, en hafi hins vegar ágerst vegna hærri dráttarvaxta. Með Stefáni Jónssyni voru flutnings- mennirnir Eyjólfur Konráð Jóns- son, Helgi Seljan, Eiður Guðnason og Jón Helgason. -óg. í fyrradag auglýsi fjármála- ráðuneytið niðurfellingu gjalda af ýmsum aðföngum til samkeppnis- iðnaðar, þannig að nú er heimilt að fella niður aðflutningsgjöld og söl- uskatt af tölvubúnaði sem notaður er af innlcndum framleiðslufyrir- tækjum í samkeppni við innflutta framleiðsluvöru, sem ekki ber toll. í frétt frá fjármálaráðuneytinu segir að með þessu sé stigið enn eitt skref af hálfu stjórnvalda í þá átt að bæta samkeppnisstöðu innlendra iðnfyrirtækja gagnvart erlendum samkeppnisaðilum. Tilgangur stjórnvalda er að stuðla að því að innlend fram- leiðslufyrirtæki taki upp nýjustu tækni í framleiðslu sinni til að auka samkeppnishæfni sína gagnvart er- lendri framleiðslu auk þess sem notkun tölva mun auka margs kon- ar hagræðingu í íslenskum iðnaði. -ÁI Áltillagan kistulögð Stuðningsmennn Alusuisse á flótta Síðustu daga Alþingis voru þrungnir spennu, ekki síst vegna tillögu Framsóknarflokks og stjórnarandstöðu um viðræðu- nefnd til að ræða við Alusuisse sem flutningsmenn tillögunnar með Egg- ert Haukdal í fararbroddi túlkuðu sem sérstakt vantraust á Hjörleif Guttormsson, iðnaðarráðherra. Svo mikið var Framsókn í mun að koma þessari tillögu áfram, að Jón Helgason forseti Sameinaðs þings var knúinn til að ryðja öðrum málum út af dagskránni til að keyra umræður um álmálið áfram. Þingmenn Alþýðubandalagsins stóðu mjög ákveðið gegn þessu of- forsi Framsóknar og íhalds. Á öðr- um degi umræðunnar s.l. föstudag Kveðjur og þakkir á deildar- fundum Deildarfundum lauk á Alþingi í gær með heillaóskum og kveðjum forseta og þing- manna. Eftir stranga fundi að undanförnu voru síðustu deildarfundirnir haldnir á sjötta tímanum í gær. Helgi Seljan forseti efri deildar og Sverrir Hermannsson forseti neðri deildar kvöddu þing- menn með þakklæti fyrir sam- starfið á kjörtímabilinu sem er að ljúka og árnuðu deildar- mönnum velfarnaðar í lífi og starfi. þeir Karl Steinar Guðnason í efri deild og Páll Pétursson í neðri deild fluttu forsetum þakkir ogkveðjur þingmanna. -óg. flutti Hjörleifur Guttormsson ítar- lega og efnismikla ræðu um málið. í framhaldi af ræðu hans töluðu þeir Svavar Gestsson og Ragnar Arnalds, sem ekki hafði lokið máli sínu er forseti sleit fundi kl. 4.30 að morgni. Voru þá auk hans 4 þing- menn Alþýðubandalagsins á mæl- endaskrá. En tillagan kom ekki aftur til umræðu. Þessi málalok fóru mjög fyrir brjóstið á Framsóknarmönnum og kom það m.a. fram í máli Halldórs Ásgrímssonar, varaformanns Framsóknar í umræðum á laugar- dag, en Halldór var ein helsta drif- fjöður að flutningi áltillögunnar í atvinnuumálanefnd, með Eggert Haukdal og Friðrik Sófussyni. Halldór féll frá orðinu er áltil- lagan var á dagskrá kvöldið áður og fór af fundi meðan Svavar Gests- son rakti afstöðu Eysteins Jóns- sonar fyrrum formanns Framsókn- arflokksins til álsamninganna 1965-66. í eldhúsdagsumræðum var ál- málið einnig mjög til umrasðu bæði hjá stuðningsliði Alusuisse og hjá talsmönnum Alþýðubandalagsins, sem gagnrýndu undansláttarstefn- una mjög harkalega, og þau tengsl sem Álusuisse hefði beint inn í stj órnmálaflokkana. Lyktir atlögu Alusuissemanna, að Hjörleifi Guttormssyni eru sem sé þær, að framhald álmálsins er nú í höndum iðnaðarráðherra, eins og Svavar Gestsson benti á í eldhús- dagsumræðunum. Einingarhelgi á Akureyri Landbúnaðarráöstefna Alþýðubandalagsins verður haldin á Hótel Varðborg, Akureyri 18. og 19. mars. Dagskrá: Föstudagur 18. mars kl. 20:30 1. Setning: Svavar Gestsson 2. Skipulagning framleiðslu, landnýting og heimaöflun og nýjar búgreinar. Framsögumenn: Jön Viðar Jónmundsson kennari, Þórarinn Lárusson ráðunautur og Jón Árnason ráðunautur. « 3. Verðmyndunarkerfi landbúnaðarins. Framsögumaður: Ríkard Brynjólfsson kennari. 4. Úrvinnsla - iðnaður - markaður. Framsögumaður: Guðrún Hall- grímsdóttir, og fulltrúar Iðnaðardeildar SÍS og Kaupfélags Sval- barðseyrar. 5. Almennar umræður. Laugardagur 19. mars kl. 9:30 1. Viðhorf neytenda til landbúnaðarins. Framsögumaöur: Jóhannes Gunnarsson varaformaður neytendasamtakanna.. 2. Stefnumörkun Alþýðubandalagsins í landbúnaðarmálum. Framsögumaður Helgi Seljan alþingismaður. 3. Almennar umræður. 4. Hópstarf - afgreiðsla mála - ráðstefnuslit. Ráðstefnustjóri: Steingrímur J. Sigfusson. Mids tjórnarfundur Alþýðubandalagsins verður haldinn á Hótel Varðborg, Akureyri. Fundurinn hefst laugardag- inn 19. mars kl. 14. Jóhannes Helgi Gunnarsson Seljan Jón Viðar Guðrún Jónmundsson Hallgrimsdóttir Svavar Rikharð Gestsson Brynjólfsson Þórarinn Steingrímur J. Lárusson Sigfusson Jón Árnason Almennur fundur Alþýðubandalagið boðar til almenns stjórnmálafundar á Akureyri sunn- udaginn 20. mars kl. 15 á Hótel KEA. Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins flytur ræðu. Ávörp flytja Kristín Hjálmarsdóttir formaður Iðju, Svanfríður Jónasdóttir bæjarfulltrúi, Dalvík og Steingrímur J. Sigfússon. Skemmtidagskrá - m.a. leikur Kammerblásarasveit Tónlistarskólans undir stjórn Roars Kvan. Fundarstjóri er Heimir Ingimarsson. FERÐIR Flogið verður frá Reykjavík kl. 16.00 þann 18. mars og frá Akureyri kl. 20.00 sunnudaginn 20.mars. Allar nánari uppiýsingar eru gefnar á skrifstofu Alþýðubandalagsins að Hverfisgötu 105. Sími 17500. Þátt- tökutilkynningar þurfa einnig að berast þangað sem fyrst.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.