Þjóðviljinn - 16.03.1983, Side 7

Þjóðviljinn - 16.03.1983, Side 7
Útgefendur stofna SÚT Útgefendur helstu útgáfufyrirtækja tímarita á landinu stofnuðu nýverið samtök, sem bera einfaldlega nafnið Samtök útgefenda tímarita og skammstafast því „SÚT“. Munu þetta vera fyrstu samtök tímaritaútgefenda sem stofnuð eru hérlendis, en á þessu ári eru liðin rétt 210 ár frá því fyrsta íslenska tímaritið var gefið út. Var það „Islandske Maaneds Tidender“, sem Magnús Ketilsson sýsl- umaður í Dalasýslu stóð að. Blaðamannafélag íslands, sem nú er 85 ára gamalt, var stofnað af útgefendum og ritstjórum fréttablaða. Útgefendur drógu sig nokkrum árum síðar út úr félaginu og hafa ekki komið saman í félag á ný fyrr en að SÚT er komið á laggimar. Hlýtur það að hafa verið orðið löngu tímabært, að slíkur málsvari útgefenda væri fyrir hendi, t.d. vegna samskipta við samtök blaðamanna, auglýsenda, opin- berra aðila o.fl. slíkra. Stjórn SÚT er skipuð fjórum mönnum og koma þeir hver frá sínu útgáfufyrirtæki. Formaður er Þórarinn Jón Magnússon frá SAM- útgáfunni, varaformaður Sigurður Sigurðsson frá útgáfunni Um land allt, ritari Hilmar B. Jónsson frá Gestgjafanum og gjaldkeri SÚT er Magnús Hreggviðsson frá Frjálsu framtaki. * Allt hjúkrunarnám í H.I. „Hver er fagleg og félagsleg staða hjúkrunarfræðinga á Hjúkrun- arfélagi íslands?“ hét ráðstefna, sem Reykjavíkurdeild Hjúkrun- arfélags íslands gekkst fyrir daganna 4.-5. mars sl. Tilefni ráðstefn- unnar var fyrri samþykkt félagsins að stefna beri að því að allt nám í hjúkrun flytjist til Háskóla íslands eigi síðar en 1985. Á ráðstefnunni voru flutt 11 framsöguerindi um stöðu hjúkrunar í heilbrigðisþjónustunni og málefni hjúkrunarfræðinga í H.F.Í. og síðan fóru fram umræður og vinna í hópum. Fjöldi hjúkrunarfræðinga í H.F.Í. var um síðustu áramót 1941. Eftirspurn eftir hjúkrunarfræðingum er mikil með vaxandi heilbrigðisþjónustu og sífelldur skortur á þeim á vissum stöðum, bæði við stærri hjúkrunarstofnanir og víða í dreifbýlinu. Ráðstefnan hvatti því alla hjúkrunarfræðinga til að leggja sitt af mörkum til að hægt verði að sinna þörf samfélagsins á hjúkrun. Á ráðstefnunni kom fram, að tilkoma námsbrautar í hjúkrunar- ffæðum við HÍ hafi reynst vera lyftistöng í menntuparmálum hjúkr- unarfræðinga og að það bæri að vinna að sameiningu þessara tveggja félaga, hjúkraunarstéttinni til framgangs. Þá kom og fram, að hraða bæri undirbúningi að því að brýna nauðsyn til að HÍ nyti góðs af fyrra starfi Hjúkrunarskóla íslands. Ráðstefnan þakkar þann stuðning sem almenningu sýndi stétt- inni síðastliðið vor í kj arasamningum og hvatti til aukinnar umræðu í fjölmiðlum um hjúkrun í heilbrigðisþjónustunni. Fræðslumiðstöð iðnaðarins með öfluga starfsemi 18 námskeið voru haldin að tilhlutan eða með stuðningi Fræðslumiðstöðvar iðnaðarins fyrsta starfsár hennar, þar af 6 tvisvareðaoftar.Markmiðið með starfi Fræðslumiðstöðvarinnar er að stuðla að fjölbreyttu framboði eftirmenntunarnámskeiða í iðnaði og safnar hún, í samstarfi við tæknistofnanir iðnaðarins og samtök á vinnumarkaðnum, upplýsingum um þarfir á menntun og þjálfun í ymsum starfsgreinum og framleiðir síðan námskeið eða styður námskeiðahald annarra, aðallega með frágangi námsgagna. Samstarfið hefur tekist með ágætum og má nokkuð marka áhuga á starfsemi Fræðslumiðstöðvarinnar og þörfina fyrir hana á því, að í upphafi nýs starfsárs í byrjun vetrar lágu fyrir 130 beiðnir og hugmyndir að nýjum námskeiðum. Fjölmörg námskeið eru á dagskrá vorannar hjá Fræðslu- miðstöðinni í byggingar- og tréiðnaði, fataiðnaði, málmiðnaði, rafiðnaði og fleiri greinum, bæði námskeið, sem haldin hafa verið áður og tilraunanámskeið. Af námskeiðum, sem fyrirhuguð eru á næstu mánuðum, þe. mars eða apríl, má nefna flísalögn (á Akur- eyri), niðurlögn steinsteypu, rekstrarbókhald, viðgerðir á steypuskemmdum, tímamælingar í fataiðnaði, fræsing I og III, sjálfskiptingar í bifreiðum og vökvakerfi II. Bæklingar með nánari kynningu á námskeiðunum kemur út reglulega á haustönn og vorönn og er sendur til samtaka og stofn- ana iðnaðarins, en einnig má fá upplýsingar og skrá menn til þátttöku í námskeiðum hjá Fræðslumiðstöðinni íKeldnaholti, síma 83200. Þar er ennfremur hægt að kaupa handbækur þær sem nám- skeiðunum fylgja. Sveit MH sigraði í tólfta sinn A-sveit Menntaskólans við Hamrahlíð sigraði örugglega i skák- keppni framhaldsskóla sem haldin var í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur um helgina. ló. sveitir, þar af tvær utan af landi, mættu til leiks og var keppnisfyrirkomulag með þeim hætti að tefldar voru sjö umferðir eftir Monrad kerfi. Á-sveit MH hlaut 26V2 vinning af 28 mögulegum eða nálega 95% vinningshlutfall. Keppni þessi var fyrst haldin árið 1971 og hefur sveit frá MH ávallt sigrað ef undan er skilið citt ár er sveit frá Menntaskólanum í Reykjavík bar sigur úr býtum. Sigursveit MH var skipuð þeim Jóhanni Hjartarsyni, Róbert Harðarsyni, Hrafni Loftssyni, Lárusi Jóhannessyni og Páli Þórhallssyni sem var varamaður. Þess má geta að MH sendi fimm sveitir í keppnina. í 2. sæti varð A-sveit MR, hlaut 19 vinninga og í 3. - 4. sæti varð A-sveit Flensborgarskóla og B-sveit MH. Hlutu báðar sveitirnar 17 vinninga. í 5. sæti kom svo sveit Garðaskóla með I6V2 vinning. Bestum árangri á 1. borði náði Jóhann Hjartarson, hlaut 6V2 vinning af 7 mögulegum. Hann tefldi fyrir A-sveit MH. Á 2. borði náði Arnór Björnsson, MR, 100% vinningshlutfalli, hlaut 7 vinn- inga af 7 mögulegum. -hól. Námskeið í meðferð prjónavéla Námskeið í meðferð sjálfvirkra prjónavéla verður haldið hjá Trefj- adeild ITÍ dagana 15.-18. mars n.k. og fer fram í húsakynnum deildarinnar, Vesturvör 27, Kópavogi, kl. 9-17. Námskeiðið er ætlað vélgæslufólki og verður aðaláhersla lögð á grundvallaratriði í prjóni, stillingu og meðferð prjónavéla, munsturgerð og fleira. Leiðbeinendur verða prjónatæknarnir Yngvi Guðmundsson og Logi Guðjónsson. Þátttökugjald er 2.900 kr., námsgögn, matur og kaffi innifalið. Þátttaka tilkynnist til Yngva Guðmundssonar, Trefjadeild ITÍ í síma 91-42411 og veitir hann allar nánari upplýsingar. Miðvikudagur 16. mars 1983' ÞJÓÐVII.JINN — SH>Á 7 ,ySamtök óháðra ríkja er stærsta friðarhreyfingin í heiminum í dag“, er haft eftir Indiru Gandhi, forseta samtakanna eftir fundinn sem leiðtogar um eitt hundrað óháðra ríkja sóttu i Nýju Delhi í síðustu viku. Kannski er það einmitt stærð þessara samtaka sem hefur gert þau jafn máttvana og raun ber vitni, en innan þeirra hafa þjóðir þriðja heimsins reynt að sameinast um kröfunaumnýja efnahagsskipan í heiminum og sjálfstætt frumkvæði óháðra ríkja til að tryggja frið og stöðva vígbúnaðarkapphlaup stórveldanna. Fundurinn í Nýju Dehli varð að viðurkenna það með óbeinum hætti, að krafa sú sem sett var fram og samþykkt sem viljayfirlýsing á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna 1974 um „nýja efnahags- skipan í heimtnum“ þar sem meira tillit væri tekið til þarfa þróunar- ríkjanna hefur ekki náð fram að ganga og viðleitni samtakanna til Indira Gandhi: Samtök óháðra rikja eru stærsta friðarhreyfing í heimin- um i dag með um helming mannkynsins innan sinna vébanda. Leiðtogafundur óháðra ríkja í Nýju Dehli: Raunsærri afstaða til Vesturveldanna og aukið innbyrðis samstarf þess að tryggja frið og stuðla að afvopnun hefur ekki heldur réynst ýkja árangursík til þessa, Þær andstæður sem uppi eru meðal margra landa þriðja heimsins hafa í mörgum tilfellum reynst sterkari en það sem sam- einar þau. Engu að síður gildir sú regla innan samtakanna, að engin samþykkt er þar gerð nema um hana sé samkoinub.g. Því hafa sa.nþykktii samtakanna eðlilega oft á sér mjög almennt orðalag, þar sem forðast er að kryfja málin of djúpt. Engar ölmusur heldur skynsemi í ályktun fundarins um efna- hagsmál er krafist skipulagsbreyt- inga innan Alþjóðabankans og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins er verði til þess að draga úr eftirliti þessara banka með fjármagnsmillifærslum til þróunarlandanna, auk þess sem bent er á að nauðsyn aukinnar þró- unaraðstoðar og nýrra samninga um erlendar skuldir margra fá- tækra þróunarríkja. „Við biðjum ekki um ölmusur eða góðgerðarstarfsemi, heldur um heilbrigða skynsemi í efnahagslegu tilliti“, sagði Indira Gandhi, og voru orð hennar túlkuð þannig að forsenda viðræðna á milli norðurs- ins og suðursins væri sú að Vestur- lönd gerðu sér grein fyrir að raun- verulegs efnahagsbata þar væri ekl'i að vænta nema tilkomi sam- vir.na við ríki suðursins. Það var reyndar Fidel Castro sem hélt þessu fyrst fram í ræðu þeirri er hann flutti á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna 1979 er hann talaði fyrir hönd Samtaka óháðra ríkja og boðaði að efnahags- kreppur iðnríkjanna yrðu ekki lengur leystar með styrjöldum, og því yrði að leysa þær með samvinnu við þróunarlöndin þannig að þau gætu jafnframt myndað þann markað sem þróunarríkin þurfa nú svo mikið á að halda fýrir umfram- framleiðslugetu sína. Sameiginleg ábyrgð í ályktun fundarins er einnig tal- að um ábyrgð Sovétríkjanna og Austurevrópu á þátttöku í lausn þessa vanda. Það hafa löngum ver- ið viðbárur Sovétríkjanna að það væri í verkahring hinna gömlu ný- lenduvelda að bæta fyrir arðrán sitt á nýlendunum og þá vanþróun sem það hefði haft í för með sér. Ýmsir fulltrúar hinna óháðu ríkja hafa hins vegar orðið til þess að gagn- rýna Sovétríkin fyrir aðgerðarleysi þeirra og afskiptaleysi. Haft er eftir indverskum hagfræðingi að Sovét- ríkin og fylgiríki þeirra láti staðar numið við munnlegar stuðnings- yfirlýsingar, en þegar að því komi að grípa til raunhæfra aðgerða dragi þau sig í hlé sem hlutlaus áhorf- andi. Sovétríkin hafi þannig ekki viðurkennt hina sameiginlegu ábyrgð ríkja heimsins á vanþróun- inni, og aðstoð Sovétríkjanna til þróunarríkja sé ekki síður bundin pölitískum skilyrðum en aðstoð Bandaríkjanna. Afstaðan til Sovétríkjanna Mörgum þótti á sínum tíma að Samtök óháðra ríkja hefðu sveigt frá óhæði sínu þegar Fidel Castro var kosinn forseti samtakanna á fundinum í Havanna 1979, en hann hafði þá lýst því yfir að Sovétríkin væru hinn „eðlilegi bandamaður“ óháðu ríkjanna. Síðan hefur ýmislegt gerst, sem veikt hefur stöðu Sovétríkjanna gagnvart hinum óháðu ríkjum, ekki síst innrásin í Afghanistan. Samþykkt sú sem gerð var um Afghanistan-málið á fundinum endurspeglar kannski frekar þann ágreining sem ríkir um málið innan samíakanna en hinar raunverulegu aðstæður. Málamiðlunin var sú að ekki var minnst á Sovétríkin í því sambandi en íhlutun í innri málefni landsins hins vegar fordæmd. Samtökin hafa reynst vanmegn- ug að stilla til friðar á milli írans og írak og í ályktuninni er varla minnst á þá styrjöld. Ályktun fundarins fordæmir hins vegar með hörðum orðum vaxandi íhlutun Bandaríkjanna í málefni Rómönsku Ameríku og lýsir yfir stuðningi við Argentínu í deilunni um Malvinas-eyjar. Vígbúnaðar- kapphlaupið í ályktun fundarins er einnig að finna áskorun til stórveldanna um að láta banna notkun á og ógnanir með kjamorkuvopnum, og segir í ályktuninni að stöðva beri alla framleiðslu og uppsetningu slíkra vopna tafarlaust og hefja allsherjar afvopnun, sérstaklega á kjamork- uvopnum. Ýmislegt bendir nú til þess að friðvænlégar horfi í Asíu en áður. Bætt sambúð Sovétríkjanna og Kína á þar hlut að máli, en einnig eru nú að hefjast viðræður á milli stjórna Indlands og Pakistan um friðar- og samstarfssamning, sem á að leggja níður ævagamlar deilur ríkjanna. Þá hafa stjómir Víet- nam, Laos og Kampútseu boðið upp á viðræður við ASEAN-ríkin um Kapútseudeiluna án þess að setja það sem skilyrði að stjórn Heng Samrin í Kampútseu verði viðurkennd. Indverjar lýstu miklum á- hyggjum yfir vígbúnaði Bandaríkj- anna á Diego Garcia-eyjum á Ind- landshafi og var sú krafa sett fram að eyjan yrði á ný færð undir stjórn Mauritíus. Meira raunsœi Það er áút fréttaskýrenda að fundurinn í Nýju Dehh hafi ein- kennst af meira raunsæi en áður, sérstaklega hvað varðar möguleika samtakanna til að hafa áhrif á efna- hagsþróunina. Lögð var aukin áhersla á innbyrðis samstarf hinna óháðu ríkja þannig að þau mættu eflast af eigin krafti til frekari á- hrifa. Bera ýmsir vonir til þess að með Indiru Gandhi í forsetastóli eigi samtökin eftir að eflast til frek- ari áhrifa til aukins efnahagslegs réttlætis og tryggingu friðar í heiminum. 61g./inf.,DN.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.