Þjóðviljinn - 30.03.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.03.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 30. mars 1983 síðan Á álspena Rögnvaldur Rögnvaldsson scndir eftirfarandi: Alusuisse er kostakýr, kommar þó hentii ekki brynni. Alikálfarnir allir þrír eru á spena í Straumsvíkinni. Hundahald á dagskrá: Kópa vogsleiðin Skrifstofustjóri borgarstjórnar hefur í greinargerð til borgarráðs mælt með því að tekin verði upp svokölluð „Kópavogsleið“ varð- andi hundahaldíborginni. Hérer um að ræða hert tök og eftirlit með þeim hundum sem fyrir eru í borginni, sem yrðu þá skrásettir og háðir leyfum eftir ákveðnum reglum. Ekki er gert ráð fyrir að leyfi til hundahalds yrðu veitt eftir ákveðinn tíma, þannig að smám saman myndi hundum fækka í borginni. Engar ák- varðanir hafa verið teknar í þess- um efnum í borgarráði. Gætum tungunnar Sagt var: Opinbera heimsókn Noregskonungs stendur í þrjá daga. Rétt væri: Hin opinbera heim- sókn (eða: Opinber heimsókn) Noregskonungs stendur þrjá daga. Bridge (Spil no. 2 ...) Leikur Ólals Lár. og Karls Sigurhj. í C- riöli undanrásanna var spennulaus, báöar sveitirnar höfðu þegar tryggt sig i úrslit. Nokkuð bætti úr skák að flest spilanna voru afar skemmtileg. Dæmi: Vestur Norður SK96 H A863 TK86 LAK7 Austur S 3 SG72 HDG2 H10954 TDG1052 T 743 LDG109 L 432 Suður S AD10854 H K7 TA9 L 865 I opna salnum fóru Ásmundur og Karl hægt í sakirnar. Sagnirnar leiddu í Ijós að 12 slagir vænj „á toppi" en Karl valdi trygga kostinn, og létti þegar í Ijós kom að Ásmundur átti „alls ekkert" aukreitis. Úrspilið var ekki flókið og þrettán slagir voru teknir, án fyrirhafnar. Eitthvert muldur, sem hljómaði likt og - „gúmmískvís" heyrðist frá Karli, eftir á! Austur pakkaði saman spilunum og sýndi dvergana i láglitunum. - Þeir fara í 7 hinum megin, fullyrti vestur. I lokaða salnum sátu Jón Alfreðsson og Eiríkur Jónsson. Einnig þar fengust þær upplýsingar að 12 slagir væru beinharðir Ög þar sem Jón er ekki bölsýnn að eðlis- fari taldi hann sér trú um félagi ætti áreið- anlega einhver aukaverðmæti. Svo var og I Sjöur og áttur! Minna gat það varla verið. Fullnóg samt! Skák Ökukennarafélag íslands Vill umferðar- lagadómstól Ökukennarar hafa nú staðið fyrir útgáfu á nýrri bók sem ætluð er til nota fyrir ökukennslu. Bók þessi er á allan hátt mun full- komnari en sú bók sem áður var notuð til kennslu, hún reynir mjög á skilning nemandans á um- ferðinni en gerir ekki þær ein- hliða kröfur til utanbókarlær- dóms sem fyrri bókin byggði á. Bókin ber heitið Akstur og um- ferð og í henni er að finna afar mörg nýmæli við kennslu auk fjölda almennra heilræða sem all- ir þeir sem aka í umferðinni geta haft not af. Ökukennarafélag íslands hélt nýverið aðalfund sinn þar sem fjölmargar ályktanir voru sam- þykktar. Þannig er skorað á yfir- völd að ökukennurum verði gert kleift að nota sérstök æfinga- svæði við kennslu, skorað var á yfirvöld að taka upp betri merk- ingar og skipulegri á vegum, framlag til slysavarna verði kom- ið og að lágmarkstímar til ökup- rófs verði 14. Þá er skorað á yfir- völd að lögleidd verði notkun ökuljósa allan sólarhringinn frá 15. október til 15. mars ár hvert og að stofnaður verði umíerðar- dómstóll hið fyrsta. Eins og mál- um er háttað í dag fara trygging- arfélögin með dómsvaldið í veigamiklu atriði varðandi um- ferðarmál og litlir möguleikar fyrir almenning að sækja rétt sinn gegn tryggingarfélögunum. Þá mótmælti aðalfundur Öku- kennarafélagsins hinni auknu skattheimtu ríkisins, þungaskatti sem kom í kjölfar sífelldra bens- ínhækkana. Þá hvetur Ökukenn- arafélagið til þess að sektir við umferðarlagabrotum verði stór- hækkaðar. - hól. / Klúbbnum í kvöld: Karpov að tafli - 119 Eftir sigur Karpovs í 6tu einvigisskákinni kom röð jafntefla sem aö fjölda hlýtur að teljast met. Fischer og Spasskí gerðu sjö jafntefli í röð og þótti flestum nóg um, en jatnteflin hjá Karpov og Kortsnoj urðu tiu f röð. Menn skyldu þó ekki halda að jafntefl- in hafi komið baráttulaust. Þvert á móti var barist til þrautar í hverri einustu skák sem sést best á leikjafjöldanum, 7. skák 48 leikir 8. skák 51 leikur, 9. skák 42 leikir, 10. skák 58 leikir, 11. skák 81 leikur, 12. skák 23 leikir, (þráskák svarts), 13. skák 96 leikir, 14. skák 36 leikir, 15. skák 46 leikir, 16. skák 676 leikir. Og þá erum við komin að 17. eingvígis- skák. Staðan 2:0, Karpov i vil meö 14 jafn- teflum. Kortsnoj fær betri stöðu út úr byrj- uninni, Karpov verst vel og jafntefli virðist á næsta leiti. Þá skeður slysið: Kortsnoj - Karpov Besti leikur hvíts er án efa 30. Rxf6 sem gefur nokkurn veginn jafnt tafl. En Kortsnoj vill meira... 30. Rc5?? (Hroðalegur afleikur.) 30. .. Re5! (Karpov svaraði að bragði) 31. Hd2 (Eða 31. Bxb7 Dxb7! o.s.frv.) 31. .. b6 32. f4 bxc5 (Karpov varð svo yfir sig spenntur þegar hann fékk skyndilega kolunnið tafl að hon- um sást yfir að 32. - Rg6! vinnur strax mann. Textaleikurinn dugir þó einnig.) 33. fxe5 Dxe5 34. Bb7 Hc7 35. De4 Da1+! 36. Kg2 Dxa3 37. bxc5 Hxc5 38. Hd3 Da5 39. Df3 Db6 40. Hd7 Hf5 41. Dg4 Df2+ 42. Kh3 g61 - og Kortsnoj gafst upp. Staðan 3:0 fyrir Karpov og aðeins sjö skákir eftir. Hámarks skákafjöldi var ákveðinn 24 skákir. Bjöggi Gísla og Start Innrás lifandi tónlistar inn á skemmtisatðina heldur áfram. í kvöld miðvikudag 30. mars verða tónleikar á vegum SATT í Klúbb- num frá kl. 21 - 24. Fram kemur hljómsveitin START kl. 22.45. Björgvin Gíslason kynnir nýju Hljómplötuna sína „ÖRUGG- LEGA“ kl. 21.45 og tekur nokkur lög með hljómsveitinni START. EGO-þáttur ísmyndar & SATT verður sýndur í vídeóinu í Bjórkjallaranum, ásamt hinu óvænta „Surprise“ kl. 21.45. K-bjórinn nýtur nú þegar vin- sælda og píturnar á kynningar- verðinu renna út. Tónleikarnir síðustu helgi gengu mjög vel, þannig að ljóst er að fólk kann að meta þessa nýbreytni. Verð frá kl. 9 - 12 k. 100.-. Verð frá kl. 12 - 3 kr. 50.-. „F'óður stokkur“ Fóðurvörudeild SÍS hefur látið gera svonefndan fóðuustokk, sem ætlaður er kúabændum til leiðbeiningar og ákvörðunar um kjarnfóðurþörf kúa sinna. Fram að þessu hefur verið stuðst við fóðurtöflur, sem ráðu- nautar og rannsóknamenn í land- búnaði hafa samið fyrir bændur á grundvelli rannsókna á fóðurþörf kúa, miðað við heygæði annars- vegar og afurðamagn þeirra hins- vegar. Fóðurstokkurinn byggir á sömu forsendum en með honum er bændum og öðrum, sem sj á um fóðrun kúa, gert enn auðveldara að ákvarða kjarnfóðurgjöfina. Stokkinn er hægt að nota bæði við vetrar- og sumarfóðrun og hann tekur mið af mismunandi hey- og beitargæðum. - Fóður- stokkarnir eru fáanlegir hjá kaupfélögum um allt land. - mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.